Þjóðviljinn - 09.03.1975, Side 23

Þjóðviljinn - 09.03.1975, Side 23
Sunnudagur 9. mars 1975 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 23 REFURINN OG KRÁKAN Kráka situr uppi i tré. Hún er með stórt kjöt- stykki í nefinu. Undir trénu er refur. Hann langar ákaflega i kjöt- stykkið. Skyldi rebba gamla takast að klófesta það? Refurinn: Góðan daginn, frú mín. Sendið Kompunni Ijóð, sögur, Ijósmyndir, teikningar og vísur eftir ykkur sjálf Krákan: Mnnnn. Refurinn: En hvað þú ert falleg í dag! Krákan: Mnnnnnn. Refurinn: Fjaðrirnar eru svo gljáandi og svartar. Augu þin eru svo skær. Krákan: Mnnnnnnnnnnnn. Refurinn: Og röddin... Röddin þin er þó fegurst. Krákan: Mnnnnnnnn? Refurinn: Já, ég segi það satt, söngur þinn er heillandi. Krákan: Hmn.... Refurinn: Eg bið þig að syngja eitt lag. Ó, ég nýt þess að hlusta á þig syngja! Krákan: Hmph! Refurinn: Ég sárbið þig, viltu ekki syngja eitt af yndislegu lögunum þinum fyrir mig? Krákan: Krá-krá krá- krá! ó!o! Þegar krákan byrjar að syngja missir hún kjötið úr goggnum. Refurinn brögðótti gr ipur það á lofti.) Krákan: Skilaðu aftur kjötbitanum mínum! Refurinn: Nei, það geri ég aldeilis ekki. Eg sagðist njóta þess að heyra þig syngja. Þú söngst, og ég nýt þess að éta kjötbitann. Næst þegar þú ætlar að syngja, kelli mín, skaltu klára bitann fyrst. Þessi samtalsþáttur er þýddur úr ensku. Hann er vel til þess fallinn að æfa samlestur. Þið getið lika búið til hliðstætt efni. Hvernig væri að semja samtal krumma og seppa? Eða stuttan þátt um kisu og mús? Sendið Kompunni stutta leik- þætti eftir ykkur sjálf. KROS56ÁTA % m w |@| w 8 § ÉÉÉÍf ■ jjjP S j[| ^víNst/'fs^A'irsoa 4sj*njaq 'v/doa *.n^3 Nioto r/j£> FKkí W sé KomínnTif t }fl £ # fKKt Komínm «0 FLyTJfi FR\P .t>uR SVERÞ felagi 'ESÚS Ævintýri Tryggs Það voru einu sinni hamingjusöm hjón sem eignuðust son og skirðu hann Máf. Urðu þau nú glaðari og hamingjusamari en áður. Ox drengurinn upp og varð duglegur maður. Dag nokkurn fékk hann hund frá nágranna sínum sem vildi hundinn ekki lengur. Hundurinn varð tryggur nýja húsbónd- anum sinum, og kallaði Máfur hann því Trygg. Einu sinni sem oftar fór Máfur á veiðar og Tryggur með honum. Komu þeir að litilli tjörn og var ís á henni, því það var vetur. Máfi fannst ísinn þykkur og ætlaði út á hann. Tryggur gelti og urraði, þegar Máfur ætlaði út á isinn Sló Máf- ur Trygg og sagði honum að þegja. Fór svo út á ís- inn. ísinn brotnaði þegar Máfur var kominn hálfa leið. Kom þá Tryggur og beit i jakkann og dró hann hægt og hægt upp á bakk- ann. Hann komst loks uppgefinn og skjálfandi af kulda upp úr. Máfur klappaði honum og kjassaði hann og sló hann aldrei framar. Kann ég ekki þessa sögu lengri. Munið eitt að vera ávallt góð við dýT. Þá verða þau ekki tor- tryggin. Sigriður Einarsdóttir, 11 ára og Sigriður Gisladóttir, 11 ára, Heiðmörk 2 og 2a, Selfossi. Kompan þakkar þeim vinkonunum fyrir þetta ágæta bréf og vill gjarnan fá fleira frá beim. GATUR 1. Hvað er það, sem minnkar þegar i það er látið, en stækkar þegar úr þvi er tekið? 2. Hvað er fullt hús matar, en finnast engar dyr á þvi? 3. Hver stækkar þegar höfuðið er tekið af? 4. Hver gengur á höfði um allt ísland? 5. Hvað gerir haninn þegar hann stendur á öðrum fæti? Þiíl skulufi spreyta ykkur á þvi afl ráöa þessar gátur, en svörin konia i næsta lilaöi. Þaö væri gainan að fá gátur frá ykkur. Þið getiö áreið- anlega búiö til likar þessum.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.