Þjóðviljinn - 04.01.1975, Blaðsíða 7
6 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 4. janúar 1975
Laugardagur 4. janúar 1975 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 7
JAFNOKI KRISTS í KRAFTAVERKUM?
'ff, m,
;; S&mfas
- -»'4 / -íj; '■'f £ "‘-''M
§Í-J
Sathya Sai Baba.
m
3
■m.
d
f..
Hann býr til gull og gersemar úr
engu, breytir vatni í bensín,
læknar menn af krabbameini og
dvelur á fleiri en einum stað
samtímis — eða svo er sagt.
Hann er kallaður AVATAR
— sendur af guði — og sumir
halda og sumir hafa fyrir satt að
hann sé Sri Krishna endurborinn.
Þjóðviljinn ræðir við Erlend
Haraldsson, parasálfræðing, um
þennan frægasta
kraftaverkamann samtímans.
Indverjar hafa löngum haft þaö
orö á sér að þeir kunni fleira fyrir
sér i dulrænum fræöum en gengur
og gerist, og varla liöur svo mán-
uður aö ekki berist þaöan ein-
hverjar fréttir af nýjum og und-
ursamlegum gúrúum og fólks-
frelsurum. En ósjaldan hefur þótt
brenna viö aö heilagieiki þessara
meistara stæöist ekki nána próf-
un, og er jafnvel ekki trútt um að
dýrö sumra þeirra miöist helst
viö það aö hafa fé af taugaveikl-
uöum veiferðarunglingum Vest-
urlanda. Hinsvegar fer varla á
milli mála aö sumir þessara
manna aö minnsta kosti búa yfir
miklum dulrænum hæfileikum,
og um þessar mundir fer mest orö
af einum þeirra, Sathya Sai Baba.
— Þjóöviljinn haföi fyrir skömmu
tal af dr. phil. Erlendi Haralds-
syni, parasálfræðingi, sem hefur
dvaliö langdvölum á Indlandi viö
rannsóknir á dulrænum fyrirbær-
um, og hafði hann þá persónuleg
kynni af meistara þessum, sem af
sögum þeim aö dæma, sem af
honum ganga, er svo öflugur aö
um margt minnir á frásagnirnar
af Kristi i guöspjöllunum. Erlendi
sagöist svo frá:
Sathya Sai Baba
— Arið sjötiu og tvö var ég þó
nokkurn tima austur á Indlandi
og vann þar að umfangsmiklum
rannsóknum á sýnum manna á
dánarbeði ásamt öðrum manni,
letta að nafni Karlis Osis, sem nú
er bandariskur rikisborgari. Þá
spurðumst við stundum fyrir hjá
mönnum, sem við áttum tal við,
af jógum og mönnum meö dul-
rænar gáfur. Og þá bárust okkur
til eyrna aftur miklar furðusögur
af manni, sem sagður var búa á
Indlandi sunnanverðu og nefnist
Sathya Sai Baba. Við heyrðum
ekki aðeins sögur af þessum
manni, heldur kynntumst við og
nokkrum mönnum, sem höfðu
haft af honum bein kynni. Þeir
sögðu okkur margir mjög óvenju-
legar sögur um dulræna hæfileika
þessa manns, bæði hugræna og af
þvi, sem við myndum beinlinis
kalla kraftaverk.
— Er slikt svo fágætt þar i
landi?
— A Indlandi ganga á milli
manna miklar sögur um dulræn
efni og kraftaverk, en algengast
er að um sögusagnir einar virðist
vera að ræða, þegar gengið er að
þessum mönnum, sem krafta-
verkasögurnar eru sagðar af. Viö
lögðum þvi ekki mikið upp úr
þessum sögum um Sai Baba fyrst
i stað. En i seinni ferð, sem við
fórum til Indlands fyrir rúm-
lega ári, áttum við þess kost að
hitta hann, en hann býr i litlu
sveitaþorpi, sem Puttaparti heit-
ir, á hásléttu Suöur-Indlands, ná-
lægt borginni Bangalore. Hann
fæddist i þorpi þessu, sem er litið
og afskekkt, en nú hefur þarna i
rauninni myndast annað þorp i
kringum bústað hans. Þetta er
orðinn mikill staður, þvi að mikill
fjöldi manna sækir til Puttaparti
að sjá og hitta þennan mann, sem
svo miklar sögur fara af. Ekki
fær þó hver sem er viðtal við Sat-
hya Sai Baba. Til einskis er að
biðja um viðtal, heldur veröa
menn að biða og þreyja fyrir utan
hús hans, en hann hefur þann hátt
á að ganga út tvisvar á dag og
bendir á þá menn, sem hann vill
tala við. Þar fyrir utan biða
venjulega nokkur hundruð
manna.
Gullhringur handa
landsstjóra
— Viltu segja okkur eitthvað af
sögunum, sem ganga um krafta-
verkamann þennan?
— Einn þeirra fyrstu, sem við
komumst i kynni við af þeim, sem
haft höfðu bein kynni af Sathya
Sai Baba, var fyrrverandi lands-
stjóri i Goa. Við hittum hann i
boði i Nýju-Delhi. Hann sagði
okkur svo frá að Sathya Sai Baba
hefði eitt sinn komið til Goa, og
bauð landsstjórinn honum hjá sér
að vera, en Sai Baba er mjög eft-
irsóttur af mönnum af öllum
stéttum. Sathya þáði boðið.
Landsstjórinn fyrrverandi sýndi
okkur gullhring, sem Sathya Sai
Baba hafði gefið honum. Þetta
hafði borið svo til, samkvæmt
frásögn landsstjórans, að
skömmu eftir að Sai Baba kom til
hans, hafði hann komist svo að
orði að sig langaði til að gefa
gestgjafanum litla gjöf. Hann
lokaði siðan lófanum og opnaði
hann aftur, og þá var mikill gull-
hringur i lófa Sai Baba og i hann
greypt mynd af honum. Þessi
hringur reyndist passa á fingur
landsstjórans eins og hann hefði
verið smiðaður á hann.
Lækni spáð frama
— Fleiri slikar sögur?
— Við störfuðum mikið að fyrr-
nefndum rannsóknum i fylkinu
Uttar Pradesh á Indlandi norðan-
verðu, og þar komumst við i
kynni við fyrrverandi landlækni
fylkisins. Hann sagði okkur svo
frá að hann hefði eitt sinn hitt Sat-
hya Sai Baba I boði og að þeir
hefðu talast við i örfáar mínútur.
Læknirinn var þá i þann veginn
að hætta störfum og fara á eftir-
laun, en þá segir Sathya Sai Baba
honum að hann eigi eftir að verða
háttsettur embættismaður hjá
landsstjórninni, þannig að starfs-
ævi hans væri siður en svo lokið
enn. Og siðar varð það alveg ljóst
að það var einmitt þetta land-
læknisembætti, sem Sai Baba átti
við. Og það kom á daginn að þeg-
ar læknirinn var nýhættur störf-
um, þá bað landsstjórnin hann
um að taka að sér landlæknisstöð-
una i þessu fylki. Hann tók þessu
boði og starfaði að þessu i nokkur
ár.
Svo við vikjum aftur að lands-
stjóranum i Goa, þá taldi hann sig
oft hafa orðið varan við krafta-
verk af hálfu Sai Baba, til dæmis
þvi að hann breytti hlutum og gaf
mönnum. Eins sagðist hann hafa
orðið var við furðulega spádóms-
gáfu Sai Baba og ekki siður hæfi-
leika til að sjá fortið þeirra, sem
hann ræddi við.
Læknaður af
krabbameini
— Hvað er annaö til marks um
kraft Sathya Sai Baba en að hann
skapi gull úr engu?
— Siðar kynntumst við manni,
sem hafði verið mjög sjúkur,
þjáðst af krabbameini i lungum.
Hann bjó i borg sem heitir Meer-
ut, á Norður-Indlandi. Hann var
þar staddur er eftirfarandi at-
burður gerðist, en Sathya Sai
Baba á Suður-Indlandi. Eitt
kvöldið, þegar maðurinn var
mjög illa haldinn og búið að á-
kveða að hann legðist inn á
sjúkrahús næsta morgun, til upp-
skurðar, þá heyrir hann rödd.
Röddin segir honum: „Hættu við
uppskurðinn og hringdu til Raj-
an”. Hann kailar á bróður sinn,
sem bjó hjá honum i húsinu til að
hjúkra honum, og segir honum
frá þessu. En nú vill það svo til að
það eru til margir menn með
þessu nafni — Rajan — i Meerut,
þvi að þetta er tiltölulega algengt
nafn i Indlandi. Þeir voru i vand-
ræðum með hvað gera skyldi, af
þvi að það voru svo margir
Rajanar I simaskránni. Þeim
dettur loks i hug að velja úr einn
af handahófi og hringja til hans.
Sá sem svaraði i simann sagöist
auðvitað ekkert um hina dular-
fullu rödd vita, en hinsvegar vilji
svo til að hann sé mikill aödáandi
Sai Baba, og sé litill flokkur á-
hangenda hans þar i Meerut. Sér
þætti þvi ekki óllklegt að röddin
væri frá Sathya Sai Baba. Rajan
þessi sagði siðan að það væri ekki
nema velkomið að hann heim-
sækti sjúklinginn og ræddi við
hannum kraftaverkamanninn, og
það gerði hann. Og nú gerðist það
að þegar næsta morgun liður
manninum miklu betur. Hann
hringir þvi á sjúkrahúsið til lækn-
isins og segist ætla að hætta við
uppskurðinn. Eftir viku er hann
orðinn það hress að hann er orð-
inn vel rólfær og á tiltölulega
stuttum tima hverfur meinið.
Maðurinn hafði grun um að lækn-
ing sin væri Satnya Sai Baba að
þakka, svo að hann fór til Suður-
Indlands að hitta hann. Hann bið-
ur fyrir utan eins og aðrir, og Sat-
hya Sai Baba kallar i hann. Og
áður en maðurinn segir nokkuð,
segir Sai Baba við hann: „Ég hef
talað til þin áður”, og gaf sem
sagt i skyn að hann hefði valdið
lækningunni.
Sai Baba vitjar
manns í draumi
Þá dettur mér i hug önnur saga,
allt öðruvisi, sem annar maður
sem við kynntumst sagði okkur.
Hann hafði verið mikill aðdáandi
Sai Baba og bjó I borginni
Hyderabad. Hann hafði sjálfur
aldrei hitt Sai Baba, þvi að þótt
Sai Baba eigi tugi eða hundruð
þúsund áhangenda, þá hafa til-
tölulega fáir þeirra séð hann. Nú
kemur Sai Baba til Hyderabad og
dvelur þar örfáa daga. Nóttina
eftir komu Sai Baba þangað
dreymir þennan mann að Sai
Baba kemur til hans og segist
ætla að lita inn hjá honum klukk-
an hálfellefu i fyrramálið. Mað-
urinn tók drauminn ekki mjög al-
varlega, en hélt sig þó heima við
daginn eftir. Og það stóð heima:
klukkan hálfellefu kemur Sai
Baba. Húsráðandi fór strax að af-
saka sig, þar eð hann hafði á eng-
an hátt búið sig undir heimsókn-
ina, en hvar sem Sai Baba fer, þá
fylgir honum fjöldi fylgdarliðs, og
þykir þá vel við eiga að hafa til
hressingu handa fylgdarliðinu.
Sai Baba bað hann ekki hafa
áhyggjur af þessu, en hinsvegar
hefði hann að visu getað verið bú-
inn að búa sig undir heimsóknina,
þvi að hann hafi látið hann vita
um hana i nótt.
— Sai Baba þarf sem sagt ekk-
ert endilega að gera sér það ómak
að fara á fund þeirra, sem honum
þóknast að hitta?
— Nei, margar sögurnar, sem
okkur voru sagðar af honum,
voru einmitt frá mönnum, sem
höfðu kynnst honum áður en þeir
hittu hann sjálfan i holdinu. Til
dæmis get ég nefnt mann, sem
var háttsettur i leyniþjónustu ind-
verska hersins. Hann hafði aðal-
stöðvar sinar i gömlu bresku virki
i Madras. Þeir sem hringdu til
leyniþjónustunnar urðu að þekkja
visst kenniorð, annars var þeim
ekki gefið simsamband við aðal-
stöðvarnar. Nú ber svo til einu
sinni að siminn hringir hjá nefnd-
um yfirmanni i aðalstöðvunum.
Sá sem i simanum er segist
hringja frá Bangalore og segir
yfirmanninum að hann skuli fara
i ákveðið hús i Madras þá i sið-
deginu. Siðan er lagt á. Yfirmað-
urinn fór að kanna málið, og þá
segja simamennirnir, sem voru
tveir, að ekkert hefði verið hringt,
frá Bangalore þann dag, en báðir
þessir menn skráðu öll simtöl inn
og út úr aðalstöðvunum og störf-
uðu hvor i sinu lagi, þannig að
þeir hefðu ekki getað samræmt
framburð sinn.
Gersemar búnar til
úr engu
— Hverskonar kraftaverk eru
■
Erlendur Haraldsson.
algengust af hálfu meistara
þessa?
— Algengast er að heyra að
hann búi hiuti til úr engu i hendi
sér. Þegar talað er við hann, gef-
ur hann viðmælendum sinum oft
einhvern litinn og laglegan mun,
og býr hann munina til eftir hend-
inni, eða ekki verður betur séð.
Oft eru þetta hringar eða men og
oft lika vibudi, helg aska sem
verður þegar olia er brennd við
ljós i musterum. Við hittum fjölda
fylgismanna Sai Baba, sem báru
einhvern skartgrip eða mun, sem
þeir höfðu þegið að gjöf af meist-
ara sinum. Þvi fór fjarri að þessir
munir væru allir sem steyptir i
sama móti, heldur voru þeir af
hinum ólikustu gerðum. Tiðum
voru þetta dýrmætir gripir, nær
ævinlega úr gulli eða silfri, og oft i
þeim verðmætur gimsteinn.
— Af þvi sem þú segir mér kann
þessi indverski meistari ekki
miklu færra fyrir sér en sá gúrú,
sem lengst hefur verið hafður i
mestum hávegum hér vestar i
löndum, og virðist jafnvel slá
honum við um sumt. Sathya Sai
Baba hefur kannski einnig brugð-
ið þvi fyrir sig að breyta steinum i
brauð og vatni I vin?
Ávextir búnir til
úr steinum
— Jú, það fara margar sögur af
þvi að hann hafi búið til ávexti
eða annan mat i hendi sér, einnig
úr engu, en stundum einmitt úr
steinum. Það eru sagðar um hann
þó nokkrar sögur þess efnis að
hann hafi breytt steinum i ávexti.
Bandarikjamaður, prófessor i
viðskiptafræði minnir mig, sagði
okkur sögu til dæmis um það.
Einu sinni fór hann með Sai Baba
og fleiri mönnum i ferðalag og
stönsuðu þeir þá við þjóðveg til að
rétta úr sér. Þeir tylltu sér þar á
jörðina og lá steinvala þar rétt
hjá sem Sai Baba settist. Hann
velti steinvölunni til manns i
hópnum og sagði eins og i grini:
Borðaðu þetta. Maðurinn svaraði
i sama tón að þetta mundi fullhart
undir tönn og velti völunni til
baka, en Sai Baba endurtók sin
orð og velti steininum aftur til
ferðafélagans, sem þá sá að
steinninn var orðinn að gómsæt-
um ávexti.
— Þú minntist á þá hæfni að
breyta vatni i vin. Varla ætti það
fremur en annað að vefjast fyrir
Sai Baba, en sögur fara af kunn-
áttu hans i að framleiða annan
vökva, sem nú á dögum þykir
miklu verðmætari en vin. Sagt er
að þegar hann verði bensinlaus á
ferðalögum, segi hann félögum
sinum að hella vatni á bílinn,
drepi niður i fingri og þar með sé
vatnið orðið að bensini. Ekki hef
ég þó neina sögu um það frá
fyrstu hendi.
— Þú gast þess áðan aö Sai
Baba hefði talað til manna á f jar-
lægum stöðum og birst þeim i
draumi. Hvað um fleiri skyld af-
rek dulræn?
— Samkvæmt þvi, sem við
heyrðum, er algengt að hann birt-
ist mönnum á stöðum órafjarri
þeim, sem hann er staddur á að
þvi sinni, og ekki aðeins einum i
senn, heldur einnig nokkrum
saman. Við könnuðum litilsháttar
tvö slik tilfelli. Það fyrra var i
Kerala, sem er á suðvesturströnd
Indlands, en Bangalore er á Mið-
Indlandi sunnanverðu. Það var
skólastjóri við iðnskóla, sem
hafði orðið fyrir þessu þar, og
hafði hann i alllangan tima verið
aðdáandi Sathya Sai Baba, en
aldrei séð hann. En einn daginn
er bankað upp á hjá honum og inn
kemur maður, sem þessi skóla-
stjóri taldi vera Sai Baba. En Sai
Baba er mjög sérkennilegur út-
lits, sérstakíega vegna hársins,
sem er i afro-style og auk þess
gengur hann alitaf i gulri skikkju.
Gestur þessi gengur beint inn i
nokkurskonar kapellu, þar sem
húsráðandi hafði mynd af Sathya
Sai Baba og ýmsum guðum, eins
og algengt er á Indlandi. Gestur-
inn segir svo að þeir skuli fara
með puja, sem er einskonar
messa. Viðstödd þessa helgiat-
höfn voru kona og dóttir húsráð-
anda og eitthvertfleira fólk, og að
henni lokinni hvarf komumaður.
Húsráðandinn var fyrir sitt leyti
sannfærður um að gesturinn hefði
ekki verið neinn annar en Sai
Baba, enda var það að heyra á
orðum hans sjálfs, og hann söng
mikið með helgiathöfninni, en Sai
Baba er einmitt mikill söngmað-
ur. Og að skilnaði gaf hann hús-
ráðanda hring og hálsmen, en
húsfreyju sari.
Á tveimur stööum
i einu
En seinna kemst maður þessi i
Kerala svo að þvi, að á þessum
tíma, er hann taldi Sai Baba hafa
sungið hjá sér puju, hafði hann
raunar verið staddur i Madras-
fylki, hinumegin á Indlands-
skaga. Þar hafði hann þá verið
gestur hjá maharajah nokkrum,
og maharajahann og hans fólk
vitnaði að það hefði verið sam-
vistum við hann allan þann tima,
sem hann hafði sést i Kerala, og
auk þess sást að hann hafði skrif-
að nafn sitt i gestabók hallarinnar
þann dag og næstu daga.
— Hafðir þú einhver persónuleg
kynni af Sathya Sai Baba?
— I desember i fyrra fengum
við dr. Osis tækifæri til að heim-
sækja Puttaparti, þar sem Sai
Baba hefur aðsetur. Þegar þang-
að kom, var þar fyrir fjöldi
manns, nokkrar þúsundir, enda
er Sai Baba nú sennilega lang-
frægastur þeirra indverja er hafa
á sér eitthvert helgiorð. Hann er
kallaður avatar, sem er enn
meira en gúrú, en avatar þýðir
eiginlega hinn sendi. Margir
halda því raunar fram að hann sé
Sri Krishna endurborinn, en
Krishna var ein af holdtekjum
guðsins Vishnu. Sjálfur er Sai
Baba ekkert að skera utan af þvi
að hann sé sannheilagur maður
eða guðlegur og viðhefur vart
smærri orð um guðlegt eðli sitt en
Kristur gerði. Ekki er laust við að
manni bregði undarlega við nú á
timum, þegar einhver fullyrðir
umbúða- og grinlaust að hann sé
sannleikurinn og lifið!
Fyrst og fremst
trúarleiðtogi.
— Tók það þá ekki æði tima
fyrir ykkur að ná fundi meistar-
ans?
— Ja, eins og ég gat um áðan er
það enginn leikur aö ná fundi
hans, heldur verður maður að
hima þarna fyrir utan og biða i
von um að hann komi og bendi
manni aðkoma til sin. En við vor-
um það lánsamir að einn af helstu
aðstoðarmönnum hans kom til
okkar þegar i stað og sagði að við
gætum fengið að tala við meistar-
ann þegar hann væri búinn að
sinna þeim mikla fjölda, sem
hann er vanur að taka á móti á
morgnana. Okkur er svo visað
inn, og hann kemur þangað, hýr-
legur og iéttur i viðmóti og i alla
staði alúðlegur og aðlaðandi mað-
ur. Við vildum fá hann til þátttöku
i ákveðnum tilraunum, en hann
virtistekki fús til þess. Hann virt-
ist lika áhugasamur um að segja
okkur frá sinum viðhorfum, þvi
að hann telur sig fyrst og fremst
trúarleiðtoga og mannkynslausn-
ara; kraftaverkin eru bara hjá-
verk. Hann var samt óspar á þau i
okkar viðurvist, það er að segja
þessi minniháttar.Þegar hann býr
til eitthvað úr engu, snýr hann yf-
irleitt lófanum niður, lokar hon-
um, snýr svo hendinni við og opn-
ar lófann, og þar er þá gripurinn
fulltilbúinn. Þetta gerði hann
nokkrum sinnum i okkar viður-
vist, án þess að við sæjum að
hann brygði höndum sinum að
klæðum eða hári eða upp i ermi
eða slikt. Hinsvegar höfðum við
ekki aðstöðu til að rannsaka mjög
gaumgæfilega hvernig þetta var
gert, en allavega gátum við ekki
séð hvernig hann gæti komið við
brögðum. A þennan hátt bjó Sai
Baba til dæmis til gullhring
handa samstarfsmanni minum,
og passaði hringurinn svo vel sem
værihann á hann smiðaður.Þetta
var gullhringur með nokkuð stór-
um skildi á, og á skildinum var
mynd af Sai Baba.
— Væntanlega hefur hann ekki
sett þig hjá?
— Nei, mér gaf hann lika hlut,
sem hann á sama hátt bjó til i lófa
sér að okkur ásjáandi. Þessi hlut-
ur virist gerður i tveimur áföng-
um. Við vorum að ræða um
ákveðið mál og vildi hann nota
likingu og kom með indverskt
orð, sem við ekki skildum. Sai
Baba kann nokkuð i ensku, en tal-
ar hana ekki reiprennandi; móð-
urmál hans er kannada, sem er
ein af dravidatungum þeim er
talaðar eru i Suður-Indlandi og
eru óskyldar indóevrópskum
málum. Hann var lengi að leita i
huga sér að ensku orði, en fann
ekki,virtist missa þolinmæðina og
lokaði lófanum, opnaði hann svo
ogsagði: Svona litur þetta út. Þá
lá i lófanum trjávöxfur á stærð
við hnetu, sem indverjar telja að
lækningamáttur fylgi.
Tuttugu og tveggja
karata gull
Litlu seinna sneri hann sér að
mér og segir að nú vilji hann gefa
mér eitthvað fallegt. Hann lokar
þá lófanum, sem hann hafði þenn-
an trjávöxt ennþá i, snýr hendinni
og opnar lófann, og þá eru komnir
tveir gullskildir á þennan hnetu-
laga vöxt; þessum skjöldum er
haldið saman með tveimur keðj-
um, og ofan á öðrum skildinum er
litill kross, og i krossinum rauður
steinn. Þetta er hálsmen, og hef
ég látið athuga það. Gullsmiðir,
sem það gerðu, sögðú mér aö i
þessu væri tuttugu og tveggja
karata gull, og ekki sjá þeir ann-
að en að steinninn sé ekta rúbin.
Annað sinn bjó hann til i lófa sér
— eða ekki gátum við betur séð —
sætindi, sem hann gaf okkur.
Munir þeir, sem Sai Baba býr
til á þennan hátt, eru yfirleitt úr
dýrum málmum og ekta gim-
steinum, og oft og tiðum dýrir
gripir, sem kosta nokkur hundruð
dollara. Væri hér um blekkingar
að ræða, myndi þetta kosta Sai
Baba ógrynni fjár á degi hverj-
um, þvi að svona gripi gefur hann
daglega, og auk þess yrði hann að
hafa á kaupi marga gullsmiði. —
Að skilnaði gaf hann okkur naf-
spjöld með mynd af sjálfum sér,
og virtist hann framleiða þau á
svipaðan hátt og dýrgripina.
— En hann leggur sem sagt
engin ósköp upp úr kraftaverkun-
um?
— Nei, hann gerir litið
úr þeim, jafnvel lækn-
ingunum, segir að það
sé sálarheillin, sem sé aðalatrið-
ið. Og sálin verður þvi aðeins heil,
segir hann, að menn rækti per-
sónuleika sinn, og hann verður
ekki ræktaður nema með réttu lif-
erni, sannleiksást og mannkær-
leika. Boðskapur hans er þvi
mjög áþekkur og annarra trúar-
leiðtoga. I tali sinu bregður hann
mjög fyrir sig sögnum og dæmi-
sögum úr goðafræði indverja og
heimspeki. Þó virtist hann okkur
ekki mjög heimspekilega þenkj-
andi. Margir telja sig hafa orðið
fyrir miklum áhrifum af honum,
þannig að liferni þeirra hafi ger-
breyst. Ég kynntist til dæmis auð-
ugum kaupsýslumanni i Delhi,
sem hafði verið fylliraftur og
mjög óvandur að meðulum, að
þvi er hann sagði sjálfur frá, en
varð þegar eftir fyrstu kynni af
Sathya Sai Baba alger bindindis-
maður og breyttist allur til hins
betra.
— Hvað er að segja af ætt og
uppruna meistarans?
— Um og upp úr aldamótum
var uppi i Indlandi nokkuð þekkt-
ur trúarbragðaleiðtogi, sem einn-
ig hét Sai Baba. Hann gerði mikið
til að bæta sambúð múhameðs-
trúarmanna og hindúa. Þessi
maður, sem lika var frægur fyrir
kraftaverk og mikla hugræna
hæfileika, var fæddur hindúi, en
settist að i mosku. Sathya Sai
Baba var ekki nema fjórtán —
fimmtán ára, þegar hann var orð-
inn þekktur fyrir þessi undur að
skapa hluti. Hann lýsti þvi þá yfir
að hann væri hinn fyrri Sai Baba
endurborinn og hefur haldið fast
við það æ siðan. Gamlir menn,
sem þekktu bæði hinn fyrri Sai
Baba og þennan siðari, telja sig
sjá nokkur sameiginleg einkenni
með þessum tveimur mönnum.
Engar vísindalegar
rannsóknir
— Hvernig er meistarinn i
hátt?
— Hann er lágur vexti og all-
þrekinn af indverja að vera,
handsmár og fótsmár, alldökkur
yfirlitum.
— Oft heyrist það um svokall-
aða helga menn á Indlandi, að
þeir efnist vel á átrúnaði þeim,
sem menn hafa á þeim. A það
einnig við um Sai Baba?
— Nei, hann tekur ekki á móti
gjöfum, að okkur var sagt. Hins-
vegar eru menn hvattir til að gefa
i sjóð, og er fé úr honum varið til
að byggja menntaskóla. Það er
þegar búið að koma upp nokkrum
slikum skólum fyrir tilstilli Sai
Baba. Hann lætur sér þannig
mjög annt um menntun ung-
menna. — Þess má geta að meðal
vina og stuðningsmanna Sai Baba
eru fjölmargir framámenn á Ind-
landi, forystumenn i stjórnmál-
um, visindum, skólamálum og
svo framvegis. Þeir telja að hann
hafi haft á þá djúpstæð og varan-
leg áhrif.
— Hafa veriö gerðar nokkrar
visindalegar rannsóknir á hæfi-
leikum Sathya Sai Baba?
— Á Indlandi eru örfáir menn,
sem hafa fengið orð á sig fyrir
dulargáfur, en af engum þeirra
fer jafnmikið frægðarorð og fyrir
jafn fjölbreytilegar gáfur af þvi
tagi og af Sai Baba. Hinsvegar
verður að taka fram að engir
hinna meintu hæfileika hans hafa
verið rannsakaðir visindalega.
Það hafa ekki einu sinni farið
fram visindalegar rannsóknir við
ströng skilyrði til að kanna hvort
hann búi raunverulega yfir dul-
rænum hæfileikum. En fyrirhug-
að er að reyna að fá hann til sam-
starfs i þvi skyni.
dþ.
Adda Bára Sigfúsdóttir
I meðal
lagi
Fyrstu dagar nýs árs eru dagar
uppgjöra, yfirlita og samanburð-
ar og Iiklega rikir meiri forvitni
um yfirlit um veðurfar nýiiðins
árs en mörg önnur. Adda Bára
Sigfúsdóttir er nú aftur komin til
sinna starfa á Veðurstofunni eftir
nokkurt hlé og við báðum hana að
segja okkur hvernig veðrið á
þjóðhátiðarári liti út á pappirn-
um.
Hvað hita snertir er árið 1974 i
meðallagi eins og það er reiknað
út frá árabilinu 1931-60 en fyrir
þvi er alþjóðleg samþykkt að
miða við þessi ár þegar meðaltöl
eru reiknuð út. Meðalhiti ársins
hér i Reykjavlk var sléttar 5
gráður sem er nákvæmlega það
sama og i meðalári. Á Akureyri
var hitinn ivið meiri en i meðalári
eða 4.2 gráður á móti 3.9 i meðal-
ári.
Ekki voru þó allir mánuðir i
meðallagi. Seinnihluti vetrar og
vorið var mjög hlýtt og mánuð-
irnir april og mai rendust saman-
lagt þeir hlýjustu á öldinni. Þar á
móti kemur að september og
desember voru mjög kaldir, t.d.
var desember u.þ.b. 3 gráðum
undir meðallagi hér i Reykjavik
og september álika mikið undir
meðallagi. Aðrir mánuðir vikja
ekki mikið frá meðaltali utan
hvað janúar var 1.8 gráður fyir
meðallagi á landinu öllu.
Mánuðirnir júli-október voru
sólrikir i Reykjavík, sérstaklega
júli en þá voru sólarstundir 83
fleiri en i meðalári. Sömu sögu er
að segja um Akureyri hvað mán-
uðina júli, ágúst og október snert-
ir en september var þar undir
meðaltali. Október reyndist akur-
eyringum einkar sólrikur en þá
voru sólarstundir 52 fleiri en I
meðalári sem er verulegur mun-
ur þegar svo langt er liðið á
haustið.
1 Reykjavik var úrkoman i
heild mjög svipuð og I meðalári.
Mánuðina júni-september var
mjög þurrt i Reykjavik en I
október var úrkoman 30% um-
fram meðallag. Þegar haft er i
huga að október var lika sólrikur
mánuður má segja að þá hafi
skipst á skin og skúrir, bókstaf-
lega.
A Akureyri var hins vegar mun
vætusamara. Þar er meðalúr-
koma 474 mm á ári en i fyrra fór
hún yfir 600 mm. Þar voru mán-
uðirnir mars-mai og október þeir
einu sem voru undir meðallagi.
Einkum var febrúar vætusamur
fyrir norðan.
Veðurstofan heldur lika bók-
hald yfir það sem innan veggja
hennar nefnist stormdagar en það
eru þeir dagar sem veðurhæðin
nær 9 vindstigum eða meira. Að
meðaltali eru sllkir dagar 13 á ári
hér i Reykjavik en i ár voru þeir
einum færri eöa tólf og gerðu sið-
ustu tveir dagar ársins þar strik i
reikninginn. Tölur um stormdaga
á Akureyri hafði Adda Bára ekki
handbærar.
Oft er talað um að undanfarin
ár hafi rikt kuldaskeið á Islandi.
Adda Bára sagði okkur að eftir
árið 1964 hefði aðeins eitt ár náð
meðaltali áranna 1931-60. Það var
árið 1972 en þá var hitinn á land-
inu 0.5 gráður yfir meðaltali. Eins
og áður segir var þjóðhátiðarárið
nákvæmlega i meðalári svo það
hlýtur að falla i flokk með hlýrri
árunum. Og þá er bara að vona að
árið 1975 reynist ekki siðra.
—ÞH