Þjóðviljinn - 30.01.1975, Qupperneq 5

Þjóðviljinn - 30.01.1975, Qupperneq 5
Fimmtudagur 30. janiíar 1975. ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 5 Hagsmuna- og öryggismál aldraðra og öryrkja: Okeypis sími fyrir tekjulægstu þegnana Rauntekjur aldraðs fólks og öryrkja hafa lækkað mjög á undanförnum mán- uðum vegna mikilla verð- hækkana sem ekki hafa verið bættar nema að óverulegu leyti. M.a. hafa afnotagjöld fyrir stma hækkað mjög stórlega. Hætta er á að afleiðingin verði sú að aldrað fólk og öryrkjar með lágar tekjur verði að segja upp simum sínum og bjóða heim vax- andi einmanaleik og öryggisskorti. Til þess að koma í veg fyrir að sú verði raunin f lytur Magnús Kjartansson frumvarp um að gefa þeim kost á ókeypis síma sem njóta tekjutryggingar á lífeyri. Magnús leggur til að lög nr. 30 frá 1941 um fjarskipti breytist þannig að aftan við 12. grein bæt- ist: 1 reglugerð má ákveða að þeir sem hljóta uppbót á elli- og örorkulifeyri samkvæmt 19. grein laga um almannatryggingar frá 1971 verði undanþegnir afnota- gjöldum fyrir sima. 1 greinargerð með frumvarpinu segir: begar ný útvarpslög voru sam- þykkt 1971 hlutaðist Alþingi til um þá breytingu á frumvarpinu að upp var tekin heimild til þess að þeir, sem hljóta uppbót á elli- og örorkulifeyri samkvæmt al- mannatryggingalögum, væru undanþegnir afnotagjöldum. Þessi heimild hefur að sjálfsögðu veriðhagnýtt, en þó að næsta tak- mörkuðu leyti. Munu undanþágur frá afnotagjöldum útvarps vera bundnar við þá eina sem njóta uppbótar á elli- og örorkulifeyri eins og hún var skilgreind i lögum 1963. Þeirri skilgreiningu hefur siðar verið gerbreytt með ákvæð- um um tekjutryggingu, og er þess að vænta að menntamálaráð- herra breyti reglunum um undan- þágur frá afnotagjöldum útvarps i samræmi við almanna tryggingalög eins og þau eru nú. Tilgangur Alþingis með þessari breytingu á lögunum um útvarp var að gera öldruðu fólki og öryrkjum með afar lágar tekjur kost á að njóta útvarpssendinga sér til fróðleiks og dægra- styttingar. Hitt er ekki siður nauðsynlegt, að aldrað fólk og öryrkjar, sem eins er ástatt um, eigi þess kost að hafa sima. Á undanförnum árum hefur það færst mjög i vöxt að aldrað fólk búi eitt á heimilum sinum, oft fjarri ættingjum sinum og vinum. Það er brýnt fyrir þessa þjóð- félagsþegna og getur stundum verið lifsnauðsyn að hafa sima á heimilum sinum. Eina fyrir- Magnús Kjartansson. greiðslan, sem Landssiminn veit- ir á þessu sviði, mun vera sú að öryrkjabandalagið hefur fengið að úthluta 50 simum til öryrkja sem búa einir og verða af heilsu- farsástæðum að eiga þess kost að nota sima tafarlaust. Frumvarpið gerir ráð fyrir að undanþágan verði i heimildar- formi og framkvæmdin ákveðin með reglugerð. Með samþykkt á slikri heimild væri Alþingi að sjálfsögðu að lýsa vilja sinum og hver ráðherra mundi telja sér skylt að hlita honum. Hins vegar þurfa reglugerðarákvæðin að tryggja að undanþágan verði ekki notuð af öðrum en þeim sem henni er ætlað að þjóna. Um sjónvarp á Reyðarfirði Rey ðarfj arðarstöðin bilaði nú i desember V. r Rœtt viðAstu Jónsdóttur, húsmóður á Reyðarfirði Fáskrúðsfjörður Fáskrúðsfirðingar Neita að greiða afnota gjöld af sjónvarpinu Eins og kunnugt er af fréttum hafa aliír sjónvarpseigendur á Reyðarfirði neitað að greiöa af- notagjald sjónvarps á næsta gjalddaga I mótmælaskyni viö óhæf sjónvarpsskilyrði, raunar allt frá upphafi, en meira en mán- aöarskeið sást sjónvarp vart á staðnum. Forgöngumaður þessarar und- irskriftasöfnunar er Ásta Jóns- dóttir, húsmóðir á Reyðarfirði, en hún er nú i hreppsnefnd Reyðar- fjarðarhrepps, þar sem Helgi Seljan er á Alþingi. Við höfðum tal af Astu og báð- um hana að segja frá ástæðum þessara mótmæla. Hvað olli þvi, að Reyðfirðingar tóku sig saman um það, að greiða ekki afnotagjald sjónvarps? Aðalforsendan fyrir þvi að Reyðfirðingar neita að greiða næsta afnotagjald er fyrst og fremst sú, að ástandið i sjón- varpsmálum okkar er fyrir neðan allar hellur. Við erum þvi algjör- lega búin að missa þolinmæðina og ég álit, að ekki sé ósanngjarnt að við neitum þessu. Við höfum alltaf greitt okkar fulla afnota- gjald þrátt fyrir það, að mikill fjöldi sjónvarpsdaga hefur fallið niður á ári hverju, oft svo tugum skiptir. Nú um miðjan jánúar höfðum við aðeins séð sjónvarp 4- 6 daga frá þvi um eða fyrir miðj- an desember. Við getum ekki séð, að neitt hafi verið gert til úrbóta a.m.k. ekki fyrir Reyðarfjarðarstöðina. Hvernig er með Reyðarf jarðar- stöðina? Hver rekur hana og hvernig er ástand hennar? Hún var upphaflega áhuga- mannastöð, en reist i fullu sam- ráði við sjónvarpið og það lagði til allt efni i hana, en öll vinna við hana var unnin af sjálfboðaliðum á staðnum. Okkur var reyndar sagt, að við værum á áætlun hjá sjónvarpinu 1971 og þá myndi það yfirtaka stöðina. Það hefur enn ekki gerst. Um ástand hennar er það að segja, aðhúsið, sem stöðin er i, er ekki traustara en það, að engu munaði, að það fyki ekki út i veð- ur og vind á dögunum, en frá þvi gætu vegagerðarmenn á staðnum sagtbetur. Svo er nauðsynlegt að leggja þangað nýja rafmagns- linu, rafmagn að henni er flutt með simalinu. Svo held ég, að lágmarkskrafa hljóti að vera, að nauðsynlegustu varahlutir séu til á staðnum. Hvað telja Reyðfirðingar við- unandi úrlausn, til þess að þeir endurskoði núverandi afstöðu sina? Ég veit ekki hvort Reyðfirðing- ar endurskoða nokkuð afstöðu sina viðvikjandi afnotagjaldinu. Þetta skjal, sem sent var sjón- varpinu, segir það lika skýrt og skorinort. Ég þykist vita, að allir Reyð- firðingar, sem skrifuðu undir þennan mótmælalista standi við þaö. Auðvitað er þetta gert aðallega i þeim tilgangi að fá einhverjar úrbætur, en ég tel ekki til of mikils mælst, að við fáum ein- hverjar ivilnanir’ með afnota- gjaldið, svo mikið erum við búin að missa af dagskrá sjónvarpsins frá þvi fyrsta. Hvað viltu segja um viðtalið við Harald Sigurðsson verkfræð- ing á dögunum? Ég vil nú segja það um þetta, að ég tel Erling Garðar hafa svarað vel fyrir okkur Austfirðinga og vil ég þakka honum fyrir það. Þessir gaukar hjá Landssimanum höfðu gott af þvi. En I þessu viðtali var nær ein- göngu rætt um bilanir á Gagn- heiði. Ég vildi hér koma þvi að, að Reyðarfjarðarstöðin bilaði snemma i desember og ekkert sást hjá okkur á Reyðarfirði lengi eftir að Gagnheiðarstöðin komst i lag eftir áramót. Það er t.d. gott að geta komið þvi á framfæri, að Reyðfirðingar sáu sáralitið af þvi, sem endur- tekið var úr jóladagskrá sjón- varpsins. Við erum orðin sannar- lega leið á þvi hér fyrir austan að sitja alltaf á hakanum i öllu og við viljum minna á það, að'við erum lika til. Á Fáskrúðsfirði hefur gengið undirskriftalisti þess efnis að undirskrifendur neiti að greiða afnotagjald af sjónvarpi siðari hluta ársins 1974, og að sögn Marlu Kristjánsdóttur mun mjög almenn þátttaka hafa verið I undirskriftunum. 142 eigendur sjónvarpstækja skrifuðu á list- ann. Maria sagði að sjónvarpið hefði ekki sést i að minnsta kosti 20 daga i röð siðast i desember og fyrst i janúar. Þá sagði hún að Gagnheiðastöðin færi út ef eitt- hvað væri að veðri, svo heita mætti að sjónvarpsleysi væri við- loðandi þar eystra. —úþ Reyðarfjöröur. Auglýsingasíminn er 17500 _________ voavium 1ÚTBOÐ Tilboð óskast i gatnagerð og lagnir ásamt liitaveitulögnum i Seljahverfi 7. áfanga (Breiðholt II) Otboðsgögn eru afhent á skrifstofu vorri, Frikirkjuvegi 3, gegn 15.000.- skilatrygg- ingu. Útboðin verða opnuð á sama stað, þriðju- daginn 18. febrúar 1975, kl. 11 f.h. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR Fn‘kirkjuv*gi 3 — Sími 25800 Faðir okkar og tengdafaðir Niels S.R. Jónsson Seyðisfirði andaðist föstudaginn 24. janúar Bragi Nielsson, Sigriður Arnadóttir Sigrún Nielsdóttir, Jón Guðjónsson Rós Nielsdóttir, Hörður Jónsson lljálmar Jóhann Nielsson, Anna Þorvarðardóttir

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.