Þjóðviljinn - 09.03.1975, Síða 24

Þjóðviljinn - 09.03.1975, Síða 24
MÐVIUINN Sunnudagur 9. mars 1975 Hafnargerð í Þorlákshöfn Garðurinn sem nú er verðui lengdur og breikkaður. 350.00C rúmmetrum af grjóti verðui sökkt i sjóinn til að mynda und- irstöðu og ofan á undirstöðuna og utan á hana kemur svo hin fræga nýjung, „dolosar” steyptir, té-laga steinar sem krækjast hver i annan, mynda eins konar net utan um sjógarð- inn, drepa niður hafölduna, t „Dolosa-skógi”, Þorsteinn Sigvaldason i Þorlákshöfn inælir sig við hina nýstárlegu uppfyllingarsteina. „Dolosa”-skógurinn nýi Ólafur Gisiason verkfræðingur að útskýra hafnargerðina i Þorláks- höfn. Fyrsta áfanga, suðurgarðinum, verður lokið fyrir árslok 1975. öðrum áfanga, Austurgarði, á að vera lokið fyrir árslok 1976. ólafur sagði, að þrátt fyrir slæma tið, væri hafnargerðin nú komin aðeins framúr áætlun. Sjógarðurinn við Þorlákshöfn ber mikinn þunga. Hafaldan skellur á honum, gengur yfir hann, og garðurinn er kannski eini farartálmi stórsjóanna alla leið sunnan frá Suðurskauts- landi. Það er amk. auður sjór alla leið þangað suður eftir, og þvi gætti svolitils stolts i rödd ólafs Gislasonar, yfirverkfræðings Istaks h.f. þegar hann útskýrði gerð stóra hafnargarðsins, sem nú er verið að reisa i Þorlákshöfn. steypustöð til að gera „dolos- ana”. Þeir eru steyptir i stórum stálmótum, hver steinn er rúm- lega niu tonn á þyngd. „Það er talið eðlilegt að steinninn sé rétt niu tonn. Við hér notum hins vegar afbragðsgóðan sand sem við tökum i fjörunni hjá Grinda- vik, og sá sandur er svo eðlis- þungur, að hver „dolos” verður 9.3tonn”,sagði Ólafur Gislason. „Verkútboðið mælir svo fyrir, að við steypum 2800 „dolosa”. Við röðum 43 „dolosum” á hverja 100 fermetra”. Og þeir sem til Þorlákshafnar fara núna geta sem best skoðað „dolosa” að vild, þvi að istak hefur nú steypt nær 400 steina og þeir eru geymdir sunnan við byggðina, þar er kominn sér- gleypa hana þar eð holrúm er mikið á milli steinanna. „Það voru menn i Noregi sem fundu þessa aðferð upp. Þeir fengu sér hins vegar einkaleyfi á þessu og þess vegna dróst það lengi að menn gætu hagnýtt sér þessa uppfinningu. Siðan komu aðrir menn jafnsnjallir, þeir breyttu málunum á einkaleyfis- steinunum aðeins, komust. þannig framhjá „patentinu” og notuðu „dolosana”. Siðan þetta var hafa svona 'steinar verið notaðir i hafnar- garða á Kanarieyjum og i Dan- mörku — og svo hér”. 2800 „dolosar” istak kom sér upp sérstakri Þeir grafa sig niu metra niður i jörðina eftir grjóti til undirlags Stærsta mokstursskófla á Norðurlöndum, sagði Ólafur Gislason verkfræðingur: Lyftir 13 tonnum. Hvert dekk undir þennan „kött” kostar riflega miljón og vélin öll yfir 30 miljónir. Nú mokar hún möl og grjóti austur I Þorlákshöfn. kennilegur „skógur”, sem heimamenn kalla svo. Þegar að þvi kemur að raða „dolosunum” um hafnargarð- inn, þá verður hverjum einstök- um steini komið vandlega fyrir, steinunum krækt saman i ysta lagi, en fyrir innan það lag, fá þeir að raða sér sjálfir, þeim verður aðeins fleygt þar nokkuð af handahófi. Verkinu lokið fyrir áramót Verkútboð það sem ístak starfar eftir, hljóðaði á sinum tima upp á 709 miljónir króna. Siðan gengið var frá þvi útboði, hefur verðlag breyst, og kæmi engum aðstandanda hafnar- gerðarinnar á óvart, þótt kostn- aðurinn færi yfir einn miljarð. Við getum nefnt eitt dæmi um verðlagsþróunina: í mai 1974, þegar steypa steinanna var boð- in út, kostaði tónnið af sementi 7.500 krónur. Nú kostar se- mentstonnið 17.500. Þær tiuþús- und krónur sem þarna munar um, greiðir rikissjóður. Niu metra djúp gryfja Suður af Þorlákshöfn hafa þeir ístaks-menn grafið sig eina niu metra niður i jörðina. Dag- lega kveða við sprengingar og stór vélskófla rótar björgum upp á palla þrjátiutonna trukk- anna sem aka fyllingarefninu fram I sjó. Gryfjan sem þeir hafa grafið og sprengt i vetur stækkar með hverjum deginum og áður en verkinu lýkur, búast þorláks- hafnarbúar við að fá ágætan knattspyrnuvöll af alþjóðlegri keppnisstærð með stæðum fyrir þúsundir áhorfenda, þar sem grjótið er tekið. —GG

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.