Þjóðviljinn - 03.11.1974, Page 9
Sunnudagur. 3. nóvember 1974. ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 9
FYRRI HLUTI
JÓN HJARTARSON:
kennara. Hvað þurfum við að
gera i skólunum til að mæta
úreldingu staðreyndanna?
Aðferö og inntak
Þá gerist það að upp koma
nýjar greinar sem hafa að
viðfangsefni sinu upplýsingu um
námið sjálft. Námssálarfræði,
uppeldisfræði, þroskasálfræði,
sem hingað til hafa ekki skipt
miklu máli fyrir skólann, segja
okkur nú meira um það sem
gerist við nám en sú þekking sem
við áttum áður. Þá kemur upp ný
þversögn til viðbótar við þann
vanda sem tengdur er þekkingu,
sem vex svo ört að torvelt er að
sia hana inn i skólana. Þversögn
milli þess sem við vitum um nám,
nemendur og samskipti i
kennslunni og þeirra aðferð sem
við beitum enn i dag i skólunum.
Við miðlum þekkingunni á tiltölu-
lega ófrjóan hátt og Htt nýtan-
legan, með þeim afleiðingum, að
megnið af þvi sem börnin læra i
skólunum gleymist fyrr en varir.
Og svo kemur upp þriðja
vandamálið og það sem mestu
skiptir i dag: Markmið námsins
eru ekki lengur sjálfsögð. Að
hvaða markmiði erum við að
keppa? Við hvaða þjóðfélag
miðar þessi þekking sem miðlað
er i skólunum, við hvaða
samskipti i skólanum, og við
hvaða nýtingu þekkingarinnar
er miðað þegar ákvarðanir eru
teknar um námsefni? Hvaða
þekkingu þurfum við til að átta
okkur á sjálfum okkur og til að
rata um sibreytilegt þjóðfélag?
Hvaða ráðgjafareðli felst i
þekkingunni: Er kannski sú að-
ferö, sem viðhöfö er við að afla
þekkingar, meira virði en sú
þekking sem aflað er á hverju
stigi? Svo virðist ncfnilega sem
aðferðin skeriúr um það, hvort ég
held áfram að læra, hvort ég get
sjálfur ratað um þekkinguna og
óstuddur haldið leið minni áfram.
Það er hægt að leiða að þvi góð
visindaleg rök, að þekkingin sjálf
sé ekki annað en niðurstaða
þeirrar aðferöar, sem virkur
nemandi (og sérhver virkur
þegn mannkynsins) notar við að
vinna úr reynslu sinni. Veitir
skólinn reynslu? Eða veitir hann
e.t.v. neikvæða reynslu, sem gæti
orðið til þess að börnin fælist
þekkinguna, en reyni i hennar
stað að leggja staðreyndir á
minnið sem duga til að standast
samkeppnispróf að námi loknu?
Að slægja fisk
Þetta skiptir auðvitað miklu
máli þegar vikið er að vandamáli
sem mikið er rætt um i dag:
Hvaða hlutverki gegna skólarnir
fyrir atvinnuvegina? Það er oft
talað um það, að skólarnir ali upp
fólk á hvitum skyrtum sem hafi
engin lifræn afskipti og engin lif-
ræn viðhorf gagnvart atvinnu-
vegunum. Þetta er mikilvæg
írv
iAnr^oP
Á að safna i sarpinn eða breyta
náminu i reynslu?
spurning og nauðsynlegt að hún
komifram. En ég held, að hún sé
oft sett fram á hæpinn hátt, þann-
ig að hún miðar aðeins við þá
reynslu af atvinnuvegunum sem
við höfum i dag. Þá er hugsað um
það, hvort menn læri að slægja
fisk eða splæsa kaðal, eða hvort
börnin hafi jákvæð viðhorf gagn-
vart landbúnaðinum. Þetta kann
að vera góðra gjalda vert, en það
verður að hugsa lengra, hugsa
um það, hvað atvinnukerfið er i
raun og veru. Það tvinnar saman
mjög verkskipt samfélag þar sem
almenn þekking, vinnusiðgæði,
hugsunaraðferðir skipta jafn-
miklu máli um framvinduna og
bein þekking af kerfinu og
störfum innan þess i dag.
Samhengið
Við vitum hve miklum
breytingum t.d. islenskt
fiskvinnslukerfi hefur tekið á
undanförnum 20-30 árum, og þótt
við vissum ekki annað hljótum
við að gera ráð fyrir þvi, að það
verði orðið allt annað árið 2000.
Varlega sagt þá nægir ekki að
nemendur fari og taki á fiski
þegar fiskur berst á land ein-
hverntima á veturna. Slikt þarf
a.m.k. að vera hluti af námi sem
nær út yfir þessi handtök, út fyrir
þessa þáttöku, sýni tengslin milli
þessara hluta og annarra t.d.
samhengið i vélrænni vinnu.
Reynslan af atvinnuþátttökunni
má ekki stuðla að þvi að börnin
haldi að atvinnukerfið sé aðeins
það sem ber fyrir augu og hendur
á liðandi stund. Hvað þýðir
uppgripaafli fyrir börnin? Er at-
vinnulifið þá t.d. þau uppgrip sem
sjá.manni fyrir neyslufé? Þarna
eru á ferðinni félagsleg vanda-
mál, sem ná langt út fyrir þá
ákvörðun að láta krakkana vinna
i fiski. Og við þeim þurfa
skólarnir að geta brugðist. Og svo
er mikilvægt að menn geri sér
grein fyrir þvi, að þetta nær að-
eins til lítils hluta nemenda, að
þetta er allsendis ónóg jafnvel
fyrir þann hluta
Ef staðbundnir hagsmunir og
timabundin vandamál ráða úr-
slitum um tengsl náms og at-
vinnulifs, þá hefur atvinnuþátt-
taka einstakra nemendahópa
ekki varanleg áhrif á markmið og
inntak námsins, né heldur á lifs-
og starfsundirbúninginn, sem
náminu er ætlað að þjóna.
Myndin af vinnunni verður
verður alltof þröng, þar myndast
ekkert samhengi i huga og
reynslu nemandans milli
þjóðfélagskerfisins, hagþátta
þess, vinnureynslu manna og
viðhorf einstaklinga.Ef þetta á að
gerast þarf miklu stærra átak.
Námsefnið i ýmsum greinum
þarf að taka mið af þeirri reynslu,
sem nemendur yrðu fyrir á
v i n n u m a r k a ð i n u m , og
vinnureynslan að blandast al-
mennri markmiðum námsins.
Þvi þarf að hugsa um almennt en
ekki aðeins um staðbundið fram-
boð á vinnureynslu og um stöðu
og þekkingu kennaranna i þeim
efnum. Og ekki sist þarf að móta
nú viðhorf til náms i atvinnu-
kerfinu sjálfu. Þetta þýðir hvorki
meira né minna en að skapa sam-
ræmi milli vinnuverkefna og hins
almenna náms i skólanumr af-
nám hinnar hefðbundnu að-
greiningar verknáms og
bóknáms. Þá verður að lita á allt
nám sem hluta af undirbúningi
bæði einstaklinganna og
þjóðarinnar undir „lifið”, — og
endurmeta hina einstöku þætti
þess með tilliti til þess. Það er
auöséð að þetta verður ekki gert i
hendingskasti — það merkir bæði
almennt nám og verk- og starfs-
nám og skipuleg tengsli á míllí
þeirra. Til þess þarf endurskoðun
á viðteknum bókmennta-
sjónarmiðum — án þess að falla I
freistni fyrir þeirri skjótfengnu
sýndarlausn að ihlaupavinna I
fiskiðjuveri breyti viðhorfum til
atvinnuveganna eða færi námið
nær þeim.
(I seinni hluta viðtalsins sem
birtist I næsta sunnudagsblaði
er fjallað um það starf sem
þegar hefur verið unnið að end-
urskoðun námsefnis um hættu
á offjölgun menntamanna svo-
nefndri, um kosti og galla
grunnskólafrumvarps.)
LYKLAR
OG
LJÓSAPERUR
Félagslif hvers konar skriður
úr bosinu nú i skammdeginu.
Menn taka að sinna andlegum
hugðarefnum sinum i rökkrinu,
fullsaddir orðnir á timanlegum
gæðum sumarsins, sólböðum og
bilifi. Skólar og námskeið tekin að
sáldra fróðleiksmolum sinum yfir
æskulýðinn. Margháttaður fé-
lagsskapur og samkunda eldri
kynslóðarinnar fellur aftur i sinn
rigskorðaða farveg eftir leysing-
ar sumarsins. Þjóðfélagið tekur á
sig einbeittan alvörusvip. Leik-
araskapur og léttúð sópast burt
með sölnuðu haustlaufinu.
Mönnum verður það fyrst fyrir,
þegar skyggja tekur, aö tendra
huga sinn einhverri blessaðri
upplýsingu. Það er tiðarandinn.
Nú er enginn of gamall til þess að
læra, fullorðinsfræðsla, menntun
er orðin heilsubótaratriði i þjóð-
félaginu, heilsurækt hugans. Mik-
ils ljóss er þörf i svartnættinu,
hvort tveggja i hlutlægum og hug-
lægum skilningi, svo notuð séu
fræðslubókaorð, ljós hið ytra, ljós
hið innra. Og nú er mikil þörf fyr-
ir ljósaperur.
Kunningi minn ágætur (viö höfð-
um reyndar ekki sést um árabil)
skautóforvarandis upp kollinum i
húsi nokkru hér i grannbyggð
borgarinnar fyrir skemmstu. Ég
var þar gestkomandi, og þar sem
fundir okkar urðu þarna óvæntir,
gerðust húsbændur gestagleiðir,
spurst var almæltra tiðinda,
dæst var yfir veðurfarinu og boðið
upp á kaffi. Kunningi minn færð-
ist lengi vel undan kaffidrykkju,
lét þó til leiðast um siðir, tyllti sér
við borðshorn en geymdi vel
vænnar skjalatösku, sem hann
hafi meðferðis, sleppti naumast
af henni hendi meðan hann saup
af bollanum. Taskan var ein
þeirra, sem maður trúir geymi
dulmál alls efnahagsundurs okk-
ar tima. Menn hafa svona töskur
með sér upp metorðastiga við-
skiptalifsins. Ég giskaði á hún
væri skotheld.
Vini minum varð einhvern veg-
inn ekki rótt, sat tæpt og einatt á
honum fararsnið. Mig fór að
gruna hið versta. Kannski var
hann búinn að ráða sig i þjónustu
hins opinbera, lögtak, stefnulýs-
ing? Andrúmsloftið var að verða
þrúgandi, kaffið sopið i gúlsop-
um. Ég fór að upphugsa einhvers
konar ráð til þess að smygla mér
út. Ef hið opinbera átti erindi við
húsráðendur varð slikt auðvitað
að hafa sinn gang. En vinurinn
varð fyrri til, stendur snaggara-
lega upp og rýkur á dyr. Þetta
dugir ekki, segir hann, best að
flýta sér, annað hvort búinn að
gleyma erindinu, ellegar slá þvi á
frest.
Viðstaddir verða svolitið
hvumsa. En viti menn, i þann
mund að gesturinn er aö stiga yfir
þröskuldinn — er eins og hann átti
sig, snýr sér við, hampar tösk-
unni góðu: Ekki vænti ég ykkur
vanti ljósaperur.
Það renna þarna á okkur tvær
gimur. Ljósaperur? Var maður-
inn að gera grin að okkur? Að það
vantaði peru i kollinn á okkur?
Ósmekkleg fyndni? Ég hafði
aldrei áður reynt þennan mann að
flimi né galgopaskap. Var hann
kannski orðinn eitthvað skritinn?
Ég hafði þó naumast þekkt
hraustari mann, til sálar og
likama — hér áður fyrr. Nei,
þetta virtist vera hið mesta al-
vörumál. Hann stóð þarna ein-
beittur á svip og lauk upp skrini
sinu, hinu skothelda. Viti menn:
það var fullt af ljósaperum.
Það kviknaði loks á perunni i
kolli minum. — „Þið vilduð
kannski hjálpa okkur við að
styrkja gott málefni.” Þarna var
sum sé á ferðinni margreynd
fjáröflunaraðferð Lionsmanna.
Samskot tiðkast hér i hinni fjöi-
breyttustu mynd, flest til styrktar
góðum málefnum: Happdrætti,
merkjasala, jólapappirs-og peru-
sala, blómasala, gotteriisfram-
boð og lotteri. Allt á þetta sinn
góða tilgang, sem ekki ber að
hafa i flimtingum þótt svona bros
lega hafi tekist til i þessu tilviki.
Þetta er raunar ekki ný bóla.
Tombólur voru algengar hér áður
fyrroghverskynsbasar (sem nú
er raunar farið að kalla flóa-
markað). Kvenfélögin voru mörg
hver starfrækt sem einskonar
liknarstofnanir, viða um byggðir
landsins. Þau stuðluðu að sjúkra-
hjálp, fátækrahjálp, studdu mun-
aðarlausa, aldna og bágstadda,
aðstoðuðu sængurkonur, þar sem
þess þurfti, stóðu fyrir jólafagn-
aði, ræktuðu skrúðgarða, létu
fræðslumál til sin taka og yfirleitt
flest það sem til velfarnaðar
mátti verða einu byggðarlagi. Þá
haföi kvenþjóðin ekki fengiö upp-
reisn i atvinnulifinu. Þarna fengu
konur útrás fyrir starfsorku og
athafnaþrá. Þetta var þjóðþrifa-
starf, oft á tiðum unnið af mikilli
þörf.
Oldin er önnur, konurnar meira
og minna uppteknar i atvinnulif-
inu. Kvenfélögin hafa horfið i
skuggann. Aftur á móti verða sér-
stök karlfélög æ umfangsmeiri
viða um byggðir. Þessi félög
flagga gjarna einhverjum vel-
ferðarmálum og reka góðgerðar-
starf i ýmiss konar myndum.
Hér eru á ferðinni samtök, sem
kalla sig „alþjóðleg”, en öll eru
þau sprottin upp úr samfélagi
bandariska smáborgara og draga
fyrst og fremst dám af hugsunar-
hætti millistéttarinnar þar
vestra. Hið fyrsta þessara félaga
Rotary, stofnaði bandariskur lög-
fræðingur i Chicago árið 1907.
Kiwanisklúbburinn á rætur sinar
að rekja til iðnaðarborgarinnar
Detroit (1915) og Lions er stofnað
i Dallas i Texas 1917. Að félögum
þessum stóðu yfirleitt menn
(karlar) úr viðskiptalifinu. Góð-
gerðarstarfsemi þeirra hefur
meira mótast af tilfinningasemi
heldur en raunhæfu mati á þeim
þjóðfélagsvanda sem við var að
striða hverju sinni. Menn friða
samvisku sina með þvi að láta
gott af sér leiða og eiga um leið
auðveldara með að loka augunum
fyrir hróplegu misrétti, sem
hvarvetna blasir við i þjóðfélag-
inu, ekki sist þar sem öll sam-
hjálp og almennar tryggingar
hafa átt sér jafn erfitt uppdráttar
og i Bandarikjunum. Þessi félög
eða klúbbar hafa i stökum tilfell-
um eflaust unnið mikið gagn i
þeirri félagslegu vanþróun, sem
rikir vestra, en þau hafa kannski
frekar falið heildarvandann en
leyst hann.
Við köllum okkur félagsverur:
Maður er manns gaman segir hið
fornkveðna. Félagslií er okkur
nauðsyn. Auðvitað er það sjálf-
sagt að fólk stofni félag um hvað-
eina, sem það tekur sér fyrir
hendur. Hins vegar finnst manni
það dálitið kindugt, þegar frjáls-
bornir islendingar og hraustir
drengir fara að punta sig upp i
ameriskan smáborgaraskrúða og
éta flott i hádeginu hálfsmánað-
arlega. Þarna kveður einhvern
veginn við falskan tón.
Það er kannski skiljanlegt að
litilssigldar , ,business”-blækur
skyldu glepjast á þess konar en
hvað eiga sjósóknarar, útvegs-
bændur og máttarstólpar þjóðfé-
lagsins aðrir að gera i svona
klúbb? Og það verður hálf-af-
káralegt þegar þessar sam-
kundur bandariskrar forskriftar
með ameriskum nöfnum fara að
iðka þjóðrembing, éta kútmaga á
hverju ári og hákarl. — Að ekki sé
nú talað um fyrirbrigðið „Unior
chamber” sem ku vera samtök
ungra athafnamanna og hafa
stigið á stokk og strengt þess heit
að koma islenska fánanum inn i
hverja skólastofu i landinu. Mætti
ég vitna i séra Hallgrim sáluga:
„Það er maður þó hann láti
minna”
Sist ber að lasta það sem vel er
gert og i góðri meiningu til hjálp-
ar bágstöddum. Hins vegar væri
æskilegt að almannatrygginga-
kerfi og heilbrigðisþjónustu væri
þannig i skinn komið að sinnt
gætu fyllilega sinum skyldum,
svo að olnbogabörn þjóðfélagsins
þyrftu ekki sifellt að þiggja þess-
ar ölmusur amerisks smáborg-
arahugsunarháttar.
■
Ef þessir klúbbar vilja láta gott
af sér leiða ættu þeir þvi að
styrkja tryggingakerfi rikisins.
Væri ekki til dæmis ágæt byrjun
að klúbbfélagar gengju á undan
öðrum með góðu fordæmi og
ástunduðu til hins ýtrasta heiðar-
leika i öllum viðskiptum, vöruð-
ust of háa álagningu, féllu ekki i
þá freistni að halda eftir af sölu-
skatti og gæfu að sjálfsögðu
hverja krónu af tekjum sinum
upp til skatts? Þannig kynnu ein-
hverjir aurar, sem ella hefðu ekki
skilað sér, að renna i i rikiskass-
ann sem er undirstaða allrar
samhjálpar og velferðar okkar,
hvort heldur við erum meira heil-
brigðir eða minna.