Þjóðviljinn - 13.06.1975, Blaðsíða 3
Föstudagur 13. júni 1975 ÞJóÐVILJINN — SIÐA 3
Leikþáttur eftir Jakobínu á kvennaráðstefnu
Félagslegar aðstæður
sveítakvenna
Eins og fram hefur komiö i
fjölmiölum veröa dagarnir 14.-
21. júni helgaöir alþjóölegu
kvennaári. Þar verða haldnar
sýningar, efnt til ráðstefnu ofl.
en aö þessu standa ma.
rauösokkar og ýmis kvenna-
samtök.
Eitt dagskráratriðið á fyrir-
hugaðri ráðstefnu verður
flutningur á leikþætti eftir
skáldkonuna Jakobinu
Sigurðardóttur i Garði i Mý-
vatnssveit. Við hringdum i
Jakobinu og báðum hana að
segja okkur eitthvað um þennan
leikþátt.
— Það er svosem ekkert Sér-
stakt af honum að segja. Þetta
er stuttur þáttur, tæplega
stundarfjórðungur i flutningi.
Hann var upphaflega felldur inn
I sýningu Leikfélags Akureyrar
á revýunni Ertu nú ánægð
kerling? og eftir þvi sem ég
kemst næst verða það sömu
leikarar sem flytja hann fyrir
sunnan.
— Um hvað fjallar þátturinn?
— Það má segja að hann fjalli
um félagslegar aðstæður
kvenna i sveit. Um mismunandi
aöstöðu kvenna og karla til að
sinna félagsmálum og hversu
sjálfsagt það þykir að karlmenn
fái aö sinna slnum áhugamál-
um.
Ráðstefnan verður haldin
dagana 20. og 21. júnf og fer
fram að Hótel Loftleiðum. Kjör-
Jakobina Siguröardóttir
orð hennar eru þau sömu og hins
alþjóðlega kvennaárs eða:
Jafnrétti — Þróun — Friður.
Þar flytja 13 frummælendur
framsöguerindi um hina ýmsu
málaflokka sem falla undir
kjörorðin og verða erindin flutt
fyrir hádegi báöa dagana en
eftir hádegi verður fjallað um
þau i starfshópum. —ÞH.
Nýjar
viðrœður
WASHINGTON 12/6 — Endur-
nýjaöar samningaumleitanir um
nýtt samkomulag um Slnai gætu
veriö á döfinni milli Egyptalands
og tsraels, lét Henry Kissinger
hafa eftir sér i dag i lok fundar
æöstu manna Bandarlkjanna og
fsraels. Þeir Ford forseti og
Jitsjak Rabin, forsætisráöherra
tsraels, hafa ræöst viö undan-
farna tvo daga.
Kissinger sagði að enginn vafi
væri á þvi að Bandarikin myndu
halda áfram efnahagslegri og
hernaðarlegri aðstoð við ísrael.
Hann svaraði þvi neitandi þegar
hann var spurður hvort PLO, bar-
áttusamtök palestinumanna,
yrðu meðal þeirra aðila, sem
Bandarikin kynnu að ráðfæra sig
við næstu vikurnar varðandi
framtiö Austurlanda nær.
Niðurgreiðslur á útfluttum landbúnaðarafurðum:
Námu 900 miljómim í fyrra
900 miljónum króna var
á síðasta ári varið til niður-
greiðslna á íslenskum
landbúnaðarvörum handa
útlendingum til þess að
reyna að fá þá til þess að
borða þessa framleiðslu#
en það mun vera rúmlega
40% af þeirri upphæð, sem
notuð var til þess að greiða
niður landbúnaðarvörur
innanlands!
Eitt dagblað skýrði frá þvi i
gær, að 20—40 krónur hefðu feng-
istfyrir kiló af nautakjöti seldu út
úr landinu.
Þvi var það, að Þjóðviljinn
sneri sér til Gunnars Guðbjarös-
sonar, form. Stéttarsambands
bænda, og spurði hann hvort satt
væri. Hann svaraði:
— Það var ein sending, sem
næstum ekkert fékkst fyrir.
Framleiðsluráðið tók að sér að
greiða 50 miljónir af verömæti
þessarar sendingar út úr verð-
jöfnunarsjóði, til þess að bænd-
Fjölskyldubœtur
Greiddar út í
síðasta sinn
Gunnar Guöbjartsson
Samkvæmt lögum sem af-
greidd voru frá alþingi sl. vetur
veröa fjölskyIdubætur lagöar
niöur i þvi formi sem verið hefur
undanfarin ár, þ.e. að þær séu
greiddar út á 3ja mánaöa fresti
hjá Tryggingastofnun ríkisins.
Þessi lagaákvörðun tekur gildi 1.
júli nk. og þvi verða fjölskyldu-
bætur greiddar út i siðasta sinn
hjá tryggingastofnuninni 15. júni
nk.
1 stað þess að fá fjölskyldu-
bæturnar greiddar út hjá
Úrslit í
Svartsengis-
máli fyrir
mánaðamót
Eftir þeim upplýsingum,
sem Þjóðviljinn hefur aflað
sér, mun nú senn draga til úr-
slita i Svartsengismálinu svo-
nefnda, en það snýst um það á
hvaða verði sveitarfélögin á
Suðurnesjum þurfi að kaupa
land i Svartsengi við Grinda-
vik af erfingjum látinna eig-
enda landsins undir hitaveitu
fyrir Suðurnesjabyggðirnar.
Mikil fundarhöld hafa verið
með aðiljum málsins, landeig-
endum og stjórn Hitaveitu
Suðurnesja undanfarið og
hafa málin skýrst verulega.
Sérfræðingar munu vinna i
ýmsum atriðum málsins milli
funda aðilja, og eins og áður
segir mun úrslita að vænta
innan tiðar.
-úþ
tryggingastofnuninni, verða þær
sendar beint til gjaldheimtunar
sem greiðsla uppi tekjuskatt
fólks. Hér er þvi aðeins um milli-
færsluleið að ræða. Oft hafa fjöl-
skyldubæturnar komið sér vel
fyrir fólk og það getað bjargað
ýmsum hlutum um stund með
þeim peningum en nú er þvi ekki
lengur að heilsa, rikið hirðir
bæturnar beint uppi skattinn eftir
1. júli nk.
Þess má til gamans geta, að
árið 1973, fengu 33.771 aðili
greiddar fjölskyldubætur hjá
tryggingastofnuninni með 70.228
börnum, samtals 1133 miljónir kr.
Arið 1974 voru greiddar 936,1 milj.
kr. og áætlaðar greiðslur hálft ár-
iö 1975 eru 455 milj. kr.
—S.dór
urnir, sem áttu þetta yrðu ekki
fyrir skelli.
Ekki vissi Gunnar hvert hefði
verið smásöluverð á þessu kjöti
erlendis, en það mun hafa verið
selt i frihöfn i Hollandi.
Aðrar landbúnaðarvörur, sem
fluttar eru út, eru dilkakjöt og
ostar. Sagði Gunnar að niður-
greiðslur á þessum afurðum væru
breytilegar eftir þvi til hvaða
lands vörurnar væru seldar og
einnig væri verð misjafnt eftir
sendingum. Skást verð mun fást
fyrirdilkakjötiði Noregi, 70—80%
af óniðurgreiddu verði hér heima.
Lægst verðið á islenska dilkakjöt-
inu i Færeyjum, 55—57% af verði
þess óniðurgreiddu hér heima.
Gunnar sagði, að útflutnings-
bætur af landbúnaðarafurðum
Stefnt er að fljótari
afgreiðslu dómsmála
Nefndarálit vœntanlegt siðar á árinu
Vegna umræðna i fjölmiölum
nú undanfariö, um nauösyn á
endurbótum á löggjöf um mcö-
ferð dómsmála, telur ráöuneytiö
rétt aö vekja athygli á þvl, aö
dómsmálaráöherra skipaöi hinn
7. október 1972 nefnd til aö
„endurskoða dóm stóla kerfi
landsins á héraösdómsstiguinu og
til aö kanna og gera tillögur um,
hvernig breyta mætti regluin um
málsmeöferð I héraöi til þess aö
afgreiðsla mála yröi hraöari”.
í nefndina voru skipaðir: Björn
Sveinbjörnsson.þáv- hæstaréttar-
lögmaður en nú hæstaréttardóm-
ari, Björn Fr. Björnsson, sýslu-'
maður, áður formaður Dómara-
félags íslands, Sigurgeir Jónsson,
bæjarfógeti, þáverandi formaður
Dómarafélags Islands, og Þór
Vilhjálmsson, prófessor. — Frá
skipun og verkefni nefndarinnar
var skýrt á sinum tima. Var aug-
ljóst, að verkefni nefndarinnar
var mjög umfangsmikið og yrði
ekki lokiðá skömmum tima. Þess
má geta, að nefndinni hefur á
starfstfma sinum veriö falin at-
hugun á ýmsum minni háttar
lagabreytingum, sem að hafa
borið á lagasviði þvi, sem hún
fjallar um, og hafa sumar verið
lögfestar.
Nefndin hefur unniö mikið und-
irbúningsstarf að höfuðverkefni
sinu og er tillagna að vænta frá
henni siðar á þessu ári. (Frétta-
tilkynning frá dómsmálaráðu-
neytingu)
hefðu numið rúmlega 900 miljón-
um króna á siðasta ári eða rúm-
lega 40% af þeirri upphæð, sem
notuð var til niðurgreiðslu hér
innanlands. Rúmum 2 miljónum
var varið til niðurgreiðslna á
landbúnaðarvörum hér innan-
lands. Ot voru flutt 2.700 tonn af
dilkakjöti á siðasta ári, og var
það um fjórðungur framleiðsi-
unnar.
Blaðamaður spurði Gunnar að
þvi, hvort ekki hefði verið rætt
um að nota þetta fé, sem nú er
veitt til útflutningsbóta, til frek-
ari niðurgreiðslna á landbúnað-
arvörum innanlands. Sagði hann
að það hefði verið um það rætt, en
á þvi væru ýmisr annmarkar, og
eitthvað yrði að flytja út samt
sem áður. Sagði hann það aug-
ijóst, að auka mætti nautakjöts-
söluna hér innanlands með þvi að
greíða nautakjötið niður, og þá
yrði ef til vill að flytja meira út af
dilkakjöti.
Meira hefur verið selt út af
nautakjöti en sú eina sending sem
fór á 20—40 krónur kilóið. Ein
sending fór til Færeyja, og var
kilóiö i þeirri sendingu selt á 94
krónur, sem mun vera besta verð,
sem fengist hefur fyrir isl. nauta-
kjöt erlendis.
Þess má svo geta i lokin, að það
kjöt, sem um hefur verið rætt hér
að framan var þriðja flokks, og er
selt hér heima á 378 krónur i
heildsölu, og eitthvað var selt af
4. flokks kjöti, sem hér er selt á
348 krónur á heildsöluverði. —úþ
JENNA
FORMAÐUR
FÍR
Aðalfundur Félags islenskra
rithöfunda var haldinn i Tjarnar-
búð siðastliðinn fimmtudag.
Jenna Jensdóttir var kosin for-
maður félagsins en ritari Gisli J.
Astþórsson og gjaldkeri Sveinn
Sæmundsson.
Meðstjórnendur voru kjörnir
þeir Ragnar Þorsteinsson og Þor-
steinn Thorarensen, og til vara
Indriði Indriðason og Jón Björns-
son.
Jakob Jónasson og Gunnar Dal
voru endurkosnir endurskoðend-
ur.
Jónas Guðmundsson, fráfar-
andi formaður Félags islenskra
rithöfunda, baðst eindregið undan
endurkosningu.
Hjálpum
strí5shrjá6um
í Indókína
Giró
90002 20002
+ i
RAUÐI KROSS
ÍSLANDS
HJALPARSTOFNUN
KIRKJUNNAR
Innilegar þakkir til allra, er sýndu okkur samúð og hjálp
við andlát og útför
SIGURÐAR H. JÓNSSONAR
Sérstakar þakkir til yfirlæknis Hrafnkels Helgasonar og
Tryggva Asmundssonar og alls starfsfólks Vifilsstaða-
spitala fyrir frábæra alúð og hjálp.
Guð blessi ykkur öll.
Laufey Þorgrimsdóttir, Smári Sigurðsson,
Kársnesbraut 18, Kópavogi.