Þjóðviljinn - 19.04.1975, Page 10
10 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 19. april 1975.
Noröurlanda-
mótiö í júdó
hefst í dag
í Laugar-
dalshöllinni
i dag kl. 14 hefst í Laug-
ardalshöllinni Norður-
landameistaramótið i júdó
og er þetta í fyrsta sinn
sem mótið fer fram hér á
landi.
JUdösamband íslands hefur
leitast við að vanda sem best til
Norðurlandameistaramótsins
1975, enda verður slikt fjölþjóð-
legt mót að teljast meiriháttar i-
þróttaviðburður hér. Allur útbún-
aður við keppnina er nýr og vand-
aður, þ.á m. eru tveir fullkomnir
keppnisvellir samkvæmt ströng-
ustu alþjóðlegum kröfum. A móti
sem þessu er nauðsynlegt að
keppa á tveimur völlum sam-
timis. Júdódeildir iþróttafélags-
ins Gerplu og UMFK keyptu ann-
an völlinn með styrk bæjarfélag-
anna i Kópavogi og Keflavik.
Hinn völlinn keypti Reykjavikur-
borg, og verður hann framvegis
eingöngu notaður i iþróttahúsum
borgarinnar fyrir keppni i júdð.
Þessi mikilvægi styrkur Reykja-
vikurborgar við júdóiþróttina var
forsenda þess að við gætum boðist
til að halda fjölþjóðleg mót hér á
landi i framtiðinni, auk þess sem
aðstaða til keppni á innlendum
mótum gjörbreytist til batnaðar
við þetta.
Islenskir judomenn hafa sett
metnað sinn i að undirbúa þetta
mót sem best, bæði að þvi er
varðar skipulag og framkvæmd
mótsins og einnig til þess að ná
sem bestum árangri i sjálfri
keppninni. íslenskir júdómenn
hafa aldrei verið i betri æfingu en
núna, en þeir hafa æft samkvæmt
sérstakri áætlun i vetur undir
stjórn landsþjálfara JSÍ, Michal
Vachun 4. dan.
Keppnin á Norðurlandamótinu
nú verður að öllum likindum
harðari og liflegri en nokkru sinni
áður. 011 löndin senda sina lang-
sterkustu menn til keppninnar,
menn með mikla reynslu og æf-
ingu að baki.
Með liðunum koma hingað til
lands á föstudaginn forystumenn
allra júdósambandanna á Norð-
urlöndum, svo og þjálfarar og •
a.m.k. tveir dómarar frá hverju
landi. Aðaldómari mótsins verður
Ray Mitchell alþjóðadómari frá
Bretlandi.
Svavar Carlsen hlaut silfurverð-
laun á NM I júdó 1973, og brons-
verðlaun 1974. Tekst honum að ná
i gullið nú? Möguleikarnir eru
miklir og segja má að allt sé þeg-
ar þrennt er.
íslenskt unglinga-
landsliö 16 ára og
yngri keppir á NM
íþróttafréttamenn
fá aðstöðu í
íþróttamiðstöðinni
Framkvæmdastjórn ISÍ
kallaði iþróttafréttamenn á
sinn fund si. fimmtudag og þá
tilkynnti Gisli Haiidórsson
forseti 1S1 að stjórnin hefði
ákveðið ákveðið að láta sam-
tökum íþróttafréttamanna í té
skriistofuherbergi I iþrótta-
miðstöðinni f Laugardal en
með tilkomu hinnar nýju við-
byggingar við Iþróttamið-
stöðina rýmkaðist svo um hjá
iþróttahreyfingunni að þetta
varð mögulegt, en iþrótta-
fréttamenn höfðu áður óskað
eftir aðstöðu fyrir starfsemi
sina i miðstöðinni.
Jón Asgeirsson formaður
samtaka iþróttafréttamanna
þakkaði framkvæmdastjórn-
inni fyrir þennan velvilja
hennar i garð samtakanna
með fáum en vel völdum
orðum.
Strax i gærkveldi tóku
íþróttafréttainenn þetta nýja
húsnæði sitt I notkun og
byrjuðu á þvi að halda þar
aðalfund samtakanna.
—S.dór
Þáttta kend u r
á NM
Léttvigt (-63 kg)
John Villadsen, Danmörk
Peter Sonne, Danmörk
Arvo Tarvainen, Finnland
Kimmo Alho, Finnland
Petter Lind, Noregur
Gunnar Hansen, Noregur
Lars Erik Flygh, Sviþjóð
Nicklas Kristensson, Sviþjóð
Jóhannes Haraldsson ísland
Sigurður Pálsson, tsland
Ómar Sigurðsson, tsland
Léttmillivigt (-70 kg)
Per Hansen, Danmörk
Jens Andersen, Danmörk
Veli-Matti Hakanen, Finnland
Ulf Berger, Noregur,
Axel Hopstock, Noregur
Larry Edgren, Sviþjóð
Ronny Nilsson, Sviþjóð
Halldór Guðbjörnsson, Island
Gunnar Guðmundsson, tsland
Millivigt (-80 kg)
Bernt Mogensen, Danmörk
Jan Nielsen, Danmörk
Pekka Korpiola, Finnland
Morten Yggeseth, Noregur
Karsten Hansen, Noregur
Conny Petterson, Sviþjóð
Bertil Ström, Svíþjóð
Sigurjón Kristjánsson, ísland
Viðar Guðjohnsen, ísl.
Léttþungavigt (-93 kg)
Jens Norestgard, Danm.
Michael Janesen, Danmörk
Simo Akrenius, Finnland
Orn Terje Foss, Noregur
John L. Petersen, Noregur
Johan Scháltz, Sviþjóð
Eddy Aberg, Sviþjóð
i judo
Benedikt Pálsson, tsland
Gisli Þorsteinsson, tsland
Halldór Guðnason, tsland
Þungavigt (-(-93 kg)
Seppo Reivuo, Finnland
Kari Johansson, Finnland
Jan Jensen, Noregur
Erik Haugen, Noregur
Roland Bexander, Sviþjóð
Svavar Carlsen, tsland
Hannes Ragnarsson, tsland
Um
helgina
Knattspyrna
Reykjavikurmótið heldur
áfram I dag og kl. 14 hefst á
Meiavellinum leikur Vikings
og KR. A morgun sunnudag,
leika svo Valur og Fram og á
mánudagskvöldið leika
Armann og Þróttur.
Arbæjarhlaup fer fram I dag
og hefst við Rofabæ ki. 14.
Hlaupið er öllum opið og það
er aidursflokkaskipting i
hlaupinu.
Aiafosshlaupið hefst i dag
kl. 15 við Varmárlaug i Mos-
fellssveit. ölium er heimil
þátttaka.
fslenska liðið á mikla
sigurmöguleika á mótinu
segir Michal Vachun þjálfari ísl
Knattspyrnusamband
íslands hefur ákveðið að
íslenskt unglingalandslið
skipað leikmönnum 16 ára
og yngri taki þátt í Norður-
landameistaramótinu í
knattspyrnu fyrir þennan
aldursf lokk sem f ram fer í
Finnlandi í sumar. Þetta er
í fyrsta sinn sem landslið
skipað leikmönnum undir
16 ára er myndað í knatt-
spyrnu á íslandi.
Þjálfari liðsins hefur verið ráð-
inn hinn kunni knattspyrnumaður
úr Kópavogi, Guðmundur Þórð-
arson, sem náð hefur frábærum
árangri sem piltaþjálfari hjá
Breiðabliki.
Guðmundur sagðist hafa tekið
út 33ja manna hóp fyrir nokkru og
hefði sá hópur æft vel að undan-
förnu. Nú hefur hópurinn verið
minnkaður niður i 16 leikmenn og
verður æft i allt vor og sumar
fram að mótinu. Á laugardaginn
kemur mun þetta lið leika æfinga-
leik við 3. aldursfl. tA uppá Akra-
nesi.
Dregið hefur verið i riðla
keppninnar og er riðlaskiptingin
þannig:
A-riðill
tsland
Finnland
Sviþjóð
B-riðili
Danmörk
Noregur
V-Þýskaland
V þjóðverjar keppa sem gestir
á mótinu og eru með til þess að
ekki standi á stöku.
Þá má geta þess að lokum að
einmitt þessi aldursflokkur isl.
knattspynrumanna hefur staðið
sig, hvað best i keppni við jafn-
aldra sina á Norðurlöndum þann-
ig að ekki kæmi á óvart þótt is-
lenska liðið næði mjög langt á
Norðurlandamótinu.
— t fyrra náði islenska
sveitin silfurverðlaunum á
N'M og þrir einstaklingar i
bronsverðlaun. Nú tel ég alla
islensku júdómennina vera I
mun betri æfingu en þá, undir-
búningurinn fyrir þetta mót
hefur verið betri og þess
vegna get ég ekki annað en
verið bjartsýnn og tel islenska
liðið eiga góða sigurmöguleika
á mótinu, sagði Michal
Vachum, landsliðsþjálfari i
júdó, en hann leiðir islenska
liðið til Norðuriandamótsins i
júdó sem hefst i dag.
Michal Vachun er útskrif-
aður sem iþróttakennari og
sjúkraþjálfari frá háskóianum
i Prag, og hefur einnig kennt
þar sjálfur. Þetta er annað ár-
ið, sem hann starfar hér á
landi, og er óhætt að segja að
hann hafi náð mjög mikium
árangri hér með kennslu sinni.
Hann þjálfaði og stjórnaði
Judolandsliðinu s.l. ár þegar
það vann það afrek á Norður-
landameistaramótinu að sigra
svia, sem voru þáverandi
Norðurlandameistarar, og
vinna þar með silfurverðiaun i
sveitakeppninni. M. Vachun
hefur auk sinnar menntunar i
iþróttum, mjög mikia reynslu
i Judo, liann hefur tekið þátt i
stórmótumum allan heim, allt
frá Kóreu til Brasiliu. í Brasi-
liu keppti hann 1965 I Evrópu-
sveitinni i heimsálfukeppni,
og vann hann sina keppni.
Óhætt er að segja að íslenskir
judomenn, og Judosamband
íslands á M. Vachun mikið að
júdólandsliðsins
þakka við uppbyggingu þess-
arar iþróttar hér á landi, og
vonast þessir aðilar til þess að
fá að njóta kennsiu hans sem
lengst.
Michal Vachun
—S.dór