Þjóðviljinn - 19.04.1975, Side 4
4 StÐA — ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 19. aprll 1975.
DJOÐVIUINN
MÁLGAGN SÓSÍALISMA
VERKALÝÐSHREYFINGAR
OG ÞJÖÐFRELSIS
Ctgefandi: tltgáfufélag Þjóöviljans
Framkvæmdastjóri: Eiöur Bergmann
Ritstjórar: Kjartan ólafsson,
Svavar Gestsson
Fréttastjóri: Einar Karl Haraldsson
Umsjón meö sunnudagsblaöi:
Vilborg Haröardóttir
Ritstjórn, afgreiðsla, auglýsingar:
Skólavörðust. 19. Sfmi 17500 (5 llnur)
Prentun: Blaöaprent h.f.
INNFLUTNINGSBANN Á ÓDÝRAN SYKUR?
Sá ritstjóri stjórnarblaðanna, sem fyrr i
vetur lagði til að islenskur landbúnaður
yrði lagður niður, en bændum væri gefinn
kostur á störfum i nýjum erlendum stór-
iðjuverum á íslandi, — hann hefur undan-
farna daga flutt þann boðskap af miklum
alvöruþunga i forystugreinum Visis að
flest, sem aflaga fer i okkar þjóðfélagi sé
að kenna takmörkunum á frelsi fjár-
magnsins.
Þar segir m.a.: ,,Með pólitiskum að-
gerðum hindrum við eðlilega fjármagns-
strauma i þjóðfélaginu, hindrum sjálf-
krafa leit fjármagnsins að hagkvæmustu
kjörum...” Og siðan býður þessi talsmað-
ur Sjálfstæðisflokksins landsmönnum upp
I forystugrein Morgunblaðsins síðasta
miðvikudag er staðhæft, að einn af þing-
mönnum Sjálfstæðisflokksins, frú Ragn-
hildur Helgadóttir, hafi nýlega átt ,,frum-
kvæði” að þvi að tryggja öllum konum á
Islandi jafnan rétt til fæðingarorlofs.
I þessum efnum hefur lengi gætt alvar-
legs misréttis, þar sem konur i starfi hjá
opinberum aðilum hafa notið þriggja
mánaða fæðingarorlofs á fullum launum
frá sinum atvinnurekanda, en aðrar konur
hins vegar notið mun minni réttar i þess-
um efnum eða einskis.
Krafan um afnám þessa misréttis hefur
alllengi verið baráttumál þeirra kvenna,
sem slikt misrétti bitnar á, og annarra að-
ila, sem láta sig jafnréttismál nokkru
varða.
En hvert skyldi nú vera „frumkvæði”
Ragnhildar Helgadóttur i þessu máli, þess
þingmanns, sem Morgunblaðið og fleiri
fjölmiðlar auglýsa nú sem sérstakan post-
ula jafnréttisins? Reyndar ekki annað en
það, að taka tillögu, sem var til meðferðar
á tiu þúsund miljónir i gróða á ári hverju,
ef þeir aðeins falli fram, allir sem einn, og
taki trú á ótakmarkað frelsi fjármagns-
ins.
Hér er ekki ætlunin að f jalla um þennan
boðskap verslunardeildar Sjálfstæðis-
flokksins i ýtarlegu máli, heldur aðeins að
vekja á þvi athygli, að það er vist ósköp
erfitt fyrir heildsalana okkar að lifa sam-
kvæmt kenningunni um frelsi fjármagns-
ins nú þessa dagana.
Að minnsta kosti skýrir talsmaður syk-
urinnflytjenda, sem reyndar er starfs-
maður SÍS, frá þvi i viðtali við Þjóðviljann
i dag, að stærstu sykurinnflytjendurnir á
íslandi hafi farið þess á leit við viðskipta-
i heilbrigðis- og trygginganefnd neðri
deildar um sama efni, og gera hana að
sinu frumvarpi með einni breytingu.
Slikt er að sjálfsögðu með engum hætti
hægt að kalla frumkvæði, heldur er hér
miklu fremur sérstök tegund af auglýs-
ingastarfsemi á ferð, sem reyndar fer i
bága við venjuleg vinnubrögð á alþingi,
ekki sist með tilliti til þess, að Ragnhildur
Helgadóttir á sæti i þeirri nefnd alþingis,
sem hefur haft tillöguna um jafnrétti
kvenna i fæðingarorlofsmálum til með-
ferðar.
Það var Bjarnfriður Leósdóttir, sem sat
á þingi i vetur sem varamaður Alþýðu-
bandalagsins, sem kom kröfunni um jafn-
an rétt allra islenskra kvenna til þriggja
mánaða fæðingarorlofs inn á alþingi með
þingsályktunartillögu sinni, sem vikum
saman hefur verið þar til afgreiðslu i
nefnd.
1 tillögu Bjarnfriðar var gert ráð fyrir
þvi, að Tryggingastofnun rikisins stæði
undir kostnaði vegna slikrar breytingar,
ráðuneytið, að það setti innflutningsbann
á þann sykur, sem kostur er á að fá keypt-
an erlendis og hægt væri að selja hér á nær
helmingi lægra verði en stóru innflytj-
endurnir telja sig eiga rétt á.
Og er „hættan” af ódýra sykrinum nú
reyndar aðeins eitt litið dæmi af mörgum
umþað, hvernig frelsi fjármagnsins getur
leikið sina trúustu þjóna.
En máske er það nú meining þess tals-
manns Sjálfstæðisflokksins, sem stýrir
dagblaðinu Visi, að blessað „frelsið” eigi
aðeins að gilda meðan handhafar einka-
fjármagnsins eiga visan drjúgan gróða, —
en svo eigi almenningur að hlaupa undir
bagga, þegar frelsi fjármagnsins kemur
sinum eigin postulum i koll, og verkafólk
borgi þá sinn „sykur” á tvöföldu verði.
en i frumvarpi Ragnhildar er lagt til, að
atvinnuleysistryggingasjóður beri kostn-
aðinn.
Atvinnuleysistryggingasjóður er sem
kunnugt er eign verkalýðsfélaganna, þótt
atvinnurekendur eigi ennþá aðild að
stjórn hans. Eigi sá sjóður að taka á sig,
að standa undir leiðréttingu á þvi misrétti,
sem hér er rætt um, ætti sú krafa að vera
sjálfsögð að til kæmi á móti aukin greiðsla
frá atvinnurekendum i sjóðinn. Eðlilegra
er þó að fara þá leið, sem Bjarnfriður
Leósdóttir lagði til, að Tryggingastofnun
rikisins stæði undir þessum greiðslum
vegna nýrra þjóðfélagsþegna.
Aðalatriði þessa máls er að sjálfsögðu
það, að konurnar, sem við misréttið búa
nái rétti sinum, og til að tryggja það
markmið hefði ugglaust verið vænlegast,
að þingmenn sameinuðust um þá tillögu,
sem lengi hefur legið fyrir þinginu og
Ragnhildur Helgadóttir átti kost á að veita
liðsinni i nefnd,' en vonandi verður sú svið-
setning, sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur
gengist fyrir ekki til að tefja framgang
málsins. — k.
ALVARA EÐA AUGLÝSING?
Stjórn vitundar
og sálarsameining
— á námskeiði hjá Rannsókna-
stofnun vitundarinnar
Dagana 21,—30. april n.k.
verður haldið á vegum Rann-
sóknarstofnunar Vitundarinnar
MUNIÐ
íbúðarhappdrætti
HSÍ, 2ja herbergja
ibúð að verðmæti kr.
3.500.000 Verð miða
kr. 250.00
Dregið 1. mai
kvöldnámskeið i Stjórn Vitundar-
innar og Sálarsameiningu, sem
Geir V. Vilhjálmsson, sálfræðing-
ur stýrir.
Þar verður gefið stutt yfirlit yf-
ir margháttaðar visindarann-
sóknir á vitund mannsins, sem
farið hafa fram viða um heim á
siðustu áratugum, rannsóknir
sem sýna, að fólk hefur yfirleitt
mun meiri hæfileika til þess að
stjórna sálarlifi sínu og likams-
starfsemi en almennt hefur verið
gert ráð fyrir.
Þá verður á námskeiðinu farið i
ýmsar verklegar æfingar til
stjórnar á sálarástandi og sálar-
lifi, þar á meðal slökun, einbeit-
ing, hugleiðsla, notkun viljans,
myndræn tákn og sérhæfðar að-
ferðirtil sálarsameiningar úr sái-
vaxtarkerfi italska geðlæknisins
Roberto Assagioli.
Námskeiðið stendur yfir frá kl.
20—24 eftirtalin kvöld: 21., 22.,
24., 28., 30., og laugardaginn 26.
frá kl. 14—18, samtals i 24 tima.
Auk þess verður sérstakur einka-
timi fyrir þá þátttakendur, sem
óska að hagnýta sér aðferðir til
sálarsameiningar á langtima-
grundvelli. Hámarksfjöldi þátt-
takenda er 12.
Það er hinn óviðjafnanlegi
„Fleksnes” sem leikur Bör
Börsson i myndinni scm Háskóla-
bíó frumsýnir nk. þriðjudag.
Hvaða íslendingur kann-
ast ekki við söguna um Bör
Börsson, sem Helgi
Hjörvar las í útvarp á sín-
um tíma og gerði það á
þann hátt að enginn þykist
annað eins muna sem á
hlýddi. Og hver man ekki
eftir hinum stórkostlega
norska gamanleikara
„Fleksnes" úr sjónvarpinu
i fyrra. (Hann heitir réttu-
nafni Rolf Wesenlund)
Norðmenn gerðu kvikmynd um
Bör með „Fleksnes” i aðalhlut-
verkinu og á þriðjudaginn kemur
verður myndin frumsýnd i Há-
skólabiói.
Friðfinnur Ólafsson forstjóri
Háskólabiós sagði er við ræddum
Háskólabió frumsýnir:
Bör Börsson
með JFleksnes’ i aðalhlutverki á þriðjudag
við hann i gær, að myndin væri i Friðfinnur lofaði hlátri frá upp-
einu orði sagt frábær. Þarna fer hafi til enda.
saman frábær gamansaga og ein- Það þarf vist ekki að efa það að
stakur leikur „Fleksnes” i hlut- þessi mynd verður vinsæl og
verki Börs. Sýningartimi kæmi ekki á óvart þótt hún setji
myndarinnar er um 3 klst. og met i aðsókn hér á landi. —S.dór
Tryggvi Helgason 75 ára
Tryggvi Helgason, formaður
Sjómannafélags Eyfirðinga, er 75
ára i dag.
Tryggvi fæddist 19. apríl, alda-
mótaárið á Akranesi. Hann var
sjómaður á fiskiskipum um tugi
ára og búsettur á Akureyri frá
1933. Hann hefur gegnt fjölda
trúnaðarstarfa fyrir sjómenn
norðanlands og fyrir alþýðusam-
tökin i heild. Hefur hann löngum
átt sæti i verðiagsráði sjávarút-'
vegsins og verið i samninga-
nefndum sjómanna. Hann er i dag
i samninganefnd Sjómannasam-
bands Islands. 1942—1958 var
hann bæjaríulltrúi Sósialista-
flokksins á Akureyri.
Þjóðviljinn árnar Tryggva
Helgasyni alls hins besta á 75 ára
afmælinu og þakkar honum góða
og gifturika samfylgd um ára-
tugaskeið.
Tryggvi Helgason.