Þjóðviljinn - 22.03.1975, Blaðsíða 13
Laugardagur 22. marz 1975. ÞJÓÐVILJINN — StÐA 13
anlegur viBsemjandi seldi hvorki
hráefni til verksmiðjunnar né
keypti framleiBslu hennar.
Þetta var það pólitíska vega-
nesti, sem ég gaf viBræðunefnd-
inni um orkufrekan iBnað. Þvi
hefur verið haldið fram, ekki sist i
Morgunblaðinu, að hér hafi verið
tekin upp gamla viðreisnarstefn-
an. En að minu mati er hér um að
ræða algerlega andstæða stefnu.
Með viðreisnarstefnunni var ver-
ið að setja islendinga á stig ný-
lendu eða hálfnýlendu að þvi er
varðar iðnþróun á þessu sviði.
Okkar hlutskipti var það eitt að
selja hráorku á sama hátt og ým-
is önnur riki selja hráefni, en eins
og menn vita, þá er iðnaði okkar
tima þannig háttað, að arðurinn
kemur fram i sambandi við full-
vinnsluna en bæði orka og hráefni
hafa verið verðlögð ákaflega lágt.
Með þessum reglum, sem ég
nefndi áðan, taldi ég mig vera að
setja grundvallarreglur um is-
lenska iðnþróun, um iðnþróun,
sem islendingar sjálfir réðu yfir
og gætu hagað i samræmi við
hagsmuni sina og i samræmi við
rétt sinn. Þetta eru reglur, sem
allar nýfrjálsar þjóðir, sem hafa
tekið upp iðnþróun i löndum sin-
um, hafa beitt, ef þeim hefur ver-
ið annt um efnahagslegt sjálf
stæði sitt.
Hættur sem ber
að varast
Að sjálfsögðu er samvinna eins
og þarna var áformuð við erlend-
an auðhring ákaflega mikið
vandamál. Við vitum, að orku-
frekur iðnaður i heiminum er
annars vegar i höndum alþjóð-
legra auðhringa eða hins vegar
rikisfyrirtækja i sósialisku lönd-
unum. Þessir aðilar einoka bæöi
framleiðsluna og markaðinn, og
takmark einokunarhringa er æv-
inlega hámarksgróði en engin
mannleg sjónarmið. Þess vegna
er mikill vandi og mikil áhætta að
semja við slika aðila. Ég skil tor-
tryggni manna á þvi sviði mjög
vel, enda á ég hana i mjög rikum
mæli sjálfur. En ég er þeirrar
skoðunar, að við komumst ekki
hjá þvi að takast á við þennan
vanda og reyna að leysa hann á
þann hátt, að okkur sé tryggt há-
marksöryggi og hámarkssjálf-
stæði á sviði efnahagsmála, að
við veröum að glima við vanda-
málin, eins og heimurinn er, en
ekki eins og við kunnum að óska,
að hann væri. Þess vegna taldi ég
og tel það enn grundvallaratriði,
ef unnt væri að ná samstöðu um
stefnumörkun af þessu tagi, ef
hægt væri að tryggja samstöðu
meirihluta Alþingis og meiri
hluta þjóðarinnar um það að hér
yrði aldrei hleypt inn erlendum
fyrirtækjum framar, að islend-
ingar tryggðu sér sivaxandi efna-
hagslegt sjálfstæði i sambandi við
slika iðnþróun.
Ég ætla ekki að rekja störf
nefndar um orkufrekan iðnað.
Hún ræddi við ákaflega marga
aöila og það, sem hún vann, var
ævinlega könnunarstarf. Þess var
vandlega gætt að binda hendur
okkar ekki á neinu stigi málsins.
Ég minntist áðan á mengun i
þessu sambandi; hana hefur borið
mjög á góma og ég vil gjarnan
fara um það mál nokkrum orðum.
Þar lét ég mér ekki nægja að
setja nefndinni einhverjar al-
mennar reglur, heldur fól ég sér-
fróðum mönnum að semja sér-
staka reglugerð um varnir gegn
mengun af voldum eiturefna og
hættulegra efna og var hún gefin
út 15. júni 1972. Þar er heilbrigðis-
eftirliti rikisins og heilbrigðis-
ráðuneytinu falin óskoruð völd að
þvi er varðar þetta atriði.
Samkvæmt regiugeröinni á að
meta þessi vandamál einvörð-
ungu frá heilsuverndar-, hrein-
lætis- og náttúruverndarsjónar-
miöum, en hvorki frá sjónarmiö-
um iðnþróunar, arðsemi eða öör-
um hagfræðilegum eöa fjármála-
legum viðhorfum. Ég hefði aldrei
léð máls á þvi, að mengunarvarn-
ir eða náttúruvernd yrðu eitt-
hvert samningsatriöi við erient
fyrirtæki. Þvi var viöræðunefnd
um orkufrekan iðnað, sem skipuð
var mönnum, sem sérfróðir voru
um peningamál, að sjálfsögðu
ekki falið að semja um eitt eða
neitt annað en að tilkynna, að is-
lenskar reglur yrðu algildar. Það
er einhliða á valdi heilbrigöiseft-
irlits rikisins að kveða á um þess-
ar reglur i samræmi við þær for-
sendur, sem ég minntist á áðan,
og vissulega er heilbrigðiseftirlit-
inu þar ákaflega mikill vandi á
höndum. Okkur skortir að sjálf-
sögðu reynslu á þessu sviði, okk-
ur skortir nægan mannafla, þessi
stofnun er ekki nægilega öflug,
eins og hún er o.s.frv. Þess vegna
hef ég komið inn á fjárlög i all-
mörg ár sérstakri upphæð til ráð-
stafana i sambandi við þessa
reglugerð um iðjumengun og hún
var þannig hugsuð, að heil-
brigðiseftirlit rikisins gæti orðið
sérúti um óháða erlenda sérfræð-
inga sér til halds og trausts i sam-
bandi við slik mál.
Mengunarvandamál af þessu
tagi er hægt að leysa. Þar er hins
vegar um peninga að tefla, það er
um að tefla þekkingu og það meg-
inatriði, að heilbrigðis- og nátt-
úruverndarsjónarmið verði rikj-
andi, en ekki arðsemissjónarmið.
Forsendur ger-
breyttust 1973
Þegar ég setti viðræðunefnd um
orkufrekan iðnað þær reglur, sem
ég minntist áðan, töldu margir
þeir, sem rætt höfðu við erlenda
aðila, að þær væru fráleitar. Þær
jafngiltu þvi, að slikir samningar
væru útilokaðir með öllu, enda
drógu ýmsir aðilar, sem hafið
höfðu viðræður, sig i hlé, þegar
þeirkynntustþessariafstöðu, þ. á
m. bandaríski auðhringurinn
Union Carbide, en hann taldi 51%
eignaraðild af sinni hálfu algert
skilyrði. Það var ekki fyrr en 1973
i ársbyrjun, sem Union Carbide
tilkynnti, að fyrirtækið væri
reiðubúið til að fallast á pólitisk
skilyrði rikisstjórnarinnar. Siðan
var unnið að samningsgerð á
þessum forsendum og um haustið
lágu fyrir drög, sem ég taldi full-
nægja þessum pólitisku hug-
myndum minum, á þeim forsend-
um þó, sem ég gat um áðan, að
við sætum uppi með verulegt
orkumagn, sem ekki væri unnt að
koma i verö án þess að til kæmi
orkufrekur iðnaður. En þessar
forsendur, sem allt starfið hafði
byggst á, gerbreyttust einmitt
haustið 1973. Þá snarhækkaði
verð á oliu, ferfaldaðist eða
fimmfaldaðist á skömmum tima
og um leið gerbreyttust allar hug-
myndir um það, hvenær húshit-
unarmarkaðurinn kæmist I gagn-
ið. Það varð ljóst, aö þaö var ekki
aðeins þjóðhagslega hagkvæmt,
heldur sparnaður fyrir einstakl-
inga að taka sem fyrst upp rafhit-
un i staö oliukyndingar. Ég fól þá
þegar verkfræðistofu Sigurðar
Thoroddsens i samvinnu við
Orkustofnun, Framkvæmda-
stofnun rikisins, Hitaveitu
Reykjavikur og aðra opinbera að-
ila að framkvæma könnun á þvi,
hvernig unnt væri með sem skjót-
ustum hætti að nýta innlenda
orkugjafa i stað oliu til húshitun-
ar og annarra þarfa. Jafnframt
fór ég þess á leit við Seðlabank-
ann, að hann hæfi gerð fjármögn-
unaráætlunar I sama tilgangi.
Daglegar þarfir
gangi fyrir
Fyrir svo sem ári lagoi ég svo
fram hér á þingi framvindu-
skýrslu um nýtingu innlendra
orkugjafa i stað oliu frá verk-
fræðiskrifstofu Sigurðar Thor-
oddsens og frá Seðlabankanum.
Ég mun ekki rekja efni þeirrar
skýrslu hér i einstökum atriðum,
eldri þingmenn þekkja hana og
nýjum þingmönnum vil ég benda
á að kynna sér hana. Hún var
þingskjal 562 i Sameinuðu þingi i
fyrra. Þar var rakið á ótviræðan
hátt hversu stórlega hagkvæmt
það væri, bæði fyrir einstaklinga
og þjóðarheildina, að nýta inn-
lenda orkugjafa og hversu mikið
átak þyrfti til þess að fram-
kvæma þau umskipti á skömmum
tima. Það kom fram, að til þess
að koma á rafhitun i stað oliu, þar
sem hitaveitur væru ekki tiltæk-
ar, þyrfti 800 gigawattstundir
umfram það, sem nú er notað. öll
framleiðsla Sigölduvirkjunar til
almennra þarfa og til húshitunar
nemur 700 gigawattstundum á
ári. Hún nægir sem sé ekki til að
fullnægja húshitunarmarkaðnum
á Islandi. Þannig reyndust að
fullu brostnar þær forsendur,
sem upphaflega var miðað viö, að
við hefðum verulegt magn af
orku, sem við gætum ekki komið i
verð um nokkurt árabil.
Kaflar úr ræðu
Magnúsar
Kjartanssonar
við fyrstu
umræðu um
málmblendi-
verksmiðju í
neðri deild
alþingis
Eg gerði rikisstjórninni grein
fyrir þessum gerbreyttu viðhorf-
um fyrir ári eða svo og benti á, að
forsendur fyrir stofnun járn-
blendiverksmiðju væru þær og
þær einar, að þegar yrði ráðist I
nýja virkjun vegna verksmiðj-
unnar. Ég teldi, að almenni
markaðurinn og húshitunar-
markaðurinn ættu að hafa alger-
an forgang og þar mætti ekki
koma til neinna árekstra. Vinstri
stjórnin reyndist sammála um
það, að hraða bæri nýtingu inn-
lendra orkugjafa og beita til þess
öllum tiltækum ráðum og þar af
leiðandi var mér falið að leggja
fyrir siðasta þing ályktunartil-
lögu þess efnis að ljúka hitaveitu-
framkvæmdum öllum á árinu
1976 og tryggja öðrum rafhitun að
fullu 1981.
Ætíun min var sú, að áætlun ai
þessu tagi lægi fyrir sem fullfrá-
genginn kostur á þinginu nú.
Menn gætu siðan borið saman á
hlutlægan hátt, hvort þeir vildu
heldur nýta orkuna til húshitunar
og annarra þarfa eða til þess að
reisa járnblendiverksmiðju —
eða meta, hvort þjóðin hefði fjár-
hagslegt bolmagn, mannafla og
getu til þess að bæta nýrri virkjun
við i kjölfar Sigölduvirkjunar og
gera hvort tveggja i senn. Sjálfur
komst ég að þeirri niðurstöðu, að
við hefðum ekki bolmagn til þess
að gera hvort tveggja i senn og þá
yrði almenni markaðurinn að
ganga fyrir.
Þvi hefur verið haldið fram, að
hér sé um að ræða stefnubreyt-
ingu af minni hálfu, en sú er ekki
raunin. Þetta er nákvæmlega
sama stefnan og mótuð var 1971,
þegar Sigölduvirkjun vár ákveðin
og sú stefna mótuö að tengja
saman orkuveitusvæði og full-
nægja húshitunarmarkaði jafnört
og hann opnaðist. Þaö eru að-
stæðurnar, sem hafa breyst, en
ekki skoðanir minar.
Gerbreytt stefna
íhaldsstjórnarinnar
Ég hef hér vikið lauslega að
gangi þessa máls þann tima, sem
ég gegndi störfum iðnaðarráð-
herra. Málið lá siðan niöri i kosn-
ingabaráttunni i fyrra og i stjórn-
armyndunarviðræðunum, en með
myndun nýrrar rikisstj. urðu
skjót umskipti. Gunnar Thorodd-
sen lét það verða sitt fyrsta verk
að stöðva öll störf að gerð áætlun-
ar um nýtingu innlendra orku-
gjafa. Þeir aðilar, sem ég nefndi
áðan, hafa ekki verið látnir halda
áfram störfum sinum og engin á-
ætlun verður lögð fyrir þetta þing.
Iðnaðarráðherra hefur tafið um
hálft ár lagningu stofnlinu milli
Suðurlands og Norðurlands, og
þaö er nú ljóst, að sú lina getur
ekki flutt fullt magn af raforku
norður um leið og Sigalda kemur I
gagnið. Ekkert er enn unnið aö
undirbúningi stofnlinu frá Kröflu
til Austurlands eða stofnlinu til
Vestfjarða og allir, sem leita til
ráðherra um fyrirgreiðslu i sam-
bandi við nýtingu innlendra orku-
gjafa, hvort sem um er að ræða
hitaveitu eða raforku, kvarta
undan hiki, óvissu og loðnum
svörum.
Ljóst er að iðnaðarráðherra og
núverandi rikisstjórn hafa alger-
lega falliö frá stefnu fyrri rikis-
stjórnar um nýtingu innlendra
orkugjafa i stað oliu. Þeir hafa á-
kveðið að ráðstafa raforkunni frá
Sigölduvirkjun til járnblendi-
framleiðslu, en láta þarfir al-
mennings i öllum landshlutum
sitja á hakanum. Einnig þörf
þjóðarheildarinnar á gjaldeyris-
sparnaði og auknu sjálfstæði á
sviði orkumála. Allt er þetta þeim
mun fróðlegra sem frumvarpið
gerir ráð fyrir þvi að verksmiðj-
an taki ekki til starfa fyrr en hálfu
öðru ári eftir að Sigölduvirkjun
kemur i gagnið. Þannig stenst
ekki einu sinni sú röksemd, að
verksmiðjan eigi að brúa bilið,
þegar stökk kemur i orkufram-
leiðslu og erfiðleikar verða á
markaði. Engar skyringar hafa
heyrst frá rikisstjórn eða iðnað-
arráðherra um það, hvernig eigi
að brúa þetta bil, sem að mati
rikisstj. verður hálft annað ár. Ég
tal þetta alranga stefnu i orkumál
um, hvort sem á hana er litið frá
sjónarmiði efnahagsmála eða fé-
lagsmála. Út af fyrir sig nægir
þetta til þess, að ég er andvígur
þessu frumvarpi og mun greiöa
atkvæði gegn þvi. En fleira kem-
ur vissulega til.
4.306.000 dollarar
á silfurbakka
Þau drög, sem unnin voru með-
an ég gegndi störfum ráðherra
eru nú gerbreytt, þar stendur
ekki steinn yfir steini. Þetta staf-
ar að verulegu leyti af óviðráðan-
legum ytri breytingum, en einnig
af breytingum, sem iðnaðarráð-
herra hefur beitt sér fyrir og ég
tel vera okkur mjög i óhag. Frá
fyrri drögum hefur stofnkostn-
aður verksmiðjunnar hækkað úr
um 30 milj. dollara eða 2600
milj. kr. miðað við þáv. gengi i 68
milj. dollara eða 10800 milj. kr.
miðað við núv. gengi. Stofnkostn
aður hefur þannig meira en tvö-
faldast i dollurum og fjórfaldast
reiknað i islenskum krónum. Þvi
þarf að sjálfsögðu að meta allar
hugmyndir um fjárhagsgetu okk-
ar á nýjan leik, einnig i saman-
burði við fjármagnsþörf okkar á
fleiri sviðum. A móti kemur svo
hitt, að meðalarðsemi hefur sam-
kv. skýrslum sérfræðinga rikis-
stjórnarinnar nærri tvöfaldast,
hækkað úr 10.3% i liðlega 20%, og
er þá átt við arðsemi af fjárfest-
ingu fyrir skatta. Fyrirtækið er
sem sé orðið mjög arðbært, eins
og nú horfir og það ætti að sjálf-
sögðu að gera okkur auðveldara
að afla fjármagns til þess.
Viðbrögð Gunnars Thoroddsens
við þessum breytingum hafa orð-
ið þau, að hann hefur lagt að
Union Carbide að auka eignar-
hluta sinn i þessu arðbæra fyrir-
tæki úr 35% eins og áður hafði
verið fallist á, i 45%. Þetta jafn-
gildir aukningu á hlutafé Union
Carbide um 2,4 milj. kr. og iðn-
aðarráðherra ber fram þá rök-
semd, að fjármögnunarvandinn
sé orðinn stærri og hann sé nú aö
tryggja það, að hann leggist ekki
á okkur islendinga á jafnþung-
bæran hátt og ella hefði orðið.
En iðnaðarráðherra féllst á
fleiri breytingar. Tækniþekking,
einkaleyfi og önnur slik þekking
er innifalið i hlutafjárframlagi
Union Carbide og var i fyrri drög-
um verðlagt á 2.3 milj. dollara.
Nú er þessi upphæð hækkuð með
einu pennastriki i 3.2 milj. dollara
án nokkurs rökstuðnings — um
900.000 dollara.
En það eru fleiri breytingar,
sem gerðar hafa verið. önnur
breyting, sem iðnaðarráöherra
hefur gert, er að hækka söluþókn-
un úr 3%, eins og áður var gert
ráð fyrir i 3.9% að meðaltali, og
þessi hækkun er samþykkt, enda
þótt framleiðsla verksmiðjunnar,
kisiljárniö, hafi hækkað um 150%
og þar með söluþóknunin i dollur-
um. Þessi hækkun til Union Car-
bide frá fyrri drögum nemur 783
þús. dollurum á ári. Tækniþjón-
usta Union Carbide er 3% af sölu-
verði og hefur hækkað frá fyrri
drögum um 521 þús. dollara á ári.
Árlegur arður Union Carbide
vegna aukinnar arðsemi og auk-
innareignaraðildar hefur hækkað
frá fyrri drögum um hvorki
meira né minna en 2 milj. 102
þús. dollara. Þessir fjórir þættir,
sem ég hef nefnt, tækniþekking,
söluþóknun, tækniþjónusta og
arður, hafa þannig hækkað um 4
milj. 306 þús. dollara frá fyrri
drögum, aðeins á fyrstu 12 mán-
uðum, sem verksmiðjan starfar.
Union Carbide er þvi ekki að
leggja fram 2.4 milj. dollara i við-
bót sem hlutafé. Við erum að
leggja fram þá upphæð á silfur-
bakka handa Union Carbide, með
verulegri uppbót þó — vegna þess
eins, hvernig iðnaðarráöherra
hefurhaldið á máiinu. Mér er það
gersamlega óskiljanlegt, eins og
Jóni Sólnes, hvernig þarna hefur
verið að verki staðið. Og ég vil
minna á það, að þrir þessara
þátta, þ.e.a.s söluþóknunin,
tækniþjónustan og arðurinn eru
árlegir þættir sem halda i sifellu
áfram að hlaðast upp.
Orkuverðið gat
orðið tvöfalt hærra
Hin upphaflegu drög um járn-
blendiverksmiðju voru m.a.
gagnrýnd á þeirri forsendu, að
raforkuverðið væri of lágt, og
mátti færa viss rök að þvi. 1 þvi
sambandi ber þó að minnast þess,
að um var að ræða orku, sem ekki
var fyrirsjáanlegur markaður
fyrir um nokkurra ára skeið, að
um væri að ræða að meiri hluta til
ótryggða orku, sem ekki átti að
koma frá Sigölduvirkjun nema að
litlum hluta, heldur er nú þegar i
kerfi Landsvirkjunar án þess að
unnt sé að koma henni i verð — og
að um var að ræða orkusölu til is-
lensks fyrirtækis, sem væri að
miklum meiri hluta til i leigu is-
lenska rikisins. Það var hins veg-
ar ein meginafleiðing oliukrepp-
unnar haustið 1973, að orkuverð
snarhækkaði um ailan heim. Að
sjálfsögðu bar að leggja meginá-
herslu á það atriði við endurskoð-
un hinna upphaflegu draga. Iðn-
aðarráðherra hefur að visu samið
um það, að raforkuverð hækki. Ef
tekið er meöalverð fyrir for-
gangsorku og afgangsorku á 8 ár-
um, þá er hækkunin úr 4,2 mills á
kw-stund i 5,7 mills eða um rúm-
lega 35%. Orkuverðið hækkar
sem sé miklu minna en allir aðrir
kostnaðarliðir hinnar fyrirhug-
uðu verksmiðju. Stofnkostnaður-
inn hefur, eins og ég rakti áðan,
hækkað um meira en helming,
byggingarkostnaðurinn um 150%.
Þarna virtist þó iðnaðarráðherra
hafa kjörið tækifæri til þess að
nalda fast á islenskum hagsmun
um. I fyrri drögum hafði Union
Carbide fallist á arðsemi, sem
næmi 10.3%, eins og áður var
rakið. Ef Gunnar Thorodd-
sen hefði staðið á þessari arð-
semi, 10.3%, sem búið
var að samþykkja, en krafist
þess, að orkuverð hækkaði i
samræmi við breyttar aðstæður,
hefði verið hægt að krefjast 10.4
mills fyrir kw-stund og halda
samt óbreyttri arðsemi sem hlut-
falli af fjárfestingu. Þeim mun
meiri ástæða var til að halda fast
á þessu máli, sem eignarhlutur
Union Carbide i verksmiðjunni
hefur verið aukinn um nærri
þriðjung og þar með arður fyrir-
tækisins af orkunni. En iðnaðar-
ráðherra hefur lotið ákaflega lágt
með þvi að sætta sig við 5.7 mills
miðað við þessar gerbreyttu að-
stæður, þegar 10.4 mills áttu að
vera innan seilingar á rökréttan
hátt miðað við þau fyrri drög um
arðsemi, sem Union Carbide
hafði fallist á.
Fyrri samningsdrög og þau,
sem nú liggja fyrir okkur, eru
ekki sambærileg vegna þess,
hversu mjög ytri aðstæður hafa
breyst á þessum tima. Ég er hins
vegar þeirrar skoðunar, að iðnað-
arráðherra hafi haldið ákaflega
illa á okkar hlut miðað viö þessar
breyttu aðstæður og siður en svo
náð þeim árangri, sem unnt hefði
verið að ná miðað við grundvall-
aratriði, sem áður lágu fyrir. Ég
er andvigur frumvarpinu einnig
af þessari ástæðu.