Þjóðviljinn - 03.11.1974, Page 24

Þjóðviljinn - 03.11.1974, Page 24
Sunnudagur. 3. nóvember 1974 lega 100 ára gamalt, byrjaði sem trésmiðameistarafyrirtæki og er i dag eitt af stærri verk- takafyrirtækjum i Danmörku. Fyrirtækið býður yfirleitt i smærri verk á danskan mæli- kvarða og forráðamennirnir segja, að þannig verði rekstur- inn jafnari og traustari. Danskir arkitektar hugsa meir og meir um manneskjuna og þjóðfélag- ið, verða æ meir félagslega sinnaðir. Annars eru danir yfir- leitt frekar seinir að taka við nýjungum, enda er skoðun þeirra, að nýjungar eigi aðeins rétt á sér ef þær eru örugglega til bóta. Tiskufyrirbrigði eiga ekki upp á pallborðiö hjá dönsk- um arkitektum — þeir byggja látlaust og rökrétt. — Hvaða verkefni eru fram- undan hjá þér? — Húsateikningar fyrir sænska sendiráðið i Hanoi i Norður-Vietnam. Sendiráðið hefur fengið tvær samliggjandi lóðir i miðborg Hanoi. A annarri lóöinni á sjálft sendiráðið að risa, en á hinni lóöinni skrifstof- ur og ibúðir fyrir starfsfólk sendiráðsins. Þetta er lokuð samkeppni, og er ég, i samvinnu við Asmussen & Weber, einn af þátttakendum. Þá hef ég nýlok- ið við að teikna iþróttamann- virki fyrir vestmannaeyinga, einnig i samvinnu við A&W. Það verkefni var boðiö út á sama hátt og dvalarheimilið. Annars Hilmar á vinnustofu sinni i Kaupmannahöfn. A borðinu fyrir framan hann eru tillögur um húsaskipan hjá sænska sendiráðinu i Hanoi, en nokkrir arkitektar keppa um það verkefni. tlAHar opinberar by; Æ m ákveðinni stærð ætti að bjóða út” Fyrir skömmu var vígt i Vestmannaeyjum dval- arheimili fyrir aldraða Vestmannaeyinga. Húsið var að mestu reist fyrir erlent gjafafé. Verkefnið var leyst af Asmussen & Weber, dönsku fyrirtæki, en arkitekt var Hilmar Þór Björnsson, sem er tæplega þrítugur, sonur Björns Jónssonar hjá Flugmálastjórninni og Maríu Haf liðadóttur. Kona Hilmars er Svan- hildur Sigurðardóttir, er starfar hjá Flugfélagi Is- lands i Kaupmannahöfn. Svanhildur er dóttir Sig- urðar Jónassonar skógar- varðar í Varmahlíð og Sigrúnar Jóhannsdóttur. Fréttamaður Þjóðvilj- ans bað Hilmar að segja lesendum blaðsins nokk- uð nánar frá sjálfum sér og byggingunni og hvern- ig stóð á því að hann f ékk þetta verkefni, en margir hafa lokið lofsorði á þessa byggingu. — Hvaða leiðir komu þér helst til hugar þegar þú fékkst það verkefni að teikna dvalar- heimilið? — Það er erfitt að skýra frá þvi i stuttu máli. Endanlega út- koman er eiginiega rökrétt af- leiðing ytri og innri aðstæðna; lóðin, næsta nágrenni, sam- keppnisgögnin og þær kröfur sem i þeim eru gerðar, og svo að lokum þær kröfur, sem arkitektinn og verktakinn gerir. Kröfur verktakans eru fjár- mála- og byggingatæknilegs eðlis meðan kröfur arkitektsins eru hinsvegar meir gagnvart manneskjunum, umhverfinu og hugmyndinni sjálfri. öllum þessum áformum og kröfum er svo reynt að fullnægja á sem hagstæðastan hátt og útkoman varð semsagt þessi. Mér fannst mjög skynsamlegt hjá Rauða krossi íslands og Vesthjálp að nota þetta samkeppnisform, sem hér er kallað „totalentre- prisekonkurrence”, en þá er keppt i senn um hönnun, verð, gæði og uppfærslu. Samkeppnir eru að minu mati allt of litið notaðar M érfinnst til dæmis, að það ætti að bjóöa út allar opinberar byggingar, sem eru yfir ákveðinni stærð, i lok- aðri samkeppni — þ.e. að biðja 4—5 arkitekta um hugmyndir og velja siðan eina úr. Þannig fær hið opinbera valkost, og nýjar hugmyndir eiga möguleika á að sjá dagsins ljós. Það er ekki óal- gengt að bæjar- og sveitarfélög og opinberir aðilar noti ein- hvern einn ákveðinn arkitekt — stundum eins og af gömlum vana — án þess að athuga aðra möguleika. Það er til dæmis ekki þar með sagt að ég sé best til þess fallinn að teikna dvalar- heimili, eða lausn okkar best, þó að eitt dagblaðanna hafi sagt i fyrirsögn: „Fullkomnasta og glæsilegasta dvalarheimili landsins”. Samkeppni eykur lika starfs- gleði arkitektsins. Það er til dæmis viss ánægjukennd fyrir mig að vita, að þessi lausn var valin úr hópi 5 mismunandi lausna 5 arkitekta. Heimili fremur en stofnun Við lausn þessa verkefnis hafði ég i huga að þarna ætti að búa fólk, sem á erfitt með hreyf- ingu og að húsið ætti að bera meiri blæ af heimili en stofnun. Húsið er á einni hæð og allar dyr eru það breiöar, að fólk i hjóla- stólum getur fariðum allt húsið, og hjúkrunarfólk getur flutt sjúkrarúm á milli hindrunar- laust. í tengslum við hvert her- bergi er salerni, sem er það stórt, að fólk i hjólastólum getur auðveldlega athafnað sig þar inni, og þar eru einskonar hand- rið sem auðveldar fólki að setj- ast á salernisskálina og standa tJtbúnaðurinn á salernum á vistheimilinu I Vcstmanna eyjum er nýjung hér á landi. upp hjálparlaust. Þetta er, eftir þvi sem ég best veit, nýjung á Islandi. Ég kaus að hafa enga blindganga og það hafði vakið athygli mina, að anddyri eru vinsæll staður hjá vistfólki elli- heimila, þvi þykir gaman að sitja þar og fylgjast með fólki koma og fara. í Hraunbúðum er anddyrið stórt og rúmgott og ber talsverðan keim af dag- stofu. Það gladdi mig mikið að sjá að reistur hafði verið barna- leikvöllur i næsta nágrenni við elliheimilið. Börn og gamal- menni hafa það sameiginlegt að hafa nægan tima, og það getur orðið mjög skemmtilegt fyrir börnin og gamla fólkið að vera i nábýli. Byggingarhraðinn veigamikið atriði Byggingarhrabinn hafði mik- ið áhrif á húsformið. Þetta eru einskonar 5 stokkar, sem liggja þétt upp að hverjum öðrum. Þetta fyrirkomulag gerði það að verkum, að hægt var að vinna á mörgum stöðum i húsinu sam- timis, enda var það fullbyggt á 150 dögum. Yfirleitt er þvi ekki gefinn nægur gaumur hve bygg- ingarhraðinn er mikið atriöi. Hefði þetta hús verið byggt með venjulegum hraða, það er að segja á 2—3 árum, þá hefði verðbólgan fljótlega gleypt megnið af gjafafénu. Það er mjög mikið atriði að það fé, sem sett er i byggingar, komist i gagnið sem allra fyrst og fari að gefa arð. — Það er mikið talað um að dýrt sé að byggja á Islandi — hvar er helst hægt að spara að þinu áliti? — A teikniborðinu. Þvi lengur sem arkitekt vinnur að frumtil- lögunni, þvi meiri möguleiki er á sparnaði — það er að segja ef arkitektinn gerir sér rækilega grein fyrir þvi hve endanlegt verð hússins er þýðingarmikiö atriði. Sumir halda að fjölda- framleiðsla sé lausnin, en ég held að þjóðin sé of fámenn og markaðurinn of litill til að fjöldaframleiðsla komi að veru- legu gagni. Fjöldaframleiðsla gefur færri valkosti og hægir á þróuninni þegar til lengdar læt- ur. Ég þekki fjölda dæma úr samkeppnum, þar sem unnið hefur verið eftir sömu áætlun, að verðmismunur hefur orðið allt að 50%, og þessi mismunur hefur fyrst og fremst legið i mismunandi vel útfærðum frumteikningum. — Hvernig stóð á þvi að þú, svo ungur arkitekt, fékkst þetta verkefni? — Ég hefði unnið hjá fyrir- tækinu i skólafrium. Þeir buðu mér þetta verkefni i fyrrahaust, og ástæðan sjálfsagt sú að ég er islendingur. Fyrirtækið er rúm- liður vonandi fljótt að þvi að við hjónin komum heim; við reikn- um með að það geti orðið i vor. — Nú ert þú iðnmenntaður. Er ekki erfiðara að fara þá leið i arkitektúrnám, eða er það bá- bilja landans að arkitekt eigi að vera stúdent? — Já, ég lærði upphaflega trésmiði, hélt svo áfram tækni- námi og lauk siðan prófi i arkitektúr i janúar s.l. Þessi leið er nokkuð timafrekari, en ég get ekki sagt um hvort hún er erfið- ari. Það er sjálfsagt mjög ein- staklingsbundið. Fyrir mig var þessi leið betri. Það hjálpar mér mikið að vera lærður trésmið- ur, það gerir samvinnuna við iðnaðarmennina liprari og ég á auðveldara með að skilja þeirra vandamál. Tækninámið hjálpar mér i verkfræðilegum efnum og svo að lokum kom arkitektúr- námið. /,Á háskólastigi" Það er sjálfsagt bábilja land- ans að arkitekt eigi að vera stú- dent. Astæðan er sennilega sú, að öll æðri menntun á íslandi er á einhvern hátt tengd Háskóla Islands, sem krefst stúdents- prófs. Meir að segja notar maður varla orðatiltækið „æðri menntun”, heldur talar maður um þessi og þessi menntun sé á háskólastigi. í þessu sambandi vil ég benda á, að islenskir verkfræbingar lærðir i Dan- mörku hafa ekki hlotið menntun sina á háskólanum (Köben- havns Universitet) heldur á Polyteknisk Læreanstalt, sem krefstekki stúdentsprófs. Sama gildir um Kunstakademiets Arkitektskole (áður „Det Kongelige Danske Akademi For De Skjönne Kunster) þar er stúdentsprófið lang-algengast, en ýmsar aðrar útgáfur nem- enda finnast þar — þar á meðal min eigin útgáfa. SJ

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.