Þjóðviljinn - 19.04.1975, Síða 2
2 StÐA — ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 19. aprfl 1975.
Af fannamanninum furðulega
Eit+hvert dularfyllsta fyrirbrigði samtíðar-
innar er vafalaust ferlíki nokkurt, sem hvað
eftir annað hefur skilið eftir sig spor í Hima-
lajafjöllum norður af smáríkinu Nepal og
nefnt hefur verið á máli þarlendra ,,Jeti”
(sem rímar við breti).
Aldrei hafa menn augum litið skrímsli
þetta, en sporin eru ekki ósvipuð mannsspor-
um, nema hvað þau eru mörgum sinnum meiri
að vöxtum. Með því að beita nokkurri rök-
hyggju hafa menn komist að því að slík spor
geti ekki tilheyrt kykvendi, sem sé minna að
vöxtum en þjóðleikhústurninn. Aldrei hafa
menn barið fyrirbrigðið sjálft augum, en af
mikilleik sporanna má marka það að skepnan
er ferleg, enda hef ur hún á enskri tungu feng-
ið nafnið ,,The abominable snowman", eða
einsog Ævar vinur minn Kvaran nefndi hann í
merku útvarpserindi um fyrirbrigðið, fyrir
nokkrum árum, ,,Fannamaðurinn ferlegi".
En hvað stoðar það íslendinga að Fanna-
maðurinn ferlegi sé að skeiða um
Himalajaf jöllin og skilji þar eftir sig dularf ull
spor í snjónum fyrir indverja, pakistana,
nepala, mongóla, malaja og alls konar hala-
negra að velta vöngum yfir? Sáralítið eða
minna. Þess vegna er óhætt að segja að fanna-
maðurinn furðulegi, sem heiðrað hefur aust-
firðinga að undanförnu með dularfullri nær-
veru sinni, sé sannkallaður aufúsugestur í
lognmollu hversdagsleikans hérna uppi á ís-
landi þar sem hin fréttaþyrstu dagblöð fá
sjaldnast neinar frískandi fréttir til að svala
þorstanum.
Það er upphaf þessa máls að ókennileg Ijós
sáust í Loðmundarf irði. Þetta þótti þeim mun
einkennilegra, þar sem ekki var vitað til að
nein skip lægju inná firðinum. Var málið
þegar sent til rannsóknar, og kom í Ijós eftir
nákvæmarog yf irgripsmiklar eftirgrennslan-
ir sérfræðinga, að skip hefði legið inná firð-
inum, þótt ekki hefði verið til þess vitað að
skip lægi á firðinum.
En nú varð ekki aftur snúið fyrir f jölmiðl-
ana. Eitthvað gríðarlega dularf ullt lá í loftinu
í Loðmundarf irði og brugðu reykvískir áhuga-
menn um dularfylli nú hart við, tóku sér þyrlu
á leigu og flugu austur að Stakkahlíð í Loð-
mundarfirði ásamt þrem kunnum fótafara-
sérf ræðingum.
Þegar þyrlan var lent tóku fótafararsér-
f ræðingarnir þegar til við að leita að sporum í
snjónum og fundu þau raunar. Eftir miklar
mælingar, rannsóknir, alvarlegar ígrundanir,
dispútasjónir og útreikninga komust fótafara-
sérfræðingarnir loks að því að sporin í snjón-
um væru greinilega eftir eitthvert spendýr.
Hins vegar var ekki hægt að ákvarða með f ull-
nægjandi nákvæmni, hvort um væri að ræða
spor eftir klaufdýr eða mann, þar sem spor
manna og klaufdýra eru nær óþekkjanleg í
sundur. Hins vegar bar sérf ræðingunum sam-
an um það að ef um klaufdýraspor væri að
ræða í snjónum, þá væri fremur um hreindýr
að ræða heldur en kýr, þar sem mjög fátítt er
að bændur í Hjaltastaðaþinghá láti mjólkur-
kýr sínar ganga sjálfala úti á hjarninu yfir
vetrartímann. Aftur á móti mátti hverjum
manni vera það Ijóst að ef um spor manns
væri að ræða, þá yrði að vinda bráðan bug að
því að f inna hann og gæta að því hvort pappír-
ar hans væru í lagi og tómthúsbréf.
Var nú ráðist til inngöngu í bæinn að Stakka-
hlíð til að leita að sporvaldinum, og fljótlega
gerðu leitarmenn stórmerka uppgötvun. Þeir
fundu sem sagt leifar af gamalli brúnköku.
Nú þurfti ekki lengur vitnanna við. Af langri
reynslu i starfi, hyggjuviti, skarpskyggni og
rökfestu hins þjálfaða fótafarasérfræðings
var strax þarna í baðstofunni í Stakkahlíð
ályktað sem svo. Hreindýr hefðu aldrei tekið
uppá því að bera brúnköku inn í bciðstofu í
Stakkahlíð, ergo: Förin i snjónum eru eftir
mann.
Og nú var hafist handa að leita að hinum
dularfulla fótafaravaldi og var leitað bæði úr
lofti, láði og af legi. Fljótlega kom að því að
bóndakona rakst á gangandi mann á Hjalta-
staðaveginum rétt hjá Rauðhólsafleggjaran-
um, og sagði hún í viðtali viðeitt af dagblöðum
Reykjavíkur eitthvað í þá átþað út af f yrir sig
hefði ekkert verið athugavert við manninn
þarna á veginum, annað en það að hann hafi
stanslaust snúist í hring í kringum sjálfan sig
en þegar hann sá fólkið nálgast stakk hann
höfðinu ofan í freðinn grassvörðinn á veg-
brúninni. Sérfræðingarnir sáu strax í hendi
sér að það þurfti harðari haus til að stinga of-
an í f reðinn svörð en svo,að hér gæti verið um
leirhaus að ræða, svo að nú gerðist málið enn
f lóknara og við það situr, þegar þessi grein er
skrif uð.
Rétt er þó að vitna í skýrslu fótafarasér-
fræðinganna, sem send var yfirvöldum á
Austf jörðum eftir sporleitina við Stakkahlíð:
Leitarmannaflokkur fann
fótspor oní snænum
eftir hreindýp meri eða mann
sem mun hafa komið að bænum.
Flosi
Danskur tannlœknir flytur erindi um
T annlæknaþ j ónustu
við vangefna
Hingað til Iands er kominn
danskur tannlæknir, Björn
Kussell, en hann hefur sérhæft sig
í tannlækningum vangefinna.
Flytur hann erindi á vegum
Tannlæknafélagsins og Styrktar-
félags vangefinna að dag-
heimilinu Bjarkarási I Stjörnu-
gróf 9 kl. 14 f dag, laugardag.
Tannlæknaþjónusta við van-
gefna hefur verið mikið áhyggju-
efni aðstandenda þeirra og ann-
arra sem láta sig málefni vangef-
inna nokkru varða. Þeir þurfa
mun meiri umönnunar og alúðar
viö og tannhirðing og viðgerðir á
tönnum þeirra er miklu timafrek-
ara starf en hjá heilbrigðu fólki.
Vmsir sjúkdómar eru algengari
hjá vangefnum en öðru fólki og
sum þau lyf sem þeir verða að
taka auka á tannskemmdir og
erfiðleika við tannhirðingu. Við
þetta bætist að vangefnir eiga
erfiðara með að gera sér grein
fyrir tannskemmdunum og nauð-
syn tannhirðingar og einnig að
gera öðrum grein fyrir þvi þegar
tannpinan fer að herja á þá.
Á Norðurlöndum hafa menn
gert sér grein fyrir þessu vanda-
máli og td. i Danmörku eru nú
starfandi 11 tannlæknar sérhæfðir
i þjónustu við vangefna. Var
Björn Russell frumkvöðull á
þessu sviði og sá fyrsti sem sneri
sér eingöngu að þessu verkefni. 1
Danmörku greiðir rikið að jafnaði
tvo þriðju hluta kostnaðar við
tannlækningar en allan kostnað af
sérþjónustu við vangefna.
Hér á landi er talið að 1500-2000
manns þurfi slikrar sérþjónustu
við en auk vangefinna eru þá
meðtaldir geðsjúkir og langlegu-
sjúklingar. Enginn islenskur
tannlæknir hefur sérhæft sig i
þjónustu við þetta fólk og ekki er
vitað um neinn sem leggur stund
á slfkt sérnám. Gunnar Þormar
tannlæknir hefur kynnt sér skipu-
lag þessara mála erlendis og skil-
að um það skýrslu til heilbrigðis-
ráðuneytisins. Var fallist á að
taka málið þeim tökum sem hann
leggur til en ekkert hefur enn ver-
ið aðhafst og eru tannlæknar
orðnir nokkuð langeygir eftir
efndum á gefnum loforðum.
Það er best að ljúka þessari
frétt með tilvitnun i lok greinar-
gerðar Gunnars:
,,1 þvi mikla átaki, er á undan-
förnum árum hefur verið gert i
málefnum vangefinna, hefur upp-
bygging tannlæknisþjónustu orðið
útundan. Vangefið fólk er mjög
háð þvi, hve vel þjóðfélagið hlúir
aðþvi. Það er mannúöarmál að
stuðla að þvi, að þessir smæstu
meðlimir þjóðfélags vors verði
aðnjótandi nauðsynlegrar tann-
lækniþjónustu.” —ÞH
Yinnings-
möguleikar í
getraunum
miðast við
selda get-
raunaseðla
1 frétt frá Getraunum segir:
Af gefnu tilefni skal vakin
athygli á, að vinningsmögu-
leikar I Getraunum eru aðeins
miðaðir við selda getrauna-
seðla. Fyrirtækið er ekki sjálft
þátttakandi i getraunum og
getur þvi aldrei hlotið vinning.
Af andvirði seldra miða, fara
50% i vinninga, en hagnaður af
rekstrinum rennur til iþrótta-
starfsins f landinu.
Kammertónleikar
Kammersveit
Reykjavikur heldur
fjórðu og siðustu reglu-
legu tónleika sina á
þessum vetri n.k.
sunnudag, 20. april kl.
16 i sal M.H.
Frumflutt verður tónverk eft-
ir Hafliða Hallgrimsson,
Divertimento fyrir sembal og
strengjatrió. Hafliði samdi
verkið i júni 1974 fyrir Kammer-
sveitina.
Þá verður leikið fjörugt verk
eftir Prokofieff, verk eftir
Lopold Mozart og J.S.Bach.
Leopold Mozart er reyndar
frægari sem faðir Wolfgangs
Amadeus en sem tónskáld, en
þó liggja eftir hann nokkur
áheyrileg verk. Lárus Sveinsson
leikur einleik á trompet, en Páll
P. Pálsson stjórnar.
Tónleikunum lýkur á
Brandenborgarkonsertnr. 5iD-
dúr eftir Bach. Einleikarar eru
Jón H. Sigurbjörnsson á flautu,
Guðný Guðmundsdóttir, fiðla og
Helga Ingólfsdóttir, sembal.
Með' þessum tónleikum lýkur
fyrsta starfsári Kammersveit-
arinnar, og segja hljómsveitar-
menn að áhugi áheyrenda lofi
góðu um framhaldið.
—GG
Guöný Guömundsdóttir, Helga Ingólfsdóttir, Graham Tagg og Pétur Þorvaldsson (talið frá vinstri)
frumfiytja Divertimento fyrir sembal og strengjatrió eftir Hafliða Hallgrímsson á tónleikum Kammer-
sveitar Reykjavikur á sunnudaginn.