Þjóðviljinn - 19.04.1975, Qupperneq 16

Þjóðviljinn - 19.04.1975, Qupperneq 16
DJOÐVHHNN Laugardagur 19. apríl 1975. Fjöldamorð framin á kúrdum ANKARA 18/4 Tyrknesk frétta- stofa hefur það eftir útvarpsstöð uppreisnarhers kúrda, sem lætur nú til sin heyra eftir nokkurt hlé, að iraksher hafi myrt um 10 þús- undir kúrda eftir að bardögum linnti um miðjan mars. Útvarpið hefur það eftir Barsani, leiðtoga kúrda, að baráttunni sé ekki lokið — hún muni halda áfram meðan nokkur kúrdi er uppistandandi i Irak. Einar ....vildi gjarnan að Geir mótmælti”... Morgunblaðsskrifin um Sovétheimsókn utanríkisráðherra Einar skor- aði á Geir að mótmœla úeir ....engin ástæða til mót- mada" Sykurstríðið: „Ráðuneytið vildi vernda okkur” í sjónvarpsþættinum Kasttjósi í gærkvöldi svar- aöi Einar Ágústsson, utan- rikisráöherra, spurningum um skrif Morgunblaösins í tilefni Moskvufarar hans. Hann sagði þá m.a. orö- rétt: „Ég vildi gjarnan, að forsætisráöherra sæi sér fært aö mótmæla slíkum skrifum. Hinsvegar geri ég mér það Ijóst, aö hann skrifar ekki Morgunblaðið; það hef ur áður komið f ram og ég er ekki að eigna hon- um þessa grein." Olalur Ragnarsson, lréttamað- ur, hafði eftir Jóni Ilelgasvni. rit- stjóra Timans, i sama þætti. 'að' hann væri ritstjóri pólitísks blaðs og skrifaði ekki einkaskoðanir i blaðið, heldur ritaði hann forystu- greinar i samráði við ílokksfor- ystuna. Geir Hallgrimsson, forsætis- ráðherra, hafði þetta að segja um málið i sjónvarpinu: ,,Ég hef ekki hugsað mér, og tel enda ekki ástæðu til, að gefa nein- ar yfirlýsingar i tilefni þessara skrifa.” IJá var ráðherra spurður, hvort hann teldi þá hagstæðu viðskipta- samninga. sem gerðir hefðu verið að undanförnu á engan hátt ,,þátt i nýrri herferð sovétmanna til þess að efla áhrif sin á íslandi” eins og Morgunblaðið hefði talið i leiðara 11. april: ,,Nei,” sagði ráðherrann, ,,það tel ég alls ekki, enda skil ég ekki, hvaða ástæða ætti að vera til þess nú með það stjórnarfar, sem nú rikir hér á landi, að halda það, að það sé einmitt tækifæri núna til þess að kaupa landið. Það hefði kannski frekar mátt ætla að það hefði verið á öðrum tima.” — sagði Hjalti Pálsson hjá SÍS Á bandaríska þinginu: Ford fœr ekki meira fé til Saigonhersins Mikið strið er nú hafið meðal verslana um verð á sykri. Nokkr- ir aðilar hafa fiutt inn 30 tonn af sykri á mun iægra verði en þær sykurbirgðir voru keyptar á sem til voru i landinu. Þetta þýðir það að annaðhvort verður að lækka verð gamla sykursins eða þá biða og sjá til hvað tekur við þegar þessi 30 tonn eru seld en mánaðarneysia isiendinga á sykri er 800 tonn. Heims- markaðsverð á sykri er eins og skoppa rakringla þessa dagana. — Ég get litið sagt um málið á þessu stigi sagði Hjalti Pálsson forstjóri innflutningsdeildar StS er við ræddum við hann i gær. — Við erum að athuga okkar gang. — Það versta i þessu máli er, sagði Hjalti, þegar maður er að reyna að vera ábyrgur i þessum efnum og láta ekki sykur vanta á markaðnum, þá kaupum við sykurinn fram i timann. Gengis- fellingin fór mjög illa með okkur vegna sykurkaupanna, við höfð- um gert samninga erlendis og þurftum að greiða með margfalt fleiri krónum það magn en við höfðum gert ráð fyrir. — Svo gerist það, að þegar var- an er komin I toppverð, þá fer hún að skriða niður aftur. Þá er það spurningin hvort á að leyfa okkur að losna við það magn sem við höfum keypt, eða hvort það er rétt að leyfa mönnum að koma inn, eins og nú hefur gerst og kaupa litið magn og setja allt verð niður. — Hafið þið farið framá að þessum mönnum verði ekki leyft að flytja inn sykur? — Ég talaði við ráðuneytið um þetta mál fyrir nokkru og þá var mér talin trú um að það væri ekki hætta á að þetta gerist, ráðu- neytið vildi vernda okkur, heldur en hleypa hinum og þessum spá- kaupmönnum inn. Nú, cn svo hef- SAIGON 18/4 Hringurinn um Saigon heldur áfram að þrengjast. Þjóðfrelsis- liðar gerðu áhlaup á sam - göngumiðstöð í aðeins átta km f jarlægð frá borginni í dag. Haldið er áfram stór- skotahríð á borgina Xuan Loc, en ekki virðist ætlun sóknarhersins að taka Hjalti Pálsson ur þetta gerst einhverra hluta vegna og mér finnst þetta vera vanstjórn. — Eruð þið ekki neyddir til að lækka sykurinn sem þið eigið á lager? — Það er ekki vist. Þessi 30 tonn hreyfa okkur ekki, og verð á sykri var i gær og i dag aftur á uppleið á heimsmarkaði, svo það er ekki vist að þeir sem flutt hafa inn ódýra sykurinn nái i jafn ódýran sykur aftur. Ef þeir hinsvegar geta það og fá leyfi til að kaupa svona slatta og slatta og selja hér langt undir þvi verði sem við, stóru innflytjendurnir verðum að fá fyrir okkar dýra sykur, þá sé ekki annað en að við verðum að gerast óábyrgir lika. Kaupa að- eins sykurþegar verðið er lágt og þá litið i einu og láta þá sykur vanta á markaðinn. Ef menn vilja þetta frekar þá þeir um það, sagði Hjalti. —S.dór. hana meö áhlaupi, heldur sækja þeir fram hjá henni til að einangra hana. Þá hefur þjóðfrelsisher- inn náð á sitt vald þrem borgum í Mekongóshólm- um skammt frá Saigon. Saigonherinn hefur svarað með miklum loftárásum á þessar borgir. WASHINGTON 18/4 Ford forseti virðist hafa beðið endanlegan ósigur í þeirri viðleitni sinni að fá þingið bandaríska til að sam- þykkja 515 miljón dollara viðbótarhernaðaraðstoð við Saigonstjórnina. Hermálanefnd öldungadeildar þingsins, sem venjulega hefur verið mjög herská, hafnaði beiðni forsetans með átta atkvæðum gegn sjö. Meðan nefndin greiddi atkvæði i gær, staðfesti Weyand hers- höfðingi, yfirmaður herforingja- ráðs Bandarikjanna, að and- PHNOM PEN PEKING PARÍS 18/4 Fulltrúar útlagastjórnar Sfhanúks fursta i Peking visuðu i dag á bug fregnum um að verið væri að flytja fólk frá Phnom Penh i stórum stii. Júgósla vneska fréttastofan Tanjúg hefur það eft- ir kambodiumönnum, að það sé ósatt sem haft er eftir erlendum fréttastofum um þetta efni og svo um almenna óreiðu i höfuðborg Kambodiu. Fyrr um daginn hafði utanrik- isráðherra frakka, Sauvarnages, haft það eftir frökkum, búsettum i Phnom Penh, að ibúum höfuð- borgar Kambodiu hefði verið sagt að þeir mættu eiga von á loftárás- um (liklega bandariskra flugvéla þá) og ættu þeir að flýta sér frá borginni. Voru hafðar uppi tilgát- ur um, að sigurvegararnir hefðu dreift þessum orðrómi, til að fá þann mikla fjölda flóttafólks sem eriPhnom Penh til að snúa heim. Þetta fólk hafði einmitt flúið sveitirnar meðan bandariski flugherinn hélt uppi miklum loft- árásum á þær. stæðingar Saigonhersins væru að flytja eídflaugar til höfuðborg- arinnar og gæti svo farið, að bandarikjamenn hefðu ekki nema 10-15 daga til að flytja á brott á sjötta þúsund bandariskra borgara sem enn eru i Vietnam — eftir þann tima eru flugvellir borgarinnar i hættu. Sparkman, formaður utanrikis- málanefndar öldungadeildar þingsins, skýrði frá þvi i dag, að sendiherra Saigonstjórnarinnar hefði sagt sér, að stjórn sin væri reiðubúin til að ræða við Þjóð- frelsisstjórnina án skilmála. En það var um leið tekið fram, að þjóðfrelsisliðar vildu ekki við Saigonstjórn tala nema að Thieu færi frá og allri bandariskri að- Fréttum ber annars saman um að hermönnum Einingarsamtaka Kombodiu hafi verið mjög vel fagnað i gær i höfuðborginni og hafi „þessir ungu menn verið hamingjusamir og hissa á hinum skjóta sigri” (Reuter) t gær skýrði Sihanúk fursti, æðsti maður útlagastjórnar þeirrar sem setið hefur i Peking frá þvi, að Rauðir khmerar hefðu beðið sig um að vera þjóðhöfð- ingja ævilangt. Hann sagði og að sigurinn i Kambódiu yrði hvatn- ing öðrum þjóðum þriðja heims- ins til að losa sig við heimsvalda- stefnu og nýlendustefnuna nýju. I gær lentu tiu flugvélar hers Lons Nols á bandariskri flugstöð i Thailandi með um 100 flótta- menn. Meðal þeirra var utan- rikisráðherra Lon Nols og ó- nefndur hershöfðingi. Stjórn Thailands hefur tilkynnt að hún muni ekki veita ráðherrum úr stjórn Lon Nols dvalarleyfi i landi sinu. Ekki er vitað hvað orðið hef- ur um Long Boret, sem siðast var forsætisráðherra hjá Lon Nol. stoð við hann yrði hætt. Kissinger utanrikisráðherra hefur ásakað Sovétrikin og Kina fyrir að þau hafi ekki fordæmt það sem hann kallar árás Norður- Vietnama á Suður-Vietnam. Virðist hann að þessu leyti ósam- mála Ford forseta, sem i gær sagði, að ekki væri hægt að saka Moskvu og Peking um það sem gerst hefði. Kissinger lagði áherslu á að Bandarikin yrðu að draga þá ályktun af ósigri stefnu sinnar i Indókina, að það yrði að vega og meta rækilega allar nýj- ar skuldbindingar rikisins. Um leið yrði að endurvekja traust bandamanna USA með þvi að hvika hvergi frá gefnum skuldbindingum. Stjórnir heims keppast nú við að viðurkenna hina nýju stjórn Kambódiu. Sovéska fréttastofan Tass hefur sagt, að atburðir i Kambodiu sýni hve vonlaust það sé að þvinga upp á þjóð stjórnar- fari sem hún ekki vill. Maó Tse- tung hefur sent sigurvegurunum heillaóskir og fréttastofan Nýja Framhald á bls. 14. Kópavogur Þjóðviljann vantar blaðbera i Hrauntungu og Hlíðarveg Vinsamlegast hafið samband við umboðs- mann i sima 42073. Enn þrengist um SAIGON r Utlagastjórn Kambodju: Engir nauðungarflutning ar fólks frá Phnom Penh

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.