Þjóðviljinn - 31.05.1975, Page 6

Þjóðviljinn - 31.05.1975, Page 6
6 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 31. mai 1975 Tilraun til verkfalls- brots í r Aburðar- verksmiðj- unni: Verkfallsveröir voru orönir fjölmennir viö áburöarverksmiðjuna um kl. 10 f gærmorgun. Jívað skeði • • I OW eigmlega( — sagði einn af unglingsstrákunum sem gerðu tilraun til verkfalls- brots í áburðarverksmiðjunni í gœrmorgun þegar þeir voru látnir taka áburð af bíl sem þeir höfðu sett á 1 gærmorgun var gerö tilraun til verkfallsbrots i áburðarverk- smiðjunni. Nokkrir skólastrákar sem hafa fengiö vinnu hjá verk- smiðjunni voru mættir tii vinnu i gærmorgun kl. 8 og byrjuöu á að ferma bifreið austan úr Árnes- sýslu sem komin var til að sækja áburð. Þeir voru rétt hálfnaðir meö það verk þegar verkfails- verði bar að. Þeir stöðvuðu þetta verkfalls- brot að sjálfsögðu og bentu strák- unum á að verkfallinu hefði ekki verið aflétt. Strákarnir rifu kjaft, eins og unglinga er gjarnan siður þegar þeir þykjast eitthvað vera. En auðvitað höfðu verkfallsverð- irnir sitt fram. Það þarf meiri bóga en ihaldssinnaða skóla- stráka til að brjóta ákvarðanir verkamanna á bak aftur. Eftir viðræður forsvarsmanna verkamannanna og forstjóra áburðarverksmiðjunnar, sem stóðu nokkra hrið kom skipun um að taka allt aftur af þessum bil sem nærri var búið að ferma og það voru skólastrákarnir sem þurftu að vinna það verk. Og þegar þeir voru reknir til að taka af bilnum sem þeir höfðu fermt sagði einn þeirra þessi gullvægu orð: — Hvað skeði eiginlega? — Svo viss voru þessi blessuð börn um að þeim tækist að brjóta niður samtakamátt islenskra verka- manna i verkfallsátökum. Barna- skapurinn getur nú vart komist á öllu hærra stig. Strax uppúr kl. 8 i gærmorgun tók vörubila að drifa að áburðar- verksmiðjunni til að sækja áburð. Flestir voru þeir með X-númeri, nokkrir með Z-númeri, komnir alla leið úr Skaftafellssýslu, og nokkrir þeirra mfeð R-númeri. Undir kl. 9 voru komr um tuttugu vörubifreiðar sem biðu eftir af- greiðslu en sú bið var til einskis. Um kl. 9.30 kom skipun frá for- stjóra verksmiðjunnar um að taka af þeim bíl sem sett hafði verið á og að það væri tilgangs- laust fyrir hina að biða, áburður yrði ekki afgreiddur. Þá voru mættir þarna tveir stórir kranar sem sjá áttu um útskipun i einn af fossum Eim- skips sem kominn var uppi Gufu- nes, hvernig sem það má nú vera, þar sem verkfall er hjá vél- stjórum á farmskipunum, Þessum krönum var einnig snúið til Reykjavikur og innan tiðar var port áburðarverksmiðjunnar orðið tómt, nema hvað verka- menn stóðu þar tugum saman á verkfallsverði. Verkamenn höfðu orð á þvi að loka innkeyrslunni i port verk- smiðjunnar svo ekki kæmi aftur til slikra vandræða eins og þarna sköpuðust um stund i gærmorgun. Þarna voru mættir tugir verka- manna áburðarverksmiðjunnar til verkfallsvörslu og eindrægni og samhugur þeirra var mikill. Aðeins tveir fastastarfsmenn verksmiðjunnarog félagar þeirra mættu á verkfallsvakt. Það voru aðeins strákarnir sem reyndu verkfallsbrot. Það mátti greinilega heyra á verkfallsmönnum að þeim var þungt niðri fyrir útaf þessum niðingslögum sem á þá hafa verið sett. Menn höfðu orð á þvi að þessu heföu svo sem mátt búast við af þessari rikisstjórn, en þeir voru allir sem einn á þeirri skoó- un að ef henni tækist að koma vilja sinum fram i þessu máli, þá fengju þeir aldrei aftur frjálsa samninga. — Við erum bara prófsteinn þeirra um það hve iangt þeir geta gengið i að klekkja á verkalýðn- um, sögðu verkfallsmenn. Og þeir bættu við:— Eitt er vist að þeim skai aldrei takast að beygja okkur, við skulum sýna þeim i eitt skipti fyrir öll að islenskir verka- menn láta ekki skammta sér kaup eftir lögum eða geðþótta ihaldsrikisstjórnar og að útúr þessu máli skyldi rikisstjórnin fara með slikri skömm að lengi yrði munað. Þegar við yfirgáfum verk- smiðjuna klukkan að ganga ellefu i gærmorgun var þar komin á ró og friður að mestu,en verkamenn ætluðu að vera þar á vakt allan daginn ef aftur yrði reynt að brjóta verkfallið á bak aftur meö skóiastrákum. —S.dór Þetta eru skólastrákarnir sem geröu tilraun til verkfallsbrots I áburöarverksmiöjunni I gær og virtust hafa gaman af. Hér er Óskar ólafsson trúnaöarmaöur Dagsbrúnar aö koma vitinu fyrir verkfallsbrjótana sem þá voru aö ljúka viö aö ferma vörubifreið. ,og hér eru strákarnir aö taka allt af aftur sem þeir höföu sett á vörubflinn, heldur súrir á svipinn.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.