Þjóðviljinn - 11.03.1975, Síða 2

Þjóðviljinn - 11.03.1975, Síða 2
2 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN ÞriBjudagur 11. raari. 1975. Vilja strák- inn (ekki) Bæjarpóstur, Þjóöviljanum. Svar viö pistli dags. 25/2. Aö vilja eða vilja ekki, það er ntí það ólöf. Þetta getur alltaf hent, en þér að segja kemur þetta svolitið við mig, se'm er aust- firðingur og þó, hrepparígur landshorna eða landshluta það er svo annað mál. Það er auðvitað hægt að núa okkur ýmsu um ' nasir, svo sem eins og með Utsæðið á Eskifirði sem frægt er o.fl. o.fl. en það er bara aldrei sögð öll sagan. En Ut af honum Hilmari skal ég segja þér þetta til gamans. Austfirðingar eiga ágætan nautgripastofn þar eru lika fegurstu hreindýr landsins (hef reyndar ekki frétt af öðrum annarsstaðar upp á síðkastið), en þaö geta alltaf komið fyrir slys. Þaö hefur hent oftar en einu sinni að þessar tegundir hafi eignast afkvæmi saman, en það hefur aldrei lánast vel. Það veröur aldrei góöur nautgripur, eða fagurt hreindýr. Islensk tunga á til sérstakt heiti yfir þessi afkvæmi (sem mér dettur svo oft i hug þegar minnst er á hann Hilmar okkar). Auðvitað gætu austfirðingar komið I veg fyrir þetta með þvi að fara aðá samaháttog suðurnesja- menn gerðu við þann hreindýra- stofn sem var á Reykjanesi á slnum tima, aö hreinlega éta upp stofninn eða ótrýma honum, eins oghenthefur með aðra stofna. Þá er ekki hætta á slysum, en ég held að austfirðingar taki nú samt áhættuna og leyfi báðum stofn- unum aö lifa, þó svo að þessi áhætta fylgi. En varðandi hann Hilmar. Við sverjum ekki fyrir hann, enda ekki séö að austfirðingar hafi versnað, þó aö hann hafi farið til Keflavíkur. Austfiröingur Keflavik Félag íslenskra rafvirkja Félagsfundur verður haldinn fimmtudaginn 13. mars 1975 kl. 20.30 í félagsheimili rafvirkja og múrara að Freyjugötu 27. Fundarefni: 1. Kjaramálin 2. Heimild til verkfallsboðunar Stjórn Félags islenskra rafvirkja. Stofnfundur 3. deildar A.B.R., Langholts- og Laugarneshverfi FUNDARSTAÐUR: Kaffiterían í Glæsibæ. FUNDARTÍMI: i kvöld, þriðjudaginn 11. mars kl. 20.30. DAGSKRÁ: 1. Kynning nýrrar reglugerðar fyrir félagsdeildir A.B.R. Þröstur Ólafsson 2. Inntaka nýrra félaga. 3. Kosning sfjórnar 4. Lúðvík Jósepsson reifar ef nahagsmálin Félagar, f jölmennið og takið með ykkur nýja félaga Tilboð óskast i nokkrar fólksbifreiðar og Jeep Wagoneer bifreið með fjögurra hjóla drifi er verða sýndar á Grensásvegi 9 i dag, þriðjudag- inn 11. mars kl. 12 til 3. Tilboðin verða opnuð á skrifstofu vorri kl. 5. Sala varnarliðseigna. Þröstur Þrjár sveitir jafnar í skákkeppni stofnana Skákkeppni stofnana lauk á miðvikudaginn þegar tvær slð- ustu umferðir I B-flokki voru tefldar. Flensborgarskólinn sigraði I B-flokki meö 19,5 v. A fyrsta borði I sveitinni var As- geir Asbjörnsson. Barnaskólar Reykjavlkur b-sveit og Austur- fell uröu næst meö 19 v. 1 fjórða sæti varð verkfræðiskrifstofa Siguröar Thoroddsen með 18 v. Póstur og simi A-sveit hlaut 17 UMSJÓN JÖN G. BRIEM 1 A-flokki urðu 3 sveitir jafn- ar. Útvegsbankinn, Orkustofn- un og rafmagnsveitur ríkisins og Menntaskólinn við Hamra- hlíö hlutu 18,5 v. hver sveit. Fyrir slðustu umferðina haföi Orkustofnun 1 vinningi meira en hinar tvær sveitirnar. Orku- stofnun gerði siðan jafntefli við Kennaraháskólann á meðan Út- vegsbankinn vann Barnaskóla Reykjavlkur a-sveit með 3 v. gegn 1 og MH vann Stjórnarráö- ið a-sveit með 3 v gegn 1. I sveit MH voru Ingvar Ásmundsson, Stefán Briem, Bragi Halldórs- son og Bjarni ólafsson. I sveit Útvegsbanka voru Björn Þor- steinsson, Gunnar Gunnarsson, Jóhannes Jónsson og Bragí Björnsson. 1 sveit Orkustofnun- ar voru m.a. ólafur Magnússon, Guðmundur Pálmason og Bragi Þorbergsson. Sveit Búnaðar- bankans var I 4. sæti með 18 v. Síöan varð röðin þessi: 5. Kennaraháskólinn 17 v. 6. Borgarverkfræðingur A 16,5 v. 7. Landsbankinn A 16 v. 8. Félag Náttúrufræðinema 15,5 9. Orator A 15,5 v. 10. Orator B 15,5 v. 11. Barnaskólar Reykjavlkur A 15 v. 12. Stjórnarráðið A 14,5 v. 13. Breiðholt hf. 14,5 v. 14. Skattstofan 14,5 v. 15. Menntaskólinn v. Tjörnina 14 v. Þátttökusveitir voru 25. Tilkynnt hefur verið að sveit- imar þrjár sem urðu jafnar I 1. sæti muni tefla til úrslita en ekki er þó vist að af því verði og munu þá stig ráða hvaða sveit telst sigurvegari keppninnar. Þegar þessi þáttur er ritaður á Friðrik Ólafsson eftir aö tefla eina skák á skákmótinu I Tallinn. Andstæðingur hans verður sovéski stórmeistarinn Gipslis, og hér á eftir fer ein skák sem hann tefldi I fyrra og sýnir að þar er enginn aukvisi á ferö. Hvitt: Gipslis Svart: Kengis Sikileyjarvörn. 1. e4 c5 2.Rf3 d6 3.d4 cxd 4. Rxd R f 6 5. Rc3 a6 6. Be2 e5 7. Rb3 Be6 8. f4 Dc7 9. g4 b5 10. a3 h6 11. g5 hxg 12. fxg Rfd7 13. h4 Rb6 14. Dd3 R8d7 15. Bd2 Rc4 16. 0-0-0 Rdb6 17. g6 0-0-0 18. Rd5 Bxd5 19. exd5 Rxd2 20. Dxd2 15 21. Hh3 Ra4 22. Kbl Be7 23. h5 Bf6 24. c4 Rc5 25. cxb5 axb 26. Bxb5 Db6 27. Rxc5 dxc 28. Hb3 Kc7 29. Bc4 Dd6 30. Da5 Kd7 31. Da7 gefiö Jón G. Briem. Það er ríkisstjórn auðstéttarinnar sem hefur völdin Aöalfundur Sveinafélags hús- gagnasmiöa var haldinn nýlega i Reykjavik. Fundurinn geröi þá á- lyktun sem birtist hér á eftir. í stjórn félagsins voru kosnir: Kristbjörn Árnason, formaöur, Tryggvi Þór Aöalsteinsson, vara- formaöur, Ingvar Tómasson, rit- ari, Bolli A. ólafsson, gjaldkeri, Björn Karlsson, varagjaldkeri og til vara í stjórn þeir Haukur Páls- son og Gunnar Geirmundsson. Ályktun Sveinafélagsins fer hér á eftir: „Fundurinn styður þær megin kröfur, er Alþýðusamband Is- lands hefur mótað og lagt fyrir atvinnurekendur, og heitir 9 manna viðræðunefnd ASl fullum stuðningi. 1 komandi samningum verður að leggja rika áherslu á, að laun þeirra lægst launuðu hækki sér- staklega. Varðandi laun hús- gagnasmiða vill fundurinn benda á, að samkvæmt útreikningum kjararannsóknarnefndar eru laun þeirra með lægstu launum iðn- aðarmanna. Þvi er sýnt, að þau þurfa að hækka til samræmis við laun annarra iðnsveina I þeim samningum, sem i hönd fara. Þá vill fundurinn mótmæla harölega tilburðum þingmanna- liðs atvinnurekenda i þá átt aö reyna að grafa undan réttindum iðnaðarmanna i þeim tilgangi einum að hagnýta sér enn frekar en komið er láglaunafólk til fram- leiöslustarfa. Fundurinn minnir á, að á þessum ógnartimum, þeg- ar dýrtið er jafngegndarlaus, verðbólgan svo ógurleg og at- vinnuleysi vaxandi, samtimis þvi sem kjör launafólks hrið- versna, verður verkalýöshreyf- ingin að standa saman sem órofa heild og láta ekki ganga á rétt sinn meir en orðið er. öllu launafólki ætti að vera orð- ið ljóst, að það er ekki ríkisstjórn verkafólks, sem situr að völdum I landinu, heldur rikisstjórn auð- stéttarinnar. Með öðrum orðum, „frjálst framtak” kaupmanna- stéttarinnar ber alla ábyrgð á þvi, að gjaldeyri þjóðarinnar hef- ur verið eytt að miklum hluta I ó- nauðsynjar erlendis frá, á meðan islenskt verkafólk gengur at- vinnulaust. í þessu sambandi mótmælir fundurinn harðlega þeim gegndarlausa innflutningi á húsgögnum og innréttingum, sem átt hefur sér stað, og furðar sig á þvi undarlega ráðslagi að eyða gjaldeyri i vörur, sem atvinnu- lausir iðnaðarmenn gætu fram- leitt og sparað þannig stórlega gjaldeyri landsmanna”. A fundinum fór fram stjórnar- kjör, og er stjórnin nú þannig skipuð: Formaður Kristbjörn Arnason, varaformaður Tryggvi Þór Aðalsteinsson, ritari Ingvi Tómasson, gjaldkeri Bolli A. Ólafsson, varagjaldkeri Björn Karlsson og til vara þeir Haukur Pálsson og Gunnar Geirmunds- son. w Félag járniðnaðarmanna V7 FÉLAGS- FUNDUR verður haldinn fimmtudaginn 13. mars 1975 kl. 8.30 e.h. í samkomusal Landssmiðjunnar v/ Sölvhólsg. Dagskrá: 1. Félagsmál 2. Samningamálin 3. Önnur mál Mætið vel og stundvíslega Stjórn Félags járniðnaðarmanna

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.