Þjóðviljinn - 19.04.1975, Qupperneq 9

Þjóðviljinn - 19.04.1975, Qupperneq 9
8 SÍÐA — ÞJOÐVILJINN Laugardagur 19. aprfl 1975. ORNOLFUR ARNASON SKRIFAR UM jMif:# f - * "* ** -Æ , w; -4* ' &JrL ‘11 * æHR — fk jám **■* *’“'i jHh ■« -' wht „ijlj T -* Jm mmu £ « f ‘ú * / j 1 'ir i Þessi mynd var tekin fyrir fáeinum dögum af öllu starfsfólki Þjóöleikhússins á tröppunum fyrir framan bygginguna. (Ljósm. Þjóðleikhússins Óli Páll). Betra er gamalt frumvarp en eldgamalt Til eru þeir hlutir sem lagast við geymslu. Nægir að nefna t.d. koniak og svartadauða. Aðrir hlutir annaðhvort skemmast við geymslu eða standa i stað. Laga- frumvörp batna ekkert við geymslu, og þvi kom frumvarp til laga um Þjóðleikhús i ósköp svipuðu ástandi undari rassi þeim, sem ofan á þvi hefur hvilt undanfarin fjögur ár. óhætt er að fullyröa að þau vinnubrögð menntamálaráðuneytisins komu flestum á óvart að gripa frum- varpið undan rassinum allt i einu og fleygja þvi inná Alþingi svo til óbreyttu, án þess að ráðgast að nýju við listamenn og aðra, sem frumvarpið varðar mest. Það er gott og blessað að vilja hraða frumvarpinu, en hvers vegna skyldi þessi fjörkippur allt i einu hafa hlaupið i landsfeðurna nú eftir páskana? Hvers vegna hafði þetta engan aðdraganda? Var ekki hægt að sjá svosem mánuði fyrr hvað verða vildi og hafa samband við a.m.k. þá sem áður hafði verið leitað álits hjá, og spyrja þá t.d. hvort þeir hefðu skipt um skoðun á þessum mál- um. f nefndinni sem samdi fyrra frumvarpið áttu sæti: Birgir Thorlacius, ráðuneytisstjóri i menntamálaráðuneytinu, for- maður, Baldvin Tryggvason, framkvæmdastjóri Almenna bókafélagsins, og Þórður Eyjólfs- son, fyrrverandi hæstaréttar- dómari semsé enginn fulltrúi listamanna. Nefndin ráðgaðist við ýmsa aðila og hefur kannski farið eftir einhverju sem lista- menn lögðu þá til málanna, en fyrstog fremst er þetta frumvarp embættis- og stjórnmálamanna, sem selur listamenn og aðra sér- fræðinga leikhússins undir hið pólitiska vald hvers tima þannig að menntamálaráðherra og þjóð- leikhúsráð geta í rauninni ráðið hverju sem það fólk vill ráða i sambandi við rekstur leikhússins. Breytingarnar sem orðið hafa á frumvarpinu frá upphaflegri mynd og þar til það er lagt fram nú 4 árum síðar'eru mjög smá- vægilegar. Það er vafalaust menntamálaráðuneytið sem gert hefur þær breytingar uppá eigin spýtur, án þess að leita ráða hjá nokkrum sem til þekkir I leikhúsi, hvort eitthvað kynni að horfa öðru vísi við nú en áður. Ýmsar breytingartillögur komu fram á Alþingi við umræður um frum- varpið 1971 og sem sjálfstæðar þingsályktunartillögur sfðar, en ekkert af þessu hefur haft áhrif á frumvarpið, fremur en athuga- semdir listamanna bæði fyrir og eftir 1971. 17 manna leikhúsráð Samkvæmt fyrra frumvarpinu var ekki ljóst hversu margir ættu að eiga sæti i þjóðleikhúsráði. 1 nýja frumvarpinu er gert ráð fyr- ir 10 fulltrúum stjórnmálavalds- ins og 7 fulltrúum listamanna. Al- þingi skal kjósa 9 fulltrúa hlut- fallskosningu og menntamála- ráðherra tilnefna einn. Þannig er það tryggt að starfsáætlun sú sem leikhússtjóri verður að leggja fyrir ráðið fær ekki samþykki þess, nema hún sé þóknanleg stjórnspekin gunum okkar. Stjórnsýsla er yfirleitt sérgrein þessa fólks, a.m.k. alls ekki leik- list, og að mfnum dómi er það hótfyndni að fela mönnum þess- um æðsta vald um leikhúsrekst- ur, eins ömurlega og þeir hafa staðið sig i sérgrein sinni, rekstri þjóðarbúsins. Sautján manna ólaunuð nefnd, sem kemur saman tvisvar á ári, verður aldrei innangarðs I Þjóð- leikhúsinu. Gaman væri að vita hvernig i ósköpunum laga- smiðirnir hafa fengið út þessa fá- dæmaháu tölu. Þetta er meira en fjörðungur af þingmannatölu Islensku þjóðarinnar. Það verður erfitt verk fyrir starfsfólk Þjóð- leikhússins að veita nefndar- mönnum þessum fullnægjandi fræðslu um málefni leikhússins. tvisvar sinnum á ári, svo að nefndarmenn geti sest eitt augna- blok I dómarasæti yfir þessu sama starfsfólki og málefnum þess og haft úrslitaáhrif á það hvernig starfi þess verði háttað næsta árið. Er þetta gáfuleg ráð- stöfun? Er hún hagkvæm? Stjórnmálamenn stýra — listamenn róa Allir þeir listamenn sem nefnd- in átti viðræður við áður en eldra frumvarpið var samið, hafa sjálf- sagt óskað eftir meiri þátttöku i stjórn leikhússins. Og þarna hafa lagasmiðirnir reynst mjög snjallir. Þeir fundu upp nýtt ráð, sem heitir framkvæmdaráð. Það skal koma saman hálfsmánaðar- lega, einsog núverandi þjóðleik- húsráð hefur að jafnaði gert, og kemur áreiðanlega til með að vinna öll verk þjóðleikhúsráðs, nema að fara með hið raunveru- lega lögbundna vald ráðsins, þ.e. I sambandi við starfsáætlun leik- hússinsog stöðuveitingar. 1 fram- kvæmdaráði eiga sæti inn- angarðsmenn a.m.k. að meiri- hluta til og er það sannarlega fagnaðarefni. Þeir eru: 1. Formaður þjóðleikhúsráðs, sem jafnframt er formaður framkvæmdaráðs, 2. Þjóðleikhússtjóri. 3. Fjármálafulltrúi Þjóðleikhúss- ins. 4. Sá af fulltrúum Félags íslenskra leikara i þjóðleikhús- ráði, sem félagið ákveður. 5. Fulltrúi Leikarafélags Þjóð- leikhússins i þjóðleikhúsráði. Það er bersýnilegt að þetta ráð hefur alla möguleika til að verða fullt með þekkingu og frumkvæði. Starfssvið þess og raunverulegt vald samkvæmt frumvarpinu er þó afskaplega óljóst. Sagt er að ráðið skuli „fjalla um” mál sem leikhúsið varði, en hvergi til- greint að það hafi t.d. neitunar- vald. Hins vegar er það jafnvel gefið i skyn með málsgreininni: ,,Ef þjóðleikhússtjóri vill ekki sætta sig við ákvörðun meirihluta framkvæmdaráðs, getur hann skotið málinu til þjóðleikhús- ráðs”. Að minum dómi hefði átt að láta framkvæmdaráðið duga og fela þvi að gegna öllu hlutverki þjóðleikhúsráðs, þ.e. láta það bæði vinna verkin og taka ákvarðanir. Er vel hægt að hugsa sér það skipað á sama hátt og frumvarpið leggur til, en ennþá betra væri að i þvi ættu sæti: ■ Þjóðleikhússtjóri. ■ Fjármálafulltrúi leikhússins. ■ Bókmennta- og leiklistar- fulltrúi (dramaturg) Þjóðleik- hússins. ■ Fulltrúi menntamálaráðherra ■ Tveir fulltrúar Leikarafélags Þjóðleikhússins ■ Fulltrúi Starfsmannafélags Þjóðleikhússins (þ.e. utan hóps leikara). Þetta væri afar starfhæft ráð. Það mundi veita þjóðleikhús- stjóra bæði aðstoð og aðhald, auk þess sem liklegt er að litið yrði um miskliðarefni innan hússins eftirá um þau málefni sem ráðið heföi afgreitt. Hvort nýskipan frumvarpsins I „ráðamálum” Þjóðleikhússins leiðir til aukins lýðræðis, þ.e. aukinnar þátttöku starfsfólksins i stjórnun leikhússins, er undir ýmsu komið. Þó er hægt að hugsa sér að svo verði i reynd, ef þjóð- leikhússtjóri virkjar fram- kvæmdaráðið og skapar þvi starfs- og valdsvið sem frum- varpið lætur að mestu óskilgreint. Þetta er einnig undir þvi komið hvort þjóðleikhúsráðið risavaxna beitir sér eitthvað. Það fer auð- vitað bara eftir þvi hverjir eiga sæti i því ráði. Laugardagur 19. apríl 1975. ÞJÓÐVILJINN — StÐA 9 Óraunsæi og ókunnugleiki 1 eldra frumvarpinu gætti mjög óraunsæis, sem eflaust er sprottið af ókunugleika lagasmiðanna. Þetta stendur óbreytt einsog flest annað, þegar frumvarpið er lagt fram að nýju. 13. grein frum- varpsins hljóðar svo: Við Þjóðleikhúsið skulu starfa bókmennta- og leiklistarráðu- nautur (dramaturg), tónlistar- ráðunautur og listdansstjóri (balletmeistari). Ræður þjóðleik- hússtjóri þá til jafnlangs tima og hann er sjálfur ráðinn. Það er mikið hagsmunamál fyrir leikhúsið að fá til starfa „dramaturg”, fastan starfsmann með menntun i leikhúsfræðum, sem geti verið ráðunautur leik- hússtjóra um verkefnaval og list- ræna stjórnun leikhússins og auk þess e.t.v. verið ráðgefandi milli- liður milli höfunda, leikhússtjóra, leikstjóra og leikara hússins. Fyrir slikan starfskraft eru fjöldamörg verkefni, sem áður hefur verið sinnt af hinum og öðr- um, svo sem varsla bókasafnsins og ritstjórn leikskrár, ef þetta er þá ekki of viðamikið starf fyrir einn mann. Um listdansstjóra er það að segja að þeir hafa verið starfandi við Þjóðleikhúsið um langt skeið, en gott er að fá það starf lögfest. öðru máli gegnir um tónlistar- ráðunaut. Þeir sem slengt hafa skipun hans inni frumvarpið hljóta að vera gerókunnugir rekstri Þjóðleikhússins. Jafnvel þótt gert sé ráð fyrir því i frum- varpinu að flutt sé a.m.k. ein óperá og ein listdanssýning ár- lega, getur það varla verið heilt starf að gefa Þjóðleikhússtjóra ráö um val slikra verkefna og mannráðningar i sambandi við flutning þeirra. Auðvitað er tón- list mikið notuð viö flutning ýmissa leikrita, enhún er yfirleitt valin af höfundi og leikstjóra, þar sem hlutverk hennar er oftast nær það að falla I hrynjandi leik- verksins en ekki að vera sjálf- stæður þáttur. Það er þvi álit flestra sem ég hef talað við, að gagnlegt væri að hafa tónlistar- ráðunaut að leita til stöku sinn- um, en fráleitt að ætla þvi em- bætti full laun. Hins vegar vantar Þjóðleikhús- ið ýmsa starfsmenn sem ekki er gert ráð fyrir i frumvarpinu. Það vantar blaða- og auglýsingafull- trúa, sem ekkert leikhús, stórt eða litið getur verið án. Þetta er vinna sem aðrir starfsmenn leik- hússins geta ekki sinnt i hjáverk- um, einsog tiðkast hefur hingað til. Varla er hægt að hugsa sér meiri skammsýni i leikhúsrekstri en að spara á þessu sviði, en það hefur viðgengist frá upphafi og framá þennan dag. Mér verður tiðræddara um nei- kvæðar en jákvæðar hliðar frum- varpsins, en hér vil ég geta þess að það er mjög skynsamlega ráð- ið skv. niðurlagi 13. greinar, að leikhússtjórinn skuli sjálfur ráða sér listræna aðstoðarmenn. , Ef verulegur listrænn ágreiningur rikti milli þessara stjórnenda, kynni leikhúsið að vera meira eða minna óstarfhæft. Orðagjálfur 1 2. grein frumvarpsins segir m.a. svo: Það (leikhúsið) skal kosta kapps um að efla fslenska leikritun. Þvi hefur margoft verið hreyft að ekki væri úr vegi að ráða is- lenska leikritahöfunda i fast starf, t.d. um hálfs eða eins árs skeið I senn —- þ.e. kippa þeim innúr kuldanum. tslenskir leik- ritahöfundar hafa til þessa verið utangarðsmenn i leikhúsinu og auk þess oft ekki verið fjárhags- legir hálfdrættingar á við leikara I smáhlutverki við uppfærslu verka þeirra í atvinnuleikhúsun- um. Frumvarpið gerir ekki ráð fyrir neinni ráðningu höfunda við Þjóðleikhúsið. Lagasmiðirnir leggja þess i stað kapp á að fá inn tónlistarráðunaut. Það er óþarftaðtaka fram I frumvarpinu Framhald á 15. siöu. JlSsewft 1 bókinni „Hin fornu tún” er mikill fjöldi ágætra ljósmynda og teikninga úr sögu Reykjavfkur. Hér er Lindal höfundur bókarinnar ein myndanna I bókinni. Hún var tekin 10. mal 1940, sama dag og ísland var hernumið, og sýnir hún bif- Hin fornu tún hjólasveit breska hersins. BJÖRN ÞORSTEINSSON SKRIFAR UM HINFORNUTÚN Páll Lindal: Hin fornu tún. Reykjavlk I ellefu aldir. Land og saga. Bókagerðin Askur. Þetta er fremur litil en mjög snotur bók, sem kom út ásamt ýmsum öðrum rétt fyrir jól. Höf- undurinn, Páll Lindal, segir I for- mála að hún sé„tilraun til að gera nokkuð alhliða grein fyrir Reykjavik I fortið og nútið. Hún er tilraun til að gera grein fyrir mannlifinu hér i Reykjavik og þeim skilyrðum, sem þvi hafa verið búin” (bls. 7). Tilraun Páls hefur tekist vel, jafnvel farið fram úr áætlun. Eins og sakir standa bætir bók hans mjög úr brýnni þörf á aðgengi- legu yfirlitsriti yfir hamskiftin miklu, sem hér urðu við tilkomu kaupstaða og innlendrar höfuð- borgar. Bókin er falleg, vel unnin og all- markviss I byggingu frá fyrstu opnu til siðustu málsgreinar. Hún er knöpp og skýr i fram- setningu, telur 215 bls. i fremur smáu broti og er prýdd allt að þvi jafnmörgum einstökum myndum og blaðsiður hennar eru margar. Þetta er stutt handbók i sam- felldu máli, sem hefur að geyma furðumikið efni miðað við lengd um alla höfuðþætti reykvisks mannlifs og stjórnsyslu. Þar er að finna greinagóð söguleg yfirlit um stjórn bæjarmála, vatnsveitu og annarra veitna, lagna og gerða, atvinnumála, kirkju- og félagsmála að reykviskum bók- menntum ógleymdum. Hér er miklu og merkilegu efni saman komið i frásögn, meira að segja oft og tiðum lifandi frásögn af mönnum og atburðum. 1 þessari sögu Reykjavikur er auðvitað ekki að finna neinar málalenging- ar, og oft mun hygginn lesandi vilja fá meira að heyra, en góð bók á það sameiginlegt með góðu eintaki af hinu kyninu að vekja áhuga, þrá eftir nánari kynnum. Einn af höfuðkostum bókarinn- ar eru myndirnar. Þær eru veru- legur hluti ef texta hennar. Páli hefur tekist öllum öðrum betur hingað til að setja saman mvnd- auðuga frásögn af þvi, hvernig alls vesalt sjávarþorp varð stolt nýtýtísku borg. Byggingarsaga borgarinnar er m.a. rakin i sam- vil l I ■ .**! m l: Efri mynd: hlaðið steinhús á Vesturgötu 8. Neðri mynd: Hluti af steinbæ (áður vcstast á Fálka- götunni) sem nú er I Arbæjar- safni. timamyndum frá 18., 19.og auðv. einnig frá 20. öld. Þó sakna ég nokkúrra drátta i þessa mynda- sögu, þar á meðal tildurstils eftir- striðsáranna. Mér þykja eins og Páli mörg timburhús norska timabilsins i byggingarsögu borgarinnar eða skútualdarinnar vera augnayndi, enda er ekki gert jafnmikið stáss i bókinni að neinu húsi og Grettisgötu 11 (bls. 117), og viðar gægist þar fram skútu- aldarrómantik. Ég sakna þar mynda frá Ægissiðunni og myndin af einibýlishúsinu á Laugarásnum (bls. 186) er ekki mjög sanngjörn. Ég er örlitið móðgaður fyrir hönd þeirra, sem byggðu „Snobb-Hill” en viður- kenni jafnframt, að ógjörlegt munaðkomastnær því en Páll að skrifa Reykjavikursögu og þóknast jafnvel þeim, sem voru á námskeiði hjá meistara Þorbergi j þvi að lesa hús. 1 riti sem þessu mun aldrei hægt að gera öllum til hæfis. /U. 7iíT Yfirsýn og þekking á efninu, sem um er fjallað, einkennir bók Páls Lindals. Þar segir auðvitað ekki aðallega frá húsum, þótt þau séu hið ytra form borga, heldur er þar einkum fjallað i myndum og máli um fólk að starfi, vatns- og kolaburði, i daglegri önn, stjórn- sýslu, kröfugöngum, námi og margs konar leik. Höfundur er svo góður reykvikingur, að hann telur jafnvel reykvikst veðurfar eftirsóknarvert. 1 Reykjavik bjuggu eitt sinn fáir, fátækir og smáir. Árið 1807 dó að vfsu enginn úr hor, en ,,þá gengur fjöldi fólks hér um hvitt, bleikt og holdlaust eins og vofur” að sögn biskups Geirs Vidalins. Sex árum siðar segir bæjarfógeti i skýrslu, „að neyðin gangi nú svo nálægt Reyk- vikingum, að stórsjái á 2/3 Ibúanna”, (bls. 179). Þetta var á dögum hins volaða, hrafnfundna lands, en smám saman tók að rofa til hjá reykvikingum og þar með islenskri þjóð. Bók Páls Lindals lýkur á tilvitnun i grein eftir Stein Steinarr frá 1958: „Það eru fleiri en strákafifl eins og ég, ásamt öllum vinnu- konum heillar kynslóðar, sem hún hefur seitt til sín og skilar aldrei aftur. Hún hefur dregið svo átakanlega á tálar gamla héraðs- höfðingja og dannebrogsmenn út um byggðir landsins, að þeir hafa rifið sig upp frá búum sinum, selt aleigu sína fyrir slikk til þess eins að verða götusóparar, rukkarar eða stefnuvottar i Reykjavik. Slikt er ægivald þessarar borgar yfir hjörtum mannanna” (bls. 200.) A siðasta ári komu út um sögu Reykjavikur tvær bækur, sem styðja hvor aðra. Fornu túnin hans Páls Líndals er yfirlitsrit, handbók I sögu borgarinnar, en Reykjavík i 1100 ár, sem Sögufé- lagið gaf út, er ritgerðasafn, þar sem I5fremstu fræðimenn okkar i ýmsum greinum skýra frá rann- sóknum sinum á mikilvægum þáttum reykviskrar sögu. Fram- lag þessara bóka til sögurann- sókna er m.a. fólgið i þvi að þær draga það fram skýrt og skorin- ort, að upphaf nýrrar aldar á tslandi hófst 1752" með stofnun innréttinganna eða nýsköpunar- fyrirtækjanna hans Skúla Magnússonar, en ekki um 1830. Skúli Magnússon, faðir Reykja- vikur, mun sá maður I fortiðinni, sem núlifandi kynslóðir Islenskar eiga mest að þakka. Björn Þorsteinsson

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.