Þjóðviljinn - 09.03.1975, Qupperneq 12
12 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 9. mars 1975
Sunnudagur 9. mars 1975 ÞJÓÐVILJINN — StÐA 13
Frá
borginni
við
Sundið
Þessi stytta stendur fyrir utan konunglega leikhúsið. Strákurinn kom
með skólabckk utan af Jótlandi og er sennilega aö skrifa niður nafnið á
manninum.
1 Kristianshavn. Það er ganiali
borgarhluti sem Kristján 4. lét
byggja eftir hollenskri fyrir-
mynd. Fékk hollenska verkfræð-
inga og hollenska verkamenn til
að gera þetta eitthvað líkt hol-
lcnsku skurðunum. Á sumrin get-
ur maður séð þarna sjóara.envar
la er hægt að segja að fast þeir
sæki sjóinn. þvi þeir fara kannski
út tvisvar í viku. Þá sigla þeir i
birtingu og koma svo aftur um
hádcgiö. Ekki er talað um aflann I
tonnum hcldur í kilóum. En þeir
geta senniiega lifað sæmiiegu lifi
á þessu. enda selja þeir aflann
beint upp úr bátnum og fá þannig
útsöluverðið.
Prentari,
sjómaöur,
Ijósmyndari
Þær mannlifsmyndir sem hér
birtast eru teknar i Kaupmanna-
höfn af ungum áhugaljós-
myndara frá Vestmannaeyjum,
Gylfa Gunnarssyni Sigurmunds-
sonar prentsmiðjustjóra. Gylfi er
raunar lærður prentari, en hefur
litið starfað við fagið eftir að
námi lauk, en hins vegar stundað
sjómennsku á dönskum, norskum
og sænskum skipum allar götur
siðan 1964. Hann stundar nú nám i
stýrimannaskóla i Kaupmanna-
höfn.
Gylfi brá sér heim til Islands i
jólaleyfinu og þá kom hann við á
Þjóðviljanum með myndir sinar.
Við notuðum tækifærið og
ræddum við hann um lifshlaupið
erlendis, þótt stutt væri.
Gylfi sagði, aðhann hefði farið i
sumarleyfisferð til Rúmeniu árið
1964.1 bakaleiðinni var millilent i
Osló og þar fóru þeir tveir félag-
arnir af og réðu sig á norskt skip.
Siðan hefur hann aðallega verið á
norskum og sænskum skipum.
Árið 1969 lenti Gylfi i ævintýri,
sem fáir óska eftir að verða fyrir
og fæstir sem i lenda eru til
frásagnar um. Þá var hann skip-
verji á sænska farþegaskipinu
Kungsholm.
„Við vorum á leiðinni frá
Acapulco i Mexikó og það var
smágleðskapur aftur á, hjá
áhöfninni. Kunningi minn, sem
var sænskur, sat á lunningunni og
allt i einu missti hann jafnvægið
af einhverri ástæðu. Ég greip i
hann og endirinn varð sá að við
fórum báðir i sjóinn. Við vorum
einir eftir aftur á þegar þetta
gerðist og enginn vissi neitt fyrr
en ræsa átti mig á vaktina um
klukkutima siðar.”
Þeir félagarnir svömluðu i
sjónum i nitján klukkustundir, og
voru byrjaðir að kasta upp þegar
þeim var bjargað, en það eru
fyrstu merki þess að menn eru
hættir að geta haldið höl'ði. Það
var sardinuveiðari sem bjargaði
þeim.
„Þetta var eiginlega einhvers
konar eintrjáningur með utan-
borðsmótor. Og það var merkileg
tilviljun að hann sigldi á milli
okkar. Við auðvitað hrópuðum og
kölluðum af öllum kröftum, en
mennirnir tveir sem um borð
voru urðu skelfingu lostnir. Hafa
sennilega haldið að þetta væru
einhverjar illar vættir eða þaðan
af verra. En svo snéru þeir við og
tóku okkur upp i. Það var nú
aldeilis gleði, að komast upp i
þennan bát þeirra.”
Þeir skipsfélagarnir átu upp til
agna allt matarkyns um borð, en
þaö var hálf melóna og einn
banani, auk þess sem þeir gleyptu
i sig isbirgðir bátsins, 5-6 kiló.
Fiskimennirnir fóru með þá upp
að ströndinni, og þar svömluðu
þeir i land og gengu að næsta
húsi, sem var bóndabær.
„Við fengum að liggja i
einhverju útihúsi um nóttina. Það
var opið, og moskitóinn ætlaði
okkur lifandi að drepa. Um morg-
uninn kom fólkið okkur svo i
áætlunarbil til Acapulco. Þegar
við komum þangað var okkur
visað til hafnaryfirvaldanna og
þá höfðu þau auðvitað frétt af þvi
að tveggja manna væri saknað af
Kungsholm. Við vorum drifnir á
sjúkrahús og þar lágum við i
þrjár vikur.”
Þvi má svo bæta við hér, að
eftir á kom i ljós að skipstjórinn á
Kungsholm hafði ekki snúið skipi
sinu við, eftir að uppvist varð um
hvarf mannanna, til að leita
þeirra, þótt stranglega sé kveðið
á um það i lögum, aðskipi sé skylt
að snúa við og eyða 24 timum i að
leita.
Eins og fyrr segir stundar Gylfi
nú nám i stýrimannaskóla i
Kaupmannahöfn og fær til þess
óafturkræfan styrk frá danska
rikinu. Ljósmyndunin er hans
tómstundastarf, en hann hefur
ekki áhuga á að gera hana að
aðalstarfi.
„Ég tek bara myndir sem mig
langar til að taka. En ef ég ætti að
fara að vinna við þetta átta tima á
dag, þá myndi ljósmyndunin
missa sinn sjarma, yrði bara
rútina.
En ég lit bara á þetta sem
tómstundagaman, og það er ekki
minnsti vafi á að það er þroskandi
sem slikt. En það er mjög fjár-
frekt. Að visu eru fleiri hobbi
fjárfrek, en ég vil frekar borga
sömu upphæð fyrir að fá að dorga
i einhverri laxveiðiá, — að ég tali
nú ekki um að kaupa frimerki
fyrir þær!!
hm
Þessi mynd er tekin I bakgaröi á Vesturbrú og það er verið aö rlfa eitt
af þessum húsum. öll þessi hús eru I skipuiaginu sem „sanerings-
hus”, þ.e. það á að brjóta þau niður og byggja nýtt. tbúum húsanna er
lofað gulli og grænum skógum, og húsnæði í nýja húsinu, en reyndin
verður oftast sú, að I stað húsa eru gerð þarna bilastæöi og þá hafa Ibú-
arnir ekki I neitt að venda. Þetta hús brann, svo þeir fengu góða afsök-
un fyrir að brjóta það niður. Ég man eftir þvi að i undirganginum til
hægri stóð alltaf gamail maður, sem hafði fæðst 1 húsinu og lifað þar
allt sitt lif. Þegar húsið var rifið var honum útvegað húsnæði fyrir utan
borgina. Þar þurfti hann að borga 1500 kr. á mánuði, en hafði borgað
120 krónur I þessu húsi. Hann var kominn á eftirlaun svo hann gat ekki
búið þar, og fékk að búa tima og tíma hjá skyidfóiki sínu.
Danir eru frægir fyrir sitt bakkelsi eins og það er kallað, en það er
merkiiegt að alltaf virðist elsta kynslóðin vera stærsti kúnninn. Ég hef
stundum séð gamalt fólk standa langtimum saman fyrir utan bakari og
virða fyrir sér góðgætið. Það er kannski vegna þess að þegar maöur er
orðinn svona gamall þá er þetta höfuðánægja manns.
Á Strikinu.
Fyrir utan Hovedbanegarden.
Ég veit ekki hvað þessi stétt manna kallast á islensku,
en hann er það sem kallað er bakgarðshljóöfæraleik-
ari. Spilar undir gluggum og svo koma peningarnir
svifandi. Þetta var f jölmenn stétt manna hér áður fyrr,
en timarnir hafa breyst hjá þeim eins og öðrum. Þessi
virðist þó lifa sæmiiega, hann er að minnsta kosti vel
haldinn, og er að tclja skildingana sina.
í dýragarðinum. Þetta cru ekki hjón, ef einhverjir skyldu halda það. Þegar ég sá þau fyrst sátu þau sitt
hvorum megin á bekknum, til endanna, en voru að smáfæra sig nær hvort öðru. Ég var ekki nógu lengi
viðstaddur til að sjá hvort einhver rómantik yrði úr þessu.
Þessi mynd þarfnast ekki skýr-
ingar nema kannski þeirrar að
þetta eru tveir karlmenn. Enda
má sjá það á svip þeirra sem á
horfa. Svona vekur alltaf vissa
gremju, þótt allt sé orðið svo ó-
skaplega frjálst.