Þjóðviljinn - 22.03.1975, Page 9
8 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 22. marz 1975.
Laugardagur 22. marz 1975. ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 9
Mikill afli
Góðar sölur
Hvers vegna á þá að
skerða kjör launafólks?
Þorskafli íslendinga
varö rúmlega 11 þúsund
tonnum meiri fyrstu tvo
mánuði þessa árs, en
fyrstu tvo mánuði liðins
árs.
Rækjuaflinn í ár er og
nokkru meiri fyrstu tvo
mánuðina en var í fyrra.
Loðnuvertíðinni er ekki
lokið þegar þetta er skrif-
að, og er hún þó orðin.
þriðja besta loðnuvertíð,
hvað aflamagn snertir,
sem sögur fara af.
Markaður fyrir frystan
þorsk er stöðugur og held-
ur líflegri nú en siöari
hluta árs í fyrra.
Saltfiskur er góð sölu-
vara, og búið er að gera
sölusamninga um mikið
magn af honum á hag-
stæðu verði.
Skreiðarmarkaður, sem
lokaður hefur verið að
mestu leyti undanfarin ár,
hef ur nú opnast að nýju, og
Búiö er að gera marga góða sölusamninga á þorskfiski, bæði
söltuðum og unnum I skreið. Freðfiskurinn er heldur ekki á svo
lágu verði sem látið hefur verið f veðri vaka.
4 kr. minna
fyrir blokk
I sjónvarpsþætti á dögunum
var haft eftir framkvæmda-
stjóra Sölumiðstöðvar hrað-
frystihúsanna, að verðfall það
sem talaö hefði verið um á
fiskafurðum okkar á Banda-
rikjamarkaði væri alls ekki
slikt, sem látið hefur verið að
liggja.
Verðfallið hefur aðallega
verið skýrt með ógnarlegu
falli á þorskblokk, sem þó er
ekki nema hluti af þeirri fisk-
framleiðslu, sem við seljum i
Bandarikjunum. Að visu fór
verðið á biokkinni mjög hátt,
reyndar óeðlilega hátt, fyrstu
mánuði liðinsárs, en það verð
sem nú er selt á, er langan veg
frá þvi að vera lágt verð
miðað við það, sem það hefur
orðið lægst.
Þannig var verðið á
blokkinni 84 sent pundið i
janúar ’74, eða 72,58 kr.
islenskar, en er nú 58 sent
pundið, samkvæmt upplýs-
ingum Ólafs Jónssonar hjá
Sjávarafurðardeild SIS, en
það er jafnviröi 68,64 kr.
islenskra. ólafur sagði að
salan væri treg, en þó væri
sifelld hreyfing á þessari
vörutegund.
Hærra
verö fyrir
þorskflök
Eining sú, sem þorskflök
eru seld i, lbs, fór i janúar i
fyrra fyrir 92 sent, cða 79,49
krónur islenskar. Nú selst
hver eining á 87 sent, eða
102,96 krónur.
Það fist þvi rúmlega
tuttugu og tveim 22 — krónum
meira fyrir hvert Ibs. nú cn
fyrstu mánuöina i fyrra.
mjög gott verð fæst fyrir
skreiðina.
Rækjan selst vel: hægt
er að selja eins mikið magn
af frystri loðnu til Japans
og við getum framleitt, og
loðnumjölsverð á eftir að
stórhækka ef að líkum læt-
ur, því allt útlit er fyrir að
ansjósuveiði perúmanna
bregðist þetta árið, en veitt
magn af ansjósu hefur oft-
ast ráðið verðinu á mjöl-
markaðnum.
Þegar á allar þessar
björtu hliðar er litið vakn-
ar óumf lýjanlega sú
spurning, hvers vegna þarf
að stórskerða kjör launa-
fólks?
Svarið hlýtur að vera
tengt þeirri staðreynd að
núverandi ríkisstjórn er
ekki i fyrirsvari fyrir al-
þýðu fólks, heldur fyrir fá-
mennan hóp gróðahyggju-
manna.
En litum nánar á afla-
brögðin og söluhorfurnar.
100% hærra
verð fyrir
saltfiskinn
Þá hefur og verið haft eftir
einhverjum framkvæmdastjóra
sölusamtaka, Tómasi Þorvalds-
syni hjá SIF, að samið hafi verið
um sölu á allt að 24 þúsund
tonnum af saltfiski til Portúgal og
Spánar, og er það meira magn en
þangað var selt á sl. ári eftir
sömu heimild. Enn er eftir að
semja við Grikkland og Italiu um
kaup á saltfiski, en þangað er ár-
lega selt umtalsvert magn. Það
verður þvi ekki annað sagt en
söluhorfur á saltfiski séu góðar,
og svo enn sé vitnað til sömu
heimildar, Tómasar Þorvalds-
sonar, þá lét hann þau orð falla.
að „miðað við verð á siðasta ári
eru þessir sölusamningar hag-
stæðir”.
Ekki fékkst Tómas til þess að
gefa upp verð á hverju kg. af salt-
fiski, og gaf I skyn að það væri
mikið leyndarmál.
Hins vegar er hægt að upplýsa
það hér, að verð á saltfisktonni i
janúar i fyrra var 122.688 krónur,
en i febrúar i ár var það komið
upp i 246.180 krónur, og varla
hefur leyndarverðið, sem Tómas
samdi um við portúgali og spán-
verja verið lægra en það, sem
gilti i febrúar.
Grásleppuhrognin eru seld á
rokverði, eða rúmlega 33 þús-
und krónur tunnan með 105 kg.
Verðið er miðaö við hrognin
komin i erlenda höfn.
Rokverð
á grá-
sleppu-
hrognum
Nú er grásleppuvertiðin
hafin norðanlands og austan i
það minnsta. Feiknalega gott
verð er á hrognunum, enda
mun láta nærri að islendingar
séu einir um hrognamark-
aðinn, og þvi hreinlega glap-
ræði að sclja hrognin sem hrá-
efni úr landi, en nægar
vinnslustöðvar eru til i landinu
að fuilvinna hrognin i neyt-
endapakkningar.
En hvað um það. Hrognin
eru seld úr landinu, og sam-
kvæmt upplýsingum ólafs
Jónssonar hjá sjávarafurða-
deild StS fást hvorki meira né
minna en 225 dollarar fyrir
tunnuna komna i erlenda höfn.
LATA MUN NÆRRI AÐ ÞAÐ
SAMSVARI 33,750 „KRÓNUM
FYRIR ÞAU 105 KG SEM t
TUNNUNNI ERU, en þar
skakkar nokkrum krónum frá,
þvi hér var reiknað með að
hver doliari kostaði 150 krónur
i staö 149,60 kr.
Nær tólf þúsund
tonnum meira af
þorskfiski í ár
Þorskaflinn i janúar og febrúar
varð 52.731 lest i ár, en sömu
mánuði i fyrra varð aflinn 41.625
lestir. Afiaaukningin er þvi vel á
12. þúsundasta tonnið.
Bátaaflinn varð 700 lestum
meiri fyrstu tvo mánuðina i ár en
var i sömu tvo mánuði i fyrra.
Hinir fordæmdu togarar vinstri
stjórnarinnar, skuttogararnir,
hafa þó gert mestan mun hér á,
þvi togaraaflinn fyrstu tvo
mánuðina i ár varð 11.100 tonnum
meiri en sama tima i fyrra.
Af rækju veiddust 370 lestum
meira fyrstu tvo mánuði þessa
árs, en fyrstu tvo mánuðina 1974.
Ljóst er að loðnuaflinn verður
litlu minni en i fyrra, en þá veidd-
ust 460 þúsund tonn, en um
siðustu helgi var heildaraflinn
kominn i 406 þúsund tonn sam-
kvæmttölum loðnunefndar. Þó að
enn sé nokkuð eftir af loðnuver-
tiðinni er hún þegar orðin sú
þriðja besta i veiðisögunni.
En hverjar eru þá söluhorf-
Á hvaöa veröi
er loðnu-
mjölið selt?
óvissan er mest I sölu loönuaf-
urða. Þó liggur fyrir að japanir
vilji kaupa af okkur allt það
magn, sem við getum fryst af
loðnunni, og allar likur benda til
að heimsmarkaðsverð á loðnu-
mjöli muni hækka á næstunni.
Hitt er svo önnur saga og ósögð
hvert hið raunverulega löðnu-
mjölsverð er.
Gætum selt
allt
sem hægt
væri
aö frysta
„Japanir hafa sagt, að þeir
myndu kaupa allt það magn af
frystri loðnu, sem við gætum
framleitt”, hafði Þjóðviljinn eftir
Bjarna Magnússyni, fram-
kvæmdastjóra útflutnings-
miðstöðvarinnar fyrir skömmu.
Þvi miður hefur frystingin ekki
gengið nógu rösklega, en þetta
svar gefur þó visbendingu um að
tæpt er að trúa fullyröingum
ioðnufrystenda og annarra, sem
haldið hafa því fram, að næsta
ógjörlegt væri að selja loðnu til
Japans að þessu sinni.
23% hækkun
á skreið
Saltfiskurinn hefur hækkað meir en 100% milli ára 1974—'75, og nú hef-
ur þegar verið samiö við portúgali og spánverja um að þeir kaupi af
okkur 24 þúsund tonn af saltfiski.
Nýverið hafði Þjóðviljinn eftir
framkvæmdastjóra Samlags
skreiðarframleiðenda, Braga
Eirikssyni, að verð á hverju kilói
af skreið, sem selt verður til
Nigeriu, en þar eru nú aftur að
opnast góðir og nærri óseðjandi
markaðir, væri 360 kr. fyrir hvert
eitt kiló af þorsk og keilu, 340
krónur fyrir kilóið af Pólarþorski,
en ýsu- og ufsakiló er selt þangað
fyrir 250 krónur.
Er þetta 23% hækkun á
skreiðarverðinu, þeas. þeim teg-
undum, sem fyrst voru hér upp
taldar, en það skiptir höfuð máli,
þvi mestur hluti skreiðarinnar er
þorskur.
óvissast mun vera meö
þaö/ á hvaöa verði loðnu-
mjölið verður selt úr land-
inu, og meira að segja á
hvaða verði það hefur
þegar verið selt.
Oddviti loðnumjöls-
seljenda, Sveinn Bene-
diktsson, hefur þó ruðst
fram á ritvöllinn og sagt að
verðið væri einkar lágt,
lægra en oftast áður. Það
er vísbending um það að
loðnuverðið sé næsta bæri-
legt, eftir fyrri skrifum
þessa oddvita og raunveru-
leikanum.
Það er lika verðið á loðnu-
mjölinu, sem skiptir verulegu
máli þegar reiknað er út hversu
mikið eigi að skerða hlut launa-
fólks i þjóðartekjunum. Þvi er
það aldeilis óverjandi, að þær
upplýsingar sem byggt er á séu
fengnar með þvi einu, að ráðu-
neytið, sem viðskiptamálum
stýrir , skuli spyrja mjölselj-
endur um það hvað þeir fái fyrir
loðnumjölið i stað þess að gera
könnun á þvi erlendis. Hér gætu
verkalýðsforingjarnir gengið
fram fyrir skjöldu og heimtað
skýlaus svör um það hvert sé hið
raunverulega loönuverð.
En hvort sem það er rétt sem
sjómenn segja, að verðið sé 7
dollarar á próteineininguna, eða
það sem oddviti mjölseljenda
segir, að það sé ekki nema 4,25
dollarar fyrir sömu einingu, þá er
útlitið alls ekki eins slæmt og
haldið hefur verið til þessa, þvi
enn er eins dauði annars brauð.
Nú hefur nefnilega frést að
ansjósuveiði perúmanna kunni að
bregðast þetta árið. Það hefur
ráðið hvað mestu um heims-
markaðsverð á mjöli hvernig
Perúmönnum hefur gengið að
veiða ansjósuna, og ef það gengur
illa, þá hækkar mjölverð, og þar
með loðnumjölsverð.
Nú þarf þvi aðeins að hinkra við
örskotsstund, og sjá hvernig
gengur i Perú, en ekki selja i
bráðræði.
Og svo þarf að sjálfsögðu að fá
upp hið rétta loðnuverð.
700.000 kr.
fyrir tonnið
af rækju
„Við erum búnir að selja 55
tonn af lausfrystri rækju til Svi-
þjóðar”, sagði framkvæmda-
stjóri útflutningsfyrirtækisins
UNEX i viðtali við Þjóðviljann nú
ivikunni. Hvert tonn hefur UNEX
selt fyrir 700 ÞÚSUND KRÓNUR.
UNEX telur sig hafa markað
fyrir 400 tonn af lausfrystri rækju
I Svlþjóð, en sviar sjá um að
dreifa rækjunni á markaði I
Evrópu. Þá hefur fyrirtæki þetta
aflað sér markaða fyrir töluvert
magn af reyktum laxi.
Framkvæmdastjórinn sagði að
vissulega ættu þeir i samkeppni á
rækjumarkaðinum aðallega við
Alaskarækju, en hann taldi að
gæði islensku rækjunnar væru
mun meiri en þeirrar frá
Alaska: það þyrfti ekki nema
góða sölumennsku til að selja þá
islensku.
Og þar sem Unex er aðeins litið
fyrirtæki i samanburði við ýmsa
þá sem selja rækju úr landi, eins
og til dæmis SIS, hlýtur það að
vera nokkuð eðlileg ályktun, að
ekki selji Sambandið á lægra
verði en UNEX og enn siður
minna magn. Svartsýni i sölu-
málum á rækju er þvi aldeilis
óþörf.
Af hverju
kjara-
skeröingu?
Eftir þennan lestur hljóta menn að spyrja
hversvegna rikisstjórnin og atvinnurekendur
vilja nú skerða kjör launafólks. Það sem rakið
hefur verið hér á undan virðist alls ekki réttlæta
bölsýni stjórnvalda á efnahagshorfurnar og þvi
siður stórfellda kjaraskerðingu. —úþ.
100konur
mótmæla
Hundrað konur hafa fest
nöfn sin á blað og sent
alþingismönnum mótmæli
sín við breytingum þeim
sem gerðar hafa verið á
fóstureyðingaf rumvarp-
inu.
Forsvarsmenn þessarar
undirskriftasöf nunar
héldu blaðamannafund á
miðvikudag, og birti Þjóð-
viljinn frásögn af þeim
f undi í fyrradag, en hér fer
á eftir listi með nöfnum
kvennanna hundrað.
Við undirritaðar mótmælum
breytingum, sem fram hafa kom-
ið við endurskoðun frumvarps til
laga frá 1973 um ráðgjöf og
fræðslu varðandi kynlif og barn-
eignir, og um fóstureyðingar og
ófrjósemisaðgerðir. Sérsaklcga
lýsum við yfir andstöðu okkar
gegn þvi vantrausti, sem konum
er sýnt, með þvi að fella niður 9.
grein frumvarpsins, þar sem
kveðið er á um.'að fóstureyðing
skuli heimiluð, ef kona æskir
þess, sé aðgerðin framkvæmd
fyrir lok 12. viku meðgöngu og
engar læknisfræðilegar ástæður
mæla gegn þvi. Við krefjumst
þess, að sjálfsákvörðunarréttur
kvenna verði virtur og skorum á
hæstvirt Alþingi að taka upp og
samþykkja óbreytt efni 9. grein-
arinnar.
Anna Kristjánsdóttir,
menntaskólakennari,
Asdis Skúladóttir, leikari,
Ása Þ. Ottesen, félagsmála-
fulltrúi,
Asa Aðalsteinsdóttir,
hjúkrunarkona,
Ásta Hallgrimsdóttir,
læknaritari,
Agla Marta Marteinsdóttir,
húsmóðir,
Adda Bára Sigfúsdóttir,
veðurfræðingur,
Anna Sigurðardóttir,
c/o Kvennasögusafn Islands,
Anna Skúladóttir, fóstra.
Álfheiður ólafsdóttir,
hjúkrunarkona.
Ástriður Karlsdóttir Tynes,
heilsuverndarhjúkrunarkona.
Ásta Björt Thoroddsen,
tannlæknir.
Auður Þorbergsdóttir,
borgardómari.
Asdis Þórhallsdóttir, húsmóðir.
Aðalheiður Bjarnfreðsdóttir,
verkakona.
Björg Sveinbjörnsdóttir,
aflesari.
Bergþóra Gisladóttir, sérkennari.
Björg Einarsdóttir,
skrifstofumaður.
Bergljót Halldórsdóttir,
meinatæknir.
Ellen Júliusdóttir, félagsráðgjafi.
Eva J. Júliusdóttir, sálfræðingur.
Edda Svavarsdóttir,
bankamaður.
Erna Þorleifsdóttir,
læknaritari.
Edda Völva Eiriksdóttir,
hárgreiðslumaður.
Elisabet Þorsteinsdóttir,
meinatæknir.
Eygló Halla Ingvarsdóttir,
húsmóðir.
Erna Ragnarsdóttir,
innanhússarkitekt.
Guðbjörg Þórðardóttir,
félagsmálafulltrúi.
Guðrún Svava Svavarsdóttir,
myndlistarmaður.
Guðriður Þ.
Schröder, yfirhjúkrunarkona.
Guðlaug Konráðsdóttir,
meinatæknir.
Guðrún Helgadóttir,
deildarstjóri.
Guðmunda Helgadóttir,
formaður Sóknar.
Guðrún Gisladóttir,
bókasafnsfræðingur.
Guðrún Jónsdóttir,
félagsráðgjafi.
Guðrún Kristinsdóttir,
félagsráðgjafi.
Guðrún Hallgrimsdóttir,
verkfræðingur.
Guðrún Erlendsdóttir, hrl.
Guðný Danielsdóttir, læknir.
Helga Jónsdóttir, leikari.
Heba Júliusdóttir, þýðandi.
Helga Eysteinsdóttir, húsmóðir.
Hólmfriður Gunnarsdóttir,
félagsmálafulltrúi
Helga M. Nielsdóttir,
ljósmóðir.
Helga Hannesdóttir, læknir.
Hlédis Guðmundsdóttir, læknir.
Harpa Jósefsdóttir Amin,
kennari.
Halla Malmquist, sjúkraþjálfari.
Hrefna Kristmannsdóttir,
jarðfræðingur.
Hallveig Einarsdóttir,
afgreiðslustúlka.
Helga Sigurjónsdóttir, kennari.
Hildigunnur ólafsdóttir,
afbrotafræðingur.
Hjördis Hákonardóttir,
dómarafulltrúi.
Ingibjörg Einarsdóttir, bóksali.
Ingibjörg P. Jónsdóttir,
félagsmálafulltrúi.
Ingibjörg Helgadóttir,
hjúkrunarkona.
Inga Birna Jónsdóttir kennari.
Ingibjörg Guðmundsdóttir,
sjúkraliði.
Jóhanna Kristjánsdóttir,
kennari
Kristjana Jónsdóttir,
lögfræðingur.
Kristin Gunnarsdóttir,
húsmóðir.
Kolbrún Ágústsdóttir,
heilsuverndarh júkrunarkona.
Kristin Bjarnadóttir,
meinatæknir.
Lilja ólafsdóttir, fulltrúi.
Margrét Guðnadóttir, prófessor.
Margrét Sæmundsdóttir,
hjúkrunarstjóri.
Margrét Margeirsdóttir,
félagsráðgjafi.
Maria Þorsteinsdóttir, húsmóðir.
Málhildur Angantýsdóttir,
sjúkraliði.
Nanna Jónasdóttir,
deildarh júkrunarkona.
Ólöf Stefánsdóttir,
sjúkraþjálfari.
Ragnheiður Torfadóttir,
menntaskólakennari.
Sigrún Júliusdóttir,
félagsráðgjafi.
Svava Stefánsdóttir,
félagsráðgjafi.
Sigurlaug Jóhannesdóttir,
vefnaðarkennari.
Soffia Jakobsdóttir, leikari.
Sefania Mekkin Sigurðardóttir,
læknaritari.
Sunna Karlsdóttir, bókari.
Silja Sjöfn Eiriksdóttir,
húsmóðir,
Steinunn H. Hafstað,
háskólanemi.
Sólveig ólafsdóttir,
form K.R.F.I.
Sigurlina Ásbergsdóttir,
fréttamaður.
Steinunn Jóhannesdóttir,
leikari.
Svala Thorlacius, fréttamaður.
Sigriður Hjartar, lyfjafræðingur.
Svandis Skúladóttir, fóstra.
Sigrún Karlsdóttir,
félagsráðgjafi.
Steinunn Harðardóttir,
kennari.
Stella Stefánsdóttir. verkakona.
Sigriður Kristinsdóttir,
sjúkraliði.
Sylvia Guðmundsdóttir, kennari.
Soffia Sigurjónsdóttir,
hjúkrunarkona.
Unnur V. Ingólfsdóttir,
félagsmálafulltrúi.
Unnur Guttormsdóttir.
siúkraþjálfari.
Unnur Halldórs. Einkaritari.
Valbort Bentsdóttir,
skrifstofustjóri.
Vilborg Harðardóttir,
blaðamaður.
Þórunn Pálsdóttir. forstöðukona.
Þórunn Sigurðardóttir. leikkona.
Þorgerður Benediktsdóttir.
lögfræðingur.
Þórdis H. Olafsdóttir,
simavörður.
Þorbjörg Guðmundsdóttir,
skrifstofustúlka.
Þórunn Klemenzdóttir,
hagfræðingur.
Þórunn Valdimarsdóttir.
formaður Verkakvennafélagsins
Framsóknar.