Þjóðviljinn - 09.03.1975, Side 7
Sunnudagur 9. mars 1975 ÞJÖÐVILJINN —StÐA 7
þjóðartekna gefur nokkurt tilefni
til.
Það er ekki dyggð af hálfu
verkalýðsstettarinnar að lúta
sliku valdboði i auðmýkt, heldur
er það beinlinis skylda þeirra,
sem nokkurs meta hagsmuni
verkafólks i bráð og lengd að
brjóta þessa árás auðstéttarinnar
á bak aftur með itrustu ráðum, ef
ekki dugar annað til.
Viðskiptakjörin
þau næst ,
bestu í sögunni
Skýringin á minnkun þjóðar-
tekna á siðasta ári um 3% er sú
fyrst og fremst, að viðskiptakjör
okkar versnuðu nokkuð frá met-
árinu 1973. Að visu hélst megin-
þorrinn af okkar útflutningsvöru
sinu hámarkverði frá metárinu
1973 og hækkaði jafnvel, en
einstakar vörutegundir, fyrst og
fremst fiskblokk (sem er um einn
þriðji af freðfiskframleiðslu okk-
ar) og mjögl féllu i verði. Þar við
bættist áframhaldandi hækkun á
innfluttum vörum.
En hversu alvarleg var þessi
rýrnun viðskiptakjaranna?
Til er rit, sem heitir Hagtölur
mánaðarins. Útgefandi þess er
Seðlabanki tslands, í janúarheft-
inu nú i ár er þar birt tafla um
þróun viðskiptakjara okkar á
undanförnum árum og þá að
sjálfsögðu tekið tillit til breytinga
ár frá ári bæði á verðlagi útfluttra
og innfluttra vara.
Þegar þessi tafla, sem sýnir
visitölu viðskiptakjaranna er
skoðuð kemur i ljós, að á árinu
1974 bjuggu islendingar við hag-
stæðari viðskiptakjör en nokkru
sinni fyrr, aö aðeins einu ári und-
anskildu, árinu 1973.
Sé miðað við, að visitala við-
skiptakjaranna hafi verið 100 árið
1962 var hún 145 á siðasta ári (við-
skiptakjörin i heild höfðu batnað
um 45%. Þessi visitala viðskipta-
kjara var t.d. 141 árið 1971, 138 ár-
ið 1972, 162 árið 1973.
Þetta mega sem sagt heita
mjög góð viðskiptakjör, þegar á
heildina er litið, enda þótt þau
hafi verið nokkru lægri en á met-
árinu 1973.
Visitala viðskiptakjaranna var
á siðasta ári 145 stig (miðað við
100 árið 1962) samkvæmt upplýs-
ingum Seðlabankans en sam-
kvæmt rökstuddum niðurstöðum
kjararáðstefnu Alþýðusam-
bandsins nú i vikunni þá hefur
kaupmáttur timakaupsins hjá
verkamönnum verið færöur aftur
til ársins 1970, þegar visitala Viö-
skiptakjaranna var ekki 145 stig
eins og nú, heldur 118 stig, sam-
kvæmt töflu Seðlabankans. Hér
er þá gengið út frá þeirri niður-
stöðu ráöstefnu Alþýðusam-
bandsins að kjaraskerðingin sé
30% hjá þeim sem njóta láglauna-
bótanna og 40% hjá hinum, og að
öðru leyti byggt á kaupmáttar-
töflu Kjararannsóknarnefndar
(Fréttabréf janúarmánaðar
1975).
Af þessum samanburði er svo
ljóst, sem verða má, hversu frá-
leitt það er, að rikisstjórn Geirs
Hallgrimssonar og Ólafs
Jóhannessonar sé bara á saklaus-
an hátt að laga lifskjör almenn-
ings að versnandi viðskiptakjör-
um, en ekki að flytja fjármuni
milli stétta i þjóðfélaginu.
Og i þessu sambandi er svo
auðvitað alveg sérstaklega rétt
að undirstrika, að þvi fer viðs
fjarri, að skipting þjóðartekn-
anna hafi verið réttlát árið 1970,
og að þær rýrnuðu aðeins um 3%
frá 1973—1974, en viðskiptakjörin
um 10,5%. Þó er stefnt að þvi að
gera skiptinguna mun óréttlátari
nú miðað við viðskiptakjör sam-
kvæmt niðurstöðum þeirrar at-
hugunar, sem gerð hefur verið
grein fyrir hér að framan.
Þótt viðskiptakjörin á siðasta
ári hafi verið 17% betri en árið
1970, og þjóðartekjur á mann
miðað við fast verðlag hækkað
meira en þvi svarar, þá skulu lifs-
kjör þeirra lægst launuðu vera
hin sömu og þá var.
Sem sagt fari viðskiptakjörin
versnandi, þá skulu lifskjör al-
mennings versna mun meira en
þvi samsvarar, samkvæmt boð-
skap og gerðum rikisstjórnarinn-
ar, sem fyrir liggja.
Hitt andlit
Sjálf-
stæðisflokksins
En hvað þá, ef viðskiptakjörin
fara batnandi? Skyldi það þá lika
vera stefna Sjálfstæðisflokksins,
að lifskjörin hjá lágtekjufólki
skuli til samræmis gera betur en
fylgja viðskiptakjörunum upp á
við? Til að svara þeirri spurn-
ingu, þarf engin orð, — verkin
liggja fyrir frá viðreisnarárun-
um.
Það var rakið fyrr i þessari
grein að samkvæmt niðurstöðum
Kjararannsóknanefndar hefði
kaupmáttur dagvinnutimakaups
verkamanna ( þrátt fyrir harðvit-
ug verkföll) aðeins hækkað um
4% alls fimm sfðustu viðreisnar-
árin. En hver skyldi hafa verið
breytingin til batnaðar á við-
skiptákjörunum á þessum sama
tima? Samkvæmt töflu Seðla-
bankans var hún ekki bara 4%,
heldur 20% (úr 118 stigum 1966 i
141 stig 1971). Þá fór sem sagt
bara ein króna af hverjum fimm
út i kaupið.
Það sem þessi samanburður
leiðir óvéfengjanlega i ljós er
þetta:
Þegar Sjálfstæöisflokkurinn fer
með völdin i landinu þá fá lifskjör
verkafólks alls ekki að batna i
samræmi við batnandi viðskipta-
kjör, en fari viðskiptakjörin
versnandi þá skulu llfskjörin hjá
verkafólki versna langtum meira
en þvi samsvarar.
Þetta heitir að vera sverð og
skjöldur auðstéttarinnar i landinu
og liggja i hernaði gegn verka-
fólki og öörum lágtekjustéttum.
Það er þessi efnahagsstefna
Sjálfstæðisflokksins, sem nú cr
rckin með dyggilegri aðstoö
Framsóknarforingjanna. Þá
stefnu þarf islensk alþýöa að
brjóta á bak aftur með samstilltu
átaki verkalýöshreyfingarinnar
og pólitiskri stórsókn jafnhliða.
Ekkert annaö dugir.
Eigi verkafólk á Islandi að ná
rétti sinum verður rikisstjórnin
aö vikja. Framsóknarflokkurinn
á alvarlega refsingu skilið, og
hver sá maður i verkalýðsstétt,
sem enn vill veita Sjálfstæðis-
flokknum brautargengi er svo
sannarlega frávilltur sauður i
sinni stétt.
Tæknifræðingar —
Raftæknar
Rafmagnsveita Reykjavikur óskar eftir
að ráða rafmagnstæknifræðing (sterk-
straum) og raftækna til starfa i Innlagna-
deild.
Umsóknareyðublöð og nánari upplýsingar
fást á skrifstofu Rafmagnsveitunnar
Hafnarhúsinu 4. hæð.
Umsóknarfrestur er til 18. marz 1975.
^1RAFMAGNS
í \ VEITA
■i T REYKJAVÍKUR
ÞORGEIR
ÞORGEIRSSON
SKRIFAR
Um leyfilega og
óleyfilega ritskoöun
Það er margt skrýtið I kýr-
hausnum.
Þetta virðist lika gilda um
marghöföaða nautgripi.
Borgarstjórnarmeirihlutinn I
Reykjavlk virðist að minnsta
kosti hugsa f skringilegum
þversögnum.
Ég á við Klambrastaðamálin
á Miklakjarvalstúni þar sem
Jakob Hafstein var að vinna
listrænan stórsigur á dögunum
samkvæmt þvi opinbera mati að
sala og aðsókn sé eini gildi
mælikvarðinn á listsköpun.
Uppúr deilunum á bak við
„sigur” Jakobs og þeirra sport-
manna i borgarráði hefur skap-
ast þetta eina ástand sem rök-
rétt var að skapaðist.
Borgarráð einokar alla rit-
skoðun (eins og sagt er) á þvi
hverjir sýni þar i salnum.
Og það sem meira er: allir
meðlimir samtaka myndlistar-
manna eru fyrirfram útilokaðir.
Þessieinokun (eða ritskoðun)
er komin á til.þess að forðast
einokun og ritskoðun sjálfra
listamannanna á listinni.
Það virðist semsé vera til
bæði góð og vond ritskoðun,
æskileg og óæskileg einokun.
Einokun borgarráðsmanna er
góö einokun og á að útrýma ein-
okun listamannanna sem er
vond einokun.
Þaö er semsé margt skritið I
kýrhausnum.
En kýrin er vanmetin skepna.
Sumir telja raunar að hún sé I
beinna sambandi við æðri mátt-
arvöld en aðrar skepnur.
Gæti þetta ekki verið eins með
borgarráð?
Okkur veitist öröugt aö skilja
þessa skiptingu i góða einokun
þeirra sem ekkert vita um
myndlistina og vonda einokun
hinna sem gert hafa myndlist að
æfistarfi sinu.
Gæti það ekki verið að borg-
arráð væri hér (og þá væntan-
lega oftar) i nánara sambandi
við æðri prinsip einhvers drott-
inveldis en okkur er Ijúft að sjá?
• • •
Tökum til dæmis aðra grein
myndlistar og mikilvægari.
Ég á við sýningar bióhúsanna
og þegar ég kalla þær mikilvæg-
ari þá á ég við þá tölulegu stað-
reynd að tiu sinnum fleiri áhorf-
endur að minnsta kosti sjá bió-
myndir hérlendis en málverka-
sýningar og dvelja auk þess
svosem fjórfalt lengri tima,
hver gestur, við hióheimsókn
hverju sinni e.i máiverkaskoð-
arar gera.
Þannig eyðir þjóðin fjörutiu
sinnum meiri tima (lauslega
áætlaö) við biómyndaskoðun en
málverkaskoðun.
Enda eru islendingar mestu
biómyndaskoðarar i Evrópu og
hafa verið lengi. Þeir skila bió-
unum þetta frá 1,5 miljónum til
2 miljóna af biógestum árlega.
Og þeir eiga raunar annað
Evrópumet i sambandi við
kvikmyndir. Eigin kvikmynda-
framleiðsla þeirra er i núlli.
Nú mætti þvi ætla samkvæmt
venjulegri mannlegri rökhyggju
að öll ritskoðun og einokun væri
fjörutiu sinnum háskalegri
varðandi biómyndir en mál-
verk.
Þeir aðilar sem velja bió-
myndir handa islendingum að
sjá eru ekki margir. Svo lengi
sem elstu menn muna (og þeir
muna til upphafs biósýninga i
landinu) hefur hópur þeirra sem
velur og flytur inn myndir i is-
lensk bió aldrei náð þvi að fylla
tuginn. Og þessi atvinnugrein er
trúlega sú eina i landinu sem
skiptir sjaldnar um starfsfólk
en embættismannakerfið.
Það er semsé áratugagamalt
ástand og viðvarandi að klika
sem telur innan við tug manna
velji allt bióefni handa is-
lendingum og stjórni þvi hvað
sýnt er i húsunum um landið
allt.
Venjuleg mannleg skynsemi
gæti þvi glæpst til að ætla að það
væri fjörutiu sinnum meiri
ástæða fyrir yfirvöldin að lita
eftir þessari ritskoðun bió-
myndainnflytjendanna en það
jafnvel var að útrýma einokun
myndlistarmanna á myndlist-
inni aö Klambrastöðum.
En biðum við.
Kýrleg rökfræði lætur ekki að
sér hæða.
Ekki verður betur séð en þessi
ritskoðun félags islenskra kvik-
myndahúseigenda sé góð rit-
skoöun og flokkist i sama bás og
einokun borgarráðs á myndlist-
inni sem hún ber ekkert skyn-
bragð á.
Að minnsta kosti heyrist fátt
ljótt sagt um þessa einokun.
Og nánar athugað sýnist hin
æðri rökfræði nautgripanna
eiga sér visa samsvörun.
Þvi vissulega fer að koma
heildarsvipur i myndina þegar
nánar er skoðað.
Borgarfulltrúi gat þess i sjón-
varði á dögunum að einokun
borgarráðs væri góö einokun
vegna þess að borgarráðsmenn
hefðu ekkert vit á myndlst og
ekkert strangt gæðamat sem
útilokaði fúskið.
Undir þetta falla innflytj-
endur kvikmynda lika. Engir
menn eru lausari við gæðamats-
fordóma á biómyndum — svo
vægilega sé til orða tekið.
Eins og titt er um þá sem ekk-
ert faglegt, fræðilegt, listrænt
eða smekksamlegt mat eiga þá
veröur eftir þetta eitt: peninga-
matið.
Nú geta leiðsögumenn ferða-
skrifstofanna ekið erlendum
túristum um bæinn og látið þá fá
eitthvað fyrir peninginn. Túrist-
arnir eru hvort eða er hingað
komnir til að sjá landið þar sem
„allt er öðruvisi”.
Leiðsögumaðurinn bendir á
Klambrastaðina og segir:
Hér er eina börgargalleriið i
heiminum þar sem samtökum
myndlistarmanna leyfist ekki
aö sýna verk sin. Þetta hús er
reserverað fyrir fúskara. Kerfið
er sérislenskt. Undireins og það
var komið á sýndi sig að salan
jókst um allan helming. Þar
sem peningamatið er eina mæli-
stikan á list var metsölufúsk
undireins gert að opinberri
listastefnu stjórnvalda.
Og þegar farið er framhjá Há-
skólabióinu segir leiðsögumað-
urinn:
Universitetskinó — Islending-
ar eru mestu biógestir i Evrópu
og eina þjóðin sem enga kvik-
myndaframleiðslu hefur, nema
amatöra. Þetta er i samræmi
viö opinbera listastefnu i land-
inu. Framleiðendur erlendra
ruslkvikmynda hafa grætt hér á
annaö hundrað miljónir árlega
og hafa þvi forgang áfram.
Island er eina landið sem
enga allsherjarlöggjöf hefur um
kvikmyndamál. Þetta er eðli-
legt I landi þar sem listgreinar
eru flokkaðar eftir peningamati
en ekki þokukenndum hug-
myndum um menningargildi
eins og hin mengaða Megin-
landsevrópa ástundar.
Þessar hreinu linur i menn-
ingarlifi þjóðarinnar eru til
komnar af námunda hennar við
náttúruna, forvigismenn lands-
ins hafa tileinkað sér hugferði
kýrinnar sem hefur beint sam-
band við almættið — en almætti
nútímans eru peningarnir — og
þaö á aftur sinar skýringar i
hinu tæra lofti sem útsynningur-
inn endalaust sér okkur fyrir
hér um slóðir.
Og túristinn dregur djúpt and-
ann og undrast þessa þjóð sem
gætir svo vel uppruna sins.
Það er svo margt skritið og
skemmtilegt i kýrhausnum.
Þorgeir Þorgeirsson
P.s.
Visan sem ég vitnaði til sein-
asta sunnudag eftur Guðmund
Ketilsson um spýturiuna hans
Sigurðar hefur að likindum ver-
iðhöfð eftir slæmri heimild eða
ég hef munað hana rangt.
Ymsir glöggir visnamenn
hafa verið aðhringja i mig i vik-
unni og hefur þeim borið saman
um að visan eigi að vera svona:
Flettingsriu rak á vog
rétt uppi hann Sigurð.
Nettar tiu álnir og
eftir þvi á digurð.
Og þannig er visan meiri
rimþraut.