Þjóðviljinn - 11.03.1975, Page 4
4 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Þriöjudagur 11. marz. 1975.
DJÓÐVIUINN
MÁLGAGN SÓSÍALISMA
VERKALÝÐSHREYFINGAR
OG ÞJÖÐFRELSIS ,
Ltgefandi: Útgdfufélag Þjóöviljans Umsjón meö sunnudagsblaöi:
Framkvæmdastjóri: Eiöur Bergmann Vilborg Haröardóttir
Ritstjórar: Kjartan Ólafsson, Ritstjórn, afgreiösia, auglýsingar:
Svavar Gestsson Skólavöröust. 19. Sfmi 17500 (5 llnur)
Fréttastjóri: Einar Karl Haraldsson Prentun: Blaðaprent h.f.
ENN VAR OLAFUR REYGÐUR
Undanfarnar vikur hafa verið i gildi
hérlendis ströng gjaldeyrishöft, þótt
þeirra hafi litt verið getið i fjölmiðlum.
Sérstök nefnd, skipuð fulltrúum banka og
viðskiptaráðuneytis, hefur fjallað um all-
ar umsóknir nema þær smávægilegustu,
og nefndin skar afgreiðslur sinar mjög við
nögl, svo að óafgreiddar umsóknir hrönn-
uðust upp. Nam heildarupphæð þeirra um
skeið yfir tveim miljörðum króna. Ástæð-
an fyrir þessum gjaldeyrishöftum var að
sjálfsögðu sú að gjaldeyrissjóður þjóðar-
innar, sem var stærri en nokkru sinni fyrr
i ársbyrjun 1974, var gersamlega þrotinn i
árslok, og við höfum siðan fleytt okkur
á neyslulánum frá Alþjóðagjaldeyris-
sjóðnum, Sovétrikjunum og fleiri erlend-
um aðilum. Fannst mörgum að vonum
óeðlilegt að heildsölum væri leyft að flytja
inn margskonar þarflausan varning á
meðan við værum bónbjargamenn i gjald-
eyrisviðskiptum okkar við umheiminn.
Það var ólafur Jóhannesson viðskipta-
ráðherra sem mælti fyrir um gjaldeyris-
höftin á sinum tima, og það hefur ekki far-
ið dult að fyrir honum vakti að setja á-
kveðnar reglur sem takmörkuðu eða
bönnuðu innflutning á tilteknum vörum,
sem þjóðin gæti auðveldlega án verið, þar
til gjaldeyrisstaðan væri aftur orðin við-
unanleg. Hér var um að ræða hliðstæðar
reglur og einstaklingur setur sér, ef fjár-
hagsgeta hans hrekkur ekki til, að fresta
útgjöldum sem ekki eru talin brýn, þar til
úr rætist á nýjan leik. En þessi afstaða
Ólafs Jóhannessonar, sem átti rætur sinar
i heilbrigðri skynsemi, rakst á kreddur
embættismanna og hagsmuni heildsala-
stéttarinnar. íslenskir embættismenn
taka mjög alvarlega reglur EFTA og
Efnahagsbandalags Evrópu um svokall-
aða ,,frjálsa” verslun, enda þótt önnur
Evrópuriki hafi margsinnis á undanförn-
um árum talið sér heimilt að brjóta þær
reglur ef heilbrigð skynsemi mælti með
þvi. í annan stað vildu heildsalarnir ekki
una þvi að fá ekki að sólunda gjaldeyri að
eigin geðþótta, jafnvel þótt um væri að
ræða beiningarúblur og betlidali. Sjálf-
stæðisflokkurinn tók sér auðvitað fyrir
hendur að túlka kreddukenningarnar og
hagsmuni heildsalanna og um þessi gagn-
stæðu sjónarmið hafa staðið mjög harðar
deilur milli stjórnarflokkanna vikum
saman.
Þessum deilum lauk nú fyrir helgina á
sama hátt og öllum öðrum ágreiningsefn-
um sem upp hafa komið milli stjórnar-
flokkanna siðan helmingaskiptastjórnin
var mynduð: ólafur Jóhannesson beygði
sig. í fréttatilkynningu sem birt var á
föstudag segir svo: „Stefnt er að þvi að
gjaldeyrisbankarnir afgreiði á næstunni
gjaldeyri til kaupa á frilistavörum með
eðlilegum hætti eins og áður var. Þó munu
bankarnir enn um sinn hafa sérstakt eftir-
lit með gjaldeyrissölu vegna sérstakra
vörukaupa, svo sem bifreiða, vinnuvéla,
húsgagna, innréttinga, kex og annarra
brauðvara. Þessar vörur verða þó áfram
á frilista og er þess vænst að hægt verði að
selja gjaldeyri fyrir innflutningi þeirra án
nokkurra verulegra tafa.”
Ástæðan fyrir þvi að stefna Ólafs Jó-
hannessonar hefur þannig verið brotin á
bak aftur er ekki sú að gjaldeyrisstaða
þjóðarbúsins hafi batnað. Það á aðeins að
tryggja hið svokallaða frelsi með enn
frekari neyslulántökum erlendis: við-
skiptaráðherra Islands hefur verið knúinn
til þess að taka á sig ábyrgð af enn frekari
skuldasöfnun. Til þess að sú stefna leiði
ekki til þjóðargjaldþrots á skömmum
tima á hins vegar að herða enn meira á
öðrum hömlum, þeirri skömmtun sem
skorturinn framkvæmir hjá fólki sem
hvorki vill framfleyta sér á neyslulánum
né getur það. Þegar landbúnaðarvörurnar
voru hækkaðar rétt einu sinni i gær var
verið að draga úr eftirspurnargetu al-
þýðuheimilanna. Almenningur á að spara
við sig nauðsynjar enn frekar en orðið er,
svo að forréttindamenn geti haldið fullu
frelsi til þess að kaupa hverjar þær gjald-
eyrisvörur sem hugurinn girnist.
—m.
Eðvarð um söluskatt:
Gæti orðið þáttur í
samningamálunum
Eövarö Sigurösson.
Frumvarp þeirra Magnúsar
Kjartanssonar og Eövarös Sig-
urössonar um afnám söluskatts á
matvæium kom til fyrstu umræöu
i neöri deild i gær. t framsögu
Magnúsar kom fram aö hlutfall ó-
beinna skatta af rikistekjum er
hærra hér en vföast annars staö-
ar, eöa samkvæmt fjárlögum
fyrir 1975 38,8 miljaröar króna ó-
beinir skattar, 8,8 mrð. beinir
skattar. Af óbeinu sköttunum er
söluskattur, 17,9 mrö. en tolltekj-
ur 12,8. Söluskattur af matvæium
sem lagt væri til aö félli niöur
næmi trúlega um 2 miijöröum.
Stefnt væri að lækkun tolla sam-
kvæmt EFTA-samkomulagi og
EBE-samningi, en söluskattur aö
inniföldum núverandi tolltekjum
þyrfti aö nema 29%, — þaö er um
50% hærra en virðisaukaskattur-
inn er á Noröurlöndum. Taldi
Magnús aö þarna væri lagt út á
hættulega braut og ástæöu tii aö
stinga viö fótum.
Frumvarpið gerir ráð fyrir að
núverandi 20% söluskattur ásamt
viðlagagjaldi félli niður á mat-
vælum en við það lækkuðu þau i
verði um 17%. Samsvaraði það að
likindum til nær 5% lækkunar á
útgjöldum visitölufjölskyldunnar,
og væri þarna um umtalsverða
kjarabót að ræða.
Ræðu Magnúsar verður gerð
nánari skil hér i blaðinu siðar.
Eövarö Sigurösson tók til
máls og ræddi kaupgjaldsmálin i
ljósi frumvarpsins. Undanfarna
mánuði hefur dunið yfir einhver
mesta hækkun framfærslukostn-
aðar sem þekkst hefur, en sam-
timis hefur kaup veriö bundið og
samningar verkalýðsfélaganna
frá þvi i fyrra þvi að engu gerðir.
Þegar svona er ástatt er aug-
ljóst að stefnir að verulegu upp-
gjöri i kjaramálunum. Talað er
um erfiðleika i efnahagslifinu og
ekki sparað að leggja á það á-
herslu að almenn laun sé ekki
hægt að hækka. En þá er augljóst
að annarra leiða þarf að greyna
að leita.
i viðræðum og kröfugerö af
hálfu verkalýðshreyfingarinnar
að undanförnu hefur það verið
skýrt tekið fram að allar félags-
legar umbætur af hálfu rikis-
stjórnarinnar yrðu metnar sem
kauphækkanir. Virðist þá ein-
hvers konar niðurfærsla helsta
leiðin.
I okkar verðbólguþróun tel ég
þingsjá
mjög rangt aö lagður skuli sölu-
skattur á matvæli. Nokkur mat-
væli hafa að visu verið undanþeg-
in frá upphafi eða tekin undan
söluskatti síðan og er hér lagt til
að haldið sé áfram á þeirri braut.
Þegar almennt verðlag stigur á
fyrstu sex mánuðum eftir ágúst
byrjun um 25% en matvælin ein
yfir 42%, þá blasir við að hér
verður að hamla á móti. Virðist
augljóst að einhver sjálfsagðasta
ráðstöfunin sé að halda verði á
matvælum niðri.
1 samningaviöræðum við at-
vinnurek. og stjórnvöld hefur
borið á góma ráðstafanir til að
auðvelda kjarasamninga þannig
að kauphækkun yrði ekki eins
mikil og vera þarf ef ekki nýtur
fyrirgreiðslu af hálfu rikisins, og
hefur þá bæði verið rætt um beina
skatta og óbeina eins og sölu-
skatt. Kvaðst Eðvarö ekki gera
upp á milli þeirra leiða að svo
miklu leyti sem þær kæmu i
sama stað niður, en óneitanlega
virtist einfalt að lækka söluskatt-
inn.
En meginmálið væri að alþingi
gerði það upp við sig hvort leggja
bæri söluskatt á matvæli, þvi fyrr
sem hann væri afnuminn þvi
betra. Enda sæju allir hvert
stefndi með verð á matvælum ef
vinna þyrfti upp tolllækkanir með
auknum söluskatti að núverandi
fyrirkomulagi óbreyttu.
Járnblendimálið utan dagskrár
Af hverju mega líffræð-
ingar ekki skoða málið?
Stefán Jónsson kvaddi sér
hljóös utan dagskrár i efri deild i
gær og bar fram kvörtun yfir
þeim mikla flýti sem formaður
iönaöarnefndar viöheföi I störfum
hennar varöandi stjórnarfrum-
varp um járnblendiverksmiöju
sem hún hefur nú til meöferöar,
en Stefán á sæti i þeirri nefnd.
Ragnar Arnalds tók undir mál
Stefáns og sagöi aö ábyrgöin væri
þingsins aö ekki væri hrapað aö
einu viöamesta máli sem þingiö
fengi til meöferöar I vetur.
Stefán taldi sig ekki hafa fengið
öll þau gögn sem hann þyrfti en
önnur heföu komið seint og illa úr
garöi gerð. Ætlast væri til að iðn-
aöarnefnd skilaði áliti á þriðju-
dag, en fyrst nú i morgun, þ.e.
mánudagsmorgun, hefði verið
lagt fram álit Þjóöhagsstofnunar,
sem forstööumaður hennar vildi
hafa allan fyrirvara á þar sem
timi hefði veriö alltof naumur. Að
sjálfsögðu þarf iðnaðarnefnd aö
gefast tóm til að athuga skýrslu
Þjóðhagsstofnunar, bæði eins og
hún er nú og eins og hún verður
eftir endurskoðun.
Þá kvaöst Stefán hafa borið
fram nokkrar spurningar um at-
riði er ekki komu fram i skýrslu
Þjóðhagsstofnunar, t.d. um áhrif
fyrirhugaðrar verksmiðju á at-
vinnuvegi landsmanna og á bú-
setuform I landinu, hvort tekið
væri i söluáætlunum tillit til oliu-
skorts, en járnblendi er selt til
Framhald á bls. 12.