Þjóðviljinn - 03.11.1974, Qupperneq 20

Þjóðviljinn - 03.11.1974, Qupperneq 20
20 SÍÐA — ÞJÖÐVILJINN Sunnudagur. 3. nóvember 1974. um helgina Dæmisaga frá Grindavík ,,Fiskur undir steini", mynd þeirra Ólafs Hauks Símonarsonar og Þorsteins Jónssonar, verður á dagskrá í kvöld. Eins og fram kom í viðtali við þá félaga hér í Þjóðviljanum fyrir helgi, þá er þessi mynd þeirra ein af f jórum, sem sjónvarpið fól þeim að vinna. Allar myndirnar veröa þrjátiu minútna langar og tvær þeirra teknar i lit. Myndin, sem I kvöld verður sýnd, gerist i Grindavlk. Höfundarnir nefna hana dæmisögu — dæmisögu úr Islensku sjávarplássi, saga um ókunnan mann sem kemur þangað til að hitta fólk, athuga mannlif og menningu á slikum stað. Ólafi Hauki og Þorsteini hefði vart dottið i hug að gera mynd um slæmt ástand menningar i Grindavlk, hefðu þeir ekki haft grun um það fyrir, að myndavélin gæti leitt eitthvað i ljós, sýnt fram á eitthvað. 1 viðtalinu, sem Þjóðviljinn birti við höfunda „Fisksins”, segir Þorsteinn m.a., aö það geti komið nýju lifi i sjónvarpið, að halda áfram á þessari braut, þ.e. aö velja utanstofnunarmenn til þess að gera myndir um ákveðin verkefni. 1 stofnuninni sjálfri, þar sem sitja menn á ævibás, ráðnir eftir hinni venjulegu klikuaðferð islenskra rikisstofnana, fer ekki hjá þvi, að menn fái leiða á að vinna sams fconar verkefni aftur og aftur; menn vinna þar „jafnvel með hangandi hendi”, sagði Þor- steinn, og taldi éðiilegt, að lausamenn sem fengju verkefni við sitt hæfi, verkefni sem þeir hafa áhuga á að gera vei, verði þáttagerð sjónvarpsins til framdráttar. Dæmisaga? Heimild? Lygi? Það er kannski ekki hyggilegt að tala mikiö um mynd ólafs og Þorsteins áöur en hún er sýnd, en þeir hafa þó skýrt rækilega frá hvernig myndin verður til. Hún á að fjalla um möguleika fólks i islensku sjávarþorpi til að njóta menningar. Þeir búa til sögu, dæmisögu, og gegnum hana m.a. komast þeir fljótt að þvi, að fólk hugsar ekki um svokallaða menningu i isiensku sjávarþorpi, þvi að það er aö hamast við að vinna 18 tima á sólarhring meðan hægt er af þvi það þarf að borga einbýlishús. Og útgerðarstjórinn vill ekki hafa fólk sem fer I fri, þvl „það þarf aö bjarga verðmætunum”. Hvaða verömætum? Verömætum hvers? Nú er það ljóst, að höfundar myndarinnar hafa farið til Grindavíkur og haft meðferðis ákveðna afstöðu, ákveðna skoöun. Sennilega velja þeir Grindavík vegna þess þeir vita aö einmitt þar mun þeim best takast að gera mynd sem verður heimild um vinnuþrælkun i islenskri fiskvinnslu (verðmætabjörgun?) og þann sauöshátt sem af þrælkuninni leiðir. Getur mynd orðið heimild, ef höfundar hafa ákveðna skoðun, vilja ná ákveðnum hlutum fram? Vissulega. Og hefðu þeir ekki áður vitneskju um hvað það er sem á að nást, þá yröi sennilega engin mynd — aðeins venjuleg „svipmynd”, sem islenska sjónvarpið færi létt með að gera á einum eftirmiðdegi. Heimild um ástand. Saga af ákveðnum harnleik — það er allt annað en „hlutlaus” kvikmynd. Dæmisagan, heimildamyndin, felur I sér ákveðinn tilgang, hún á að vera kennslustund, hún á að opna mönnum sýn. Ef þeir Þorsteinn og Ólafur Haukur ganga ekki til verks með þessu hugarfari, hugarfari áróðursmannsins, kennarans — þá hafa þeir ekki átt erindi til Grindavikur. Engin afstaöa — svipmynd Hugsum okkur að fræðsludeild sjónvarpsins vilji gera „fræðandi” mynd um islenskt sjávarþorp. Grindavik verður fyrir vaiinu, og kvikmyndarinn fylgir fiskinum eftir með mynda- vélinni af önglinum og ofan i dós. Og hann sýnir hvar Salka Valka stormar léttilega meö bitakassann að heiman i morgunsárið og heim siðla kvölds, þreytt, en ánægö eftir vel unnið dagsverk (Hverjum til góðs? Henni? Útgerðarmannin- um?) og um helgina er ball. Svona gengur það nú fyrir sig i Grindavlk. Hvað er veriö að gera, þegar myndavélinni er sveiflað I til- gangsleysi yfir kolla fólksins og þorskanna og þuldar tölur um aflamagn á vixl við músik? Afstöðuleysið, hlutleysið er haröpólitisk stefna. Sá sem býr til „svipmynd frá Grindavlk” er hugsanlega að ljúga. Hann lýgur, þar eð hann segir ekki allt. Um vissa hluti ræðir maður ekki. Vonandi fjallar mynd Ólafs Hauks og Þorsteins um „vissa hluti sem maður talar ekki um”. —GG /unnudciguf 18.00 Stundin okkar. 1 þessum þætti kemur Tóti litli aftur við sögu, og sama er að segja um söngfuglana og dvergana, Bjart og Búa. Þá dansa nokkrar stúlkur úr Dansskóla Eddu Scheving japanskan dans og drengir úr júdódeild Armanns sýna júdó, sem er þjóðaríþrótt japana. Einnig heyrum við japanskt ævintýri um dans- andi teketil og þýskt ævin- týri um litla stúiku, sem villist I stórum skógi. Um- sjónarmenn Sigriður Margrét Guðmundsdóttir og Hermann Ragnar Stefáns- son. Stjórn upptöku Kristin Pálsdóttir. 18.50 Skák. Stuttur, banda- rískur skákþáttur. Þýðandi og þulur Jón Thor Haralds- son. 19.00 Hlé. 20.00 Fréttir. 20.25 Dagskrárkynning og auglýsingar. 20.35 Fiskur undir steini. Kvikmynd og umræðuþátt- ur. Fyrst verður sýnd mynd, sem Þorsteinn Jóns- son og Ólafur Haukur Simonarson hafa gert fyrir Sjónvarpið, og er I henni fjallað um menningarlif og llfsviðhorf fólks I islensku sjávarþorpi. 21.05 Umræður. Að myndinni lokinni hefjast I sjónvarps- sal umræður um efni henn- ar. Umræðunum stýrir dr. Kjartan Jóhannsson, en auk höfunda myndarinnar taka þátt i þeim þeir Guð laugur Þorvaldss, háskóla- rektor og Magnús Bjarn- freðsson, fulltrúi. 21.40 Akkilesarhællinn. Breskt sjónvarpsleikrit. Höfundur Brian Clark. Aðalhlutverk Martin Shaw. Þýðandi Heba Júliusdóttir. Aðalsöguhetjan er knatt- spyrnusnillingurinn Dave Irvin. Hann er hátt metinn atvinnumaðurog getur veitt sér flest, sem hugurinn girnist. Hann á þó við sln vandamál að striða. Frægð- in er honum stöðugt til ama, og jafnframt óttast hann, að knattspyrnuferill sinn sé senn á enda. 22.40 Að kvöldi dags. Séra Marteinn P. Jakobsson, prestur við Landakots- kirkju, flytur hugvekju. mónudciguf 20.00 Fréttir. 20.30 Dagskrárkynning og auglýsingar. 20.40 Onedin skipafélagið. Bresk framhaldsmynd. 5. þáttur. Hart á móti hörðu. Þýðandi Óskar Ingimars- son. Efni 4. þáttar: James reynir enn að finna ódýra vörugeymslu, og loks fréttir hann af skemmu sem er I eigu ekkju nokkurrar. Hann gerir tilboð i vöruskemm- una, en Callon hyggst spilla áætlun hans og býður þvi hærra verð. James kemst nú að þvi af tilviljun, að skransalinn, sem ekkjan hefur léð skemmuna til af- nota, kaupir og selur stolna muni. Hann hótar að ljóstra þessu upp, og kemst þannig að hagstæðari kjörum en ella. A meðan þessu fer fram veðsetur Webster skipstjóri hús sitt. Callon kemst yfir skuldabréfið og tekur húsið I sina vörslu, og James og kona hans verða að gera sér að góðu að setj- ast að i hinni nýfengnu vöruskemmu, sem er væg- ast sagt heldur óvistlegur bústaður. 21.35 íþróttir. Meðal annars svipmyndir frá iþróttavið- burðum helgarinnar. Um- sjónarmaður ómar Ragnarsson. 22.05 t leit að Eden. Bresk fræðslumynd um fornleifa- rannsóknir i Austurlöndum nær. Breski fornleifafræð- ingurinn Geoffrey Bibby hefur um margra ára skeið unnið að rannsóknum sinum austur við Persaflóa með aðstoð danskra og arab- iskra vlsindamanna. Hann telur sig nú hafa fundið hinn týnda aldingarð Eden, og rökstyður kenningu sina meðal annars með frásögn- um, sem er að finna á rúna- töflum hinna fornu Súmera. Þýðandi og þulur Stefán Jökulsson. 22.50 Dagskrárlok. Málmiðnaðarmenn íslenska Álfélagið óskar eftir að ráða nokkra járniðnaðarmenn og rafsuðumenn nú þegar. Nánari upplýsingar gefur ráðningarstjóri, simi 52365. Umsóknareyðublöð fást hjá bókaverslun Sigfúsar Eymundssonar, Austurstræti, Reykjavik og bókabúð Olivers Steins, Hafnarfirði. Umsóknir óskast sendar sem fyrst i póst- hólf 244, Hafnarfirði. ÍSLENSKA ALFÉLAGIÐ H.F. STRAUMSVÍK um helgina 8.00 Morgunandakt Séra Pétur Sigurgeirsson vigslu- biskup flytúr ritningarorð og bæn. 8.10 Fréttir og veðurfregnir. ,8.15 Létt morgunlög 9.00 Fréttir. Útdráttur úr forustugreinum dagblað- anna. 9.15 Morguntónleikar. 11.00 Hátiöarguðsþjónusta I Hailgrimskirkju I Saurbæ (hljóðr. á sunnud. var) Sóknarpresturinn, séra Jón Einarsson, predikar og þjónar fyrir altari ásamt séra Sigurjóni Guðjónssyni fyrrum prófasti. Kirkjukór safnaðarins syngur sálma eftir séra Hallgrim Péturs- son. Sigurveig Hjaltested syngur einsöng. Organleik- ari. Úlrik Ólason. I lok guðs þjónustunnar flytur forseti tslands, dr. Kristján Eld- járn ávarp, — og séra Sigur- jón Guðjónsson talar við gröf séra Hallgrims i krikjugarðinum. 12.15 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynningar. 12.25 Fréttir og veðurfregnir. Tilkynningar. Tónleikar. 13.10 Miðstöö stjórnkerfisins 14.05 A Hafnarslóð Inga Huld Hákonardóttir talar við tvær islenskar konur I Kaupmannahöfn, Guðrúnu Eiríksdóttur umsjónar- mann húss Jóns Sigurðsson- ar og Guðrúnu Þórðardóttur Nielsen. 15.00 Minningardagskrá um pianóleikarann og tónskáld- ið Sergej Rakhmaninoff: — þriðji hluti Arni Kristjáns- son tónlistarstjóri flytur inngangsorð. 16.15 Veðurfregnir. Fréttir. 16.25 A bókamarkaðinum 17.25 Danshljómsveit austur- -rlska útvarpsins leikur. 17.40 Útvarpssaga barnanna: „Hjalti kemur heim” 18.00 Stundarkorn með tékk- ncksa sellóieikaranum Milos Sadlo. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Tilkynningar. 19.25 „Þekkirðu land?”Jónas Jónasson stjórnar spurn- ingaþætti um lönd og lýði. Dómari: Ólafur Hansson prófessor. Þátttakendur I fyrsta þætti: Alda Snæhólm Einarsson og óskar A. Glslason. 20.00 Tónlist eftir Jón Nordal 20.20 Frá þjóðhátíð Vest- mannaeyinga 9. og 10. ágúst. Birgir Jóhanns- son formaður Þórs setur hátiðina, forseti Islands, dr. Kristján Eldjárn, og Birgir fsleifur Gunnarsson borgar- stjóri I Reykjavik flytja ávörp, og dr. Richard Beck flytur hátiðarræðu. Lúðra- sveit Vestmannaeyja leik- ur. Stjórnandi: Björn Leifs- son. Unnur Guðjónsdóttir fer með þjóðhátiðarbrag eftir Asa i bæ og karla- kvartett syngur lög eftir Oddgeir Kristjánsson. Að lokum talar Sigurgeir Kristjánsson forseti bæjar- stjórnar Vestmannaeyja. Kynnir: Stefán Árnason. 21.30 Bókmenntaþáttur Umsjón: Þorleifur Hauks- son. 22.00 Fréttir. 22.15 Veöurfregnir. Danslög Heiðar Astvaldsson dans- kennari velur lögin. 23.25 Fréttir I stuttu máli. Dagskrárlok. 7.00 Morgunútvarp Veður- fregnir kl. 7.00, 8.15 og 10 10 Fréttir kl. 7.30, 8.15 (og for- ustugr. landsmálabl.), 9.00 og 10.00. Morgunbæn kl. 7.55: Séra Ólafur Skúlason (a.v.d.v.) Morgunieikfimi kl. 7.35 og 9.05: Valdimar örnólfsson leikfimikennari og Magnús Pétursson pianóleikari (a.v.d.v) Morgunstund baranna kl. 9.15: Rósa B. Blöndals held- ur áfram að lesa söguna „Flökkusveininn” eftir Hector Malot I þýðingu Hannesar J. Magnússonar (19). Tilkynningar kl. 9.30. Létt lög á milli liða. Búnað- arþáttur kl. 10.25: Ingóifur Daviðsson magister talar Um kartöflukvilla og geymslu garðávaxta. Morg- unpopp kl. 10.40. Morgun- tónleikar 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynningar. 12.25 Fréttir og veðurfregnir. Tilkynningar. 13.00 Við vinnuna: Tónleikar. 14.30 Miðdegissagan: „Fanney á Furuvöllum” eftir Hugrúnu Höfundur les (3). 15.00 Miðdegistónleikar: 16.00 Fréttir. Tilkynningar. (16.15 Veðurfregnir). 16.25 Popphornið 17.10 Tónlistartími barnanna Ólafur Þórðarson sér um timann. 17.30 Að tafli. Ingvar As- mundsson menntaskóla- kennari flytur skákþátt. 18.00 Tónleikar. Tilkynning- ar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Fréttaauki. Til- kynningar. 19.35 Mælt máljíjarni Einars- son flytur þáttinn. 19.40 Um daginn og veginn. Jónas Guðmundsson rithöf- undur talar. 20.00 Mánudagslögin 20.25 Blöðin okkar Umsjón: Páll Heiðar Jónsson. 20.35 „Við Grýluvog”, Ijóð eftir Erling E. Halldórsson Höfundur les. 20.50 Til umhugsunar, Þáttur um áfengismál i umsjá Sveins H. Skúlasonar. 21.10 Dúinka kórinn syngur þjóðlög frá Úkraínu.Stjórn- andi: Paul Murawski. 21.30 Útvarpssagan: „Gang- virkið” eftir ólaf Jóhann Sigurðsson. Þorsteinn Gunnarsson leikari les. 22.40 Illjómplötusafniö I um- sjá Gunnars Guðmundsson- ar. 23.35 Fréttir i stuttu máli. Dagskrárlok.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.