Þjóðviljinn - 03.11.1974, Síða 10

Þjóðviljinn - 03.11.1974, Síða 10
10 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur. 3. nóvember 1974. cTWyndir úr sögu verkalýðshreyfingar og sósíalískra samtaka Margt er sér til gamans gert a6 láta okkur vita. Hætt er viö, aö sá hópur sé oröinn fámennur nú og þvl mikilvægt, aö þekking hans falli ekki I gleymsku. Um miðmyndina, nr. 4,höfum við nú fengið þær upplýsingar frá Elíasi Valgeirssyni, að mað- urinn vinstra megin fánaberans sé Brynjólfur Bjarnason, en fánaberinn sjálfur sennilega Loftur Þorsteinsson járnsmið- ur. En nákvæmlega hvenær þessi ganga var, höfum við ekki fengið að vita. A spjöldunum má lesa „Stétt gegn stétt” og „Lifi kommúnisminn”. Þessar myndir birtust I sunnudagsblaði Þjóðviljans 20. október sl. Að lokum hefur þekkst einn verkamannanna á mynd nr. 2 frá aðförinni að ólafi Friðriks- syni (birt i þættinum 13. októ- ber.) Það var Guörún Helga- dóttir deildarstj., sem þar þekkti afabróður sinn, Filippus Amundason eldsmið frá Bjólu i Holtum, sem lengstaf hefur búið I Brautarholti við Grandaveg. Filippus gengur á milli tveggja hvltliða nokkurnveginn fremst, og er I dökkum fötum með ljósa derhúfu. Hafið samband Varla trúum við öðru en les- endur Þjóðviljans lumi á fleiri upplýsingum um myndirnar úr Dagsbrúnarsafninu en hingað til hafa komið fram. Ef þið vitið eitthvað um þessar myndir, hafið þá samband við Eyjólf Árnason bókavörð Dagsbrúnar, eða, ef hann er ekki við, við Vil- borgu Haröardóttur blaðamann Islma 17500. — vh Myndirnar siðast voru frá verkföllum norðanlands og sunnan, Krossanesverkfallinu 1930 og Kveldúlfsverkfallinu i Vestmannaeyjum 1932, en i þetta sinn skulum við snúa okk- ur að átakaminni hlutum og léttari, sameiginlegri skemmt- un, sem lika átti sinn þátt i að styrkja samstöðu verkamanna og samhug. Þá fyrst þekkjum við hvert annað vel er við höfum staðið saman bæði i bliðu og striðu, skemmt okkur saman og barist saman. Kórsöngur og einnig talkórar tiðkuðust mjög á bernskuárum verkalýðshreyfingarinnar hér á landi og voru reyndar ekki að- eins til skemmtunar, heldur lika og ekki siður þýðingarmikið hvatningartæki i baráttunni. Á mynd nr. 8 sést karlakór verka- manna á Stokkseyri, en litið annað vitum við um myndina, nema að á henni þekkist Jó- hannes Ólafsson, fjórði frá vinstri. Hvenær er þessi mynd tekin? Hverjir eru á henni? Hver stjórnar kórnum? Okkur væri mikil þökk á að fá upplýs- ingar um þetta frá lesendum. Mynd nr. 9 gæti verið tekin i skemmtiferð. Þó er það engan- veginn gefið. Hún gæti allt eins verið tekin i fundarhléi eða álika. Við þykjumst þekkja á henni Hallgrim Jakobsson kennara fremst. en hverjir eru hinir? Aftan á myndina hafa verið skrifuð nöfnin ívar og Ar- mann, en engin föðurnöfn við. Hvar er myndin tekin? Af hvaða tilefni? Og hverjir eru þetta? Ungherjar Og svo er það mynd nr. 10 af islenskum ungherjum fyrir utan Báruna. Flestir kannast við starfsemi ungherja eöa piónerahreyfingar i sósialiskum löndum, en ungherjastarfsemi hérlendis er litt þekkt, a.m.k. á prenti. Væri gaman ef einhver skrifaði um þetta starf hér, eða kannast lesendur e.t.v. við, aö grein eða bókarkafli um islenska ungherja sé einhvers staöar til? Tvær stúlknanna á myndinni eru nafngreindar, systurnar Ragnheiður og Unnur Metúsalemsdætur fyrir miðju, en hverjar eru hinar? Hvenær var myndin tekin? 1. mai myndirnar Eins og vænta mátti þekktust ýmsir á yngstu 1. mai myndinni, nr. 5, þótt enginn hafi enn treyst sér til að timasetja hana ná- kvæmlega. Er giskað á 1950 eða upp úr þvi. Enginn hefur gefið neinar frekari upplýsingar um mynd- ina frá fyrstu 1. mai göngunni 1923 (nr. 3) og skorum við nú á þá, sem þar þekkja einhverja. Vær m selvom du erdflnsk Afslöppuö ættjaröarást Svona hafa danir afslappaða af- stöðu til ættjarðarástarinnar. Vertu glaður þótt þú sért dansk- ur, segir á skiltinu, sem margir danir hafa hengt upp hjá sér. „Hann Harry er aö setja upp loft I í kjallaranum.“

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.