Þjóðviljinn - 03.04.1975, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 03.04.1975, Blaðsíða 9
Fimmtudagur 3. aprll 1975. ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 9 tslendingar, eins og flestar fá- tækar þjóðir hafa löngum orðið að heyja harða baráttu við peninga- valdið, og lifa sjálfar við „krepp- ing hálfan”. Mikið höfum við unnið á, en slikt má ekki ganga lengra að áliti hinna ráðandi afla, sem þykjast eiga húsbóndavaldið. Vegna þess hefur nú verið gjör- hugsuð kannski stærsta lotan, þar sem þeir smærri eiga að „setja ofan”. Þetta er engin ný bóla, þar sem undirstéttirnar hafa unnið á. Þegar nóg er af henni látið, að þeirra áliti, eru fundin upp ný ráð. Þessi nýju ráð eru þó gömul, en margfölduð á tæknilegan hátt. Stærri og smærri hringir eru myndaðir sem ráða framleiðsl- unni og versluninni. Þannig taka þeir ekki einungis það, sem þeir hafa af hendi látið, heldur marg- falt. Slagurinn hér hefur oft verið harður og það svo, að peninga- valdið hefur aldrei haft kraft til að framfylgja áformum sfnum. Þótt verkalýðsforingjar hafi ver- ið settir undir lás og slá og dómar uppkveðnir, þá hefur slikt runnið út i sandinn. Nú eygir samt uppi von um að hið nýja postularáð vinni sigur á dómsmálasviðinu. Eins og kunnugt er stöndum við nú i kannski örlagarfkustu og hörðustu deilu, sem hér hefur verið háð. Hér er ekki aðeins um kauprán að ræða, það stærsta i sögu verkalýðsfélaganna, heldur dýpra en nokkru sinni fyrr og ætl- að að draga langan slóða á eftir sér. Hið gffurlega rán, sem nú hefur verið framið er bara byrj- unarleikur, kóngspeði leikið fram. Kynjahnoðað, sem sett hef- ur verið af stað á að vefja utan um sig þar til vörnin brestur. Þetta er allt þaulhugsað og þvi meiri hætta framundan en nokk- urntfma áður, ef ekki er rétt á málum haldið. Það sem vinstristjórnin vann til þjóðþrifa á að brjóta niður. Erfið- leikar hennar voru að mestu utanaðkomandi, en við það sáu svikararnir innanfrá leik á borði. Slikt er engin ný bóla þar sem ó- lik öfl starfa i rikisstj. Þrátt fyrir allt munu spor þeirrar rikis- stjórnarseint þurrkuð út i þjóðar- sögunni. Þegar sú stjórn vildi spyrna við fótum, sá ihaldið sér leik á borði með hjálparkokkum sinum i stjórninni, sem nú hurfu til sinna fornu stöðva. Með þessu varðstjórnin óstarfhæf og vanda- málin ófu utan um sig og marg- földuðu vandann. Þetta varð vatn á myllu ihaldsins og þess einasta von var að láta allt dankast þar til hægt væri að auglýsa strand. Þetta heppnaðist og eftir að nýja stjórnin tók við, var ekkert gert annað en láta „skútuna” dúsa á strandstaðnum, sem þeir kölluðu. Allt var þetta gert til að auka vandann og skrifa hann á reikn- ing fráfarandi stjórnar. Ráðið var ágætt og heppnaðist; nú var hægt að taka i hinn langþráða taum og láta kné fylgja kviði. Þessir menn áttu ekkert á hættu, þarna voru báðir auðhringar þjóðarinnar að verki i einingu andans og bandi friðarins. Þeir gátu engu tapaö, heldur brostu gróðasjónarmiðin móti sólu. SfS gat nú lagt af alla barna- gæslu, náðir þurftu bænda við og sjálfsagt að hendá i þá einhverj- um skófum. Hvort þeir sjá gildr- una kemur siðar fram. Hvað auðhringar kalla sig eða auglýsa stefnu sina er tómt mál. Þeir eiga bara eitt mark, meiri gróða og þá skilur hvorki málefni né landamæri. Föðurland þeirra finnst ekki á landakorti. SfS hefur nú gert orð Hriflu- jónasar að sinum, sem voru eitt- hvað á þá leið, að þegar bændur og verkamenn færu að gera sig breiða stæði hann við hlið Ólafs Thors. Iiáðagjörð þessarar Fundir í vikunni Verkalýðsfélögin munu efna til funda nú i vikunni til þess að fjalla um niðurstöður þeirra samninga, sem 9-mannanefnd- in, gekk frá fyrir helgina sið- ustu. Verkfallsboðunin stendur miðuð við 7. april og verður ekki dregin til baka nema samning- amir verði samþykktir i verka- lýðsfélögunum. Halldór Pétursson: Skipulögð forusta er framtíðarlausn stjórnar er auðveld, ef ekkert verður aðhafst. Hún ræður yfir öllu fjármagni þjóðarinnar. Eign- araðild flestra að framleiðslu- tækjunum er nafnið eitt. Tapfor- múlurnar er búið að berja inn i þjóðina með leikni galdrameist- ara. Tapiðer svo geigvænlegt, að þjóðarauður eykst með hverju ári!! Framleiðendur hafa helgað sér reikningslist Sölva Helgasonar, sem reiknaði barnið i kvenmann- inn, minnisvarðinn er nú tryggð- ur af böðlum hans. Ég lifði öll kreppuárin á eyr- inni og veit glögg skil á þeim tima. Skuldakóngarnir komu út úr þessu með sællegu yfirbragði, klæddir i kjól og hvitt og allar skuldir þeirra visnuðu upp með vissri hagræðingu; og svo mun enn verða ef almenningur heldur ekki vöku sinni. Það sem verður að gerast' i þessari galdrahrið er að verkselj- endur verða að berjast til siðasta manns, i likingu talað, annars færa þeir börnum sinum aðeins kúgun i arf, enn um ófyrirsjáan- legan tima. Bændum verður að skiljast að þeirra er að standa með verkamönnum, en ekki auð- hringum, þótt þeir breiöi yfir nafn og númer. Við islendingar höfum lengi barist fyrir frelsi okkar og menn- ingu, soltnir og klæðlitlir, samt unnið sigur. Það væri þvi löður- mannlegt að hopa nú, jafnvel þó við þyrftum að herða hina marg- umtöluðu ól. Nú talar stjórnin um það i tima og ótima að það þurfi að hugsa um þá lægst launuðu. Þetta á að endurtaka svo oft, að þvi verði trúað. Hafið þá i huga hliöstætt dæmi. Spámaður einn sagði: „Þegar yfirstéttin talar um frið, spenni ég upp bóginn á skamm- byssunni minni.” Stuggum þess- ari stjórn af strandstaðnum og drögum þjóðarskútuna út i land- helgina og strengjum þess heit að verða ekki verfeðrungar eða móðurmorðingjar. Sameiginlegt takmark Sú var tíðín að þjóðin átti tilveru sína beinlínis undir samgöngum við umheiminn. Svo er að vissu leyti enn í dag. En jafnvel þótt þjóðin gæti lifað hér sjálfri sér nóg, þá hefur hún aldrei ætlað sér það hlut- skipti að búa við einangrun, um það vitnar sagan. Takmark þjóðarinnar hefur ætíð verið að sækja allt það besta sem umheimurinn hefur boðið upp á, og einnig að miðla öðrum því besta sem hún hefur getað boðið. Þess vegna markaði tilkoma flugsins þáttaskil í samgöngumálum íslendinga, þar opnaðist ný samgönguleið, sem þjóðin fagnaði, og þegar reglubundið áætlunarflug til útlanda hófst, varð bylting í samgöngumálunum. Það varð hlutverk félaganna beggja að hafa á hendi forystu í þróun flugmálanna. Hvernig til hefur tekist skal látið ósagt, en eitt er víst að aldrei hefur skort á stuðning landsmanna sjálfra. Nú hafa félögin verið sameinuð. Það er gert til þess að styrkja þennan þátt samgöngumála. Með sameiningunni aukast möguleikar á þjónustu við landsmenn og hagræðing í rekstri verður meiri. Þannig þjónar sameiningin því takmarki sem þjóðin hefur sett sér að hafa á hverjum tíma öruggar og greiðar samgöngur til þess að geta átt samskipti við umheiminn. Það er sameiginlegt takmark félaganna og allrar þjóðarinnar. FLUGFÉLAC LOFTLEIDIR ISLANDS Félög sem byggðu upp flugsamgöngur þjóðarinnar

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.