Þjóðviljinn - 19.04.1975, Page 3
Laugardagur 19. aprfl 1975. ÞJÓDVILJINN — StÐA 3
Yfirlýsing
Rauðsokka vegna
grófra ásakana
Guðmundar
Jóhannessonar,
læknis:
Lágkúra
°g
rógburður
Rauðsokkahreyfingin hefur
sent frá sér harðorða mótmæla-
yfirlýsingu vegna óvenjugrófra
aðdróttana sem komu fram i máli
Guðmundar Jóhannessonar,
kvensjúkdómalæknis i sjónvarps-
viðtali á miðvikudaginn. Þar
sagði Guðmundur orðrétt:
„...mér finnst það vera svolitill
tviskinnungur i málflutningi
Rauðsokkahreyfingarinnar. Eg
veit, ég hef vitneskju um það, að
þær hafa beinlinis hvatt ungar
stúlkur og konur til að fara til
Bretlands til að fá fóstureyðingu
án þess að það væri reynt á það,
hvort þær gætu fengið þessa að-
gerð hérna heima. Og ég get ekki
séð, að tilgangurinn hafi verið
annar heldur en með þvi að sýna
fram á mikinn fjölda af þessum
fóstureyðingum á islenskum kon-
um i Bretlandi, að þá væri mein-
ingarlaust fyrir okkur að vera
með hindranir hérna, og þetta
finnst mér vera óheiðarlega unnið
að þvi hérna að brjóta lög til þess
að byggja upp lög.”
1 fréttayfirlýsingu Rauðsokka-
hreyfingarinnar segir að ummæli
læknisins lýsi „ótrúlegum mis-
skilningi á starfsemi hreyfingar-
innar og enn ótrúlegri vanþekk-
ingu á þvi, hvernig meðferð mál
margra þeirra kvenna hljóta,
sem æskja fóstureyðingar á ts-
landi.”
1 frétt rauðsokkanna eru þessi
mál rakin nokkru nánar og
verður yfirlýsing þeirra birt i
heild i blaðinu á morgun, en i lok
yfirlýsingarinnar segir:
„Við visum á bug þeim raka-
lausa og grófa áburði, að Rauð-
sokkahreyfingin hafi hvatt einn
eða neinn til að leita sér
fóstureyðingar hérlendis eða
erlendis. Við höfum einungis
reynt að leysa vanda þeirra, sem
til okkar hafa eitað. Lágkúru-
'legur þykir okkur málflutningur
þess, sem i rökþroti gripur til
rógburðar, og litt sæmandi
manni, sem i umræðum um þessi
mál hefur hvað eftir annað
hampað heiðri og siðgæðisvitund
læknastéttarinnar.”
Nýtt Þjóðviljahús
I gær var lokið við að steypa grunninn að nýju húsi f yrir Þjóðviljann, og myndin
sem hér fylgir tekin af þvi tilefni.
Hús Þjóðviljans mun rísa að Síðumúla 6 í næsta nágrenni Blaðaprents, en þar er
blaðið prentað. Að því er stefnt, að ÞjóðviIjahúsið nýja verði fokhelt fyrir haustið.
ÁlandseyjaTÍkan
19. - 27. apríl
í Norræna húsinu
Fornminjar
á Álandi
Fyrsti f yrirlestur
Álandseyjaviku Norræna
hússins verður sunnudag-
inn 20. apríl kl. 15:00, sögu-
legur fyriríestur um
Álandseyjar, sem
prófessor Matts Dreijer,
fyrrverandi þjóðminja-
vörður Álandseyja, heldur.
Álandseyjar eru mjög rikar að
fornminjum og prófessor Dreijer
hefur skrifað mikið um þau efni. t
fyrirlestri sinum ræðir hann einn-
ig þætti úr sjálfstæðisbaráttu
Alandseyja, en þær hafa lotið svi-
um, rússum og finnum, en hafa i
rúm 50 ár haft sjálfsstjórn,
„sjalvstyrelse”, á ýmsum svið-
um.
Mánudagskvöld 21. april, held-
ur prófessor Nils Edelman frá
Ábo-háskóla, jarðfræðilegan
fyrirlestur um berggrunn Álands-
eyja, og er sá fyrirlestur á vegum
Háskóla tslands, en haldinn i
fundarsal Norræna hússins. Með
fyrirlestrinum verða sýndar lit-
skyggnur.
Játningar Alberts Guðmundssonar, borgarfulltrúa og alþingismanns:
„Eg stóð ekki að myndiin
þessarar ríkisstjórnar”
„Sama hvernig kommarnir eru”
„Það er ekkert launungarmál,
að ég stóö ekki að myndun þess-
arar rikisstjórnar. Ég fylgi henni
i „góðum” málum, en hef ekki
séð ástæðu til þess enn þáað setja
mig upp á móti henni,” sagði Al-
bert Guðmundsson, borgarfull-
trúi og alþingismaður Sjálfstæð-
isflokksins á borgarstjórnarfundi
i fyrradag.
Játningar Alberts komu fram
við umræður um niðurskurð á
fjárveitingum borgarsjóðs til
aldraðra, en borgarfulltrúar Al-
þýðubandalagsins, þau Adda
Bára Sigfúsdóttir og Sigurjón
Pétursson, höfðu deilthart á þann
niðurskurð og brýnt Albert á þvi,
að hann hefði barist fyrir þvi á
siðasta ári að varið yrði sam-
kvæmt fjárhagsáætlun tugum
miljóna til þess að búa i haginn
fyrir aldraða, en i raun hefði að-
eins 15% þessa áætlaða fjár-
magns verið greitt út til þessara
mála, og nú ætlaði borgar-
stjórnarmeirihluti Sjálfstæðis-
flokksins, og Albert Guðmunds-
son, að skera fjárveitingar til
stofnana i þágu aldraðra niður
um hvorki meira né minna en 95
miljónir.
Um þennan niðurskurð sagði
Albert:
„Byggingar fyrir aldraða hafa
forgang, eru forgangsverkefni.
Ég mótmæli þvi að nokkurt skref
hafi verið stigið afturábak með
þeim niðurskurði á fjárveitingum
til velferðarmála aldraðra, sem
nú er ætlað að gera. Það eru ekki
meiri verkefni, sem fyrir liggja
og hægt er að vinna að en svo, að
meira fé en ætlað er til þessa eftir
niðurskurðinn er óþarft. Mjög
gott starf hefur verið unnið vegna
þess niðurskurðar sem gera þarf,
og ég lýsi stuðningi minum við
hann.”
Og Albert er hreinskilinn mað-
ur. Ræðu sina hóf hann á þessum
orðum: „Ég vona, að borgarfull-
trúar meirihlutans geti alltaf
haldið hiifiskiidi yfir atvinnurek-
endum,” og þessa yfirlýsingu er
vert að hafa i huga þegar hlustaö
er á fagurgala Sjálfstæðismanna
um hug þeirra til alþýðu manna.
Einnig má yfirlýsing þessi vera
nokkur skýring á þvi hver þau eru
hin „góðu” mál, sem Albert styð-
ur rikisstjórnina i.
En Albert hafði ekki lokið játn-
ingum sinum með þessu.
Framhald á 14. siðu.
Verkfallið á Selfossi:
ASÍ fordæmir aðfarir SÍS
ASl hefur sent verkfalls-
mönnum á Selfossi 100 þúsund
krónur og jafnframt hefur mið-
stjórn Alþýðusambandsins
samþykkt fordæmingu á þvi
háttalagi kaupfélagsstjórnar
K.A. Selfossi, að reka Kolbein
Guðnason úr starfi.
1 fréttatilkynningu frá Al-
þýðusambandi Islands segir:
„A fundi miðstjórnar Alþýðu-
sambands íslands i dag, var til
umræðu brottvikning Kolbeins
Guðnasonar úr störfum hjá
Kaupfélagi Árnesinga.
Voru miðstjórnarmenn ein-
huga i fordæmingu sinni á þeim
aðförum að vikja úr starfi
manni með áratuga starfsferil
að baki i þjónustu fyrirtækisins
fyrir það eitt að gagnrýna með
bréfi breytingar, sem einhliða
voru ákvarðaðar af stjórnend-
um fyrirtækisins. Taldi
miðstjórnin þetta mikinn álits-
hnekki fyrir samvinnuhreyfing-
una.
Miðstjórnin samþykkti að
leggja fram krónur 100.000 til
stuðnings verkstæðismönnum á
Selfossi”.
Erlendur vildi ekki
stuðningsyfirlýsingu
A aðalfundi Samvinnubank-
ans, sem haldinn var fyrir viku,
vakti einn hluthafanna, Gunnar
Gunnarsson, deildarstjóri at-
hygli á deilu valdamanna og
starfsmanna Kaupfélags Arnes-
inga.
Gunnar flutti stutta ræðu um
þessa deilu á Selfossi, og sagði
m.a. „Ég lit svo á að ef ekki
verður reynt af forystumönnum
samvinnuhreyfingarinnar að
koma þessu máli úr þeirri sjálf-
heldu, sem það er i nú, muni það
stórskaða góðan orðstýr sam-
vinnuhreyfingarinnar. Okkur er
hollt að minnast þess að án vel-
vildar fólksins er byggir þetta
land, er samvinnuhreyfingunni
þröngur stakkur skorinn. An
góðrar samvinnu og samstarfs
viö verkalyðshreyfinguna er
okkur óhætt að pakka saman...”
Gunnar flutti siðan tillögu um
að aðalfundur Samvinnubank-
ans samþykkti að gefa 100 þús-
und krónur til styrktar verk-
fallsmönnum og að fundurinn
samþykkti yfirlýsingu, þar sem
framkoma forystumanna sam-
vinnuhreyfingarinnar i þessu
máli væri hörmuð.
Þegar Gunnar hafði lokið
ræðu sinni, fór Erlendur
Einarsson, forstjóri SIS i ræðu-
stól og lagði fram tillögu um að
málinu væri visað frá, þar eð
það væri fundi Samvinnubank-
ans óviðkomandi. Frávisunar-
tillaga Erlends var samþykkt
með þrjátiu atkvæðum gegn
tveimur.
Straumur
stuðningsyfirlýsinga
Stöðugt berast stuðningsyfir-
lýsingar frá félögum og einstak-
lingum til verkfallsmannanna,
og mjög margir aðilar hafa nú
styrkt verkfallsmenn með
peningum.
Frá Trésmiðafélagi Reykja-
vikur barst Þjóðviljanum i gær
eftirfarandi: „Stjórnarfundur
Trésmiðafélags Reykjavikur
haldinn 16.4 1975 lýsir fullum
stuðningi við verkstæðismenn á
Selfossi, sendir þeim baráttu-
kveðjur og ákveður að veita kr.
40.000,- i fjársöfnun þeim til
styrktar.”
Og frá Sambandi bygginga-
manna eftirfarandi:
„Framkvæmdastjórn Sam-
bands byggingamanna lýsir
fyllsta stuðningi sinum við
verkstæðismenn á Selfossi og
samþykkir að veita þeim fjár-
hagslegan stuðning með 20 þús.
króna framlagi.
Jafnframt átelur fundurinn
harðlega vinnubrögð stjórnenda
K.A. i málinu og harmar þann
álitshnekki sem samvinnu-
hreyfingin verður fyrir af þeirra
völdum.
Fundurinn heitir á alla
byggingamenn að veita verk-
stæðismönnum stuðning með
þvi að taka þátt i fjársöfnun
þeim til styrktar.
Samþykkt samhljóða”.
Og þeim f jölgar stöðugt félög-
unum sem senda verkstæðis-
mönnum fé. Við getur nefnt
nokkur af handahófi: Félag af-
greiðslustúlkna i brauð og
mjólkurbúðum (20.000),
Járniðnaðarmenn i Héðni
(36.000), Starfsmenn i
Kisiliðjunni (25.000), starfs-
menn á fartækja, rafmagns- og
vélaverkstæðum Isal (35.000),
Mjólkurfræðingafélag Isl.
(15.000) KSML (10.000), KSMLb
(15.440),Iðja, Akureyri (25.000).
verkstæði P.Stefánsson
(10.000), verkstæði á Hellu
(10.000), Félag bilamálara
(20.000), starfsfólk MBF
(61.500), Bjarmi, Stokkseyri
(50.000), Eik (16.150) Rauð
verkalýðseining (10.200),
Jökull, Hornafirði (25.000) og
þannig getum við reyndar tint
til fleiri, svo sem NN sem gaf
21.000 eða einn forystumanna
rangæinga, sem gerði sér ferð
til Selfoss með sinar 10.000 kr.
fólkið sem hefur litið við hér á
ritstjórn Þjóðviljans og gefið
fjárhæðir.
Við getum hér að siðustu yfir-
lýsingar frá Verðandi, félagi
róttækra i Háskólanum, en
Verðandi hefur lýst fullum
stuðningi við aðgerðir verkfalls-
mannanna á Selfossi í baráttu
þeirra við kaupfélagsstjórnina.
—GG