Þjóðviljinn - 11.03.1975, Page 8

Þjóðviljinn - 11.03.1975, Page 8
8 StÐA — ÞJÓDVILJINN Þriðjudagur 11. marz. 1975. Passíu- sálmarnir á ungversku í þýöingu Lajos Ordass Af tilefni þrjú hundruð ára ártíðar séra Hall- gríms Péturssonar hefur söfnuður Hallgríms- kirkju í Reykjavík gefið út Passíusálmana í þýð- ingum á tveimur tungu- málum, þýsku og ung- versku. Þriggja alda dán- arafmæli Hallgríms Pét- urssonar var sem kunn- ugt er 27. október s.l. ár og tókst að koma þýsku útgáf unni út á þeim tima, en vegna tafa við bók- band hefur útgáfa ung- versku þýðingarinnar dregist þangað til nú. Fyrri heildarþýöingar á Passiusálmunum eru þýðing á ensku eftir Arthur Cook, sem Hallgrimssöfnuður gaf út 1966, og á dönsku eftir Þórð Tómas- son, en sú þýðing var gefin út i Kaupmannahöfn 1930. Áður hafði hluti Passiusálmanna komiiýút á ensku i þýðingu C.V. Pilchers, og þeirri þýðingu var svo aftur snúið á kinversku af Harry Price og gefin út i Hanká Mið-Kina. Atti ólafur Ólafsson kristniboði hlut að þeirri útgáfu. Elstu þýðingar á Passiusálmun- um voru hinsvegar gerðar á latinu á átjándu öld, og einnig er talið að islendingur, sem um þær mundir settist að i Þýska- landi, hafi snúið sálmunum á þýsku, en sú þýðing er glötuð. Þýðandinn ungverskur biskup Þeir Sigurbjörn Einarsson, biskup, og Hermann Þorsteins- son, formaður sóknarnefndar Hallgrimskirkju, skýrðu frétta- mönnum frá að útgáfa sálm- anna á ungversku hefði lengi verið á döfinni og handrit legið fyrir, en fjárskortur hindrað framkvaemdir. Þýðandinn er ungverji að nafni Lajos Or- dass, fæddur 1902 og nam guð- fræði bæði i heimalandi sinu og erlendis, þar á meðal lengi i Svi- þjóð. Hann tók ungur prest- vigslu og varð biskup 1946. 1947, þegar Lútherska heimssam- bandið var stofnað, var hann kosinn varaforseti þess og val- inn i stjórnarnefnd Alkirkju- ráðsins, þegar það var formiega stofnað 1948. 1949 var Ordass sviptur embætti vegna ágrein- ings við stjórnvöld og sat i varð- haldi eða stofufangelsi tii ársins 1956, er uppreisnin var gerð i Ungverjalandi. Varð hann þá aftur biskup, en var sviptur embætti á ný 1958 og hefur siðan setið i einskonar stofufangelsi. Á þeim tima hefur Ordass rit- að margt, þótt útgáfumöguleik- ar hans i föðurlandihans séu litl- ir sem engir, og tók hann þá meðal annars að leggja sig eftir islensku máli og lærði það til furðulegrar hlitar. Ordass er skáldmæltur veieg þykir snjall i meðferð ungverskrar tungu. ,,Hann hefur margoft látið i ljós að Passiusálmarnir hafi orðið honum mikil uppgötvun og hann hafi sótt meira til þeirrar bókar á undanförnum árum en flestra annarra,” sagði biskup. ,,Ég veit ekki með vissu hvenær hann byrjaði á þýðingunni, en Dr. theol. Lajos Ordass. PASSlð ÉNEKEK ELMÉ1.KEOKSF.K KHISZTl-'S liKliNK SZF.NVEDÉSF. f'El.RTT irta HA1 ir.KlMUR i’lrrtTb'úN IzUtndi tnvd«tibrH * OKflASS I UO> # Titilsiða ungversku útgáfunnar á Passiusálmunum. það er alllangt siðan ég fékk handritið i hendur. Ég hef sýnt það ýmsum ungverskum menntamönnum, sem hafa lokið upp einum munni um að þýðing- in væri mjög gott verk bók- menntalega séð.” Tvær gerðir 23. sálms Út á þetta verk og fleiri verð- leika um guðfræði og kirkjuleg efni var Lajos Ordass gerður heiðursdoktor við Háskóla Is- lands árið 1971, og við ýmsa há- skóla erlendis hefur honum ver- ið hliðstæður sómi sýndur. Þessari útgáfu fylgir einnig þýðing Ordass á sálminum Um dauðans óvissan tima (Allt eins og blómstrið eina), og annað, sem sérstakt er við útgáfuna er að 23. sálmur er þar tvöfaldur. Eftir séra Hallgrim er sem sé til önnur gerð á þeim sálmi en sú sem venjulega er prentuð, og hefur hún til þessa aðeins verið prentuð á tveimur stöðum, i inn- gangi Grims Thomsen að þeirri útgáfu, sem hann sá um undir aldamótin, og i bók Magnúsar Jónssonar um Hallgrim. Ber það ljósan vott um þá alúð, sem hinn ungverski þýðandi hefur lagt við verkið, að hann skyldi uppgötva þennan sálm og þýða hann einnig. Bókinni fylgir formáli eftir Sigurbjörn Einarsson biskup og inngangsorð eftir Ordass sjálf- an. Prentun þessarar þýðingar á Passiusálmunum, sem á ung- versku heita Passið-Énekek, hefur Prentsmiðjan Hólar ann- ast. Þýska þýðingin, sem kom út siðastliðið ár, er eftir Wilhelm Klose og gerð á fjórða áratug aldarinnar. Utgáfa þeirrar þýð- ingar tafðist vegna heimsstyrj- aldarinnar. Að endingu skýrðu þeir biskuð og Hermann Þor- steinsson svo frá að i ráði væri að Hallgrimssöfnuður og Stofn- un Árna Magnússonar gæfu út i félagi heildarsafn verka Hall- grims Péturssonar, en sú útgáfa útheimtir mikla leit og rann- sóknir, svo að enn er óvist hvenær af henni getur orðið. dþ. Á ráðstefnu Fóstrufélags ts- lands og Rauðsokkahreyfingar- innar um dagvistunarmál, sem haldin var I Reykjavik nýlega, gerðu fulltrúar tveggja dagheim- ila, sem foreldrar reka grein fyrir starfsemi heimilanna. Þar sem þessi starfsemi er öll hin forvitni- iegasta birtir Þjóðviljinn hér á siðunni meginhlutann af fram- söguerindi EDDU AGNARS- DÓTTUR, en hún er ein þeirra foreldra sem i sameiningu reka barnaheimilið Krógasel. Á ráð- stefnunni gerði Hjörleifur Stefánsson grein fyrir starfsemi dagheimilisins að Ósi við Duggu- vog. Þegar ég kom inn i foreldra- hópinn sem stofnaði Krógasel sem er sameignarfélag, voru þau búin að fá húsnæði undir dag- heimilisreksturinn og skipuleggja starfsemina i aðalatriðum. A.ð- *dns eitt dagheimili, Ós við Dugguvog, hafði verið stofnað áð- ur af foreldrum með svipuðu fyrirkomulagi og hafði það starf- að i 8 mánuði, þegar okkar tók til starfa þann 1. júni s.l. Voru þessi tvö dagheimili þvi alger nýjung i rekstri dagheimila hér i Reykjavik bæði fyrir þá að- ila sem stóðu að stofnun þeirra og þá foreldra sem einungis höfðu haft kynni af starfsemi Sumar- gjafar, á þessu sviði. Við byrjuð- um af krafti að koma Krógaseli i gang og reyndum að opna það sem allra fyrst eftir að það hafði verið stofnað, þótt ýmsir erfið- leikar væru fyrir hendi, og#lög- bann vofði yfir okkur frá ibúum húsa i sömu götu og dagheimilið Krógasel er staðsett við. 13.000 á mánuði Aður en Krógasel opnaði var búið að gera það að sameignarfé- lagi sem var rekið af 13 hjónum og borguðu hver hjón 20.000 kr. i stofnkostnað án tillits til barna- fjölda. Með þessu fjármagni hóf- um við starfsemina, en siðan var ákveðið að mánaðargjald fyrir hvert barn yrði 8.500 kr. sem siðan hækkaði upp I 10.000 og nú siðast upp i 13.000 kr. Við höfðum þvi aðeins okkar eigin fjárfram- lög til að hefja rekstur heimilis- ins. Fjölda barna I byrjun var 14, en er nú orðinn 18. Við heimilið starfar ein fóstra, og hefur hún starfað frá þvi heimilið var opn- að. Með henni vinna tvær starf- stúlkur og 1 matráðskona. Ég vil gjarnan taka það fram að Króga- sel var fyrst og fremst stofnað af áhuga, en ekki út úr neyð, jafnvel þótt skortur væri á dagheimilis- plássum. Edda Agnarsdóttir. Dag- heimili og leikskóla þarf að opna öllum börnum Hlýtur að þykja vænna um fiskinn en börnin Mikill misskilningur virðist vera rikjandi i viðhorfum al- mennings til dagheimila og á til- gangi þeirra, ekki siður hjá kon- um en körlum, og langar mig að- eins að ræða þennan misskilning og þetta viðhorf dálitið nánar hér. Margir halda að dvöl barna á dagheimilum sé eingöngu fyrir foreldra og hagsmuni þeirra, og að börnin séu þar einungis af þeirri ástæðu að móðirin þurfi nauðsynlega að vinna úti um óákveðinn tima, þar sem eigin- maðurinn er annað hvort i námi, eða þá að hann er láglaunámað- ur. Það er aldrei gert ráð fyrir að konur sem eiga börn hafi áhuga á að vinna úti. Þeim mæðrum, er langar til að vinna úti,er núið þvi um nasir að þær séu vondar mæður, sem ekki nenni að hugsa um sin eigin börn og börnum

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.