Þjóðviljinn - 31.05.1975, Side 16

Þjóðviljinn - 31.05.1975, Side 16
VÓBVIUINN Laugardagur 31. mal 1975 Sprengingar og skothríð i Beirut Beirut 30/5 reuter — Sprengingar urðu i miðborg Beirut I dag og vlða máttiheyra skothrinur. Ekki varö þó séð að átök væru hafin á ný milli falangista og palestlnu- araba þar sem engir sáust úr siöarnefnda hópnum þar sem átökin áttu sér stað. Lögreglan kvaðst vera að eltast viö fimm leyniskyttur sem höföu komið sér fyrir i miðborginni. Þetta er i fyrsta sinn sem barist er þar, átökin hafa mest farið fram i úthverfunum til þessa. Lögreglan kvaðst hafa séð her- flokk falangista i borgarhluta sem þeir hafa ekki sýnt sig i áður. Var talið að sprengjukastið og skothrinurnar ættu að þrýsta á Karami forsætisráöherra i til- raunum hans til stjórnarmyndun- ar. Kanar yfirgefa Laos Vientiane 30/5 reuter — Flutn- ingavélar fóru þrjár ferðir til og frá Vientiane með hafurtask bandarikjamanna en þeir eru nú aðeins 153 i landinu en voru 800 fyrir mánuði. Bandariska hjáiparstofnunin USAID hefur lofað að vera á brott úr landinu með allt sitt hafurtask fyrir júniiok. Pathet Lao heldur áfram að treysta stöðu sina i stjórn lands- ins I mestu -rólegheitum. Fer það yfirleitt fram þannig að efnt er til mótmælaaðgerða fyrir framan eitthvert ráðuneytið eða stjórnar- byggingu og þess krafist að yfir- menn þeirra segi af sér. t dag beindust augu manna að bygg- ingum héraðsstjórans i Viantiane og þess krafist að fjórir háttsettir hægri menn á skrifstofum hans segðu af sér. VÍETNAM Sameining tekur minnst fimm ár Ho Chi AAinh borg 30/5 ntb. — Sameining suður- og norðurhluta Víetnam mun taka að minnsta kosti fimm ár. Þessi varð niður- staða þriggja vikna fundarhalda leiðtoga landshlutanna tveggja. I viðræðunum náðist samkomulag um öll höfuð- atriði. AAeðal þeirra er að Ho Chi AAinh borg verður áfram vettvangur hins frjálsa markaðar en afgangurinn af landinu hverfur inn á braut sósíalismans. t fréttum af viðræðum leiðtog- anna segir að lífsviðhorf almenn- ings I landshlutunum tveim séu svo gerólik að það mun taka allt að 30 árum að bæta fyrir þau skemmdarverk sem fyrst frakkar og síðan bandarikjamenn hafa unnið á hugum fólksins i suður- hlutanum. Einnig herma fregnir að viðskipti landshluta milli verði efld sem og samgöngur og höml- um á ferðafrelsi veröur aflétt. Sagt er að ekki standi til að breyta höfuðborginni i suðri mik- ið að þvi undanskildu að þar veröur hreinsað duglega til. ins og lögin hafi aldrei verið sett Verkfallið heldur alls- staðar áfram Björn Jónsson Þjóðviljinn sneri sér til Björns Jónssonar forseta Alþýðusambands fslands í gærkvöldi og spurði hann álits á viðbrögðum þeim sem komið hefðu fram í gær hjá stjórnar- völdum vegna verkfall- anna og þess að bann við verkföllum hefur verið virt að vettugi. Björn var fyrst spurður hvað hann segði um þá samlíkingu Vísis að hann og Eðvarð Sigurðsson væru líkastir í Lénharði fógeta og þeir kallaðir ,,landráða- menn". — Það á að höggva okkur Eð- varð eins og Lénharö. Það kem- ur sér nú betur að við erum ekki afskaplega lifhræddir! — Hefur rikisstjórnin haft tal af ykkur I dag I sambandi við það að taka upp samninga á nýjan leik? — Nei, en það sem gerst hefur i þeim málum er það að við mættum til samningafundar hjá sáttasemjara kl. 4 og við hófum þann fund með þvi að ræða um það við sáttasemjara, að þessi mál væru öll þannig vaxin, að næðist hugsanlega einhvern timann samkomulag, sem von- andi yrði nú, i þessari aðaldeilu okkar getum við náttúrlega aldrei skilist þannig við þau mál að ekki yrði leyst deilan við rikisverksmiðjurnar. Þess vegna væri það rökrétt að við töldum að væri vonlitið að ár- angur yrði i þessum viðræðum nema teknar yrðu upp eðlilegar viðræður við samninganefnd rikisverksmiðjanna. Þess vegna væri það okkar ósk og krafa að þær viðræður yröu teknar upp þegar i stað. Hann mun hafa komið þessum boðum til starfandi forsætisráð- herra, Gunnars Thoroddsens, en ekki fengið viðbrögð við þvi aö svo komnu, en þau svör að þessi boðskapur okkar mundi verða hugleiddur. Við ræddum þessi mál i okkar niumannanefnd og menn voru þar allir sammála um það að málin myndu horfa þvi ver sem lengur liði án þess að þessar viðræður yrðu teknar upp. Viö töldum það mjög mikilvægt að það yrði ekki dregið. — Telur þú að þegar I stað sé hægt að slá þvi föstu að þessi lög hafi verið brotin á bak aftur? — Svo mikið er vist að verk- fallið er ennþá 100% i gildi eins og lögin hafi aldrei verið sett. Það er ekki eygjanlegt að á þvi verði nein breyting fyrr en samningar verði teknir upp og að samningar takist. Natófundurinn NEW YORK Framkvæmdir drag ast saman New York 30/5 reuter — Borgaryfirvöld tilkynntu í dag mikinn niðurskurð á opinberum framkvæmd- 1 dag (laugardaginn 31. mai) veröur hinn árlegi kynningar- fundur ásatrúarfélagsips haldinn i Lindarbæ, niðri kl. 4 e.h. Þar mun Sveinbjörn Beinteins- son allsherjargoöi og fleiri úr félaginu halda stutt erindi og siöan verða almennar umræður um til að bjarga borginni frá algeru gjaldþroti. Niðurskuröurinn á að nema 640 miljónum dollara og hefur hann i og fyrirspurnum svarað. Að venju hafa ásatrúarmenn fengið einn mann utan félagsins til að halda erindi. I þetta skipti er það Jón Ásgeirsson tónskáld, sem mun ræða kenningar sinar um Þingvelli til forna og stað- setningu Lögbergs. för með sér að 38 þúsund manns missa atvinnuna. Niðurskurður- inn bitnar harðast á skólakerfinu en þar er gert ráð fyrir að segja 11 þúsund kennurum upp. Loka mörgum skólum og fækka i há- skólum borgarinnar um 20 þús- und. 7.200 lögreglumönnum verður sagt upp og 2.300 bruna- vöröum. Þá verður samdráttur i umferðargæslu, sorphreinsun og snjómokstri. Þessar 640 miljónir eru sú upphæð sem gert var ráö fyrir að greiðsluhallinn á fjárlögunum næmi. Lánastofnanir kröfðust þess að þessi halli yrði strikáður út ef þeir ættu að lána borginni sem er að kikna undan skulda- byröinni. Þrátt fyrir þennan niðurskurðv vantar enn einn miljarð dollara til að mæta skuld- um og launagreiðslum fram til loka fjárhagsársins 30. júnl nk. r Kynning Asatrúar Þessi aldni fristundamálari dró að sér óskipta athygii vegfarcnda af ýmsum þjóöernum og litarháttum þar sem hann var við iöju sina I góöa veðrinu á Frakkastignum I gær. Sigurdór stóöst aö sjálfsögöu ekki freistinguna og smcllti af. r Agreiningur um Portúgal BrUssel 30/5 reuter — Fundur æðstu manna Natóríkjanna í Brussel hefur einkennst af klofn- ingi innan bandalagsins í afstöðunni til Portúgals. Ford og Helmut Schmidt kanslari Vestur-Þýska- lands hafa haft í hótunum við Goncalves forsætis- ráðherra. Ford forseti átti viðræður við Concalves i gær og sagði honum að það væri i andstöðu við megin- reglur Nató að kommúnistar réðu ferðinni i einhverju aðildar- rikjanna. Concalves svaraði þvi til að stjórn hans lyti ekki forystu kommúnista. Schmidt kanslari tók i sama streng og Ford i viðræðum við Concalves og sagði að ef þróunin i Portúgal færi inn á „ólýðræðis- legar” brautir gæti það leitt til borttvikningar landsins úr bandalaginu. Hann bætti þvi við að ef ekki yrði skapað það and- rúmsloft i landinu sem menn gætutreysthefðiþað sterk áhrif á efnahagsaðstoð við landið. A móti þessu mæltu leiðtogar þriggja annarra rikja, Noregs, Danmerkur og Hollands. Sögðu þeir að veita ætti Portúgal alla tiltæka aðstoð til að auðvelda lýð- ræðisþróunina i landinu. Concalves ávarpaði fundinn I dag og sagði að miklar gróusögur gengju i Vestur-E vrópu og Norður-Ameriku um þróunina i Portúgal. Sagði hann að það sem Portúgal þarfnaðist mest væri „meiri skilningur og færri fiski- sögur”. Blaðberar óskast Hverfisgata Skúlagata Höfðahverfi Háskólahverfi Fossvogur Vinsamlega hafið samband við afgreiðsl- Una. Slmi 17500 ÞJÓÐVILJINN

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.