Þjóðviljinn - 03.04.1975, Qupperneq 8

Þjóðviljinn - 03.04.1975, Qupperneq 8
Tony Knapp: Ekki ráðinn sem landsliðsþjálfari Tony Knapp þjálfari KK er kominn til landsins og byrjaö- ur að þjálfa KR-liðið. Talað hefur verið um að hann væri ráðinn sem landsliðsþjálfari i sumar og mun þegar búið aö setja hann i landsliðsnefnd hjá KSÍ, en sjálfur segir hann að hann sé ekki ráðinn sem landsliösþjálfari, ekki hafi verið gengið frá neinum samningum við sig um það mál, aðeins lauslega rætt við sig um það fyrr í vetur. Og það sem meira er, hann segist hafa takmarkaðan áhuga. Okkur túkst ekki að ná i Ellert Schram formann KSl I gær, hann var ekki i bænum, til þess að spyrjast fyrir um þetta mál en Páll Bjarnason einn af stjérnarmönnum KSl sagðist ekki vita betur en frá þessu máli hefði verið gengið. Hér er greiniiega um ein- hvcrja handvömm hjá stjórn KSl að ræða og alveg furðu- legt að ekki skuli enn búið að ganga frá málunum þar sem ekki er nema rúmur mánuður Tony Knapp 1 fyrsta landsleikinn. 8 StÐA — ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 3. april 1975. Agnar10 sinnum ís- landsmeistari - Símon besta vítaskyttan - Jón Sig. stiga- hæstur Agnar Friðriksson leikmað- ur tR i körfuknattleik fékk sérstaka viðurkenningu frá KKt vegna þess aö hann var islandsmeistari með liði sinu tR I 10. sinn aö þessu sinni. Þetta er mikið og giæsilegt afrek en þó ekki einsdæmi hér á landi, þeir Hermann Hermannsson og Frimann Helgason urðu báðir 10 sinn- um meistarar með Val í knatt- spyrnu og Hjalti Einarsson og Birgir Björnsson hafa báðir oftar orðið tslandsmeistarar með FH I handknattieik. Stigahæsti leikmaður tslandsmótsins i körfu að þessu sinni varð Jón Sigurðs- son Ármann með 306 stig en Kolbeinn Pálsson, sem ekki gat leikið siðasta ieikinn með KR var með 299 stig. Simon Ólafsson Ármanni var með bestu nýtnina I vita- skotum eða 54 stig úr 74 til- raunum sem gerir 72,9% en Kolbeinn Páisson var með 59 stig úr 81 tilraun eða 72,8%; minni gat munurinn alls ekki verið. Kristinn leikmaður mótsins Kristinn Jörundsson hinn snjalli leikmaður tR i körfu- knattleik var af leikmönnum 1. deildar liðanna kjörinn körfuknattleiksmaður mótsins sl. þriðjudagskvöld. Það hefur verið siður f körfuknattleikn- um að leikmenn velji mann mótsins og það kemur alls ekki á óvart að Kristinn skuli hijóta þennan titil nú, hann hefur verið potturinn og pann- an I leik IR-liðsins í vetur, liðs- ins sem fáir bjuggust við miklu af en var sfðan íslands- meistari. íslandsmótið í júdó - opinn flokkur: Svavar Carlsen er sá sterkasti hinn 17 ára gamli júdómaður Viðar Guðjohnsen vekur æ meiri athygli Kristinn Jörundsson a CJ u u of * o o D D / Islandsmeistararnir unnu síðasta leikinn glæsilega ÍR-ingar sigruðu í körfuknattleiksmótinu með yfirburðum Tveir síðustu leikirnir í 1. dei Idarkeppni islands- mótsins í handknattleik fóru fram í fyrrakvöld. Þá sigraði Armann KR 80:72 og íR-ingar, sem þegar voru orðnir islandsmeist- arar. luku mótinu með ein- stökum glæsibrag, sigruðu Val 105:89. Aeftirtóku þeir svo við sigurlaununum í mótinu en þetta mun vera í 10. sinn sem IR verður Is- landsmeistari í körfu- knattleik. IR vann þetta mót með miklum yfirburðum, mun meiri yfirburð- um en verið hefur hjá Islands- meisturum undanfarin ár. 1R hlaut 26 stig, KR 20, Armann 18, 1S 16, UMFN 16, Valur 10, Snæfell 4 og HSK 2. 1 haust þegar mótið byrjaði spáðu flestir KR eða Ármanni sigri en flestir voru vantrúaðir á að 1R myndi blanda sér i toppbar- áttuna. En svona er það oft i iþróttum. Það liðið sem fáir spá sigri kemur á óvart með góðri frammistöðu. Menn þekkja þetta úr öllum flokkaiþróttum. íslandsmótið í fim- leikum fer fram 5. og 6. apríl nk. Islandsmótið i fimleikum karla og kvenna verður háð um næstu helgi, laugardaginn 5. og sunnu- daginn 6. april nk. i iþróttahúsi kennaraháskólans. Keppnin er einstaklingskeppni i aldursfiokkum og verður keppt eftir fimleikastiganum nýja. Fyrri daginn verður keppt i skyldugreinum en þann siðari i frjálsum æfingum. Nú er orðið nokkuð langt um liðið siðan íslandsmót var haldið i fimleikum en þessi fagra iþrótta- grein hefur átt mjög vaxandi fylgi að fagna undanfarið enda ötul- lega verið að uppbyggingu henn- ar unnið af hinu unga Fimleika- sambandi Islands. Vonandi tekst þetta tslandsmót vel eins og bikarkeppni FSl á dögunum, en þar kom vel i ljós að við eigum mikinn efnivið i fim- leikum sem aðeins þarf að hlúa að og vinna úr til þess að við eign- umst afreksfólk i þessari iþrótta- grein. lslandsmeistarar ÍR I körfuknattleik 1975 (mynd Einar). islenskir júdómenn sýndu mik- ið bardagaskap og harðfylgi á ís- landsmótinu I opnum flokki (án þyngdartakmarkana) sem háð var á þriðjudagskvöidið. Er ekki annað að sjá en að þeir séu fylli- lega frambærilegir á Norður- landamótið sem haldið verður hér i Reykjavik siðar i mánuðinum. Flestir virtust i góðri þjálfun, og sennilega höfum við aldrei átt svo marga jafngóða júdómenn og nú. Til úrslita kepptu þeir Svavar Carlsen og Viðar Guðjohnsen, og stóð viðureignin fulla úrslitalotu- lengd eða 10 minútur. Svavar sigraði með nokkru öryggi en tókst ekki að ná fullum sigri yfir Viðari sem er aðeins 17 ára gam- all. Viðar er geysiharður keppnis- maður og hefur náð miklum krafti og furðulegri leikni miðað við hans lága aldur. Hann sigraði þá Sigurjón Kristjánsson og Gisla Þorsteinsson i mjög jöfnum við- ureignum. Sigurjón, Gisli og Halldór Guðnason áttu allir mjög góðar viðureignir og sýndur góð- an keppnisvilja. Keppendur voru alls 15, sumir úr léttari flokkum en þeir sem nefndir hafa verið, og veittu hin- um þyngri þó harða keppni. Keppt var i þriðja sinn um Dat- sun-bikarinn sem gefinn er af Ingvari Helgasyni. Fjórir efstu menn i keppninni urðu þessir: 1. Svavar Carlsen, JFR 2. Viðar Guðjohnsen, A 3. Sigurjón Kristjánsson, JFR 4. Halldór Guðnason, JFR. Þá var einnig keppt i opnum flokki kvenna. Úrslit urðu þessi: 1. Sigurveig Pétursdóttir, Á 2. Þóra Þórisdóttir, A 3. Magnes Einarsdóttir, Á 4. Anna Lára Friðriksd., A 5. Rósa Össurardóttir, Gerplu Sigurveig vann til eignar bikar þann sem um var keppt i þessum flokki. Svavar CJ CJ A o D /

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.