Þjóðviljinn - 16.05.1975, Síða 12

Þjóðviljinn - 16.05.1975, Síða 12
mv/u/m Föstudagur 16. mai 1975. Sigurhátið i Saigon SAIGON 15/5 — Um miljón manns er taliö hafa tekið þátt i hátiBagöngu i Saigon I dag, og var gangan farin til að fagna endanlegum sigri Þjóðfrelsis- fylkingarinnar um mánaða- mótin. Hófust þannig hátiða- höld i tilefni sigursins, sem standa eiga yfir i þrjá daga. Hersveitir Þjóðfrelsisfylking- arinnar tóku þátt I hópgöng- unni. Viðstaddir opnun hátiöa- haldanna voru auk leiötoga bráðabirgðabyltingar- stjórnarinnar Ton Duc Thang, forseti Norður-Vietnams, og Le Duc Tho, sem stjórnaði friðarviðræðunum i Paris af hálfu noröurvietnama og fékk fyrir friðarverölaun Nóbels á móti Kissinger. Mannfall i Baska- héruðum BILBAO 15/5 — Þungvopnað lögreglulið leitar nú liðsmanns úr frelsissamtökum baska, ETA, sem komst undan úr bardaga við lögregluna i gær- kvöldi. 1 bardaganum féllu að sögn lögreglunnar þrir ETA- menn og einn lögreglumaður. Fimm lögreglumenn hafa fall- ið fyrir ETA-mönnum siðustu fjórar vikurnar, en spænska stjórnin hefur lýst yfir hern- aðarástandi i Baskahéruðun- um vegna sivaxandi andstöðu ibúanna þar. Mayaguez -málið: Aðgerðir kana sæta harðri gagnrýni áalþjóðavettvangi Kambódia sakar þá um njósnir LUNDONUM, PEKING og viðar 15/5 — Árásir Bandarikjahers á kambódiskt landssvæði til að endurheimta skipiö Mayaguez hafa yfirleitt vakiö kuldaleg og gagnrýnin ummæli um viða veröld og sumsstaðar harða gagnrýni. Einna harðast hafa kinverjar brugðist viö, og I ræðu i dag kallaði Li Hsien-nien. vara- forsætisráðherra, aðgerðir bandarikjamanna athæfi, sem sjóræningjum einum væri sæm- andi. Sérstaklega fordæmdi hann loftárásir bandarikjamanna á kambódiskt landssvæöi. Fyrir- hugað hafði verið að Ford Banda- rikjaforseti heimsækti Kina siðar á þessu ári, en nú efast frétta- menn i Peking um aö af þvi geti orðið. Sumir gagnrýna bandaríska ráðamenn fyrir að hafa fyrirskip- að árásaraögerðir þótt þeim væri kunnugt um, að kambódiumenn ætluðu sér að sleppa skipinu hvort eð væri. Ljóst er að áður en árás- irnar hófust, hafði I Phnompenh verið útvarpaö yfirlýsingu frá Kambódiustjórn þess efnis aö BÚDAPEST 15/5 — Jenö Fock, forsætisráðherra Ungverjalands, lét af embætti i dag, en hann hef- ur verið forsætisráðherra I átta ár. Ástæðan fyrir afsögninni er heilsubrestur. Við embættinu tek- ur varaforsætisráðherrann, György Lázár, sem er 58 ára að aldri. Ekki er talið að forsætis- ráðherraskiptin muni breyta neinu um stjórnmálastefnu Ung- verjalands. Laos: Hræðsla við valdarán Eftirlitsnefnd krefst brottfarar bandaríkjamanna VIENTIANE 15/5 — Nefnd liðs- foringja frá Pathet Lao og fyrr- verandi stjórnarherjum I Laos hvatti i dag samsteypustjómina til aö tryggja borgunum Vientiane og Luang Prabang vemd skriðdreka og loftvarna- byssa, þar eð nefndin telur hugs- anlegt að ihaldsöflin i landinu, sem hröktust úr stjórninni i fyrri viku, reyni valdarán. Nefnd þessi var sett á stofn 1973 til aö gæta þess að friðarsamn- ingamir, sem þá voru gerðir með Pathet Lao og þáverandi stjórn i Vientiane, væru haldnir. Nefndin mælist einnig til þess af stjórninni að hún sjái til þess að bandaríkja- menn þeir, sem stjórna svokall- aðri hjálparstofnun Bandarikj- anna i landinu, fari þaðan, og er gefið I skyn að ástæðan sé sú, að Bandarikin misnoti aðstoð sina I- haldsöflunum I vil. Nefndin telur að aðstoðin frá Bandarikjunum eigi hér eftir að ganga beint til stjómarinnar, sem siðan sjái um að ráðstafa henni. Um þúsund bandarikjamenn eru I Laos, og safnast þeir nú saman i Vientiane til brottflutnings úr landinu. Bandarikjamenn þeir þrir, sem mótmælamenn I Savannakhet tóku I gislingu I gær, eru komnir heim til sin og eru við bestu heilsu, en mótmælamenn, sem einkum eru námsmenn halda þeim framvegis I stofufangelsi. skipinu yrði sleppt með allri áhöfn. Kambódiskur sendiráðs-' maður i Peking sagði að njósna- tæki hefðu fundist um borð i Mayaguez, en engu að siður hefði það aldrei verið ætlunin að halda skipinu lengi. Dagblaö kaþólikka á Spáni gagnrýndi Bandarikin harðlega fyrir aðgerðirnar og komst svo að orði aö „heimska á borð viö þetta gæti hleypt af stað þriðju heims- styrjöldinni.” Frönsk blöð eru einnig gagnrýnin á háttalag Bandarikjastjórnar, og France Soir nefndi þetta sem enn eitt dæmið um „gunboat diplomacy”, sem bandarikjamenn hafa til þessa verið frægastir fyrir i Rómönsku Amerlku. Ihaldsblað- ið La Libre i Belgiu segir þetta at- vik muni hafa mjög skaöleg áhrif á virðingu Bandarikjanna og tel- ur að nú hafi fengist endanleg staðfesting á þvi, hve misheppnuð utanrikispólitik Kissingers sé. Sovéskir, italskir og japanskir stjórnarembættismenn hafa ekk- ert viljað láta hafa eftir sér um málið, og I sovésku blöðunum hef- ur ekki verið vegið að Bandarikj- unum út af þessu. Indversk blöö gagnrýna Bandarikin hinsvegar fyrir að hafa gengið of langt og kalla þetta meðal annars „að leika sér að eldinum.” Næstum eina undantekningin frá reglunni er Vestur-Þýska- land, en i leiðurum blaða þar er yfirleitt skrifað vinsamlega um umræddar tiltektir Bandarikja- stjórnar. 1 Phnompenh hefur Hou Nim, upplýsingamálaráðherra Kambódiu, fordæmt aðgerðir Bandarikjanna og sakað þau um að reka njósnir gegn Kambódiu bæði af sjó og úr lofti. Hann sagði að bandariskar flugvélar stund- uðu enn könnunarflug yfir kambódisku landi og að mörg bandarisk njósnaskip hefðu veriö tekin á Samsfióa af kambódisk- um varðbátum. Mörg njósnaskip- anna hefðu verið dulbúin sem fiskibátar og sum mönnuð tailendingum, sem hefðu viöur- kennt að hafa stundað njósnir fyrir Bandarikin á vegum CIA. Deila BSRB til kjaradóms Eftir fund sem sáttasemjari hélt með samninganefnd B.S.R.B. og samninganefnd rikis- ins i dag, er ljóst, að samkomulag tekst ekki og kjaradeilan gengur þvi lögum samkvæmt til kjara- dóms, sem á að kveða upp úr- skurð fyrir 15. júni n.k. Fulltrúar samninganefndar B.S.R.B. munu halda fund með fréttamönnum i næstu viku, þar sem gerð veröur grein fyrir kjaramálum opinberra starfs- manna. Var Mayaguez njósnaskip? Kanar ráðast á land á kambódískri eyju m 4 Bandariskir landgöngliöar gera sig klára til árásar. WASHINGTON 15/5 — Bandarik- in hafa endurheimt skip sitt Mayaguez og áhöfn þess alla, er taldi um fjörutiu manns. I gær sökktu bandarlskar striðsþotur þremur kambódiskum varðskip- um, og siðan voru hundrað og sextiu úrvalsliöar úr landgöngu- liðinu settir á land á eynni Koh Tang, en mættu á hinn bóginn harðri mótspyrnu kambódiu- manna og áttu i mestu erfiðleik- um mcð að koma liði sinu aftur á brott af eynni. Bandarikjamenn segjast hafa misst einn mann fallinn, marga særða og einar tvær þyrlur munu hafa verið skotnar niöur i þessum bardaga, sem bandarikjamenn kalla fyrstu orrustu sina í Indókina i tvö ár. Landgönguliðunum tókst seint og um siðir að komast frá Koh Tang, en á meðan þeir stóðu þar I ströngu höfðu kambódiumenn skilað föngunum af Mayaguez. Var þeim róiö út að bandariska tundurspillinumWilsoná smábáti rétt fyrir dögun, og voru bátverj- ar að sögn tailenskir. Jafnframt þvi, sem landgönguliðarnir réð- ust á land á Koh Tang, gekk ann- ar hópur þeirra um borð i Maya- guez, sem lá þar rétt hjá, og tók það á sitt vald, og bandarískar herflugvélar gerðu loftárásir á flugvöllinn skammt frá Sihanouk- ville, helstu hafnarborg Kam- bódfu, og ef til vill fleiri staði. Viöbrögð Fords forseta i þessu máli hafa fengiö mjög misjafnar undirtekir i Bandarikjunum. Það voru einkum ihaldsöflin, sem hvöttu forsetann til ofbeldisárás- ar á kambódiumenn, annars gæti svo fariö að „hvaða smáriki sem væri héldi sig geta hertek- ið bandariskar flugv. og skip og sloppið með það”, einsog einn i- haldsmaðurinn orðaði það. Aðrir, einkum úr hópi demókrata, vöruðu við hemaðaraðgerðum og bentu á að slikt gæti á ný leitt til að Bandarikin flæktust út I striö I Indókina.eins og raun varð á eftir Tonkinflóaárás Johnsons 1964. Blaðið Christian Science Monitor sagði I dag að fráleitt væri að kalla töku skipsins sjórán, eins og Ford forseti gerði og byggði að- gerðir sinar á þeirri skilgrein- ingu. Kambódia hefur tólf mílna landhelgi og Mayaguez var innan þeirrar linu, þegar það var tekið. Margir lita svo á, að þegar erlent skip fari inn fyrir landhelgislinu einhvers rikis, hafi það riki rétt á að skera úr um hvort öryggi rikis- ins stafi hætta af skipinu. Þá er uppi orðrómur þess efnis að Mayaguez hafi verið dulbúið njósnaskip.en þvi hafa Bandarik- in auðvitað neitaö harðlega. Tailendingar 1 r X ævareiðir út af ðambnð nkjanna tíilio Mayagues-máli gpjjfo fraHlbúðar BANKOK 15/5 — Tailandsstjórn er ævareið Bandarikjunum út af hegöun þeirra I Mayaguez-mál- inu og af háifu utanrikisráðu- neytis landsins er upplýst að stjórnin hafi nú tii athugunar að banna Bandarikjunum þegar i stað afnot af herstöðvum þeirra i Tailandi, fjórum að tölu. Óttast Tailandsstjórn að Mayaguez- málið geti stefnt sambúð hennar við Kambódiu og Vietnam i voöa, en i sambandi við árásir bandarisks flughers, sjóliðs og landgönguliðs á Kambódiu i tengslum við þetta mál fluttu Bandarikin yfir þúsund land- gönguiiða frá ókinava til Tailands, i fullri óþökk taiiend- inga. Akveðið hefur verið að ambassador Tailands I Washington verði kallaöur heim til skrafs og ráðageröa um framtiðarsamband landsins við Bandarikin. Kúkrit forsætisráð- herra hefur kallað stjórnina saman á sérstakan fund um málið á morgun. Þykir ljóst að vinátta Bandarikjanna og Tailandsstjórnar hafi til fram- búöar spillst vegna þessa at- viks. Tailand hefur þegar krafist þess að Bandarikjaher verði á brott úr landinu innan árs, og samkvæmt yfirlýsingu Tailandsstjórnar eiga siöustu bandarisku hermennirnir að fara úr landi i mars næsta ár. Tailendingar segja að 7500 - bandariskir hermenn eigi að verða á brott úr landinu fyrir júnilok, og verða þá tæplega 20.000 bandariskir hermenn eft- ir i landinu. Aðspurðir hvort Tailand sliti stjórnmálasambandi við Bandarikin út af Mayaguez- málinu svaraði Kúkrit: „Það held ég nú ekki, en við verðum að gera ráöstafanir til þess að svona nokkuð komi ekki fyrir aftur.”

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.