Þjóðviljinn - 09.03.1975, Blaðsíða 6
6 StÐA — ÞJÖÐVILJINN Sunnudagur 9. mars 1975
KJARTAN ÓLAFSSON:
Lífskjör verkafólks og
viðskiptakjör
þjóöarinnar
KAUPMÁTTUR VERKAMANNA
TAFLA Kaupm. miÖaÖ viö vísit.framf.kostn. Kaupm.miöaÖ viÖ vísit.v.og bión.
.tímak. í dagv meÖaltk. án hd. tímak. í dagv. meÖaltk. án hd.
1. 2. 3. 4.
1963 74,8 78,5 79,7 83,7
1964 79,7 82,6 84,8 87,9
1965 88,4 91,9 93,8 97,5
1966 96,0 98,8 100,0 102,9
1967 98,5 100,0 102,6 104,2
1968 '90,3 91,7 93,9 95,3
1969 86,3 85,4 88,0 87,1
1970 93,1 92,7 93,9 93,6
1971 1. ársfj. 99,3 96,9 99,6 97,2
2. " 98,3 100,8 98,5 101,0
3. » 100,1 101,1 100,0 101,0
4. 102,3 101,2 101,9 100,8
Arsmeöaltal 100,0 100,0 100,0 100,0
1972 1. ársfj. 113,2 113,1 109,2 109,1
2. " 113,3 118,2 109,7 114,4
3. " 120,0 120,4 116,1 116,5
4. " 122,9 124,2 118,0 119,3
Arsmeöaltal 117,4 119,0 113,3 114,8
1973 1. ársfj. 117,3 117,5 111,5 111,7
2. " 119,7 125,5 112,3 117,7
3. " 120,8 125,0 113,8 117,7
4. " 120,5 125,4 114,5 119,1
Arsmeöaltal 119,6 123,4 113,0 116,6
1974 1. ársfj. 130,4 132,2 123,0 124,8
2. 134,4 141,7 127,4 134,3
3. " 127,3 130,3 122,4 125,3
begar þessi orð eru skrifuð um
miðja viku, er enn ekki séð hver
verða viðbrögð rikisstjórnarinnar
við niðurstöðum kjaramálaráð-
stefnu Alþýðusambandsins.
Það var samdóma álit þeirra
fjölmörgu fulltrúa verkalýðs-
félaganna viðs vegar að af
landinu sem sátu ráðstefnu Al-
þýðusambandsins nú i vikunni, að
óhjákvæmilegt væri að stjórnir
félaganna öfluðu sér nú þegar
verkfallsheimilda, svo að takast
megi að sameina alla verkalýðs-
hreyfinguna til allsherjarátaks i
þvi skyni að rétta hlut láglauna-
stéttanna.
Vist er um það, að hvorki
forystumenn verkalýðsfélag-
anna, né verkafólkið almennt
hafa hug á að efna til verkfalla,
svo fremi að rikisstjórnin loki
ekki öllum öðrum leiðum til að
bæta á ný þá gifurlegu kjara-
skerðingu hjá lágtekjufólki, sem
stjórnvöld hafa knúið fram með
valdboði á seinustu mánuðum.
En til þessa dags hefur rikis-
stjórn Geirs Hallgrimssonar
neitað gjörsamlega öllu öðru en
að halda sitt strik og gera varan-
lega þá stórkostlegu tilfærslu
fjármuna frá verkafólki til
fjárplógsmanna, sem hún hefur
sett sér að höfuðmarkmiði. Þær
hundsbætur, sem fram hafa verið
boðnar til þessa og eru innan við
4000,- krónur á mánuði, og ekkert
á yfirvinnu, eru svo hraksmánar-
legar að þær tekur vart að nefna.
Kaupránið nemur
a.m.k. 30-40%
1 ályktun ráðstefnu Alþýðu-
sambandsins segir orðrétt:
„Skerðing kaupmáttar, ef ekki
er að gert, yrði 1. mai n.k. 30-40%
og þyrfti kaupgjald þá að hækka
um 50-60% til þess að náð yrði
þeim kaupmætti, sem samið var
um i febrúar 1974.”
Þegar verkalýðsfélögin halda
þvi fram með óvévengjanlegum
rökum, að kaup láglaunafólks
þyrfti að hækka um full 50% til að
ná þeim kaupmætti, sem samið
var um i fyrra, þá býður rikis-
stjórnin, hvorki 30% né 20%
hækkun, heldur upphæð sem
samsvarar 6-9% i bætur. Allt hitt
skal standa eftir sem varanlegt
rán.
Rikisstjórn afætustéttanna, —
ráðherrar Sjálfstæðisflokks og
Framsóknarflokks setja frelsi
fjármagnsins ofar frelsi fólksins
undan fátæktarfjötrum og hóta
verkalýðnum atvinnuleysi og enn
frekari kjaraskerðingu, ef menn
hreyfi litla fingur til að rfsa gegn
svo taumlausu ranglæti. Þetta
heitir að sýna sitt rétta andlit.
Það er rikisstjórnin sem með
verkum sinum stefnir sjáandi eða
blindandi að þvi að neyða verka-
fólkið á Islandi út i harðvituga
varnarbaráttu, út i verkfallsátök
til að tryggja almenningi laun,
sem einfaldlega hrökkvi fyrir
brýnustu nauðþurftum. Hennar
er ábyrgðin, ef hún hopar ekki frá
fyrri óbilgirni áður en á hólminn
kemur.
1 Kjararannsóknanefnd eiga
meðal annars sæti einn af al-
þingismönnum Sjálfstæðisflokks-
ins (Guðmundur H. Garðarsson)
og einnig framkvæmdástjóri
Vinnuveitendasambands tslands
ásamt fulltrúum verkalýðs-
hreyfingarinnar og fleiri aðilum.
1 fréttabréfi þessarar Kjararann-
sóknanefndar er jafnan margvis-
legan fróðleik að finna um þróun
lifskjara verkafólks.
t janúarheftinu, sem út kom
fyrir rúmum mánuði eru með
al annars birtar töflur yfir þróun
raungildis, þ.e. kaupmáttar dag-
vinnutimakaups verkamanna og
iðnaðarmanna frá árinu 1963 og
fram yfir mitt ár 1974. Þar kemur
fram að sé niiðað við framfærsiu-
visitölu hafði kaupmáttur dag-
vinnutímakaups verkamanna á
árunum 1966-1971 hækkað úr 96
stigum i 100, það er um kringum
4% á fimm árum, eða innan við
1% á ári. Þetta voru viðreisnar-
árin sælu, þegar Sjálfstæðis-
flokkurinn var við v-öld og atti
Gylfa Þ. Gislasyni á foraðið.
Samkvæmt sömu töflu Kjara-
rannsóknarnefndar hækkaði hins
vegar raungildi eða kaupmáttur
dagvinnutimakaups verkamanna
á valdatíma vinstri stjórnarinn-
ar, þ.e. frá miðju ári 1971 — miðs
árs 1974 úr 100,1 stigi i 134,4 stig
eða um full 34% á þremur árum.
Hér er reginmunur á, eins og
tölur Kjararannsóknanefndar
sýna.
5-10 ár aftur
á bak
í ályktun ráðstefnu Alþýöu-
sambandsins nú i vikunni er bent
á, að ef ekki verður að gert megi
fastlega gera ráð fyrir að þann 1.
mai n.k. (fyrirsjáanlegar verð-
hækkanir teknar með! verði
skerðing kaupmáttarins frá 1.
mars 1974 komin upp i 30-40% á
rúmu ári. Sé þetta borið saman
við töflu kjararannsóknanefndar
kemur i ljós, að þar með verður
kaupmátturinn hjá verkamanni,
sem nýtur hinna svokölluðu jafn-
launabóta kominn fimm ár aftur i
timann þ.e. til ársins 1970 og er þá
aðeins miðað við 30% skerðingu
frá 2. ársfjófrðungi 1974, eða úr
134,4 stigum þá samkvæmt töflu
Kjararannsóknanefndar niður i
94.1 stig þann 1 mai n.k. Sam-
kvæmt töflu Kjararannsókna-
nefndar var kaupmáttur dag-
vinnutimakaups verkamanna
93.1 stig (miðað við 100 1971) árið
1970 og hafði þá lækkað úr 98,5
stigum árið 1967. Þarna munar
þvi aðeins einu stigi nú þann 1.
maí i ár til að standa i sömu spor-
um og 1970.
Allur ávinningur frá tið vinstri
stjórnarinnar hvað launakjör
verkafóiksins varðar þurrkaður
út og meira en það á aðeins hálfu
ári með valdboði Geirs Hall-
grimssonar og Ólafs Jóhannes-
sonar.
Sé tekið dæmi af iðnaðarmönn-
um, sem ekki njóta hundsbóta
rikisstjórnarinnar og gerður
sams konar samanburður á
annars vegar töflu Kjararann-
sóknanefndar og hins vegar rök-
studdu mati siðustu ráðstefnu Al-
þýðusambandsins á kjararýrnun-
inni, — þá kemur i ljós að kaup-
máttur launanna hjá slikum aðil-
um hefur ekki aðeins færst fimm
ár aftur i timann heldur tiu ár, til
ársins 1965. 1 báðum tilvikum er
miðað við hækkun fram-
færsluvisitölu, en sem kunnugt er
hafa brýnustu nauðþurftir svo
sem matvæli hækkað mun meira
en hækkun hennar nemur.
Sá samanburður, sem hér hefur
verið geröur á þróun launakjara
verkafólks á þremur timabilum
(5 síðustu viðreisnarárin — 3 ár
vinstri stjórnarinnar — og loks
stjórnartið Geirs Hallgr.), sá
samanburður hann 'segir okkur
óneitanlega býsna mikið um það,
hvilika reginþýðingu það hefur
fyrir verkafólkið hvaða stjórn-
málaöfl fara með rikisstjórnar-
vald i landinu.
•
Úu þessum samanburði má
reyndar lika lesa þá staðreynd,
að i þessum efnum skiptir svo
sem engu máli, hvort Fram-
sóknarflokkurinn á aðild að rikis-
stjórn eða ekki (sama gildir um
dr. Gylfa og pótintáta hans), en
það skiptir öllu máli, hvort það er
Alþýðubandalagiö eða Sjálf-
stæðisflokkurinn sem fara með
vald í stjórnarráöinu.og þá hvort
Framsókn (og Alþýðuflokkur-
inn) eru i samvinnu við islenska
sósialista eða við braskaravaldið,
sem hefur Sjálfstæðisflokkinn að
sverði og skildi sinna
auðstéttarhagsmuna.
3000 krónur í
stað 300
Nú er það svo, að furðulega
margir liggja flatir fyrir þeim
áróðri Sjálfstæðisflokksins, sem
Framsókn tekur nú undir, að þær
breytingar i lifskjaraþróun hjá
almenningi sem verða á hverjum
tima ýmist jákvæðar eða
neikvæðar, — þær eigi ekki fyrst
og fremst rót sina að rekja til
þess, hver sé faglegur og póli-
tiskur styrkur verkalýðshreyfing-
arinnar eða hverjir fari með
stjórmálavöld i landinu, —
heldur fylgi kjörin hjá almenningi
þróun þjóðartekna eða viðskipta-
kjara með allt að þvi sjálfvirkum
hætti. Að sjálfsögðu er slikur boð-
skapur viðs fjarri raunveru-
leikanum, enda þótt þróun
þjóðartekna og viðskiptakjara
hafi vissulega veruleg áhrif á
umgjörð stéttabaráttunnar á
hverjum tima.
Hvað er til dæmis að segja um
þá kenningu talsmanna rikis-
stjórnarinnar, að hin hrikalega
kjaraskerðing, sem orðin er hjá
almenningi sé svosem bara eðli-
leg afleiðing af versnandi
viðskiptakjörum og minnkandi
þjóðartekjum?
Samkvæmt rökstunddum
niðurstöðum ráðstefnu Al-
þýöusambandsins er bein kjara-
skerðing hjá verkafólki a.m.k. 30-
40% þrátt fyrir hundsbætur rikis-
stjórnarinnar, sem nú eru greidd-
ar á lægstu iaun. Samkvæmt
nýrri skýrslu frá Þjóðhagsstofn-
un var lækkun þjóðartekna á
siðasta ári hins vegar rétt og slétt
3%, og spádómar gera ráð fyrir
álika hnignun i ár, sem er þó að
sjálfsögðu allsendis óvist hvort
verður nokkur. Þannig tekur
rikisstjórnin jafnan 3000 krónur
af hverjum láglaunamanni i
staðinn fyrir hverjar 300 krónur.
Hér er óliku saman að jafna, og
það eru gjörsamlega blindir
menn i hópi verkafólks, sem ekki
láta sér skiljast, að rikisstjórnin
notfærir smávægilega minnkun
heildararðsins af sameiginlegu
búi þjóðarinnar sem skálkaskjól
til að skerða lifskjör almennings
langtum harðvitugar en minnkun
VÍSITALA VIÐSKIPTAKJARA
2. tafla.
Verðvísitölur innflutnings og útflutnings m. v. fast gengi1)
Innflutningur
Breytingar
Útflutningur
Breytingar
Viðskiptakjör
Breytingar
1962=100 milli ára % 1962=100 milli ára % 1962=100 milli á
19g3 103 +3,0 103 +3,0 100 0,0
1964 103 +5,8 116 + 11,7 106 +6,0
1965 110 + 0,9 130 + 13,0 118 +11,3
1966 112 +1,8 132 + 1,5 118 0,0
1967 110 ■5-1,8 116 -4-12,1 105 •4-11,0
1968 104 -í-6,5 106 -4-8,6 102 -4-2,9
1969 103 -5* 1,0 111 +4,7 108 +5,9
1970 107 +3,9 133 + 19,8 124 + 14,8
1971 114 + 6,5 161 +21,1 141 +13,7
1972 122 + 7,0 168 +4,3 138 - -4-2,1
1973 136 +11,6 220 +31,0 162 +17,4
1974 184 +35,3 267 +21,4 145 -4-10,5
1) Þ. e. breytingar reiknaðar í erlendri mjnt.