Þjóðviljinn - 03.11.1974, Page 13
12 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur. 3. nóvember 1974.
Sunnudagur. 3. nóvember 1974. ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 13
SÝNING LOUISIANA Á VERKUM ÓÞEKKTRA HÖNNUÐA
Framlukt á eimvagn járnbrautarlestar
Lyfjaglös
Singer-saumavél frá 1851
Kúluritvéiar eöa ritkúlur frá 1875
Óhætt mun að segja að
Louisiana í Humlebæk sé eitt
besta listasafn á Norður-
löndum og jafnvel þótt víðar
væri leitað. Það er í fallegum
garði úti við Eyrarsund,
rúmlega hálftímaferð frá
miðborg Kaupmannahafnar.
Sjálftá safnið allmikinn fjölda
listaverka, en þangað koma
líka sýningar alls staðar að úr
heiminum.
Þegar ég kom í Louisiana í
sumar voru þar tvær sér-
sýningar: önnur á tantralist,
en tantra er stefna innan ind-
verskrar heimspeki og listar;
hin nefndist Anonym Design
og var, eins og nafnið ber með
sér, sýning á munum sem
enginn veit hver hef ur formað.
Flestir voru sýningargrip-
irnir frá seinni hluta 19. og
upphafi 20. aldar, eða þeim
tíma sem f jöldaf ramleiðslu
var að vaxa fiskur um hrygg.
Þá þekktust varla sér-
menntaðir hönnuðir, en ört
vaxandi iðnaður þurfti samt
fólk til að ákvarða útlit fram-
leiðslunnar. Það starf sem
þessir menn unnu var ekki
metið meira en svo, að nöfn
þeirra flestra eru nú gleymd,
jafnvel þótt varan hafi verið
framleidd áratugum saman í
þeirri mynd sem þeir gáfu
henni.
Á fyrrnefndu tímabili koma
á markaðinn mörg þeirra
tækja sem sjálfsögð og ómiss-
andi teljast í dag; frá árunum
1875 — 1900 má m.a. nefna
ritvél, saumavél, þvottavél,
síma og Ijósmyndavél. Ekki er
vitað hver réði útliti þeirra
framan af. Gott dæmi um þær
fjöldaframleiddu vörur, sem
komu á markaðinn á þessum
tímum er hljómplatan, eitt af
einkennismerkjum 20. aldar-
innar. Hún var f undin upp 1887
og síðan hefur útlit hennar
ekkert breyst. Kringlótti
miðinn er enn á sínum stað og
liturinn svartur, þótt nú sé hún
steypt í vinylplast sem leikur
einn er að hafa með hvaða lit
sem er og einnig rósflúrað.
Svipaða sögu mætti segja um
marga aðra hluti.
Ýmis þeirra áhalda sem við
notum daglega eiga að baki
alda og jafnvel árþúsunda
sögu. Þau hafa verið
framleidd í svo til óbreyttri
mynd kynslóð fram af
kynslóð. Hver skyldi hafa
fundið upp t.d. öryggisnæluna,
klaufhamarinn, múrskeiðina,
blýantinn, títupr jóninn,
skrúfuna eða fiskinetið? — En
við sjáum ekki lengur þau
áhöld sem við höfum fyrir
augunum dag hvern. Notagildi
þeirra skiptir okkur eitt máli,
og okkur hefur verið innrætt
að halda list og starf i vandlega
aðskildum. Eðlilegt þykir að
ræða um litameðferð, form-
byggingu eða áferð í
málverkum, höggmyndum
o.ö.þ.h., en eru sjaldan nefnd í
sambandi við þau tæki og muni
sem móta daglegt umhverfi
okkar.
Lita- og formskyn öðlumst
við fyrst og fremst af þeim
hlutum sem við notum, hvort
sem það er nú við leik eða
starf. Ef við förum að horfa á
og reyna að sjá þá hluti sem
við höfum með höndum, þá
opnast stór heimur. Við
munum fljótlega veita því
eftirtekt að sömu línur, form
og litir koma fyrir jafnt í
my nd I i sta r ver k u m og
áhöldum, enda hefur þetta
tvennt innbyrðis áhrif og eiga
i mörgun tilfellum bæði
uppruna sinn að rekja til
nátúrunnar.
Myndirnar hér á opnunni eru
frá sýningunni i Louisiana í
sumar, en allt í kringum okkur
er miklu stærri sýning.
Elisabet Gunnarsdóttir
Tauvinda frá 1888
Trelctir úr postulini, hæö 15,S cm. Rugguhestur frá u.þ.b. 1906.
Fiiterkaffikönnur frá 1880—1920
1
M
n
o
Vatnskanna frá um 1900
Einangrunarkúiur
Slgarettusjálfsali