Þjóðviljinn - 22.03.1975, Page 3
Laugardagur 22. marz 1975. ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 3
Eitt kíló af molasykri kostar
Frá 186 krónum
553 kr.
MÁL VERKAS ÝNING
Á FÁSKR CDSFIRDI
14. mars opnaði Guöbjörn Gunnarsson málverkasýningu i félagsheim-
ilinu Skrúö á Fáskrúösfiröi. Þetta er 3. einkasýning hans. Aö þessu
sinni sýnir Guöbjörn — kallaður Bubbi — 34 myndir, flestar frá sl. 2 ár-
um. í frétt frá Fáskrúösfiröi segir aö myndefniö sé sött i ýmsar áttir
hér á landi og erlendis. Málarinn starfar nú sem teikni- og handavinnu-
kennari viö Búöaskóla
Straumur á skiðastaðina fyrir páska
Fjölmörg
aukaflug
upp í
Á einum stað stendur, að
oft velti lítil þúfa þungu
hlassi. Þetta á vel við
þegar verð á molasykri í
Reykjavíker athugað. Eitt
lítiðkílóaf þessari munað-
arvöru kostar sem sé frá
Fundur haldinn þriöjudaginn
18. mars 1975 I Verkakvennafé-
laginu Framsókn, samþykkti aö
veita stjórn og trúnaöarmanna-
Átta vegnir
í Argentínu
BUENOS AIRES 21/3 Atta
menn voru vegnir i Argentlnu i
gær og er þaö blóðugasti dagurinn
til þessa i þeim pólitiska skæru-
hernaði sem þar hefur kostað 85
manns lifið á þessu ári. Þeir sem
vegnir voru eru á vixl sagðir úr
vinstri eða hægrisamtökum.
Lögreglan hefur handtekið 100
manns og segir þá viðriðna sam-
særi vinstrisinna um að ná tökum
á vissum verkalýðsfélögum og
stöðva málmiðnaðinn i landinu
með skipulögðum fjarvistum.
(Reuter)
Strokuþingmað-
urinn verður
handtekinn
LONDON 21/3 Rikissaksóknari
hefur gefið út heimild til að hand-
taka strokuþingmanninn John
Stonehouse, sem nú er i Astraliu,
þangað kominn á fölskum pappir-
um.
Akæran mun lúta að meðferð
Stonehouse á opinberu fé og öðr-
um fjármálum, en njósnir hefur
maður þessi einnig verið orðaður
við. Þingnefnd allra flokka hefur
ákveðið að gera ekkert i þvi að
reka Steonehouse af þingi og telur
sig skorta fordæmi til þess.
(Reuter)
186 krónum og allt uppí 553
krónur.
Við leituðum upplýsinga um
þetta i nokkrum verslunum i gær.
Lægst var það hjá SS i Glæsibæ
þar kostar eitt kiló af molasykri
186 kr. Næstlægsta verðið sem við
ráöi heimild til vinnustöövunar
takist samningar ekki.
Fundur I Verkakvennafélaginu
Framsókn, haldinn 18. mars. læt-
ur i ljós þungar áhyggjur út af
þeim hömlulausu og sivaxandi
verðhækkunum, sem nú dynja
yfir launþega og rýrt hafa kaup-
mátt þeirra svo mjög, að
óbærilegt er nú orðið. Fundurinn
telur það skyldu atvinnurekenda
og rfkisvalds að ganga nú þegar
til samninga við launþegastétt-
irnar, er rétti hlut láglaunafólks.
Fundurinn lýsir yfir fylgi sinu við
þá stefnu, sem mörkuð var á ráð-
stefnu Alþýðusambandsins um
kjaramálin, að vegna rikjandi ó-
vissu i efnahagsmálum komi ekki
til greina, að gera samninga um
kaup og kjör nema til stutts tima,
en stefna að þvi, að ná I áföngum
þeim kaupmætti, sem síðustu
samningar áttu að færa launþeg-
um, en stefna stjórnvalda hefur
stórlega rýrt. Ef atvinnurekendur
og rlkisvald reynast ekki alveg á
næstunni reiðubúin til þess að
ganga til samninga á þessum
grundvelli, telur fundurinn nauð-
synlegt, að öll félög innan Alþýðu-
sambands Islands myndi órjúf-
andi fylkingu i baráttunni fyrir
bættum kjörum láglaunafólks i
landinu, og verði reiðubúin til
þess að beita verkfallsvopninu, ef
óhjákvæmilegt reynist.
Ennfremur viljum við skora á
alþingi og rikisstjórn að greiðslur
til elli- og örorkuþega verði stór-
bættar.
Búið er að boða stjórnar- og
trúnaðarmannafund I dag, laug-
ardag.og verður þar tekin fyrir
samþykkt, sem gerð var hjá
samninganefnd ASt og baknefnd
hennar, um að sambandsfélögin
boði til vinnustöðvunar frá og
með 7. april n.k.
fundum var 389 kr. kg. þá 410. kr.
kg. þá 445 kr. kg., þá 465. kr. kg.
og loks 553 kr. kg.
Við spurðum verðlagsstjóra
hvernig á þessum mismun á einu
litlu kilói af molasykri gæti staðið
og sagði hann að þetta gæti legið i
þvi að sykurinn væri keyptur inn
á mismunandi tima og eins að
kaupmenn hækkuðu lager sinn
við gengisfellingu og aðrar verð-
breytingar.
Sjálfsagt er svipað ástatt með
verð á fleiri vörutegundum en
molasykri, þannig að eins gott er
fyrir fólk að líta vel i kringum sig
þegar það kaupir inn. —Sdór
r
Arvaka
Selfoss
hefst á
suimudag
Hin árlega Árvaka
Selfoss hefst nk. sunnu-
dag, 23. mars. Þá verður
opnuð listmuna- og mynd-
listarsýning i safnahúsi
Selfoss kl. 16. Sýningin
verður opin framá annan
dag páska.
A miðvikudaginn verður svo
kvöldvaka i Selfossbiói þar sem
m.a. koma fram kórar og lúðra-
sveit. A skirdag verða siðan
tónleikar i Selfosskirkju þar sem
fram kemur sænskur kór sem hér
er á ferð. Hefjast tónleikarnir kl.
21.
Laugardaginn 29. mars nk.
verður barnaskemmtun i Selfoss-
biói og siðan barnadansleikur til
kl. 18. Um kvöldið verður popphá-
tið á sama stað.
A páskadag verður viðavangs-
hlaup sem hefst kl. 14 en kl. 17
hefst bæjakeppni i sundi milli
Selfoss og Akraness. A annan dag
páska verður svo knattspyrnu-
kappleikur sem hefst kl. 14 en kl.
17 hefst lyftingamót.og um kvöld-
ið lýkur Árvökunni með dansleik i
Selfossbiói. —S.dór
,,Við gerum ráð fyrir miklu
aukaflugi fyrir púskana, bæöi til
Akureyrar, Isafjarðar og fleiri
staða,” sagði Sveinn Sæmunds-
son, blaðafulltrúi Flugleiða, er
blaðið hafði tal af honum i gær
vegna væntanlegs ferðamanna-
straums á skiðastaðina úti á
landi. ,,Til dæntis gerum við ráð
fyrir að margir fari til Húsavíkur
og Egilsstaöa. A Húsavik er nú
nýlegt hótel.”
I gær var aukaflug til ísafjarð-
ar og Akureyrar, i dag eru tvö
aukaflug til ísafjarðar og eitt til
Akureyrar. 1 dag eru þvi alls þrjú
flug á Isafjörð. Þriðjudaginn 25.
þ.m. kemst þó fyrst fjör i auka-
flugið fyrir alvöru, en þá verða
fjögur flug til Isafjarðar og fimm
til Akureyrar, og á miðvikudag-
inn verða fimm flug til Isafjarðar
og átta til Akureyrar. Á Egils-
staði verður eitt aukaflug á mið-
vikudaginn. Hvað Egilsstaði
snertir kvað Sveinn þó ekki vera
um skiðamenn að ræða, heldur
skólafólk, sem skryppi heim i
páskafriinu og fólk á leið I vinnu
niðri á fjörðum.
Á skirdag og laugardaginn fyrir
páska verður flogið samkvæmt
venjulegri áætlun en flug innan-
lands liggur niðri á föstudaginn
langa og páskadag. Annan i pásk-
um hefst flug að nýju og verður
þvi þá hagað eftir bókunum.
Sveinn kvaðst telja móttöku-
skilyrðin á skiðastöðunum ágæt,
,,þeir drifa þau vel upp, þegar
eitthvað er um að vera, og þegar
hótelrými þrýtur, er gripið til
þess að vista ferðamenn i heima-
húsum. Akureyri er auðvitað vel
sett með sin hótel. Og svo gista
margir i skiðaskálunum, liggja
þar i svefnpokum.”
Skiðalandsmótið verður sem
kunnugt er á tsafirði yfir páskana
og dregur það að vanda að sér
fjölda áhugamanna um þá iþrótt.
— Sveinn sagði að allt benti til
þess að ferðamannastraumurinn
út á land kringuin páskana yrði
svipaður og verið hefði.
dþ.
„Klaufafeitisfrumvarpið”
Tveggja manna
feitisveisla
t átjándu grein frumvarpsins,
sem Magnús Torfi kallaði frum-
varpið meö langa nafniö, en aðrir
nefna Klaufafeitisfrumvarpiö, er
kveöiö á um heimild tii afnáms
tolla af nokkrum mikilvægum
matvörum og hráefnum til mat-
vælagerðar. Þar eru fyrst taldar
nokkrar ávaxtategundir, en síðan
kemur hcljarlöng upptalning á
aðskiljanlegum tegundum af
dýra- og jurtafeiti, svo sem svina
og klaufafeiti og feitialkóhól,
kókosolia og linaolia.
Feiti og oliur eru til margra
hluta nytsamlegar I matar-, sæl-
gætis- og sápugerð, en varla er
hér um að ræða úrslitaatriði fyrir
verðlag á matvöru til almenn-
ings. Það er haft eftir Sjálfstæðis-
mönnum að feitisromsa þessi i
frumvarpinu sé þannig til komin,
að stjórnin hafi viljað hygla nú-
verandi og fyrrverandi formanni
Félags islenskra iðnrekenda, sem
báðir eru miklir smjörlikis- og
sápuframleiðendur. Þessir for-
vigismenn iðnaðarins islenska
munu þó varla lúta að svo litlu, og
er óvist, að þetta nægi til þess að
þagga niður gagnrýni þeirra á
stefnu stjórnarinnar gagnvart isl.
iðnaði, sem meðal annars kemur
fram I skefjalausum og óheftum
innflutningi á öllum sviðum.
Lesendum til fróðleiks fer hér á
eftir feitisromsa frumvarpsins:
Hreinsuð svinafeiti, önnur
svinafeiti og alifuglafeiti, brædd
eða pressuð.
Feiti af nautgripum, sauðfé og
geitum, óbrædd; einnig slík feiti
brædd eða pressuð (þar með talin
„premier jus”).
Svinafeitisterin (lardstearin),
oleosterin (pressutólg), svina-
feitiolia, oleomargarin, tólgar-
olia, hvorki jafnblönduð, blönduð
né unnin á annan hátt.
Feiti og olia úr fiski og sjávar-
spendýrum, einnig hreinsuð.
Ullarfeiti og feitiefni unnin úr
henni (hér með talið lanólin).
önnur feiti og olia úr dýrarik-
inu (hér með talin klaufaolia,
beinafeiti og úrgangsefnafeiti).
Feiti og feit olia úr jurtarikinu,
hrá, hreinsuð eða hreinunnin:
Sojabaunaolia, baðmullarfræs-
olia, jarðhnetuolia, olivuolia, sól-
rósarolia, rapsolia, colzalolia og
mustarðsolia, linolia, pálmaolia,
kókosolia, pálmakjarnaolia,
risinusolia og önnur.
Olia úr jurta- og dýrarikinu,
soðin, oxyderuð, vatnssneydd
(dehydrated), meðhöndluð með
brennisteini, blásin, pólymeriser-
uð eða umbreytt með öðrum
hætti: Linolia. önnur. Degras.
Feitisýrur, súr olia frá feiti-
hreinsun, feitialkóhól: Feitisýrur
og oliusýrur frá hreinsun: Sterin
(blanda af palmitinsýru og
sterinsýru). Aðrar.
Feitialkóhól. Glyseról,
glyserólvatn og glyseróllútur.
Feiti og oliur úr jurta- eða
dýrarikinu, vetnað að nokkru eða
öllu leyti, eða gerð föst eða hert
með öðrum hætti, en ekki frekar
unnin: Sojabaunaolia, baðmull-
arfræsolia, aðrar oliur úr jurta-
rikinu, oliur úr dýrarikinu.
Framsókn boðar
verkfall í dag