Þjóðviljinn - 03.11.1974, Blaðsíða 22

Þjóðviljinn - 03.11.1974, Blaðsíða 22
22 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur. 3. nóvember 1974. RÍRISSPÍTALARNIR lausar stöður KLEPPSSPÍTALINN: AÐSTOÐARLÆKNIR óskast til starfa i 12 mánaða stöðu frá 15. desember nk. Umsóknarfrestur er til 30. nóvember nk. Nánari upplýs- ingar veitir yfirlæknir spitalans. HJÚKRUNARKONA óskast til starfa á göngudeild nú þegar, eða eftir samkomulagi. Upplýsingar veitir forstöðukonan, simi 38160. RITARAR óskast til starfa við spitalann. Ritari á skrifstofu for- stöðukonu óskast hálfan daginn, eft- ir hádegi, nú þegar. Læknaritari óskast i fullt starf frá 1. desember nk. Umsóknarfrestur um þá stöðu er til 12, nóvember nk. Upplýsingar veitir starfsmannastjóri. Umsóknir er greini aldur, menntun og fyrri störf, ber að senda skrif- stofu rikisspitalanna. Umsóknareyðublöð fyrirliggjandi á sama stað. Reykjavik, 1. nóvember, 1974. SKRIFSTOFA RÍKISSPÍTALANNA EIRÍKSGÖTU 5.SÍM111765 Félag íslenskra bifreiðaeigenda F.í.B. vill vekja athygli allra ökumanna á þvi að útrunninn er frestur til að láta stilla ökuljós bifreiða. Samt sem áður geta fé- lagsmeun fengið stillingu á ljósum bif- reiða sinna meö 25% afslætti hjá Áhaldahúsi Kópavogs, Kársnesbraut 68, Kópavogi. ATH. AFSLÁTTUR ÞESSI GILDIR AÐ- EINS TIL 15. NÓV. n.k. bw Húseignir til sölu á Akureyri Kauptilboð óskast i Gróðararstöðvarhúsið við Eyjafjarðarbraut, ásamt leigulóð. Lágmarkssöluverð hefur verið ákveðið af seljanda, skv. 9. grein laga no. 27/1968, kr. 3.800.000.00. Ennfremur óskast kauptilboð i verkfæra- skemmu Tilraunastöðvarinnar við Eyja- fjarðarbraut, ásamt leigulóð. Lágmarks- söluverð kr. 5.300.000,00. Húsin verða til sýnis væntanlegum bjóð- endum fimmtudaginn 7. nóvember 1974, kl. 1—4 e.h. og verða þar afhent tilboðs- eyðublöð. Kauptilboð þurfa að berast skrifstofu vorri fyrir kl. 11:30 f.h., mánudaginn 18. nóv. 74. INNKAUPASTOFNUN RÍKISINS BORGARTÚNI 7 SÍMI 26844 INRÉTTINGAR — FATAHENGI ÚR JÁRNI. Tilboð óskast I innréttingar i kennara-, kennslu- og smíða- stofur og ennfremur fatahengi úr járni, allt fyrir Æfinga- skóla Kennaraskóla tslands. (Jtboðsgögn eru afhent á skrifstofu vorri gegn kr. 5.000.- skilatryggingu. INNKAUPASTOFNUN RÍKISINS BORGARTÚNI 7 SÍMI 26844 Konur Framhald af bls. 2. — Meðfara þróun þjóðfélagsins eru þessir siðir óðum að breytast og þær takmarkanir sem ný- lenduþjóðfélagið hefur sett okkur hverfa þegar konur fara sjálfar að berjast fyrir frelsi sinu. — Getið þið nefnt dæmi þessa? — Aður var það venja að stúlk- ur giftust á aldrinum 10—12 ára og greiðsla fyrir brúðirnar gengi til foreldranna. Nú sjá foreldrar fram á amk. töf á þessari borgun eða að þeir fái hana alls ekki. Mæðurnar hér, sem hættir til að vera afturhaldssamar rétt eins og mæður ykkar, vilja að dætur þeirra giftist einsog þær geröu sjálfar. En andstaða gegn þessu er að magnast. Td. gerðist það I einu þorpinu að barnakennarinn setti sig upp á móti þvi aö skóla- stúlkurnar giftust ungar, Málið kom fyrir þorpsnefndina sem aft- ur lagði það fyrir þorpsfund, sem haldinn er á hálfsmánaðarfresti, svo að allir þorpsbúar fengju tækifæri til að finna lausn á vandamálinu. — Eru konur meðal forystu- manna MPLA? — Það eru engar konur i for- ystu hersins, en hinsvegar eru konur meðal pólitiskra forystu- manna. Sumar eru i fram- kvæmdanefndinni. Þar átti td. sæti félagi Deolinda, sem var drepin af portúgölum þegar hún var að koma frá þvi að skipu- leggja vinnu á einu hernaðar- svæðanna. Hún var allt frá 1962 félagi i framkvæmdanefnd OMA og MPLA og starfaði einnig með samtökunum i Kinshasa, sem hjálpuðu flóttamönnum frá Angóla. — Að hvaða leyti taka konur þátt i striðinu? — I herstöðvunum innan Angóla eru skæruliðar, konur og börn. Þegar ráðist er á stöð eru það karlmennirnir og barnlausar konursem verja hana. Einnig eru konur mikið i hergagnaflutning- um við undirbúning hernaðarað- gerða. En konurnar, sem gæta barnanna fara meö þau i skjól meðan barist er. — Við upphaf freisisstriðsins I Angola voru 99% landsmanna ólæsir og óskrifandi. Stór hluti kvenna I OMA hlýtur þvi að vera ólæs. Hvað hafa samtökin gert I þvi máli? — Hvarsem saman eru staddir fimm baráttufélagar OMA verða þær að mynda OMA deild með formanni, ritara o.s.frv. Og þær eru skyldar til að skipuleggja lestrarkennslu, svo venjulega eru reknir skólar þar sem nokkrir OMA félagar dveljast. UNESCO hefur veitt OMA Nadedja Krup- skayja verðlaunin fyrir starf sitt að þessum málum. Skólar OMA ná aðeins til 1. og 2. bekkjar. Flestar kvennanna og karlanna kunna hvorki að lesa né skrifa og eru á sama stigi og börnin að þvl leyti. En kennsluaö- ferðirnar eru mismunandi, svo kennsla fullorðinna er ekki sam- einuð skólagöngu barnanna. Um leiö og fullorðna fólkið lærir að lesa fær það pólitlska fræðslu og þjálfun. Vietnam Framhald af 5. siðu. einmitt að þvi liggja, að hin borg- aralega andstaða við spillingar- stjórn Thieus, tengi vonir sinár ekki hvað sist við slika ihlutun. ,,CIA er réttu megin núna” er haft eftir éinum af talsmönnum kaþólskra. Enginn lifir af nema...... En það er erfitt að sjá hvernig slik mannaskipti I efstu tröppum mannvirðinga i Saigon eiga að geta bjargað við stjórnkerfi sem svo mjög var skapað af banda- riskri nærveru, bandariskum vopnum og peningum. Hefð- bundið samfélag og atvinnukerfi var lagt i rúst i striðinu og borg- irnar drógu fram lifið á eyðslu bandariska hersins. Nú er hann farinn, þótt „sérfræðingar og ráðunautar” séu margir enn I Suður-Vietnam. Og siðan er Saigonstjórnkerfið i stöðugri kreppu. Þar er meira atvinnu- leysi og verðbólga en dæmi eru til i Asiu — sjöundi hver maður sem Thieu telst stjórna hefur ekkert að starfa. Talið er að þeir sem vinna, hafi að meðaltali sem svarar 2400 krónum á mánuði — það þýðir að sama og ekkert er eftir þegar keypt hafa verið hris- grjón handa fjölskyldunni og nokkrir litrar af kjötseyði. „Enginn kemst af nema rikis- menn og mútuþegar” er niður- staða blaðsins Far East Econom- ic Rewiew, sem kemur út i Hong- kong. Það blað getur þá ekki um það fólk sem býr á frelsuðu svæðun- um, þar sem i fullum gangi er uppbyggingarstarf sem hefur vakið mikla aðdáun sjónarvotta sem þangað hafa komist. A.B. tók saman. Venjuleg vika Framhald af 18. siðu. eldstæði, hús ókunnugra, en samt sem áður skjól þeirra nú. Þau tvö ein með nótt, hafi og kyrrð. A morgnana hlupu þau niður einstigið, borðuðu i kaffihúsi og ráfuðu svo um. Þau klifuðu i bröttum klettum, vermdu sig i sólinni eins og eðlur, horfðu á ólg- andi sjóinn fyrir neðan, sem sendi þeim kaldar gusur. Engin mann- eskja nálæg, allt hreint og kyrrt . . . Hún smeygði sér úr kjólnum, fór i sundbol og sýndi honum fimleika. Hann sá hve fimlega hún stóð á höndum og gekk i brú, hve hátt hún gat stokkið og bað um meira...... Þau fóru stundum i sjóinn þeg- ar lygndi. Kuldinn beit, þau tóku andköf, syntu dálitið og lágu lengi á eftir I sólunni. Þegar þau voru gegnheit orðin af brennandi sólargeislum gengu þau undir skuggann af trjánum i Vorontsof- garðinum, þar sem loftið var fullt af kvaki fugla og sögðu hvort öðru frá bernsku, foreldrum, skóla, og vinum. . . Þau foru oft upp i fjöllin. Furu- trén stóðu og vögguðu greinum sinum letilega, sólheitir stofnar þeirra önguðu af trjákvoðu. Það- an sýndi hafið fjólublátt og risa eins og veggur. Þau lágu i hlíðinni sem var þak- in heitum, þurrum furunálum og horfðu á þeyttan skýjarjómann. Þau stukku á fætur, hristu af sér barrið og eltu hvort annað milli trjánna með hrópum og hlátrum. Þau renndu sér niður barrsléttar brekkurnar eins og jökla, skriðu yfir grjót, hlupu niður brattar hliðarrtóku af sér ferð með þvi að gripa i trjástofna og runna, og þreytt, heit og hungruð flýttu þau sér út á veg. Asfaltið leiddi þau inn á þröngar götur Alúpku, þar sem hvitkalkaðir húsveggir, rauð tigulsteinaþök og jasminrunnar studdu hvert annað. Allt i einu var þessi hálfi mán- uður liðinn, sem þau höfðu tint saman með þrem löggiltum gift- ingardögum, þrem sunnudögum og tiu dögum sem þau höfðu fengið i ieyfi, hann frá vinnu, hún i háskólanum. Siðan eru liðin fimm ár. Til hvers er það, að ég geng hér hugsi? Það er framorðið! Ég hleyp niður færibandið, rekst á fólk með fullar töskui/en get ekki stöðvað mig. Ég kom ekki alltof seint, en öll gengu þau um þrjú með brauð- bita. Dima var sakbitinn á svip, ég sagði eitthvað en fór svo fram i eldhús. Tiu minútum siðar stóð maturinn á borðinu — glæsileg eggjakaka. Ég hrópaði: Nú borð- um við, flýtið ykkur! Börnin komu hlaupandi. Kotja settist á sinn stað, greip gaffal, leit á mig og sagði: — Pabbi komdu og sjáðu. Mamma er strákur! Díma kom fram i eldhús og brosti: Þú ert ennþá ung stúlka. Meðan við borðuðum horfði hann oft á mig og las ekki eins og hann er vanur. Hann hjálpaði mér við að þvo upp og bónaði gólfið al- einn. — Olga, þú ert alveg eins og fyrir fimm árum! Þetta kvöld gleymdum við að stilla vekjaraklukkuna. (Framhai'd næsta sunnudag) Fimmtugur Framhald af bls. 4. spyrja Hemingway allra umbeð- inna spurninga. Meðal þeirra var ein svohljóðandi: Er umsækjandi a) læs, b) skrifandi? Hemingway brá hart við og fór að telja upp þau ritverk, sem hann hafði sent frá sér, en skráningarstarfsmað- urinn greip fram i fyrir honum með næstu spurningu, um leið og hann merkti með krossum i tvo reiti: a) læs, b) skrifandi. Um leið og ég þakka fyrir að vera uppi á dögum Sigurðar Blön- dals, læt ég i ljós, að ég er sáttur, ef mér hefur tekist að varpa ljósi á hann fyrir eftirkomendurna eins og fyrrnefndur skrifstofu- maður skráði kafla i sögu Hemingways. Við á Hólum sendum Guðrúnu og börnunum bestu hamingjuósk- ir með afmælisbarnið. Matthias Eggertsson Júdas Framhald af bls. 3. frumsömdu lögin það að verk- um að mjög skemmtilegra er að hlusta á hljómsveitina nú. Það vakti nokkra athygli Klá- súlna hve fáir voru mættir á staðinn, alls um 100 til 200 hræð- ur. Hér ræður eflaust mestu lé- leg auglýsing hljómleikanna (bara i Mogganum!) og ný- haldnir hljómleikar i Tónabæ, hvar fjórar hljómsveitir sem nær eingöngu spila frumsamið efni, leiddu saman hesta sina. Ef kofinn hefði verið fullur af fólki, hefði ugglaust náðst betri stemning og hljómleikarnir orð- ið betri. Hvað um það, Klásúlur skemmtu sér sæmilega og þakka aðstandendum fyrir þeirra framlag með von um að framhald verði á. Gunnar fœr aðstoð í ráðuneytinu Samkv. lögum nr. 73 1969 um Stjórnarráð íslands er ráðherra heimiltað kveðja sér til aðstoðar mann utan ráðu- neytis. Iðnaðarráðherra, dr. Gunn- ar Thoroddsen, hefur ákveðið að ráða Þorvarð Alfonsson, hagfræðing, aðstoðarmann sinn I iðnaðarráðuneytinu. Þorvarður er fæddur árið 1931 I Hnifsdal. Lauk prófi i þjóðhagsfræðifrá háskólanum i Kiel i Þýskalandi á árinu 1959. Starfaði að námi loknu I hagfræðideild Seðlabanka ís- lands, þar til á árinu 1962. Var þá ráðinn framkvæmdastjóri Félags islenskra iðnrekenda og gegndi þvi starfi til ársins 1970, er hann var ráðinn fram- kvæmdastjóri Iðnþróunar- sjóðs. Hefur hann nú fengið leyfi frá þvi starfi um óákveð- inn tima.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.