Þjóðviljinn - 11.03.1975, Qupperneq 9

Þjóðviljinn - 11.03.1975, Qupperneq 9
Þriðjudagur 11. marz. 1975. ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 9 þeirra-er sárvorkennt allan þann tima, sem þau eru á dagheimil- um. Þessum mæðrum hlýtur ,,að þykja vænna um fiskinn en börnin sin” svo vitnað sé i barnasögu eft- ir bóri Guðbergsson og Rúnu Gisladóttur. í þessari einu setn- ingu úr nefndri barnabók kemur skýrlega fram afstaða margra til atvinnuþátttöku kvenna i þjóðfé- laginu, og einnig felst i þessu pinulitil eftirsjá effir hinu göfuga móðurhlutverki. Skýlaus réttur barnsins Það hlýtur að vera augljós staðreynd að barnauppeldi er ekki á færi allra manna og það er siður en svo auðvelt starf eins og svo margir halda. Þó þykir það alltaf jafnsjálfsagður hlutur að allir foreldrar séu jafnhæfir upp- alendur og ali upp börn sin, þótt þeir hafi enga menntun á sviði uppeldismála. Það er einmitt meinið, fólki hættir til að lita á barnauppeldi sem ofureinfaldan hlut. Sem bet- ur fer hefur þó viðhorf fólks til dagheimila breyst töluvert sl. 5 ár. Þegar ég þurfti fyrst að hafa afnot af dagheimili fyrir eins árs dóttur mina, urðu margir kunn- ingja minna hissa og spurðu mig hvort önnur hvor amma barnsins gæti ekki haft það og hvort mér fyndist það ekki of mikið álag á svona ungt barn að setja það á dagheimili. Min skoðun er sú, að hvert barn eigi skýlausan rétt á þvi að njóta dvalar á dagheimili eða leikskóla um einhvern tlna áður en það kemst á skólaskyldu- aldur, þvi það hlýtur bæði að vera nauðsynlegt og þroskandi fyrir börn að komast út fyrir þröngan sjóndeildarhring kjarnafjölskyld- unnar. Dagheimili hljóta að veita börnum meiri útrás á athafnaþrá og sköpunargleði, þar sem betra tækifæri og meiri aðstæður eru fyrir hendi til iðkunar leikja og föndurs en inni á einkaheimilum og meiri timi vinnst til að sinna andlegum þörfum barnsins en hægt er heima hjá þvi. Hlutverk dagheimila er þvi mjög mikil- vægt i uppeldislegu tilliti og má alls ekki lita á þau sem bráða- birgðageymslu á meðan móðirin neyðist til að vinna úti. Það verður að meta það uppeldislega gildi sem felst i starfrækslu dag- heimila. Fjármálin í fyrirrúmi Við foreldrar á Krógaseli höf- um ekki farið út i umræður um uppeldismál á fundum okkar, þvi fjármálin hafa alltaf setið fyrir og komið i veg fyrir allt slikt og hafa áhyggjur okkar þvi aðallega snú- ist um þau, sem er auðvitað afar óæskilegt. Við álitum einnig að foreldrar og börn verði að kynn- ast mjög vel áður en farið er út i uppeldismálaumræðu. Það má þvi segja að meirihluti tima okk- ar hafi farið i uppbyggingu og framkvæmdir frá þvi dagheimilið var opnað, og erum við ekki enn búin og verðum liklega aldrei. Það gefur auga leið, að þegar börnum á mismunandi aldrei er blandað saman i einn hóp á einu dagheimili eins og hjá okkur þá læra þau yngri af þeim eldri og þau eldri fá meiri ábyrgðartil- finningu fyrir þeim yngri að ein- hverju leyti. Það má lika nefna sem dæmi um starfsemina i Krðgaseli, að þegar lesin er saga fyrir börn á 4—5 ára aldri, þá er efni hennar jafnóðum útskýrt fyrir þeim yngri, sem skilja minna, með skirskotun til mynd- anna sem prýða söguna. Ég hef stundum haft áhyggjur af þvi, að elstu dóttur minni kynni að leiðst, þar sem hún hefur oft verið ald- ursforseti barnanna á Krógaseli, en hún kvartar aldrei undan leið- indum, sem þýðir að hún hefur nóg fyrir stafni, þrátt fyrir skort á jafnöldrum. Opin öllum jafnt Mér finnst það óæskileg þróun að börn foreldra úr sömu stétt séu saman á einu dagheimili eins og hefur gerst hjá ýmsum starfstétt- um. t.d. á dagheimilum Rikisspit- alanna þar sem ákveðnir starfs- hópar hafa börn sin, en þvi miður veita lögin heimild til slikra stofnana. Þetta getur haft það i för með sér að börnum væri mis- munað eftir stéttauppruna sinum þegar um inngöngu á dagheimili væri að ræða. I lögum frá 1973 um hlutdeild rikisins i byggingu og rekstri dagvistunarheimila segir i 1. gr.: Markmið með starfsemi dag- vistunarheimila er að gefa börn- unum kost á að njóta handleiðslu sérmenntaðs fólks I uppeldismál- um og búa þeim þau uppeldisskil- yrði er efli persónulegan og fé- lagslegan þroska þeirra:! Það er 'min skoðun, að sam- kvæmt þessu ætti að opna dag- heimili og leikskóla á vegum rikisins sem væru opin öllum börnum sem væru undir skóla- skyldualdri, án tillits til heimilis- ástæðna, stéttaruppruna og stöðu foreldra i atvinnulifinu. öðruvisi fæst aldrei viðunandi lausn á vandamálum þeirra sem þurfa á dagheimilum að halda. Guðmundur Sigurðsson er stjórnarmaður í Verkalýðsfélaginu Fram á Seyðisfirði. Guðmundur sat seinni hluta kjara- málaráðstefnu ASi nú á dögunum og leit við hér á ritstjórninni áður en hann flaug austur á firði. Guðmundur Sigurðsson Ver ka lýðshreyf i ngi n ætti aldrei að vera samhentari en núna Við spurðum Guðmund hvernig honum litist á stöðuna i kjaramálunum. — Mér list illa á hana, sagði Guðmundur. — Ég varð fyrir al- veg sérstökum vonbrigðum, þegar ég fór að heyra i framá- mönnum verkalýðshréyfingar- innar þarna á ráðstefnunni. Þeir lögðu fyrir drög að ályktun, sem ekki mátti siðan breyta orðalagi á. Mér blöskraði þetta. — Hvað finnst þér að ályktun- inni? — Ja, mér finnst skrýtið að vera að boða fólk saman og leggja fyrir það ályktun, sem samin er áður og segja siðan: Þið samþykkið þetta, — eða svo gott sem. — Komu fram einhverjar breytingartillögur við ályktun- ina? — Já, og orðalagsbreytingar. T.d. kom fram breytingartil- laga þess efnis, að orðinu hita- veitukostnaður yrði breytt i kostnað við hitun húsa, þvi ekki hafa allir hitaveitu. Þetta mátti ekki heyrast nefnt. Það var eins og oliuhækkunin á dögunum hefði ekki verið rikisstjórninni að kenna, þó sú hækkun væri bein afleiðing af gengisfelling- unni. Þá máttu þeir ekki heyra nefnda tillögu frá Bjarnfriði Leósdóttur, þar sem hún lagði til, að sleppt yrði úr orðunum ,,i áföngum”, þar sem talað var um að endurheimta það sem af okkur hefur verið tekið. — Hvernig likar þér þá orða- lag og skoðun forseta ASI Björns Jónssonar, þar sem hann segir að það sé vafasamur hagnaður að fá alla kjaraskerð- inguna bætta i einu? — Þá fór mér nú ekki að litast á blikuna, en þá fór ég lika að skilja ýmislegt. Það er ekki við miklu að búast af forráðamönn- um verkalýðshreyfingar, sem láta hafa slikt eftir sér. — Hvað heldur þú að sé fram- undan hjá verkalýðsforystunni? — Ég gæti vel trúað þvi, að þeir væru bara að nokkru leyti búnir að semja. Hins vegar er rétt að þeir geri sér það ljóst, að það þrifst ekkert þjóðfélag, þar sem þjóðfélagsþegnarnir hafa ekkert handa á milli, og geta hvorki staðið við að borga sin gjöld, skatta né annað, sem við- kemur lifsafkomu manna. — Hvað finnst þér að fram- undan ætti að vera? — Mér finnst ómögulegt ann- að, en reynt sé allt sem mögu- legt er og vera ekki með neina linkind við að endurheimta það, sem við erum búnir að missa. Það sér hver maður að verka- maðurinn getur ekki lifað nú af þvi, sem hann fær fyrir vinnu sina. Ég heyrði meira að segja atvinnurekendur tala um það áður en ég fór að heiman, að þeir vissu ekki hvernig þetta færi, þvi nú væri oliukostnaður við sum hús orðinn helmingur af eftirtekjum átta stunda vinnu- dags. — Hvernig er atvinnuástand á Seyðisfirði núna? — Það er ágætt eins og er, en það dalar alltaf eitthvað i des- ember og janúar við fiskvinn- una. Það er nú það sem heimilin fljóta á enn, að nóg er að gera og mikið unnið. — Lokaorð? — Ég er nú ekki það vanur að vinna að þessum málum, að það sitji á mér að vera að brýna for ystuna. En mér finnst að við eigum að halda okkur fast við það að fá a.m.k. aftur það sem af okkur var tekið og ekki láta hafa eftir okkur i blöðum eða út- varpi að viö séum linir og ófærir til að berjast fyrir mannsæm- andi launum. Það er ástæðulaust fyrir okk ur að sýna af okkur nokkra hræðslu vegna harðnandi kjara baráttu, og er i rauninni aðeins veikleikamerki, og það mikið. Þær aðferðir, sem rikisstjórn- in og atvinnurekendur hafa beitt gegn kjörum okkar hélt ég að yrðu til þess að styrkja sam- stöðu- og baráttuþrek verka lýðshreyfingarinnar. Þannig ætti það að minnsta kosti að vera. ~úþ Félag íslenskra náttúrufræðinga: Ályktun um landhelgismál Félag islenskra náttúrufræð- inga hélt aðalfund sinn 27. febrúar sl. Þar var samþykkt ályktun um landhelgismál og fagnað stefnumörkum þings og stjórnar um útfærslu efnahags- lögsögu i 200 sjómilur hér við land á þessu ári. 1 þvi sambandi bendir fundur- inn á að grandskoða beri hver af- staða Islands verður til miðlina til annarra grannlanda, eigi þetta einkum við um Jan Mayen og Rockall þar sem réttur þeirra eyja sé mjög á reiki. Þá segir i ályktuninni að flestir fiskistofnar við landið séu full- nýttir eða ofnýttir en að þekkingu skorti á ýmsum fiskistofnum sem koma munu i gagnið siðar þótt sumir þeirra séu þegar nýttir á 50—200 sjómilna beltinu við land- ið. Siðan segir: „Fundurinn beinir þeim tilmælum til rikisstjórnar og Alþingis aö ekki verði látið undan frekari krö.fum útlendinga um fiskveiðiréttindi þeim til handa innan islenskrar fiskveiði- lögsögu. Fundurinn leggur rika áherslu á að skynsamlegri nýt- ingu fiskistofnanna við landið af islendinga hálfu verði framfylgt af festu og framsýni, bæði með hagsmuni heildarinnar i huga og ekki siður einstakra byggðar- lagaá langri strönd landsins.” Þá bendir fundurinn á að i ljósi væntanlegs framgangs 200 sjó- mllna efnahagslögsögu á alþjóða- vettvangi búi margar þjóðir sem stunda úthafsveiðar sig undir að fjárfesta i strandrikjum og bjóða aðstoð á sviði sjávarútvegs. Eru Islensk stjórnvöld vöruð við að heimila slika tilburði hér við land. Loks er fjallað um hafrann- sóknir við tsland og bent á að aðr- ar þjóðir sem tekið hafa þátt i þeim muni nú draga úr þeim þeg- ar þær yfirgefa miðin. Þess vegna sé brýn nauðsyn á auknu átaki á sviði hafrannsókna hér við land enda séu þær forsenda skynsam- legrar nýtingar og stjórnunar á svo stóru svæði sem 200 sjómflna efnahagslögsaga er. Auk fiski- fræðilegra rannsókna þurfi að koma til vistfræðilegar rannsókn- Framhald á bls. 12.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.