Þjóðviljinn - 09.03.1975, Síða 11

Þjóðviljinn - 09.03.1975, Síða 11
Sunnudagur 9. mars 1975 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 11 Eftir ritskoöun í hálfa öld: Dreyfusarmál enn á dagskrá Arið 1894 var ungur liðsforingi i franska hernum Alfred Dreyfus, ákærður fyrir að hafa afhent þjóðverjum leyniskjöl. Dreyfus, sem var gyðingur, var dæmdur til ævilangrar vistar á Djöflaeynni, og það var ekki fyrr en eftir 12 ára harða baráttu margra mætra manna, að það tókst að sanna endanlega að hann hafði verið borinn fölskum sökum. Þetta mál hafði þá vakið upp firnaharðar deiiur, sem blönduðust ákærum ■ spillingu og gyðingafjandskap franskra stjórnvalda. Átökin urðu svo mikil að við lá að borgara- strið brytist út. Þetta mál varð svo viðkvæmt, að til þessa hefur engin frönsk stjórn þorað að leyfa að saga Dreyfusar væri kvikmynduð. Með ritskoðun eða hótun um að beita ritskoðun hafa 30 tilraunir franskra kvikmyndamanna til að segja söguna verið stöðvaðar. En erlendar myndir um Dreyfus eða baráttu rithöfundarins Zola fyrir málstað hans hafa blátt áfram veriðbannaðar. Þvi var það mjög sögulegur atburður þegar á dög- unum var leyft að sýna i Paris fyrstu frönsku kvikmyndina um málið, „Dreyfus eða óþolandi sannleikur”. Eins og Dreyfusarmálið sjálft kemur myndin við kaunin á mörgum, þvi að hún fjallar ekki siður um eðli fransks þjóðfélhgs. Dreyfusarsinnum fannst þá, að þeir væru að verja réttlæti og anda franska lýðveldisins. And- stæðingar þeirra, margir gyðingahatarar, voru talsmenn „laga og réttar”, húrrapatriot- isma og höfðu vissar tilhneiging- ar til konungsdæmis. Höfundur myndarinnar, Cherasse, segir að i Dreyfusar- málinu sé að finna öll nútima- vandamál Frakklands. Skiptingu i hægri og vinstri sem hefur verið við lýði allt frá dögum Dreyfusar og til siðustu forsetakosninga. Bornar eru fram spurningar um meðferð öryggismála, um sam- skipti valdhafa og dómstóla, um samband auðlegðar og ættjarðar- ástar. Kynþáttafordóma nú og fyrr. Og eftir viðbrögðum áhorf- enda að dæma fer þvi fjarri að Dreyfusarmálið sé dautt — þeir flykkjast á myndina og láta óspart i ljós hrifningu eða for- dæmingu. Ekki sist vegna þess, að myndinni er beint gegn gyðingahatri, sem er enn til i Frakklandi og svo kynþáttahatri yfirleitt — sem nú bitnar á alsirskum farandverkamönnum i Frakklandi. Einn af fréttaskýr- endum útvarpsins franska hefur sagt á þá leið, að „nýr og saklaus Dreyfus gæti orðið til i dag og hann ætti sér svipaða verjendur og andstæðinga sem flyttu mál sitt i nafni svipaðra hugmynda.” í Háskólabíói: Geimurinn og þekkingarleitin Annað kvöld, mánudagskvöld, er sýnd i Háskólabiói sovésk kvikmyndsem nefnist Solaris.Til hátiðabrigða verða aðalleikarar i myndinni viðstaddir og munu að likindum ávarpa gesti.en þeir eru þau Donatas Banionis og Natalja Bondartsjúk. Höfundur Solaris er einhver þekktasti yngri kvikmyndastjóra rússa, Andrci Tarkovski. Hann gerði t.d. þekkta striðsmynd um ungan dreng, heitir hún Bernska tvans og hefur verið sýnd hér i sjónvarpi. Hann tók upp hið við- kvæma viðfangsefni, listamaður og samfélag, i mynd um hinn mikla helgimyndamálara mið- alda, Andrei Rúbljof, og var það verk mjög umdeilt i heimalandi höfundar og urðu tafir á að hún kæmi til sýninga. Solaris er byggð á visinda- skáldsögu eftir pólska rithöfund- inn Lem. Hún gerist i samþjóð- legu visindaþjóðfélagi framtiðar- innar og bregður upp nokkrum heimspekilegum og siðferðileg- um vandamálum þekkingarleit- ar. A skilmálalaust að halda þeirri leit áfram, hverju sem fram fer? Af efni myndarinnar er m.a. það að segja, að þekktur sálfræð- ingur, Chris Colvin, er sendur út i geiminn til að heimsækja menn sem eru staðsettir i geimstöð á braut umhverfis dularfulla og mjög forvitnilega plánetu, Solar- is. Hann á að ákveða hvort halda eigi áfram að kanna Solaris eða ekki. A Solaris er dapurleg að- koma. Einn af þrem visinda- mönnum i geimstöðinni hefur framið sjálfsmorð og hinir eru ekki lengur heilir á sönsum. Col- vin verður sjálfur fyrir einkenni- legri reynslu: allt i einu birtist honum kona hans sem er löngu látin og vill fara að lifa upp á nýtt. Visindamennirnir telja að und- ur þessi megi rekja til Sólaris- hafs, en það er einskonar hugs- andi massi, sem rænir hugmynd- um og endurminningum frá heila manna og breytir þeim i hold og blóð. Spurt er hver er tilgangur- inn: er Solarishaf að leita sam- bands við gesti frá öðrum heimi og þá til hvers? Mynd þessi er einkar hæggeng og heimspekilegar vangaveltur i mesta lagi, allavega er atburða- rás miklu varfærnislegri en geng- ur og gerist 1 visindaskáldsögu- mynduir . Hún er vönduð að hand- bragði )g leikur góður — hefur hún hiotið góða dóma á ýmsum stöðum og þykirsérstætt framlag til kvikmyndabálks hins visinda- lega hugarflugs. Donatas Banionis og Natalja Bondartsjúk fara með hlutverk sálfræð'igsins og konu hans. Banionis er þekktasti leikari Lit- háens en Bondartsjúk er tiltölu- lega nýútskrií'uð leikknna sem þegar hefur :getið sér gott orð og mun senn sp-eyta sig á kvik- myndastjórn. —áb. bræðslumekkinum yfir byggðina, hvitklætt fiskiðnaðarfólkið er á þönum milli húsa, heiman að úr mat, sjómenn skálma á bússum upp frá höfninni og þessu fisk- vinnslulifi til viðbótar, æða nú þrjátiutonna trukkar tstaks um eðjuna á götunum, einbeittir tækjastjórar eru að sækja grjót, fara með möl eða steypa súlur, sement, sandur og oliubræla blandast fisklykt og slori. Þeir sem i hafnargerðinni vinna, eru allir aðkomnir, þjálfaðir tækjastjórar tstaks, og við reyndum að hlera það, hvort heimamenn störfuðu við eitthvað fleira en fisk. Iðnaðarmenn eru fáir i þorpinu. Reyndar þurfa allar þær vélar sem framleiðslan reiðir sig á sitt viðhald. og vélaverkstæði er að finna á staðnum. Mörg hús hafa lika verið byggð i Þorlákshöfn siðustu árin, vegleg einbýlishús standa i röðum upp frá höfninni. Samt er ekki mikið um bygginga- menn á staðnum núorðið. Það er búið að byggja húsin, en einn maður rekur litið trésmiðaverk- stæði. Gunnar Magnússon, skólastjóri barna- og unglingaskóla Þorláks- hafnar sagði okkur að i skólanum væru nú 158 nemendur og 7 kennarar i heldur færri stöðum. Skólahúsið er allt of litið, enda erbyggingin vel nýtt, þénar þorp- inu lika sem félagsheimili. „Það er óhætt að tala um neyðarástand i húsnæðismálum skólans”, sagði Gunnar skóla- stjóri, „en lausn á þeim vanda er vist á teikniborðinu núna”. 1 vaxandi útgerðar- og þjónustuplássi er eðlilegt að verulegur hluti ibúanna sé að- fluttur. Margir munu vera komnir frá Reykjavik, og kannski gefur það nokkra hugmynd um það andlega jafnvægi sem ibúar Þorlákshafnar virðast búa við, að fólk unir sér vel. Við spurðum Vernharð Linnet, kennara hvort hann stykki til Reykjavikur á kvöldin eða um helgar. Hann svaraði þvi til að svoleiðis flandri væri hann löngu hættur. Það var þá helst fyrst eftir að maður kom hingað, sagði Vern- harður, nú vil ég sem minnst af Reykjavik vita. Menningariðkan? Mannlifið er ámóta breytilegt og árstiðirnar. Menningin hefur svolitinn grundvöll á haustin, þá fer leikfélagið árvisst af stað með sina skemmtun, leikur fyrir heimamenn og nærsveitunga fram yfir áramót. Eftir áramótin tekur þorskurinn öll völd ásamt loðnunni og sleppir ekki tökunum fyrr en kemur fram á sumar. Þá losnar aftur um, þá er timi trillu- karla og hinnar rólegu ihugunar. Kannski á þetta eftir að breytast. Ef minnkar um vinnu gæti orðið mannlifsbylting i Þor- lákshöfn, og sumir hugsa meira að segja svo langt að reikna með stórum bæ þar við suðurströndina i framtiðinni. Verði ósinn brúaður verður aftur þjóðbraut þar um gamla ferjustaðinn hjá Óseyrar- koti og enn ein lyfting kemur i mannlifið. —GG Verkstjórarnir I vinnslusal Meitilsins: Guðmundur Hermannsson og Sigurður Helgason. Hafnarstjórinn, Sigurður Jónsson. Sigurður hefur búið i Þorlákshöfn i eitt ár, flutti úr Reykjavik og segist kunna vel við sig. skyldu menn ætla að höfnin væri vel stæð. Ekki vill hafnarstjórinn taka undir það: „Það er nú svo skritið, að höfn- in hér er alveg á vonarvölinni”, sagði Sigurður Jónsson, „út- gerðarfyrirtækin segjast ekkert geta borgað af neinu tagi, og hafnargjöld eru vist þeir peningar sem fyrirtækin borga siðast. Þar að auki hafa hafnar- gjöldin ekki hækkað til móts við aðra kostnaðarliði sem hækkað hafa. Stjórnvöld hafa engu svarað beiðni allra hafna á landinu um hækkun. Hér er það Meitillinn, sem heldur lifinu i okkur”. Vinna að dragast saman Þær verkakonur sem við hittum i fiskvinnslusal Meitilsins létu i ljósi nokkurn ótta yfir þvi að nú væri vinna að dragast mjög sam- an. Undanfarnar vikur hefur verið mikil vinna, margar húsmæður hafa getað fengið vinnu hjá Meitlinum, m.a. hálfan daginn, eða frá klukkan 13 til 19. Sjaldan hefur verið unnið skemur en til 19, oft framundir miðnættið. Siðustu dagana hefur vinna verið minni, og þann daginn sem Þjóðvilja- menn heimsóttu Meitilinn var að- eins unnið framundir klukkan 17. „Það er erfitt að sætta sig við dagvinnukaupið eitt. Mánaðar- launin eru innan við 40.000 krónur með þvi móti”, sagði Sigurlaug Guðmundsdóttir, verkakona. Undanfarnar vikur hefur vinnan hinsvegar verið svo mikil, að vikukaupið hefur oft losað 20.000 krónur. Fiskur og fiskur (undir steini) Aðkomumaður i Þorlákshöfn skynjar fyrst og fremst það um- stang sem á fólkinu er kringum vinnustaðina. Bátafjöldi liggur i höfninni, loðnubræðslan spýr Donatas Banionis og Nataljs Bondartsjúk i hlutverkum sinum I Solaris. Sovétmyndin Solaris

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.