Þjóðviljinn - 04.06.1975, Blaðsíða 5
Miðvikudagur 4. júni 1975 ÞJÓÐVILJINN — StÐA 5
af e
rlend
Skæruiiðar úr ETA æfa skotfimi á fjöllum uppi.
Ofsóknarherferð
gegn böskum
Baskarnir hafa verið kaliaðir
saltið i blóði Spánar. Tungumál
þeirra, sem hefur ekki skyld-
leika við nokkurt annað mál svo
öruggt sé, er miklu eldra i land-
inu en mál spánverja sjálfra.
Þeir hrundu af sér áhlaupum
mára, sem brutu Spán að öðru
leyti undir sig að mestu, voru
frömuðir um ólikustu hluti, svo
sem hvalveiði („spánverjarnir”
sem Ari bóndi i ögri lét drepa
voru baskar), skáldskap og trú-
mál (helstu frumkvöðlar
Jesúftareglunnar, Ignatius Loy-
ola og Franz Xavier, voru bask-
ar). Stöðugar tilraunir
spænskra yfirvalda tii að fá þá
til að týna niður þjóðerni og
tungu hafa mistekist, og nú eru
það baskar, sem eru i fylkingar-
brjósti I baráttunni gegn
spænsku fasistastjórninni.
Andspyrna baska er orðin það
öflug að spænska stjórnin lýsti á
dögunum yfir neyðarástandi i
tveimur Baskahéraðanna norð-
ur frá, Vizcaya og Guipuzcoa.
öryggislögreglan og lögreglu-
herinn (Guardia Civil) i þessum
héruðum hefur fengið mikinn
liðstyrk annarsstaðar frá, og i
aprillok var giskað á að um þús-
*und manns hefðu verið hand-
teknir á þeim forsendum að þeir
styddu ETA, frelsishreyfingu
baska. Varðliðið á frönsku
landamærunum hefur verið
aukið og bardagar orðið með
lögreglunni og ETA-mönnum,
með mannfalli báðumegin.
Áfram Kristsmenn,
krossmenn
Spænsku ihaldsöflin, sem eru
mjög uggandi vegna þróunar-
innar i Portúgal, hafa brugðist
hatrammlega við ástandinu i
Baskahéruðunum, eins og slik
öfl gera ævinlega, þegar að
þeim er kreppt.Svartastaihaldið
hefur jafnvel skammað stjórn-
ina fyrir of mikla linkind og all-
nokkrir hershöfðingjar hafa lát-
ið i ljós ósk um að blanda sér
meira i stjórnmálin af þessu til-
efni. Þar að auki hafa allskonar
öfl verið vopnuð og skipulögð til
ofsókna á hendur fólki, sem tal-
ið er hugsanlegt að hlynnt geti
verið ETA. Þar eru fremst i
flokki samtök ungfasista, sem
ganga undir nafninu Guerilleros
de Cristo Rey, eða Skæruliðar
Krists konungs. Kristsmenn
þessir og krossmenn hafa verið
einkar duglegir við að eyði-
leggja eigur þeirra manna, sem
þeim likar ekki við, og drepa
eða hálfdrepa þá sjálfa. Gerist
þetta með samþykki lögregl-
unnar, sem lætur sem hún sjái
ekki aðfarir kristsmanna og
læst ekki heyra þegar þeir eru
kærðir fyrir henni. Kristsliðar
þessir hafa gert mikið af þvi að
eyðileggja verslanir og skrif-
stofur, ráðast með barsmiðum
inn á bari, þar sem fólk vinveitt
ETA er grunað um að halda til,
brenna bila fyrir meintum ETA-
stuðningsmönnum og limlesta
þá sjálfa.
Brennur og
misþyrmingar
Meðal þeirra, sem orðið hafa
fyrir barðinu á skæruliðum
Krists konungs er hinn þekkti
listmálari Augustin Ibarrola, en
fyrir fáum dögum var vinnu-
stofa hans brennd og þar með
nokkur verka hans. Lögmaður
að nafni Pedro Ibarra, sem
varði sex baska fyrir herdóm-
stólnum i Burgos 1970, varð fyr-
ir þvi nýlega að heimili hans var
eyðilagt með vélbyssuskothrið
og honum sjálfum og konu hans
misþyrmt. A rúmlega sjötugan
prest, Enrique Dominquez, var
ráðist i kirkjunni, sem hann
þjónar við, rétt fyrir messu-
gerð.
Fasistalið þetta hegðar sér þó
varla miklu verr en lögreglan
sjálf. Talið er að fjölda manna,
sem hún hefur handtekið, hafi
verið gróflega misþyrmt i fang-
elsum. Þritugur prestur, Eusta-
sio Erquicia, varð fyrir slikum
misþyrmingum i fangelsi að
flytja varð hann i snatri á
sjúkrahús, þar sem hann enn
var I lifshættu er siðast fréttist.
Kirkjan gerði eitthvað veður út
af þessu, af þvi að þetta var
hennar maður, svo að yfirmað-
ur öryggislögreglunnar hefur
séð sig tilneyddan að fara fram
á „rannsókn” málsins.
Réttarofsóknir
Samfara ofbeldisaðgerðunum
gegn böskum undirbúa stjórn-
arvöldin nú viðtækar réttarof-
sóknir gegn þeim. Tveir baskar,
Angel Otaegui Echevarria og
José Antonio Garmendia, eru nú
fyrir rétti sakaðir um vig á lög-
regluhermanni i april i fyrra, og
er talið að þeir eigi dauðadóm
yfir höfði sér. Lögmenn i Mad-
' rid fullyrða að um fimmtlu
baskar biði þess nú i fangelsum
að þeim sé stefnt fyrir herdóm-
stóla.
t þessu sambandi er eftirtekt-
arvert, að á sama tima og allra-
handa ihald og kratar i Vestur-
Evrópu og viðar fárast yfir þvi
að stöðvuð sé útkoma blaðs
Sósialistaflokksins i Portúgal,
þá er ekki minnst einu orði á
hryðjuverk spænsku fasista-
stjórnarinnar gegn böskum og
þjóðfrelsis- og lýðræðisöflum á
Spáni yfirleitt. Vitaskuld er það
ljótur siður að stöðva útkomu
blaða, en á hitt má benda að
stjórn herforingjanna i Portúgal
hefur ekki handtekið einn ein-
asta af framámönnum Sósial-
istaflokksins eða flokkanna til
hægri við hann, aðra en þá sem
beinlinis voru flæktir i valda-
ránstilraun ihaldsherforingj-
anna á dögunum. Þeir einu, sem
handteknir hafa verið af stjórn-
málaástæðum i Portúgal und-
anfarið eru maóistar, en að
sjálfsögðu hefur ekki þótt á-
stæða til að hneykslast á þvi,
þótt svo að þaö ofbeldi, sem
portúgalskir maóistar hafa
þannig mátt sæta, sé vissulega
miklu grófara en það „ofbeldi”,
sem Sósialistaflokkurinn varð
fyrir þegar blað hans hætti að
koma út um nokkurra daga
skeið.
Á þessu hneykslast
moggarnir ekki
íhaldsmálgögnin á íslandi,
Mogginn og Visir, hafa að sjálf-
sögðu ekki skorið sig úr i þessu.
1 þessum blöðum sést ekki eitt
einasta hneykslunarorð um of-
sóknirnar gegn böskum á Spáni.
Þetta getur átt sér sinar á-
kveðnu ástæður, burtséð frá
eðlilegri samúð islensks ihalds
með spænsku ihaldi. Einhverjar
mikilvægustu herstöðvar
Bandarikjanna i Evrópu eru á
Spáni, og Spánn er að öllu nema
að nafni til meðlimur i Nató.
Bandarikin gerðu i sambandi
við leiðtogafund Nató i Brussel
á dögunum itrekaðar tilraunir
til að fá bandalagsriki sin i
Evrópu til að veita Frankóspáni
viðurkenningu fyrir mikilvægi
hans i Nató, en þvi gátu krata-
stjórnir Norður-Evrópu ekki
kyngt. Hinsvegar má eðlilegt
kalla að vl-málgögnin forðist að
hafa i frammi styggðaryrði i
garð stjórnar rikis, sem Banda-
rikin telja sér jafn mikilvægt til
samstarfs og raunin er á um
Frankóspán. úþ.
Petta eru
kjarabœtur
Guöni í Sunnu hefur sent
umsókn til samgönguráðu-
neytisins um aö fá að
fljúga reglubundið leigu-
flug allan ársins hring til
Kaupmannahafnar, eina
til tvær ferðir á viku. Býðst
Guðni til að fjúga þessa
leið fyrir fargjöld, sem
hljóða upp á rúmar 12 þús-
und krónur þegar ódýrast
verður að f I j úga og upp i 18
þúsund krónur þegar dýr-
ast verður, en eins og nú
háttar kostar það rúmlega
50 þúsund að fljúga í
áætlunarflugi til Kaup-
mannahafnar yfir sumar-
mánuðina.
— Þetta fargjald, sem við bjóð-
um upp á, sagði Guðni Þórðarson,
er nú ekki meiri fjarstæða en það,
að þvi til grundvallar eru lögð
fargjöldin, sem amerikumenn
njóta með islenskum farartækj-
um á milli Luxemburgar og
Bandarikjanna. Við erum sem
sagt að fara fram á að fá að fljúga
með islendinga á leiðinni
Keflavik—Kaupmannahöfn á
hliðstæöum fargjöldum við það
sem útlendingar njóta af hálfu Is-
lensku flugfélaganna. Þetta er
ekki það mikil ferðatiðni, að það
ætti að hafa veruleg áhrif á
rekstrarafkomu hinna félaganna
á þessari leið, þvi þarna er aðeins
um að ræða eitt til tvö flug á viku,
en þau fljúga 6-14 flug á viku.
— Heitir þetta leiguflug, af þvi
að þið verðið ekki með ákveðna
brottfarardaga eða hvað?
— Við verðum með ákveðna
brottfarardaga. Það er kannski
vafamál, hvort ætti að kalla þetta
áætlunarflug eða leiguflug.
Flug eins og þetta er háð þeim
annmarka fyrir farþega, að hann
verður að ákveða sina ferð með
miklum fyrirvara. Við stungum
upp á að farþegi léti bóka sig með
hálfsmánaðar fyrirvara. Fólk,
sem þarf að fara i viðskiptaerind-
um og ætlar að dvelja ytra i einn
til tvo daga gæti ekki notfært sér
þetta, þvi dvalartimi yrði að vera
amk. vika.
Flug eins og þetta er mjög að
færast i vöxt viða um lönd og þyk-
ir eðlilegri háttur á en ýmsar aðr-
ar tegundur leiguflugs.
— Hvað þykir þér um þau tið-
indi, að málið hafi verið sent
Flugleiðum til umsagnar?
— Ég tel að það sé alveg óþarfi
og engum að gagni. Þetta tefur
málið. Vitanlega er það fyrirfram
vitað að umsögn Flugleiða verður
neikvæð, þv^þeir hafa i öllum sin-
um gerðum lagt áherslu á það að
hafa sem mest einkaleyfi á öllum
hlutum, sérstaklega flugi. Ég veit
nú ekki hvort þeir hafa ennþá far-
iðfram á einkaleyfi á hótelrekstri
og bilaleigum, en á flugi hefur
þessi áhersla komið berlega
fram.
— Með hvað miklum fyrirvara
gætir þú tekið til starfa með slikt
áætlunarflug?
— Við mundum hefja flug
svona einum til einum og hálfum
mánuði eftir að leyfi fengist.
Þetta er mikið hagsmunamál
fyrir almenning, og mér finnst
Segir Guðni
íSunnu
og býður
fargjöld til
Kaupmanna-
hafnar fyrir
fjórðung þess,
sem dýrast
er nú9
með Air Viking
það mikill ábyrðgarhluti af
stjórnvöldum, að vera að tefja
það að fólk fái kjarabætur i þessu
formi, sérstaklega þegar kjara-
bætur fólks virðast ekki vera auð-
sóttar.
— Hefurðu átt viðræður um
þetta við ráðherra?
— Nei. Ég tel ekki þörf á þvi.
Mér finnst þetta svo sjálfsagt
mál, að ekki eigi að þurfa mikinn
tima i að ræða um þetta. Þetta er
mál, sem eingöngu snýr að al-
menningi sem hagsmunamál.
Ég geng út frá þvi, sem sjálf-
sögðum hlut, að þetta verði leyft
eins fljótt og stjórnvöld telja sér
fært.
— úþ.
Síðasta mál Poirot
London reuter — Agatha Christie
hefur ákveðið að skrifa siðustu
bókina um Hercules Poirot, lög-
regiusnillinginn, sem farið hefur
með aðalhlutverk I mörgum bók-
um skáldkonunnar.
Astæðan fyrir þvi að Poirot á að
hverfa er sögð sú að skáldkonan
vilji ekki aðhann hljóti þau ömur-
legu örlög að ganga aftur i bókum
annarra höfunda að henni látinni
en það hafa söguhetjur á borð við
James Bond orðið að þola.
Christie tefldi Poirot fyrst fram
I bók sem út kom árið 1920, en
frægastur varð hann af bókinni
Morð i Austurlandahraðlestinni
sem hefur verið kvikmynduð og
gengur nú við góða aösókn I Há-
skólabiói.
Talsmaður Christie sagði i dag
að þótt Poirot hyrfi úr sögunni
væri gamla konan slður en svo
hætt að skrifa. Hann vildi hins
vegar ekki tjá sig um hvort Poirot
yrði drepinn i siðustu bókinni, en
hún hefur verið nefnd Tjöldin
falla — siðasta mál Poirots.