Þjóðviljinn - 09.03.1975, Síða 2

Þjóðviljinn - 09.03.1975, Síða 2
2 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur i). mars 1975 Umsjón: Vilborg Harftardóttir Rauösokkar kanna persónulega afstöðu þingmanna: Eigakonur sjálfar aö ráöa? Að þvi er fram kemur i „Stagl- inu”, nýútkomnu fréttabréfi Rauðsokkahreyfingarinnar, eru rauðsokkar nú farnir að kanna persónulega afstöðu þingmanna til ákveöinna atriöa fóstureyð- ingafrumvarpsins, þ.e. sjálfsfor- ræðis kvenna varðandi fóstureyð- ingar, kynferðisfræðslu I skólum og hver eigi að hafa þá fræðslu með höndum, kennarar eða skólalæknar. t frétt „Staglsins” kemur fram, aö fulltrúar starfshóps, sem kall- ar sig „bingmannastarfshópinn” hafa gengið á fund formanna þingflokkanna og lagt fyrir þá spumingar þessa efnis, en ætla sfðan einnig að tala við fulltrúa i heilbrigðismálanefnd þingsins og fleiri. Þingflokksformaður Sjálf- stæðisflokksins, Gunnar Thor- oddsen, er sá eini sem skoraðist undan að svara spurningum hópsins og sagðist ekki telja unnt að láta i té umsögn til birtingar i blaði þar eð frumvarpið væri nú til meðferðar i þingflokknum. Gylfi Þ. Gíslason þingflokksfor- maður Alþýðuflokksins vill hvorki svara játandi né neitandi Jafnréttis- málin til umræöu í Kópavogi Alþýðubandalagið í Kópavogi tekur á þriðju- dagskvöldið 11. mars jafnréttismál kynjanna til umræðu á fræðslu- fundi í Þinghól.Þar mun Helga Sigurjónsdóttir bæjarf ulltrúi Alþýðu- bandalagsins hefja um- ræður um Stöðu konunn- ar í íslensku þjóðfélagi, en síðan verða almennar umræður. Fundurinn er öllu áhugafólki um jafn- réttismál opinn. spurningunni um sjálfsforræði kvenna, málið hafi ekki verið tek- ið fyrir hjá þingflokknum, segir hann. Kynferðisfræðsla i skólum finnst honum sjálfsagður hlutur og aö hún sé hluti af almennri kennslu en ekki i höndum skóla- lækna. Þá siðgæðisábyrgð verður einstaklingur- inn að bera sjálfur Magnús Torfi Ólafsson, form. þingflokks SFV svarar, að frá öndverðu hafi karlar ráðið sjálfir hvort þeir gerist i raun og sann- leika feður barna sem þeir geta. Allt tal um jafnrétti kynjanna sé hégómi, nema samsvarandi á- kvörðunarvald konunnar sé við- urkennt. „Þá siðgæðisábyrgð sem sliku ákvörðunarvaldi fylgir verður einstaklingurinn að bera sjálfur”, segir Magnús i svari sinu. Siðari spurningunum svarar hann m.a. á þá leið, að sérstök námsgrein kölluð kynferðis- fræðsla væri afkáraskapur, en vitneskja um kynlifið ómissandi þáttur i námsgreinum eins og lif- fræði, liffærafræði og samfélags- fræði og eigi heima á verksviði kennara sem þá fræðslu annast. Þórarinn Þórarinsson þing- flokksformaður Framsóknar tók fram, að hann svaraði ekki fyrir hönd flokksins, en var persónu- lega fylgjandi sem mestu sjálf- ræði kvenna i sambandi við fóstureyðingar. Hann vildi kyn- feröisfræðslu i skólum, en var ekki viðbúinn að svara til um fyrirkomulag, sagði þó varla á bætandi að láta skólalækna sjá um þessi mál, þeir hefðu nóg að gera fyrir. Réttlætismál, að konur ráði Ragnar Arnalds formaður þingflokks Alþýðubandalagsins svaraði afdráttarlaust, að sér fyndist ^jálfsagt réttlætismál að konur réðu, „enda siðferðilega og félagslega rökrétt, að i þessu efni eigi konan siðasta orðið”. Hann taldi kynferðisfræðslu i skólum eðlilega og nauðsynlega og að hana ætti alls ekki að tengja við störf skólalækna, enda ætti ekki að gefa börnum i skyn, að kynlif væri eitthvað sjúklegt. Mestu skiptir, að fræðsla um þessi mál sé veitt á eðlilegan og óþvingaðan hátt, segir Ragnar i svari sinu til rauðsokkahópsins. \ 1 n K ** 1 ( ^ ■ m Á Búnaðar- þingi: EKKI EIN KONA! Arlegt Búnaðarþing stendur yfir þessa dagana og sitja það 25 fulltrúar viðsvegar að af landinu. En þrátt fyrir jákvæð ummæli nokkurra fulltrúanna i fyrra og þó að nú sé hið al- þjóðlega kvennaár eru fullrú- arnir 25 allir karlkyns og ekki ein einasta kona á sæti á þing- inu. Þegar við fengum þetta staðfest hjá blaðafulltrúa þingsins agði hann, að engar konur hefðu verið i framboði til búnaðarþingskosninga og jafnframt, að engar konur ættu sæti i stjórn búnaðar- sambandanna né búnaðarfé- laganna úti um landið. Sumsé. Sama gamla sagan ár eftir ár eftir ár.... Eða? Baráttuandi á listsýningu í tilefni þess, að i gær, 8. mars, var aiþjóðlegur baráttudagur kvenna þykir okkur hlýða að birta hér á siðunni eina af þeim baráttumyndum sem eru meðal listaverka á sýningu kvenna, sem nú stendur yfir i Nor- ræna húsinu, tileinkuð kvennaárinu. Teppið á myndinni er eftir Val- gerði Erlendsdóttur. (Ljósm. A.K.) ORÐ BELG Snemma byrjað Það á svosem nógu snemma að byrja að innræta börnunum kyngreininguna, sagði ÞH og kom með þessa mynd af spjaldi Umferðarskólans „Ungir vegfarandur”, þar sem sérstaklega er lögð á- hersla á annan klæðnað stelpan en stráka. Og það þótt maður sjái orðið varla krakka á þessum aldri örðuvisi en i gallabuxum — hvors kyns sem er. Hver á þá að ráða? Þannig er yfirskrift bréfs um „frjálsar fóstureyðingar”, sem R.S.E.sendir i belginn og segist leyfa sér að efast um að fylgismenn þeirra hafi athug- að sinn gang nógsamlega: — „Orðinu frelsi er mjög hamp- að,” skrifar R.S.E., — „konan á að vera frjáls, ráða sjálf yfir lifi sinu. Já, mikil ósköp. Er það ekki draumurinn okkar allra? En erum við ekki færar um það fyrr en við erum orðn- ar barnshafandi? Getum við eða megum við ekki ráða yfir lifi okkar fyrr? Hver á að ráða hvort kona verður þunguð? Ég bara spyr. Hlýtur það ekki að vera hún sjálf? Hver ræður þvi að öðrum kosti? Vonandi eru nauðganir ekki orðnar daglegur viðburður. Veit ég vel, að margar og miklar breytingar fylgja meðgöngu, en ekki hélt ég að þær væru svo gifurlegar, að kona væri þá fyrst fær um að ráða sér sjálf er hún væri komin nokkra mánuði á leið ef hún væri það ekki áður. Kæru þið, sem skoðið fóstur- eyðingamálið sem ykkar hjartans mál og hugsjón. Tak- ið ykkur smáfri . Virkið penn- ann og kraftana til að knýja á um kynlifsfræðslu i skólum og meðal almennings. Snúið á- róðri ykkar gegn sinnuleysinu. Að gefa frjálsar fóstureyðing- ar leysir ekki vandann, það er eins og að setja byttu undir lekann i stað þess að gera við þakið. Ég skal fúslega játa, að ég er persónulega mótfallin fóstureyðingum, en það er önnur saga. Mig langaði að- eins til að benda á misræmið. Það getur hent jafnvel hina framsýnustu að það „góða sem þeir vilja, það gera þeir ekki, heldur hið illa sem þeir vilja ekki”.” Ég held nú, að það gæti smámisskilnings hjá R.S.E. wmmmmmmmmmrnmmm varöandi kynlifsfræðsluna, þvi yfirleitt hafa einmitt sömu aðilar og barist hafa fyrir rýmkun fóstureyðingalöggjaf- arinnar lagt mjög mikla á- herslu á kynlifs- og kynferðis- fræðslu bæði i skólum og með- al almennings. Hinsvegar kann að hafa borið enn meira á umtalinu um sjálfsforræði kvenna varðandi barneignir vegna þess, að um hitt hafa allir verið sammála, amk. sið- an lagafrumvarpið um „ráð- gjöf og fræðslu varðandi kynlif og barneignir og um fóstur- eyðingar og ófrjósemisað- gerðir” kom fram 1973. Jafnframt verö ég að benda á, að þeir sem fylgjandi eru sjálfræði kvenna hvað snertir fóstureyðingar fyrstu vikur meðgöngu hafa margoft i mál- flutningi sinum sagt, að þeir liti á fóstureyðingu sem neyð- arúrræði, sem aldrei geti komið i stað getnaðarvarna. Ástæður til að kona óskar eftir fóstureyðingu geta verið margar og mismunandi, hvernigsem getnaðurinn er til kominn, og málið verður ekki afgreitt með aö segja, að henni sé nær, hún hefði átt að hugsa um afleiðingarnar fyr- —vh

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.