Þjóðviljinn - 03.11.1974, Side 18
18 SIÐA — ÞJ6ÐVILJINN Sunnudagur. 3. nóvember 1974._
VENJULEG
VIKA
SMÁSAGA EFTIR N. BARANSKAJA
FJÓRÐI ÞÁTTUR — MIÐVIKUDAGUR
Það er eins og allir séu feimnir
eftir „markaðsþrætu” gærdags-
ins. Alíir gera sér far um að vera
kurteisir og vinna af einbeitni.
Ég safna saman tilrauna-
skýrslum og geng yfir á raf-
magnsstofuna þar sem Ljúsa bíð-
ur eftir mér. Hún daðrar við nýja
tæknimanninn og andvarpar
djúpt um leið og hún horfir á að-
vörunarskiltið „HASPENNA
LIFSHÆTTA” rétt eins og hún
sj'ái það i fyrsta skipti.
Hér erum við ekki heima hjá
okkur, við erum bara i heimsókn.
Sýnin, sem i gær voru hita- og
rakaprófuð, eru nú sett i tæki sem
prófa rafmótstöðu þeirra.
Ljúsa lætur sem hún sé hrædd
— ”hún slær enn” — hún þokast
nær dyrunum og er horfin án þess
að eftir verði tekið.
Ég er hissa: Hún er lagin i
höndunum, ef henni hefur verið
sýnt eitthvað einu sinni, þá man
hún hvernig að skal fara. Hún
hefur engan hug á þvi að komast
að kjarna málsins. Ég hefi reynt
að tosa henni inn i útreikningana,
útskýra fyrir henni formúlurnar.
Hún segir sem svo: „Ég veit nóg
— hitamótstaða til að leiöslurnar
bráðni ekki, eldingavarnir til að
eldingum slái ekki niður um þak-
ið”. Henni finnst miður að hún
byrjaði i iðnskóla. Hún hefur
gaman af að sauma, ætlaði i
klæðskeranám, en var hrædd um
að „enginn vildi giftast sauraa-
konu”.
Það er komið að mér að fara i
bæinn i matarhléinu Það er ekki
einfalt verkefni að kaupa inn fyrir
okkur allar. Ekki aðeins vegna
þess að það sé erfitt aö drattast
með þennan varning. Heldur
vegna þess fyrst og fremst, að all-
ir rifast, jafnvel i minnstu biðröð.
Maður biður konuna við kassann
um pylsur fyrir þessa upphæð og
svo fyrir aðra upphæð og þá byrja
athugasemdirnar. „Hver eruð
þér, eruð þér að kaupa fyrir heila
matstofu?” „Hún er með heila
húsasamstæðu á bakinu og svo
verðum við að standa hér . .” öll-
um liggur jafnmikið á i Moskvu.
Jafnvel þeim sem ekki eiga i nein
hús að venda. Annrikið er smit-
andi. Þvi er best að halda sér
saman I búðum.
Með dapurlegri einbeittni i svip
kaupi ég i matvörudeildinni þrjú
pund af smjöri, sex flöskur af
mjólk, þrjár af súrmjólk, tiu
brædda osta, tvö kiló af pylsu og
tvisvar sinnum 300 gr. af osti.
Biðröðin biður þolinmóð, en þeg-
ar ég er rétt búin þá andvarpar
einhver:
— Og svo eru allir að kvarta yf-
ir að þeir nái ekki endunum sam-
an.
í deildinni sem selur hálftilbú-
inn mat treð ég fjórum tylftum af
litlum kjötbollum og sex kjöt-
sneiðum i töskuna.
Með allt þetta hlass beygi ég
fyrir næsta horn, villist I húsaþyrp-
ingu og stend allt I einu fyrir
framan hárgreiðslustofu. Ég hefi
tuttugu minutur aflögu. Ég ætla
að láta klippa mig. Það fór mér
einu sinni vel að vera stuttklippt.
Það er engin biöröö. Ég skil
innkaupatöskuna eftir undir
snagaröðinni, þótt fatagæsian
maldi i móinn, fer upp og sest I
stól frammi fyrir unglegri konu
með reittar augabrýr.
— Hvað getum við gert fyrir
yöur? spyr hún. Hún herpir sam-
an varirnar þegar hún fréttir að
ég vil bara láta klippa mig. „Við
skellum bara af þvi . . .” og það
gerir hún. Ég sé I speglinum, að
klippt hárið stendur út frá eyrum
og hvirfli og aö höfuð mitt likist
jafnhliða þrihyrningi. Mér liggur
við gráti, en einhverra hluta
vegna gef ég 30 kópeka i
drykkjupeninga og fer niður að ná
i kápuna.
Fatagæslan hristir höfuðið
kumrandi þegar ég rétti henni
númerið og kallar:
— Komdu hingað, Lenja.
Ungur maður i hvitum sloppi
kemur fram.
— Það var verið að klippa
þessa ungu konu uppi, segir hún
með samúð. Geturðu ekki gert
eitthvað i málinu?
Lenja virðir mig fyrir sér dökk-
um augum og bendir mér með
höfðinu á auðan stól i herradeild-
inni. Ég veiti ekki mótspyrnu —
það getur ekki orðið verra.
— Ég sting upp á drengjaklipp-
ingu sem mundi fara vel við yðar
andlit. Hafið þér nokkuð á móti
þvi?
— Klippið mig bara, hvisla ég
og loka augunum.
Lenja lætur glamra i skærun-
um, muldrar eitthvað i barm sér,
snýr höfði minu á ýmsa vegu með
léttum fingrum, hann notar vél-
klippur á litlu hárin i hnakkanum,
túperar hárið, sviptir af mér lak-
inu og segir:
— Nú getið þér opnað augun.
Ég opna augun og hann brosir á
móti. Ég hlæ og Lenja brosir. Ég
lit til hans og sé að hann dáist að
handaverkum sinum.
— Hvað finnst yður? spyr hann
— Stórkostlegt. Þér eruð
galdramaður.
— Ég er réttur og sléttur
meistari, svarar hann.
Ég sting rúblu að Lenja, lit á
klukkuna og styn — hún er tutt-
ugu minútur gengin i fjögur.
— Verðið þér of sein? spyr
Lenja með samúð. — Komið dá-
litið fyrr næst.
— Það geri ég, kalla ég. Þökk
fyrir.
Ég kem másandi og blásandi á
rannsóknastofuna, og auðvitað
hefur stjórinn spurt eftir mér.
Hann er á bókasafninu og hefur
beðiö mig að koma þangað. Allir
andvarpa þegar þeir sjá á mér
höfuðið, en ég hefi ekki tlma til að
bregöast við þvi, ég grip blýant og
blokk og hleyp út úr herberginu.
A leiðinni fram ganginn hugsa ég
um það, hverju ég geti logið að
yfirmanni minum, ef hann spyr
hvar ég hafi verið. Þá rennur það
upp fyrir rpér, að það væri þýð-
ingarlaustj hann þarf ekki annað
en að lita á mig.
Hann situr á lestrarsalnum
með bók og skrifar.
— Jakob Petrovitsj, spurðuð
þér eftir mér?
— Já, Olga Nikolaévna, fáið
yður sæti. Hann gýtur á mig aug-
um og brosir: Þér hafið yngst, ef
að hægt er að segja annað eins við
konu á yðar aldri. . . Mig langar
til aö biðja yður, ef það kemur sér
ekki illa, að þýöa þessa slðu fyrir
mig meðan ég skrfa niður mér til
minnis. Hann réttir mér bókina.
Ég byrja aö þýða greinina upp-
hátt, en hann biður mig að lesa
enska textann lika. Hann vill að
ég endurtaki nokkrar setningar.
Svo kem ég auga á Ljúsu handan
við glerdyrnar. Hún sendir mér
einhver óskiljanleg tákn, en ég
bendi henni aö fara. Mér er samt
ekki rótt — liklega hefur eitthvað
komiö fyrir. Hægt og bitandi er-
um við komin að kaflalokum (siö-
urnar voru ekki ein,heldur þrjár),
en yfirmaðurinn biður mig að
endurtaka allt frá byrjun á reip-
rennandi rússnesku. Ég er sem á
nálum, ég þarf aö skreppa til Völu
á mekanisku stofunni og ég verð
að komast að þvi, hvað Ljúsa
vildi mér. Loksins erum við búin,
sjeffinn þakkar fyrir sig, ég
sömuleiðis og hleyp ánægð yfir i
gömlu álmuna.
Ljúsa biður eftir mér á
ganginum. Hún flytur slæmar
fréttir: Hún hefur frétt þaö eftir
„mjög áreiðanlegum heimildum”
að mekaniska stofan eigi að gera
nokkrar tilraunir utan dagskrár i
þessari viku.
— Hvaðan veistu það?
— Ég veit það bara, segir
Ljúsa og setur upp leyndardóms-
svip.
— Æ, Ljúsa, ætli ég þekki þig
ekki. En það skiptir ekki máli, ég
hleyp beint niður til Völu.
— Berðu mig ekki fyrir neinu,
kallar Ljúsa á eftir mér.
Ég er neydd til að leggja fastar
að Völu, annars stöndum við föst
og það er dauöinn sjálfur að fest-
ast I desember, áramót I nánd,
uppfylling áætlana, reikningsskil
og annaö i þeim dúr. En til að
þokast úr sporunum verðum við
að vita, hvernig síöasta efnasam-
setning hefur reynst, hvort
traustleiki glertrefjaefnisins hef-
ur aukist.
Það er hressandi hávaði á
mekanisku stofunni. I stað Völu
situr Gorfinkel litli frá trjáplöntu-
rannsóknastofunni á skrifstof-
unni. Hann er reyndar ekki að
vinna heldur að leita að gleraug-
unum sinum, rauðhært höfuð
hans er alveg komið ofan I boröið
meðan hann rótar með stuttum
höndum I blaðabúnkum eins og
skjaldbaka i heystakki. Ég finn
gleraugu hans og rétti honum. En
hann veit ekki hvar Valja er, hún
er farin.
— Er langt siðan?
- Já.
Ég sný aftur til okkar herbergis
en skima eftir Völu á leiðeinni.
Hvar hefur hún falið sig?
Korter fyrir um kvöldið hópast
fólk saman i okkar stofu. Ziaaida
er að selja miða I leikhús, menn
ætla að sjá „Flóttann” I Ermola-
évuleikhúsinu.
Menning — hún er hvorki mér
ætluð eða Dimu. Ég verð döpur —
ekki man ég lengur' hvenær við
siðast vorum i leikhúsi. Flón var
ég að panta ekki miða. Dima
hefði getað fariö einn. Við getum
hvort sem er ekki farið saman.
Móðir Dimu gætir barna systur
hans og auk þess býr hún
hinummegin við Moskvu. Móðir
min er dáin. Vera frænka, sem ég
flutti til þegar faðir minn kvænt-
ist aftur, býr enn I Leningrad og
Sonja frænka, sem býr i Moskvu,
er afskaplega hrædd við börn.
Það er enginn til að létta undir
með okkur, hvaö eigum við að
taka til bragðs ....
Það er nýhætt að snjóa þegar ég
kem út. Gatan er hvit. það er
komið kvöld. Rauðgulir ferningar
glugganna hanga út yfir garð-
ræmurnar fyrir framan húsin.
Loftið er ferskt og tært. Ég ákveð
að fara hluta leiðarinnar fótgang-
andi. Götuljósin kasta bjarma á
snævi þaktar greinar i garðinum
hjá Donskojklaustrinu. A bak viö
trjákrónurnar sér i mjúkan boga
mánans.
Allt i einu er ég gripin dapur-
legri ósk um að ganga áfram án
farangurs, án byrða, án mark-
miðs. Ganga i hægðum minum
eftir trjágöngunum um göturnar,
nema staðar við búðarglugga,
skoða myndir, bækur, skó og lesa
plakötin, flýtislaust, hugsa um
það, hvert ég vildi helst fara,
leyfa mér að njóta eins Eskimóa
og standa á torgi undir klukku og
skima eftir Dimu I mannhafinu.
Þannig var þaö einu sinni, en
það er langt siðan, svo langt að
mér finnst það hafi ekki veriö ég
heldur einhver önnur. HÚN.
Það var mikil hátið i bygginga-
verkfræðiskólanum — gamlir
stúdentar hittu nýútskrifaða, kátt
kvöld með leikjum, orðaþrautum,
grlmum, djassi, knöllum, dansi
og hlýlegum þrengslum i salnum.
Hún sýndi fimleika, snerist i
kringum gjörð, stökk, hringaði
sig saman og hringsnerist. Félag-
ar hennar klöppuðu lengi og hróp-
uðu Ol-ga, Ol-ga, og á eftir keppt-
ust þeir við að bjóða henni upp.
Hann dansaði ekki en stóð eins og
hlekkjaður við vegginn, stór og
herðabreiður og fylgdi henni eftir
með augunum. Hún tók vel eftir
honum; en sá glópur og klunni.
Og næst þegar hún fór fram hjá
honum: hverjum llktist hann?
Hvltabirni? Eða sel? Og 1 þriðja
skiptið: hvitum sel, hann likist
hvitaselnum úr ævintýrinu.
Hann horföi bara á hana en bauð
henni ekki upp. Hún svaraði
augnaráði hans með hreyfingum
sinum, hún var kát og glöð og gat
ekki þreyst.
Þegar boðað var dömufri hljóp
hún til hans. Pappirsræmurnar
hrisluðust niður úr stuttklipptu
hári hennar. Hann dansar áreið-
anlega ekki. Vist dansaði hann,
létt og leikandi. Félagar hennar
reyndu að skilja þau, þeir kölluðu
Olga, Olga, komdu til okkar. Þeir
veiddu hana i pappirssnörur, en
þau fléttuðust saman inni I þeim.
Hann fylgdi henni heim, vildi
hitta hana á morgun, en hún
þurfti til Leningrad.
Eftir friið birtist hann á degi
hverjum I ganginum, beið þar eft-
ir henni við stóra spegilinn og
fylgdi henni til Púsjklngötu þar
sem hún bjó hjá frænku.
Svo gerðist það einu sinni að
hann kom ekki. Heldur ekki dag-
inn eftir. Þegar hann hafði ekki
birst á venjulegum stað I fjóra
daga var hún reið og móöguð.
Hún gat ekki stillt sig um að
hugsa um hann.
Að nokkrum dögum liðnum stóð
hann aftur við spegilinn eins og
venjulega. Hún roðnaöi, fór að
tala við vinkonur sinar og flýtti
sér til dýra. Hann náði henni út á
götu, greip um öxl hennar, sneri
henni viö, og þrýsti andlitinu að
loðhúfunni hennar án þess að
hugsa um þá, sem framhjá
gengu. „Ég var sendur i ferðalag,
ég hef þráð þig svo mikið, ekki
vissi ég simanúmerið þitt, held-
ur ekki heimilisfang . . . Komdu
með mér heim, eða þá við förum
heim til þin — hvert sem þú
vilt.”
Leigubill deplaði grænuljósi á
næsta horni, þau settust inn, óku
þegjandi af stað og héldust i
hendur. Hann bjó i stórri ibúð
með mörgum öðrum. Við útidyrn-
ar stóð hægindastóll með snjáðu
áklæði undir simanum. Um leið
og þau komu inn opnuðust næstu
dyr, gömul kona með handklæði
um höfuðið gægðist fram, mældi
hana augum og hvarf aftur. Það
skrjáfaði i einhverju við hinn
enda gangsins, en ljósið frá daufri
og rykugriperu náði ekki þangað.
Hún fór dálitið hjá sér, það lá við
hún iðraðist þess að hafa farið
með honum, en svo hugsaði hún
til heimilis frænku sinnar þar sem
allt var i röð og reglu, tedrykkja
undir gamalli ljósakrónu og al-
mennt hjal undir borðum . . .
Þau giftu sig I aprfllok. Hún
flutti búslóð sina inn i hálftómt
herbergi hans þar sem fyrir var
sófi og teikniborð; kofort, sæng og
bókastafli.
Aður hafði hún I draumum sin-
um imyndað sér allt annað:
marmarastigann i giftingarhöll-
inni, brúðarmars Mendelsohns,
hvitan kjól, rósir og iburðarmikla
veislu, gesti sem hrópa gorko!
(Gorko — bókstaflega „beiskt
er það” er hefðbundið hróp brúð-
kaupsgesta sem hvetja með þvi
brúðhjónin til að kyssast)
En það varð ekkert af þvi.
Brúðkaupsveislu? spurði hann
undrandi. Til hvers? Við skulum
heldur fara i fri, eitthvað langt I
burt . . .
Snemma morguns skrifuðu þau
undir hjúskaparskjöl — hún kom
á hjónabandsskrifstofuna með
vinkonu sinni, hann með félaga
sinum. Hann færði henni hvitar
nellikur. Heima beiö frænka hans
eftir þeim með morgunverð. Þau
lyftu glösum fyrir brúðhjónunum
og óskuðu þeim til hamingju.
Félagarnir fylgdu þeim til
strætisvagns sem ók þeim út á
Vnúkovoflugvöll. Sex timum sið-
ar voru þau komin til Alúpka.
Þau settust að I litlu, gömlu
húsi, sem hallaðist upp að kletta-
vegg. Þangað lá þröngur stígur,
sem höggvinn var i klettinn. Mjór
garður var umluktur vegg úr
óhöggnum steini, sem vafinn var
vinviði. 1 garðinum stóð einmana
tré, hálfvisnað hnetutré. Nokkrar
greinar þess voru naktar og gráar
og minntu á vetur og köld héruð, á
öðrum greinum sátu þétt græn og
sepótt blöð. Blómin við gluggana
fylltu garðinn höfgum, sætum
ilmi.
Það var dimmt og rakt inni i
húsinu. Ofninn hafði bersýnilega
ekki verið i notkun lengi. Húsráð-
andi, gömul úkrainsk kona, færði
þeim á hverju kvöldi kolaglæður i
þrifættum potti frá ofninum i kofa
sinum, „til að ykkur verði ekki
kalt”. Af þeim stafaði bláleitur
logi. Þau opnuðu dyrnar á viða
gátt og gengu út I garðinn.
Það var dimmt og kyrrt. Götu-
ljósin náðu ekki þangað uppeftir
og tunglið var ekki enn komið
upp. Þau stóðu og hlustuðu á and-
vörp hafsins við stóra steina. 1
fjarska brá fyrir daufu ljósi —
kannski var það ljósker á fiski-
bát. Vindur blés af fjöllum og bar
meb sér ilm af skógi og mold og
sólbrenndu grasi. Kolin i pottin-
um dökknuöu og huldust ösku.
Þau settu pottinn út i garðinn.
Svartur himinn, stjörnum sett-
ur, breiddist yfir húskofana.
Dökkar greinar hnetutrésins
vörpuöu skuggum á leirþakið og
hálfhruninn reykháf. Hrörlegt
Framhald á 22. siðu.
Við skellum af þvi, sagðihún. Og gerði þaö.