Þjóðviljinn - 03.11.1974, Page 11
Sunnudagur. 3. nóvember 1974. ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 11
NOKKRIR PUNKTAR UM KETTI
Viðsjárverð
þykir mér
glyrnan gul...
Ég er kötturinn sem fer minna
eigin ferða, segir i sögu Kiplings.
Kötturinn hefur fylgt manninum
lengi og jafnlengi verið honum
ráðgáta.
Kettir eru t.d. furðu ratvisir.
Það hefur verið reynt að fara með
kött svosem 16 km. að heiman i
bíl og siðan er honum sleppt.
Kettir koma alltaf niöur á fæt-
urna — þetta skoðuðu menn og
drógu af lærdóma fyrir geimfara.
Hann er kominn heim aftur eftir
furðu stutta stund — enda styttir
hann sér leið, þræðir ekki vegi,
heldur fer beint yfir ókennilegt
umhverfi.
Þegar ratvisi þessi var prófuð
kom á daginn að augu kattarins
taka ekki aðeins við ljósi, heldur
og hljóðbylgjum, sem maðurinn
heyrir ekki. Þau eru einskonar
„önnur eyru” og geta skilað til
minnis kattarins „hljóðmynd” af
heimkynnum hans, rétt eins og
við höfum sjónmynd i huga okkar
af einhverjum stað. Kötturinn er
að þessu leyti likur flugvél sem
býr sig til lendingar — hann tekur
við leiðarljósgeisla úr fjarska og
fylgir honum.
Kettir eru til ýmissa visinda-
legra hluta nytsamlegir. Þeir
hafa t.d. komið geimförum að
góðu haldi. Þegar kenna átti
geimförum að hreyfa sig i þyngd-
arleysi var tekið mið af þeim
hæfileika katta að koma alltaf
niður á fæturna hvernig sem þeir
detta. Var fall katta kvikmyndað
innviröulega og dregnir af þvi
lærdómar, og voru geimfarar sfð-
an látnir likja eftir hreyfingum
kattarins sem best þeir gátu
rófulausir — en rófan er i bókstaí-
legum skilningi „stýri” kattarins
við þessar aðstæður.
Kötturinn hefur skarpa sjón,
sex sinnum skarpari en manns-
ins. Hann þekkir fólk i hundrað
metra fjarlægð eins og ekkert sé.
Hann getur horft i sólina án þess
ab depla auga þvi að hann fann
upp ljós-siu löngu fyrr en ljós-
myndasmiðir. Hitt er hinsvegar
ekki rétt, að kettir sjái i myrkri.
En þótt sjón þeirra sé skörp eru
þeir ekki háðir henni einni —
heyrn þeirra er svo næm, að þeir
„hlera bylgjulengd” músa i
15—20 m fjarlægð, og hér við bæt-
ist það næmi i kömpum, sem ger-
ir jafnvel blindum ketti fært að
stunda músaveiðar með árangri.
Aftur á móti geta kettir truflast á
geðsmunum ef prakkarar klippa
af þeim kampana. Hár þessi, sem
eiga sér sterkar og blóðmiklar
rætur eru könnunarfálmarar sem
ekki aðeins koma i veg fyrir alla
árekstra i myrkri, heldur veita
þeir kettinum með einhverjum
Póstsendum
Fjölbreytt
úrval af
vönduöum
og
fallegum
barna-
fatnaöi
*elfur
tískuverslun
æskunnar
Þingholtsstræti 3.
Þegar köttur bitur meö þessu móti i hnakkadrambiö á afkvæmi sinu
eöa mús finnur viökomandi ekkert til; hann eöa hún stirönar blátt
áfram upp meöan kisa ber þau.
hætti sem menn enn ekki skilja
meiri upplýsingar en nef, augu og
eyru. Þau eru einskonar radar.
Engin skýring hefur til þessa
fengist á mali katta. Þá er tima-
skyn kattarins mönnum og mikil
ráðgáta: Hann dottar eða sefur 22
tima á sólarhring, en siðan getur
hann á örfáum minútum iokið af
svo mörgum og flóknum eldsnör-
um hreyfingum, að manneskjan
þyrfti margar stundir til að erfiða
annað eins. Til er sú kenning að
kettir hafi einskonar „innbyggða
klukku” sem blátt áfram nemi
staðar meðan hann klukkustund-
um saman biður fyrir framan
músarholu eða dormar i glugga-
syllunni.
Afrek katta eru margvisleg.
Einu sinni var læða lokuð óvart
inni i kassa með vél, sem skipað
var út i Chicago og opnuð 41 degi
siöar i Kairó. Út úr henni spratt
læban hin hressilegasta og meö
henni fjórir kettlingar sem hún
hafði gotið á leiðinni. Hún hafði
haldið lifinu i fjölskyldunni með
þvi að sleikja koppafeitina af hin-
um ýmsu hlutum vélarinnar.
w
SKÝRING:
Vegna sérstaks og timabundins
samnings við CANDY verk-
smiðjurnar hefur okkur tekist að
fá verðlækkun á CANDY
uppþvottavélinni C-184.
Vél þessi hefur reynst mjög vel,
en við höfum haft hana á
boðstólum i nokkur ár.
Candy er ódýr
vinnukraftur
Verð í dag
kr. 64,500
Sími26788
Kostir vélarinnar:
1. Notar eingöngu kait vatn.
2. Tveir spaðar með mis-
munandi miklum vatnsþrýst-
ingi.
3. Tvær hurðir (opnast þar af
leiðandi ekki eins langt fram
og ein stór hurð).
4. Sex þvottakerfi.
5. Innra byrði úr ryðfriu stáli.
Minjagripir frá
Alþingishátiöinni 1930
eru verömætir
ættargripir nú.
Ef aö likum lœtur, eiga minjagripir
Þjóöhátíöarnefndar 1974
einnig eftir aö margfaldast aö verömæti
meö árunum.
Veggskildirnir sem Sigrún Guöjónsdóttir
listamaöur hannaöi og hlaut verölaun fyrir,
kosta i dag kr. 7.494.-. Þeir eru framleiddir
meö sérstakri áferö hjá Bing og Gröndahl.
Tryggiö yöur þessa kjörgripi á meöan
tækifæri er til. Þeir fást i helstu
minjagripaverslunum um land allt.
_
Þjóöhátíöarnefnd 1974