Þjóðviljinn - 03.11.1974, Side 7
Sunnudagur. 3. nóvember 1974. ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 7
Sitt
úr
hverri
áttinni
SEftOHIO DE SARHIA
cosecma 1956
C S r A N A
Vín fyrir-
gefningarinnar
Á Spáni geta þeir, sem móðgað
hafa ástvini sina, boðið uppá vin
fyrirgefningarinnar” — Vina del
Perdon — þegar þeir biðjast af-
sökunar. Og hver getur staðist
slfkt?
Hvað hvíslar
elskan?
Nýjasta orðabókin heitir „The
Lover’s Dictionary” (Orðabók
elskhugans) og inniheldur 337
„hagnýt” orð og setningar á
ensku, þýsku, frönsku, itölsku og
spænsku, með vaxandi ferðalög
ástþyrstra I huga.
Nokkur dæmi:
„Hvar er ég? Ég hlýt að hafa
gengiö i svefni.”
„Ég man ómögulega hvar ég
lagði Rolls-Roycinum minum.”
„Leyfið mér að veita yður
skugga með öxlinni.”
„Tankurinn er hálffullur þegar
mælirinn sýnir hann tóman.”
„En i þessum dansi á einmitt að
hafa höndina þarna.”
„Ég er of ungur til að gifta
mig.”
Sjúklingum
stolið
I grennd við italska bæinn Cer-
vinia er hægt aö fara á skiöi allan
ársins hring, og þangað sækja
margir ferðamenn. Einsog geng-
ur og gerist kemur öðru hverju
fyrir að fólk hlýtur mismunandi
alvarleg beinbrot. Tveir læknar
eru starfandi i bænum og þykir
annar klárari við að lappa upp á
brotna leggi og fær þvi fleiri
sjúklinga i nafni frjálsrar sam-
keppni.
Hinum likaði þetta miður og i
sumar ákvað hann að taka til
sinna ráða. Næst þegar skiða-
maður brotnaði voru hann og að-
stoöarmaður hans við sjúkrabil-
inn og stálu einfaldlega sjúkl-
ingnum. Hinn læknirinnsati stofu
sinni og beið eftir sjúkrabilnum
og þeim brotna. Striðið hélt
áfram siðast þegar fréttist.
Karlar og
bílarnir þeirra
bað gerðist i biltúr með karl-
manni, sem við getum kalláð Jón
Jónsson. A gatnamótum einum
þurfti að biða eilifðartima af þvi
að sá sem var á undan hikaði allt-
af við að beygja út i umferðina.
— Areiðanlega kvenmaður,
sagði Jón.
En ökumaðurinn reyndist vera
karl.
— Ætli það hafi ekki verið
mamma hans, sem kenndi honum
á bil, sagði þá Jón.
Hamingja
einræðisins
„Pabbi kemur snemma heim
og eiginkonan verður hamingju-
söm”.
(Ummæli Augusto Pinochet,
æðsta manns herforingjastjórn-
arinnar i Chile um áhrif útgöngu-
banns á kvöldin).
Fara með
hlutverk
George Sand
Moreau Streisand
A okkar timum kvenfrelsisbar-
áttu og jafnréttisumræöna þykir
vert að minnast George Sand
(1804—76), skáldsagnahöfundar
og vinar margra frægra lista-
manna sinnar samtiðar, sem
hneykslaði Parisarbúa einna
mest fyrir að hún skyldi leyfa sér
að ganga I siðbuxum.
Forlagið Garnier gefur nú út 10.
bindi bréfa Aurore' Dudevant,
einsog George Sand hét i raun.
Byrjað er á kvikmynd um ævi
hennar og á Jeanne Moreau að
fara með aðalhlutverkiö og svo
mun Barbra Streisand leika
skáldkonuna i söngleik á Broad-
way.
ÞORGEIR
ÞORGEIRSSON
SKRIFAR
Um
hrekkjalóminn
í sálinni
Hroðalegt áfall er það að verða fyrir ást
þessarar þjóðar.
Ekki lætur hún sér nægja að byggja eitt
voðalegasta kirkjuskrimsli i samanlagðri
kristni yfir minningu Hallgrims Péturssonar.
Um seinustu helgi vall slepjan enn einu sinni
yfir séra Hallgrim svo manni varð hugsað til
þess sem Steinn Steinarr forðum lét hann
segja við húsameistara rikisins:
Ekki meir, ekki meir!
Astmegir þessarar þjóðar eiga ekki gott.
Persónuleg mynd vesalings mannanna grefst
undir sætri slepjunni eins og perla i slori.
bessi slepjulega mærð var lika á ferðinni
um daginn þegar annar höfðingi andans var
kvaddur. Ég á við eftirmælin um Sigurð Nor-
dal.
Mann langar beinlinis til að skora á alla
sem eitthvað höfðu veður af Sigurði um sina
daga að skrásetja frásagnir sinar af honum
til að fá fjölbreytta og sanna mynd af þessum
margvislega karakter og bjarga honum frá
sætsmeðjulegri persónudýrkun.
Sjálfur hitti ég Sigurð þrivegis svo að ég
þyrfti á honum að halda.
Fyrstu samfundi'rnir voru við verk hans.
1 menntaskóla lásum við Völuspá og áttum
að kunna þurrpumpulegar skýringar ein-
hverra þýskra fræðimanna á textanum.
betta var andlegt fangelsi af verstu tegund.
Ég man ekki lengur nöfnin á þessum þýsku
glæpamönnum. En hitt er mér i fersku minni
að fljúgandi skáldlegar skýringar Nordals á
Völuspá komu og leystu mann úr ánauðinni.
Um skýringartilraunir þýsku þrjótanna
sagði Nordal einmitt: bær eiga það
sameiginlegt að vera torskildari en visan.
betta þótti ofboðslegt guðlast i Menntaskól-
anum áriö 1953 og maöur lækkaði um hálft
annaö stig á stúdentsprófi fyrir að hafa þetta
eftir.
bannig voru fyrstu kynni min við Nordal.
Ég þurfti á honum að halda og hann brást
mér ekki.
xxx
1 annað skiptið sem ég þurfti á Nordal að
halda var það sendiherrann. Og hann brást
mér heldur ekki. Ég kom eiginlega fótgang-
andi og févana sunnan frá Spáni rétt fyrir
páskana 1955.
Yfir páskahelgina var ég á bisanum i
Kaupmannahöfn. Maður svaf á bekk i
Hovedbanegárden fram til klukkan tvö. bá
var rekið út og stöðinni lokað. bá sat maður
um stund á bekk utan við stöðina og heyrði
garnirnar i sér gaula. Svo komu prúöbúnir
gestir út úr Köbenhavner-Kroen. beir
gubbuðu á stéttina og fóru heim i leigubilum.
Svo var allt hljótt um stund. bangað til
hettumáfurinn kom og át æluna. bað var
tignarlega heilbrigð sjón.
bannig leið páskahelgin.
briðja i páskum opnaði sendiráðiö og botn-
laus var fyrirlitning skrifstofublókanna þar
þegar inn gekk tötrughypja með passiuhár og
skegg niður á bringu i tölulausum jakka,
nældum saman með ryðgaöri sikkrisnælu,
stórri, en fótabúnaöurinn skorinn út úr
bildekkjum, Vitaskuld var fólkinu vorkunn.
Hippatiskan kom ekki fyrr en mörgum árum
siöar.
Og þetta spurði eftir sendiherranum. Eftir
allan þennan tima má vel taka það fram að
fyrirlitningin var gagnkvæm.
Blókin var náfölur þegar hann loks kom
fram aftur og sagði:
— Sendiherrann vill vist tala við þig.
Og fór svo i annað herbergi.
En Sigurður tók á móti mér eins og ég væri
einn af vitringunum úr bibliunni og hefði
villst af leið. Hann skemmti sér greinilega og
lék á als oddi, spurði útþrykkilega tiöinda af
rykugum vegum Suður-Evrópu, lét kaupa
handa mér flugmiða heim uppá það að ég
borgaði það siðar og sagði að lokum:
— Viltu ekki fá einhverja aura til að gera
þér glaðan dag i borginni, borgeir.
Svo kvaddi hann mig eins og heiðurinn væri
allur hans. En ég keypti mér skjaldböku i
minningu þessa fundar, hafði heyrt sagt að
þær yrðu allra kvikinda elstar. En skjald-
bakan dó nú samt á undan mér.
xxx
í þriðja skiptið sem ég þurfti á Sigurði
Nordal að halda brást hann mér alveg.
bað var fyrir fáum árum. Ég var með
áhyggjur af heiðri Húnvetninga, hafði komist
að þvi að morðingjar Natans Ketilssonr láu
undir vandlega merktu marmaraleiði i
Tjarnarkirkjugarði á meðan leiði hinna
myrtu voru að týnast ómerkt.
Mér fannst að Sigurður þyrfti ekki annað
en að orða þetta og þá yrði þvi kippt i lag. I
þvi augnamiði fékk ég bórberg bórðarson til
að bjóða okkur heim saman.
bað var eftirminnilegt kvöld að heyra
meistarana tala saman. En málaleitun minni
svaraði Nordal með þvi að hlæja hátt og
segja:
— Nei. bvi máli hreyfi ég ekki. bað fer vel
á þvi þetta sé svona. betta er svo nauðalikt
Húnvetningum.
Svo barst talið að skráningu þjóðsagna. Ég
reyndi að vera erfiður og spurði Sigurð hvort
hann tryði öllum þeim hégiljum sem hann
hefði skráð.
— Góði minn, sagði hann. bað er
ógerningur að skrá sögu vel nema að trúa
henni.
Svo leið fram undir miðnættið. bá fór
Sigurður að segja frá þvi að þeir frændur
tveir hefðu gert sér það til gamans að slá ekki
blett þar i túninu i nokkur ár til að gá hvort
hann yrði ekki að álagabletti.
— Núna i hittifyrra var ég fyrir norðan og
þá skráði ég margar sögur um þennan álaga-
blett, sagði Sigurður og brosti sinu sjarmer-
andi brosi.
Ég gekk i gildruna.
— Skráðiröu þær sögur nokkuð verr en
annað sem þú skráir, segi ég.
— Væntanlega ekki, segir Sigurður og
verður hrekkjóttur til augnanna.
— Trúðirðu þeim þá?
— Góðiminn, þaö er ógerningur að skrá
sögu vel nema trúa henni, sagði Nordal og hló
eins og púki.
baö sem ég meina er nokkurn veginn
þetta:
Mikiö væri gaman ef hrekkjalómurinn sem
spriklaði i sálarlifi Sigurðar Nordal færi nú i
einhvern gáfaðan nemanda Norrænudeildar.
bá væri sá hinn sami aö rengja allar helgi-
myndir og brjóta upp á nýjum skilningi
handa okkur.
Sá yrði lika lausnari.
Þorgeir Þorgeirsson