Þjóðviljinn - 19.04.1975, Síða 7
Laugardagur 19. apríl 1975. ÞJÓÐVlLJINN — SlÐA 7
Niðurskurður á fjárhassáœtlun
borsarinnar:
Bitnar á
öldruðum
og börnum
Dregið úr skólabyggingum
íslandsdeild Amnesty International:
Baráttan bar
árangur
gera þetta aftur,” sagði hann við
skilningsvana drenginn. Hvernig
átti hann að útskýra, að á
hernámsárunum táknaði þetta
hróp frelsissviptingu, ef ekki
dauðadóm, fyrir margt fólk i
Sovétrikjunum?
I sögu þjóðar okkar táknar
striðið mikinn reynslutima. Og
lærdómar þess munu lifa i minn-
ingu margra kynslóða.
Striðið færði sönnur á lifsmátt
sovéska rikisins og hins
sósialiska þjóðféíags. Það var
ekki aðeins um að ræða baráttu
tveggja herja á orrustuvellinum,
heldur átök milli tveggja heims-
skoðana, tveggja andstæðra
kerfa. Striðið var okkur föður-
landsstrið, þegar frá upphafi,
strið allrar þjóðarinnar gegn
innrásarmönnunum. Þetta sýndu
hetjudáðir fjöldans, bæði á vig-
völlunum og að baki viglinunni.
Þetta endurspeglaðist i fjölda-
hreyfingu flokksmanna. 1 Hvita-
Rússlandi einu saman voru 370
þús. flokksmenn og yfir 70 þúsund
félagar i neðanjarðarhreyfing-
unni. Á striðsárunum jókst hlut-
verk Kommúnistaflokksins sem
leiðandi og skipuleggjandi afls.
Það er táknrænt að erfiðustu
daga striðsins, haustið 1941 og
veturinn 1942, gengu þúsundir
manna i Kommúnistaflokkinn.
Striðið sýndi fram á möguleika
og nauðsyn þess, að öll andfasist-
isk öfl sameinuðust gegn árásar-
öflunum. Þjóðir.herir og rikLsem
mynduðu bandalagið gegn Hitler,
áttu mikinn þátt i hinum sameig-
inlega sigri. Þetta sýndi i verki
áhrif pólitiskrar og hernaðarlegr-
ar samvinnu rikja með ólikt þjóð-
skipulag.
Hin skyndilega árás þýsku
fasistanna á Sovétrikin varð okk-
ur harður lærdómur. Striðið gerði
allri þjóðinni ljósa nauðsyn þess
að efla árvekni og varnarmátt
landsins. Við gleymum þessu
ekki, þótt við ástundum friðar-
stefnu. I þessu felst engin mót-
sögn. Við viljum minnka vigbún-
að, fækka i herjum og takmarka
árásarvopnabúnað, en við viljum
ekki öðru sinni verða fórnarlömb
svivirðilegrar árásar.
Minningin um striðið lifir með
okkur öllum. t sárum missi,
þungbærum örkumlum og ótima-
bærri elli, i óbornum börnum og
vonum, sem aldrei rættust. Hún
er stingur i hjartað, stingur sem
ekki hverfur með dauða hinna
eldri. Jafnvel börn, fædd eftir
strið, kenna hans, þó ekki eins
sárt. Ég held að minningin um
þetta strið muni lifa með þjóðinni
um mörg ókomin ár, með óborn-
um kynslóðum.
En ég fullyrði einnig, að striðið
skildi eftir hjá okkur önnur óaf-
máanleg merki: Beina likam-
lega og andlega andúð á striði og
ofbeldi. Greinilega vita þeir út-
lendingar þetta ekki, sem enn
spyrja fullir grunsemda: ,.Oe
vilja rússarnir ekki raunveru-
lega strið?” Ég skil landa mina,
sem i stað svars ypta öxlum
furðulostnir. Þvi i hugum okkar
er strið ekki kenning, ekki óhlut-
stæð hugmynd, heldur sár
persónuleg þjáning, sem þú
myndir ekki einusinni óska óvini
þinum til handa.
Af sömu ástæðu er enginn okk-
ar hlutlaus, er hann heyrir striðs-
hvatningar, úr hvaða átt sem þær
koma, úr austri eða vestri. Engin
okkar getur hlustað afskiptalaus
á „sögulega réttlætingu”
styrjaldar og hugleiðingar um að
fórna miljónum mannslifa fyrir
menninguna.
Ég get fullyrt, hvað varðar
sjálfan mig og margt fólk sem ég
þekki, að það er brennandi hatur
okkar á striði, sem hvetur okkur
til baráttu fyrir friðinn, Annað
slagið heyrast efasemdaorð vest-
rænna fréttaskýrenda: „Hvers
vegna hafa rússarnir svona mik-
inn áhuga á, friði og samvinnu?
Þeir eru greinilega undir miklum
þrýstingi”.
Skoðanir þeirra, sem haldnir
eru sifelldum grunsemdum:
„Hvað skyldi allt þetta raunveru-
lega þýða?”, leiða af sér van-
traust á friðsamlegar fyrirætlan-
ir okkar. Stundum verðum við
móðgaðir, stundum reiðir, er.
engu að siður sigrar trú okkar á
heilbrigða skynsemi.
Það er greinilega erfitt fyrir þá
sem ekki hafa reynt og vita ekki
eins og við hvað strið merkir, að
meta réttilega hollustu okkar við
friðinn.
Borgarfulltrúar Alþýðubanda-
lagsins bentu á það á borgar-
stjórnarfundi á fimmtudaginn, að
niðurskurður sá, sem þá var sain-
þykktur á fjárbagsáætlun borgar-
innar bitnaði helst á öldruðu fólki
og börnum.
Meðal þess, sem borgar-
stjórnarmeirihlutinn samþykkti
að lækka fjárveitingar til var til
tannlækninga skólabarna og
endurgreiðslur vegna þeirra. Sú
Nytjalist /.:
Listiðn
sýnir
— að Hafnarstrœti 3
— Fyrsta sýningin
af mörgum
á nytjalist
Félagið Listiðn sein rúmar inn-
an sinna vébanda listiðnaðar-
menn, iðnhönnuði og arkitekta
opnaði i gær sýningu á verkum
fimm félagsmanna að Hafnar-
stræti 3 i húsakynnum tslensks
heimilisiðnaðar. Er þetta fyrsta
sýningin i sýningaröð sem félagið
hyggst gangast fyrir.
Þeir sem sýna þarna eru Ása
ólafsdóttirtextilhönnuður sem
sýnir veggteppi, Sigrún Guðjóns-
dóttir listiðnhönnuður sem sýnir
myndir og leirmuni, Jens Guð-
mundsson gullsmiður sem sýnir
silfursmiði og gripi úr eir, Pétur
Bergholt Lúthersson arkitekt sem
sýnir húsgögn og lampa og Bald-
vin Björnsson auglýsingateiknari
en hans stærsta framlag er upp-
setning sýningarinnar, auk þess
sýnir hann þróun og gerð aug-
lýsingar.
Sýning þessi ber nafnið
Nytjalist I en á henni og þeim sem
á eftir fylgja munu félagar i
Listiðn leitast við að sýna meira
en fullmótaða gripi. Verður reynt
aö sýna feril verksins frá þvi
hugmyndin að þvi verður til i
huga listamannsins þar til það er
fullskapað. Verða þvi sýndar
skissur að verkum og lista-
mennirnir verða til staðar og
sýna þau vinnubrögð sem þeir
beita, ma. hefur verið komið fyrir
vefstól á sýningunni þar sem Asa
verður við vinnu sina.
Eins og áður sagði var sýningin
opnuð i gær en hún stendur fram
til 28. april og verður opin dag-
lega frá kl. 14-22. Eftir að þessari
sýningu lýkur verður gert vikuhlé
en svo verður opnuð næsta
sýning, Nytjalist II. Stefna
félagsmenn að þvi að hafa amk.
tvær sýningar fram til vors.
—ÞH
ENGINN
FUNDUR
Enginn fundur hefur verið boð-
aður með samninganefnd sjó-
manna á stóru togurunum og
samninganefndarmönnum Fé-
lags isl. botnvörpuskipaeigenda
fyrr en á þriðjudag.
lækkun nemur 9,9 miljónum. Til
sumarnámskeiða 12 ára barna
nemur lækkunin 650 þúsundum,
lækkun á fjárveitingu til æsku-
lýðsstárfsemi lækkar um 1 mil-
jón, til siglinga- og sjóvinnu um
1,2 miljónir og til geðverndar-
deildar barna lækkar framlag
borgarsjóðs um 1,1 miljón króna
rúmlega.
Þá ákvað meirihluti borgar-
stjórnar að fella niður 25 miljón
króna f járveitingu sem ætluð var
til þess að hefja byggingu öldu-
selsskóla i Seljahverfi i Breiðholti
og veita þess i stað 10 milj. til
hans, en i þvi hverfi er enginn
skóli.
Þá var ákveðið að lækka fjár-
veitingu til byggingar Hliðaskóla
úr 30 miljónum i 2,5 miljónir og til
annars áfanga Hólabrekkuskóla
verður engu fé varið, en ætlunin
var þó að setja 5 miljónir til þess
að hef jast handa við þann áfanga
skólans. Fjárveiting til Lang-
holtsskóla var lækkuð um 10 mil-
jónir króna.
Af fyrirhuguðu framlagi til
byggingar stofnana i þágu
aldraðra tók meirihluti Sjálf-
stæðisflokksins svo 95 miljónir
króna til þess að geta haldið hlifi-
skildi yfir atvinnurekendum, eins
og einn borgarfulltrúa Sjálf-
stæðisflokksins, Aibert Guð-
mundsson komst að orði um, að
vonir hans stæðu til að meirihlut-
inn gæti alltaf gert.
islandsdeild Amnesty Inter-
national hefur verið tilkynnt frá
höfuðstöðvum samtakanna i
London, að fangelsuð blökkuhjón
i Suður-Afriku, sem islenska
deildin hefur verið að leitast við
að hjálpa á undanförnum vikum,
hafi nú loks verið látin laus.
Þau voru handteknin i septem-
ber siðastliðnum og hafa setið i
strangri gæslu i Pretoriu allt upp
frá þvi, án þess þó að ákæra væri
borin fram á hendur þeim né að
þau væru leidd fyrir rétt. Eigin-
manninum að minnsta kosti var
frá öndverðu haldið i algerri ein-
angrun og var jafnt meinað að
hafa samband við ættingja sina
sem lögfræðinga.
Nöfn hjónanna, sem eru um
þritugt, eru Lindelwe og Brigitte
Mabandla. Handtaka þeirra og
fangelsun vakti þegar athygli
viða um lönd, auk þess sem hin
frjálslyndari öfl i heimalandi
þeirra reyndu af alefli að leggja
þeim lið. Grunur lék ennfremur á,
að eiginmaðurinn sætti pynding-
un, og leitað var til dómstólanna á
staðnum af þvi tilefni en án ár-
angurs.
Lindelwe Mabandla starfaði að
VÍN 18/4 llusak, formaður
Kommúnistaflokks T é k k ó -
slóvakiu. réðist i útvarpsræðu i
gær mjög harkaiega á Alexander
Dubeek. sem var leiðtogi flokks-
ins árið. 1968 þegar gerð var hin
fræga lilraun með „sósialisma
með mannlegu yfirbragði" þar i
landi. Tékkneskir fjölmiðlar hal'a
mjög tekið undir þessa árás. Dub-
cek hafði ritað bréf til miðstjórn-
ar flokksins. sem viða hefur birst
á vesturlöndum, þar sem hann
sakar núverandi valdhafa um
valdniðslu og lögregluaðferðir.
Husak lét að þvi liggja að Dubeek
verkalýðsmálum þeldökkra þeg-
ar hann var fangelsaður og er
raunar einn af forystumönnum
þeirra i Suður-Afriku. Brigitte
kona hans starfaði við stofnun i
Durban sem berst gegn kynþátta-
misrétti.
Þau hjónin urðu skjólstæðingar
Islandsdeildar AI nokkru eftir
stofnun hennar á siðastliðnu ári
og höfðu félagar hérlendis skrifað
nokkur bréf til Suður-Afriku, þar
sem háttsettir ráðamenn voru
hvattir til þess i nafni samtak-
anna, að þeir hlutuðust til um að
þau hjónin yrðu látin laus eða að
minnsta kosti að þeim yrði tjáð
hvað þau hefðu brotið af sér. A.I.
á Islandi mun nú halda áfram að
fylgjast með högum þeirra.
Það eru höfuðstöðvar Amnesty
International i London sem velja
þá fanga sem hinar ýmsu deildir
viðsvegar um heim taka siðan að
sér að starfa fyrir. Amnesty
International er sem kunnugt er
stofnað i þeim tilgangi að berjast
fyrir verndun mannréttinda og
gegn hvers konar pólitiskri kúgun
hvar sem er i heiminum.
Islenska deildin var stofnuð s.l.
haust og telur nú um 150 manns.
(Fréttatilkynning.)
væri velkomið að flytja til Svi-
þjóðar til dæmis, en Palme for-
sætisráðherra hefur i nýlegri
ræðu tekið upp hanskann fvrir
Dubcek.
Brcf Dubceks hel'ur bersýni-
lega korflið mjög illa við núver-
andi ráðamenn i Tekkóslóvakiu
sem eru að reyna að bada orðstir
sinn útá við. ekki sisl gagnvart
vestra'inmi kom munistal'lokkum.
Formaður Iranska kommúnista-
llokksins. Marchais. lýsti þvi yfir
i dag. að llokkur hans væri þvi
andvigur að Dubcek yrði hand-
tekinn eða honum visað ú landi.
—úþ
REYKJAVÍKURDEILD
Rauða Kkosíí í slands
FÉLAGSLEG VANDAMÁL
ALDRAÐRA
Almennur borgarafundur 19. apríl, nk.
Reykjavikurdeild Rauða Kross íslands efnir til almenns borgara-
fundar laugardaginn 19. april, kl. 14.00 i Domus Medica.
Fundarstjóri: Páll S. Pálsson hrl.
Dagskrá:
; I. Fundur settur með ávarpi:
Ragnheiður Guðmundsdóttir læknir, formaður Reykjavikurdeild-
ar R.K.Í. 5 min.
II. Framsöguerindi:
1. Þjónustumiðstöðvar fyrir aldraða: Þór Halldórsson yfirlæknir,
15 min.
2. Félagsleg þjónusta fyrir aldraða: Geirþrúður Hildur Bernhöft,
ellimálafulltrúi, 15 min.
3. Atvinnumál aldraðra: Jón Björnsson sálfræðingur, 15 min.
4. Sjúkrahússþörf aldraðra: ólafur ólafsson landlæknir, 15 min.
III. Fyrirspurnir og frjálsar umræður.
IV. Samantekt fundarefnis.
Fundarlok kl. 17.00.
öllum heimill aðgangur að fundinum.
Stjórn Reykjavikurdeildar
Rauða Kross íslands.
Dubcek var
hótað útlegð