Þjóðviljinn - 30.01.1975, Side 2
2 StÐA — ÞJÖÐVILJINN Fimmtudagur 30. janúar 1975.
Lyfjafræðingur eða
aðstoðarlyfjafræðingur
óskast til að starfa fyrir lyfjaverðlags-
nefnd og lyfjaeftirlit rikisins.
Umsóknir sendist fyrir 25. febrúar 1975 til
ráðuneytisins, sem veitir frekari upplýs-
ingar.
HEILBRIGÐIS- OG
TRYGGINGAMÁLARÁÐUNEYTIÐ
28. janúar 1975.
TILKYNNING
frá Áfengis-
og tóbaksverzlun ríkisins
Kaupum tómar flöskur merktar ÁTVR i
glerið. Verð: heilflöskur og hálfflöskur kr.
20.00 pr. stk. Ennfremur glös undan bök-
unardropum framleiddum af ÁTVR. Verð
kr. 5.00 pr. stk. Móttaka Skúlagötu 82,
mánudaga til föstudaga frá kl. 9-12 og
13-18. Laugardaga frá kl. 9-12. Ennfremur
i útsölum vorum úti á landi.
ÁFENGIS- OG TÓBAKSVERSLUN
RÍKISINS
Kópavogur
Tómstundaráð
tilkynnir
NÁMSKEIÐ i GAGNFRÆÐASKÓLUM
Senn hef jast eftirtalin námskeið: Ijósmyndun,
radíóvinna, skák, leðurvinna og mótorvinna
(bílvélar). Kennt er eitt kvöld í viku og stend-
ur hvert námskeið í 8 vikur. Þátttökugjald er
kr. 500.- Sjá nánari auglýsingar á gagnfræða-
skólunum.
HÆFILEIKAKEPPNI
Keppni þessi fer f ram í mars þriðja árið í röð í
bíósal félagsheimilisins. Rétt til þátttöku hafa
þeir unglingar, sem vilja koma fram með
ýmis konar lista og skemmtiefni, t.d. söng,
dans, upplestur, tónlist, leikþátt, svo eitthvað
sé nefnt. Þrenn verðlaun verða veitt, sem öll
eru hin veglegustu. Þátttökutilkynningar ber-
ist fyrir 20. febrúar.
SKOTLANDSFERÐ
Um miðjan júlí nk. fer 14 manna hópur ung-
linga úr Kópavogi ásamt 2 fararstjórum í
tveggja vikna kynnisferð til Skotlands. Ung-
lingar á aldrinum 15—18 ára eru gjaldgengir í
ferð þessa, gegn ákveðnum skilyrðum. Þeir,
sem áhuga kynnu að hafa, láti skrá sig fyrir
20. febrúar.
SKIÐAFERÐIR
Tómstundaráð og skíðadeild Breiðabliks,
standa fyrir skíðaferðum í Bláfjöll eða
Hveradali á laugardögum og sunnudögum, og
er öllum heimil þátttaka. Skíðakennari verður
á staðnum. Lagt er af stað frá Kársnesskóla
með viðkomu við Víghólaskóla og Verslunina
Vörðufell. Brottfarartími frá Kársnesskóla er
kl. 13.30 á laugardögum og kl. 11 á sunnudags-
morgnum. Fargjald er kr. 300.-, en börn 12 ára
og yngri greiða kr. 225.-. Allar nánari upplýs-
ingar um áðurnefnda þætti gefur íþrótta- og
æskulýðsf ulltrúi í síma 41570 og 41866. Skrán-
ing fer fram í sama síma.
TÓMSTUNDARÁÐ KÓPAVOGS.
qóf laupnum
Með þessum
hœtti bar
banaslysin
að árið 974
1 skýrslu frá Slysavarnafélagi
Islands sáum viö þessar töflur
yfir það með hverjum hætti
banaslys bar að höndum á is-
lensku fólki árin 1974 og 1973.
Sjóslys og drukknanir
1974 — 1973
Meb skipum, sem fórust 7 16
Falliö útbyrðis 7 3
t höfnum hérlendis
við land 5 8
1 höfnum erlendis 1 2
támogvötnum 7 6
t sundlaug 0 1
1 brunni 1 0
28 36
Umferðarslys: 1974 —
1973
Ekið á vegfarandur 6 10
Við árekstur bifreiða 4 5
Við bifreiðaveltu 3 -6
Varð fyrir bifreið
ábifhjóli 2 1
Dráttarvéla- og
vinnuvélaslys 2 1
Á reiöh jóli f. bifreið 1 1
Umferðarslys erlendis 1 2
Við útafakstur 1 0
20 27
Flugslys 4 9
Sveitar-
stjórnarmál
Sveitarstjórnarmál, nýút-
komið tölublaö, er helgað 10.
landsþingi Sambands islenskra
sveitarfélaga, sem haldið var i
septembermánuði, sagt er frá
störfum þingsins og birt skýrsla
um starfsemi sambandsins sið-
astliðin fjögur ár, sem lögð var
fram á þinginu. Birt eru minn-
ingarorð um Jón Ben Asmunds-
son, forseta bæjarstjórnar á
tsafiröi, sem kosinn hafði verið i
stjórn sambandsins á lands-
þinginu, og loks eru i þessu tölu-
blaði kynntir nokkrir nýráðnir
bæjar- og sveitarstjórar.
Þorstlát ertu
þjóðin min
Rannsóknarlögreglan virðist
nú vera búin að finna viðhlitandi
skýringu á spirasmyglinu.
Smyglararnir hafa útdeilt til
vina og kunningja 3.300 litrum
af spira, gróft reiknað 15-16 þús-
und flöskum af áfengi, á stutt-
um tima. Þorstlát ertu þjóðin
min, sagði kallinn. Laupurinn
óskar rannsóknarlögreglunni til
hamingju með niðurstöðuna. Nú
vitum við að enginn smygl-
hringur eða dreifingaraðili hér
heima var fyrir hendi.
Sérlokar Iðnó, þeir Sérleyfur
og Hektor, hefðu varla leyst
þetta dularfulla smyglmál bet-
ur.
Salon Gahlin
— Jæja, nú hækkar brennivinið
liklega aftur, enn einu sinni.
— O, það skal nú niður samt sem
áður.
Uppbót — Upphefð
— Sárabót!
Gunnar Thoroddsen gegnir
störfum forsætisráðherra, með-
an Geir verður i för sinni I
Vesturheimi.
Meðal annars stýrir Gunnar
ríkisst jórnarfundum.
Haukur Helgason, ritstjórnar-
fulltrúi G.Th. á VIsi, 23. janúar
'75.
□(SSdffiKSQflt?
au
Gœúð ykkar á
fasteignatölunnl
Utsvarsafslátturinn
óbreyttur
Þegar menn eru sem óðast að
telja fram til skatts reka margir
sig á það að þeir eru ekki vissir
um töluna, sem skrifa ber undir
töluliðnum „I. 3 Fasteignir” þar
sem skrá ber eigin ibúð. Þess
vegna vill Þjóðviljinn koma þvi á
framfæri að þarna á að skrifa
sömu tölu og siðustu ár, þe. skv.
þvi fasteignamati, sem tók gildi
1971, 31. desember. 1 töluliðnum
III. 3. „reiknuð leiga af eigin hús-
næði, sem eigandi notar sjálfur”
skal reikna 4% af fasteignamats-
veröinu og undir liðnum V.l.b.
„fyrning og viðhald” skal reikna
2,5, 2,8 eða 4,0 af fasteignamats-
verðinu, eftir þvi hvernig húsið er
byggt, úr timbri, steinsteypu eða
hlaðið steinhús.
Það sem hefur einkum valdið
ruglingi er það að grunnur fast-
eignagjaldsins hefur hækkað um
100% frá fasteignamatinu, en sá
grunnur kemur hvergi við sögu á
framtalsskýrslunum.
1 annan stað er vert að taka
fram að ekki hafa neinar ráðstaf-
anir verið gerðar i þvi skyni að
hækka frádrátt þann sem menn fá
af útsvarinu. Hefur sú tala verið
óbreytt i 2 ár og hún hækkar ekki
samkvæmt skattvisitölu eins og
tekjuskattsfrádrættirnir og tekju-
skattsafslættir.
HORN
í SÍÐU
Skilningur
er vakinn
Las ég grein eftir sjötugan ný-
liða i blaðamannastétt, Odd A.
Sigurjónsson, fyrrverandi
skólastjóra i Kópavogi og Nes-
kaupstað. Birtist hún i Alþýðu-
blaðinu fimmtudag 22. janúar,
og fjallar um tvo pistla, sem
birtust i Þjóðviljanum á þriðju-
daginn i þessari viku. Annar
pistillinn var eftir mig, hinn eft-
ir liðsmann okkar utan blaðs.
Tókum við tvær ólikar hliðar á
sama máli til umfjöllunar.
Skrif nýliðans, Odds, skýra
margt. Þar á meðal hingað til
litt skiljanleg uppátæki i lffs-
hlaupi hans og embættis-
mennsku, þar sem skrif hans
eru rangtúlkun á pistlunum
tveimur, sem áður getur og
hugmyndir höfunda þeirra
gerðar aðrar en skrifaðar voru.
Þetta eru ómerkileg skrif.
En þau eru þakkarverð, þvi
þau lýsa innræti þeirrar mann-
gerðar, sem nokkru ræöur i Al-
þýðuflokknum. — úþ
Enn um kana
Vesturbæingur hringdi og sagð-
ist vera ánægður með athuga-
semd, sem birtist á dögunum frá
kópavogsbúa um kanaútvarp i
leigubilum, strætisvögnum og
búðum.
Sagðist hann fyllilega taka und-
ir meö kópavogsbúanum, og vildi
bæta þvi við, að þó bílstjórarnir
kynnu að njóta tónlistarinnar sem
slikrar, þá virkaði hún einungis
sem hávaði fyrir farþegana, sem
aftar væru i bilunum en bilstjór-
amir, en það væru þeir allir.
Þá bendir vesturbæingur á, að
hann sneiði hjá þeim verslunum,
sem hafa kanaútvarp i gangi, og
sagðist vita til að þannig væri um
marga.
Geta verslunarrekendur tekið
þetta til athugunar, vilji þeir
halda viðskiptum. — úþ
Skákþing
Hafnar-
fjarðar
Skákþing Hafnarfjarðar hefst
nk. sunnudag kl. 8. Teflt verður á
sunnudögum og föstudögum en
biðskákir annan hvern miðviku-
dag. Skákþingið fer fram i Sjálf-
stæðishúsinu við Strandgötu.
LOXEMBURG 28/1 — Kolafram-
leiðsla Efnahagsbandalags
Evrópu dróst saman um tiu af
hundraði árið sem leið. Sam-
kvæmt frétt frá hagskýrslustofn-
un bandalagsins varð fram-
leiðslutapið mest vegna verkfalls
kolanámumanna i Bretlandi, en
það orsakaði að sögn sextán mil-
jón tonna framleiðslutap.
Þar að auki lagðist kolanám al-
gerlega niður i Hollandi á árinu.
Tuttugu og þremur kolanámum
var lokað i bandalagslöndunum á
árinu og þýddi það ellefu miljón
smálesta framleiðslutap. Munaði
þar mest um lokun fjögurra kola-
náma i Vestur-Þýskalandi, en af-
leiðingar þess urðu að fram-
leiðslan dróst saman um sex mil-
jónir tonna. Kolanámumönnum
fækkaði úr 362.000 i 341.000 i
bandalagslöndunum á árinu 1974.
Reuter