Þjóðviljinn - 03.04.1975, Side 2

Þjóðviljinn - 03.04.1975, Side 2
2 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN F'immtudagur 3. aprll 1975. Aðalfundur Alþýðu- bankans h.f. verður laugardaginn 12. april 1975 i Súlna- sal Hótel Sögu i Reykjavik og hefst kl. 14.00. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf skv. samþykkt- um bankans. Aðgöngumiðar að aðalfundinum ásamt atkvæðaseðlum, verða afhentir hluthöfum og umboðsmönnum þeirra i bankanum að Laugavegi 31, dagana 10. og 11. april n.k. Reykjavik 1. april 1975. Bankaráð Alþýðubankans h.f. Hermann Guðmundsson form. Björn Þórhallsson, ritari. V eðurathugunarmenn á Hveravöllum Veðurstofa íslands óskar að ráða tvo ein- staklinga, hjón eða einhleypinga, til veðurathugana á Hveravöllum á Kili. Starfsmennirnir verða ráðnir til árs- dvalar, sem væntanlega hefst fyrri hluta ágústmánaðar 1975. Umsækjendur þurfa aö vera heilsuhraustir, og æskilegt er, aö a.m.k. annar þeirra kunni nokkur skil á meöferö dieselvéla. Tekiö skal fram, aö starfiö krefst góörar at- hyglisgáfu, nákvæmni og samviskusemi. Umsóknir ásamt upplýsingum um aidur, heilsufar, menntun, fyrri störf og meömælum, ef fyrir hendi eru, skulu hafa borist Veöurstofunni fyrir 20. april n.k. Allar nánari upplýsingar gefur deildarstjóri áhalda- deildar Veðurstofunnar Bústaöavegi 9, Reykjavlk. Félag járniðnaðarmanna F élagsf undur verður haldinn laugardaginn 5. april 1975 kl. 13.30 e.h. i Domus Medica v/Egilsgötu. Dagskrá: 1. Félagsmál 2. Samningarnir 3. Önnur mál Mætið vel og stundvislega Stjórn Félags járniðnaðarmanna Y erkamannafélagið Dagsbrún F élagsf undur verður i dag, fimmtudaginn 3. april, kl. 9 e.h. i Lindarbæ. Dagskrá: Samningarnir. Stjórnin DB Finn H.332, breski togarinn sem strandaði fimm milur austan viö Hjörleifshöfða þann 21. mars s.l. kom til Reykjavikur á mánu- daginn. Varöskipiö Ægir náöi tog- aranum af strandstaö, en áöur haföi hiö nýja varðskip, Týr, reynt aö ná honum út. Skipsbrotsmennirnir, 21 aö tölu, voru allir komnir til slns heima fyrir páska. Þaö er Boston Deepsea Fisheries, sem gerir Finn út, og hefur hann einu sinni áöur strandaö hér viö land. Aö lokinni botnsskoöun verður togarinn dreginn til Bretlands. Siglufjörður: Góð rauðmagaveiði Rauömagaveiöi hefur veriö þokkaleg á Siglufiröi. Þar nyrðra fengu menn fyrst rauðmaga i net þann 20. janúar I vetur, og siöan hefur hann sótt talsvert I net. Mest af rauðmaganum er selt á Siglufirði, ma. i reyk, og mun fyrirtæki Egils Stefánssonar kaupa mikið af rauðmaga, sem siðan er frystur og reyktur eftir þvi sem þarf. Aöeins tveir trillukarlar á Siglufiði eru einvörðungu með rauðmaganet, en margir aðrir eru með grásleppunet, en fá aðallega rauðmaga i þau. Eitthvað af þeim norðlenska rauðmaga hefur ratað hingað suður, en nú er rauðmagatörn trilluka’rlanna hér að hefjast, og þá er hætt við að taki fyrir þann „útflutning” norðlendinganna. —GG Fjölskylda Vldalin, tris (Marla Axfjörö), Eirikur (Kristján Ells Jónas- son), Rakel (Árnina Dúadóttir). Leikfélag Húsavikur til Danmerkur Til Danmerkur með „Eg vil auðga mitt land” Nýir stjórar hjá pósti og síma Samgönguráöherra hefur nú skipaö menn I tvær nýjar stöður hjá pósti og sima. Það eru stöður umdæmisstjóra pósts og síma I umdæmi 1 og simstjórans I Reykjavlk. Aðalsteinn Norberg var skipaður umdæmisstjóri, en hann var áður ritsimastjóri. Undir umdæmisstjórann heyrir nú öll starfsemi pósts-, sima- og radió- stöðva stofnunarinnar á Suður- og Vesturlandi, þar með talin póst- stofan i Reykjavik og simstöðin I Reykjavik. Hafsteinn Þorsteinsson var skipaður simstjóri i Reykjavik, en hann var áður skrifstofustjóri Bæjarsimans. Staða simstjórans kemur i stað stöðu bæjarsima- stjóra og ritsimastjóra i Reykja- vik, þannig að rekstur bæjarsim- ans, ritsimans og talsimastöðvar- innar I Reykjavik veröur nú undir stjórn simstjórans. Þessar stöðuveitingar koma i kjölfar setningu nýju reglu- gerðarinnar um breytingu á stjórn og skipulagi pósts og sima' frá þvi um s.l. áramót. Eins og menn rekur minni til, mótmælti Póstmannafélagið þessum breytingum kröftuglega, taldi m.a. að með þessum breytingum, væri hlutur póstsins gróflega fyr- ir borð borinn, og ekkert tillit hefði verið tekið til óska og til- lagna póstmanna við breyting- una. —GG Leikfélag Húsavlkur hefur fengið styrk úr Norræna menn- ingarsjóönum til þess aö fara meö islenska leikritiö, Ég vil auöga mitt land, til Danmerkur, þar sem verkiö verður sýnt á samnor- rænni leikhúsviku áhugamanna. Leikritið, Ég vil auöga mitt land, er eftir Þórð Breiðfjörð og var sýnt við mikla aðsókn I Þjóð- leikhúsinu s.l. ár eða alls 34 sinn- um. Leikstjóri var þá Brynja Benediktsdóttir og tónlist við verkið gerði Atli Heimir Sveins- son tónskáld. Leikstjóri á Húsavik er Sig- uröur Hallmarsson, en tékkneska tónskáldiö Ladislvav Vojta samdi nýja tónlist við söngva verksins, Vojta hefur verið aðaldriffjöður tónlistarlifs þeirra húsvikinga siðustu árin. Með aðalhlutverkin fara: Kristján Elis Jónasson, Árnina Dúadóttir, Maria Axfjörð, Þorkell Björnsson, Einar Njáls- son, Sigurjón Pálsson og Ingi- mundur Jónsson. Formaður Leikfélagsins er Grimur Leifs- son.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.