Þjóðviljinn - 13.06.1975, Page 5

Þjóðviljinn - 13.06.1975, Page 5
Föstudagur 13. júni 1975 ÞJÓÐVILJINN — StÐA 5 af erlendum vettvangi Mið- Austurlönd Ford og Sadat ræöast viö i Salzburg. Þeir kváöust báöir vera bjart- sýnir eftir fundinn. Á ferð Eftir að Kissinger yfir- gaf löndin fyrir botni Miðjarðarhafs grátandi í mars sl. eftir að tilraunir hans til að koma á f riðar- samningum milli ísraela og egypta fóru út um þúf- ur gerðist fátt markvert í þessum heimshluta. Menn fylgdust spenntir með úrslitum striðsins í Indókína og gátu lítt sinnt öðrum málum á meðan. En undanfarið hefur orðið nokkur hreyfing á mönnum á nýjan leik. Ford flaug til Aust- urrikis þar sem hann beinlinis datt i fangið á Sadat forseta egypta og er þeir höfðu ræðst við fór sá siðarnefndi heim til sin og lét það verða sitt fyrsta verk að opna Súseskurðinn. tsraelar flýttu sér að láta frá sér heyra og hófu brottflutninga hluta herja sinna frá bökkum Súesskurðar og Gólanhæðum. Og nú situr forsætisráðherra þeirra, Yitzhak Habin, og ræðir málin við Ford forseta i Was- hington. Eftir viðræður þessara tveggja vopnabræðra hyggst Ford forseti setja fram nýja stefnu i málefnum landanna fyrir botni Miðjarðarhafs. Enn hafa menn ekki treyst sér til að geta sér til hver verða höfuðat- riði hinnar nýju stefnu en af sið- ustu atburðum má ýmislegt ráða og eins og áður hefur verið sagt i þessum dálkum er yfir- leitt litið að marka opinberar yfirlýsingar, það verður að lesa milli linanna og gægjast bak við tjöldin. Lítill áhugi á Genfarráöstefnu Eftir uppgjöf Kissingers kepptust menn við að lýsa þvi yfirað nú væru allir möguleikar á tvihliða samningum úr sög- unni og eina leiðin að hraða Genfarráðstefnunni. Þetta var sigur fyrir Sovétrikin og Sýr- land sem allan timann höfðu krafist þess að málinu yrði skot- ið til Genf og það fyrr en siðar. En þegar til kom reyndist eng- inn hafa sérstakan áhuga á að fara til Genf. Meira að segja so- vétmenn virtust missa áhugann þegar upp tóku að hrannast ýmsar tálmanir á veginum til Genf, fyrst og fremst spurningin um þátttöku palestinuaraba, sem reyndist óleysanleg. Og ráðstefnunni var frestað, fyrst fram i júni og siðan fram i sept- ember. Egyptar, israelar og banda- rikjamenn hafa sýnt vaxandi áhuga á að Kissinger hefji til- raunir sinar með „smá- skammtalækningar” að nýju. Þeir vilja reyna þennan mögu- leika til hlitar þvi ef málinu verður skotið til Genf og enginn árangur næst þar eru frekari diplómatiskir tilburðir úr sög- Rabin forsætisráöherra Israels má ekki koma tómhentur af fundinum meö Ford. Gerir Kissinger enn eina tilraun með „smáskammta- lœkningar' ?•> smarf unni og ekkert annað til bragðs að taka en nýtt strið og á þvi hafa fæstir áhuga. Stefnubreyting í Israel En eru frekari tilraunir af hálfu Kissingers liklegar til að bera árangur? A það eru menn furðulega bjartsýnir. 1 Israel er það rikjandi skoöun innan stjórnarinnar að spurningin sé ekki hvort það verði gerðir samningar við egypta heldur hvernig þeir verða. Þar hafa orðið miklar viðhorfsbreytingar þeim sáttfúsari i vil. Þegar Rabin hverfur á vit Fords hefur hann skipun um að sýna meiri sveigjanleika og sáttfýsi en áður. „Dúfurnar” innan stjórnar hans hafa sótt i sig veðrið og þegar haldnar voru al- mennar stjórnmálaumræður innan stjórnarflokkanna fyrir skömmu kom i ljós að þær voru orðnar sterkari en „haukarnir”. Þeir sáttfúsu gagnrýndu Rabin harðlega fyrir skort á sáttfýsi og harðlinumennirnir urðu að láta sér nægja að verja hann, hingað til hafa þeir gagnrýnt hann fyrir of mikla linkind svo þar hefur orðið mikil breyting á. Rabin má þvi ekki koma tóm- hentur heim. Fyrstu fréttir af ferð hans til Bandarikjanna benda einnig til þess að hann flugi ætli að leggja sig fram. Þegar þetta er skrifað á miðvikudags- morgni herma fregnir að hann muni bjóða Ford upp á tilslak- anir fsraela gagnvart nágrönn- unum gegn þvi að Bandarikin skuldbindi sig til að gera samn- ing við Israel til a.m.k. þriggja ára um viðtæka hernaðarað- stoð. Um hvað er að semja? En i hverju gætu nýir samn- ingar verið fólgnir? Viðræður um þá myndu eflaust hefjast þar sem tilraunir Kissingers strönduðu. Það voru fyrst og fremst tvær kröfur israela sem ollu þvi að þær fóru út um þúf- ur: annars vegar krafa þeirra um að egyptar lýstu þvi yfir að þeir myndu ekki fara með striði á hendur israelum um tiltekinn tima og hins vegar afnám við- skiptabanns araba á israelum. Það siðarnefnda á einkum við siglingar um Súesskurð en egyptar hafa neitað að leyfa israelskum skipum siglingar um skurðinn sem og skipum á leið til ísrael. Ef Kissinger nær árangri má búast við að hann felist i þvi að israelar dragi heri sina austur fyrir fjallaskörðin Mitla og Giddi i Sinaieyðimörkinni og eftirláti egyptum oliulindirnar i Abu Rodeis. Egyptar munu þá setjast að vestan við skörðin en i þeim sjálfum myndu friðar- gæslusveitir SÞ hreiðra um sig. Gegn þessu yrðu egyptar að gefa einhvers konar ádrátt á loforði um að ráðast ekki á isra- ela en ekki er gott að segja hve lengi það loforð mun gilda. Það eru lika allar horfur á að israel- ar muni ekki hengja sig i forms- atriði varðandi slikt loforð þannig að það yrði ekki gefið opinberlega heldur óformlega. Þvi má bæta við að andstæðing- ar Sadats i Egyptalandi halda þvi fram að opnun Súesskurðar jafngildi sliku loforði. Um siðarnefnda atriðið, að- gang israela að Súesskurði, ætti ekki að þurfa að þrasa lengi. Bæði er að ekki er auðvelt að framfylgja algeru banni á ísrael og svo er auðvelt i Araba- rikjunum að dylja eftirgjöf á þessu sviði fyrir almenningi. Ford liggur á Það virðast þvi vera góðar horfur á samningum milli isra- ela og egypta. En timinn er naumur hjá Ford og Kissinger. Eftir alla þá ósigra sem Banda- rikin hafa mátt þola á sviði utanrikismála að undanförnu verða þeir að ná skjótum og góðum árangri i einhverju mikilvægu máli sem fyrst. For- setakosningarnareru i aðsigi og þvi nær sem dregur þeim án þess að Bandarikin hljóti upp- reisn eru i augum almennings- álitsins i heiminum þvi minni eru likurnará þvi að Ford nái kjöri haustið 1976. Þh — byggtá Information. Rœtt við Björn Vilmundarson forstjóra Fe rðas k rifs t ofu ríkisins Björn Vilmundarson forstjóri Ferðaskrifstofu ríkisins. Stórbættur rekstur eftir að starfsfólkið tók beinan þátt í honum — kaup þess hœkkaði um helming og nýting varð meiri Eddu-hótelin hefja sumar- starf sitt nú upp úr miðjum júni. Hótelin verða i sumar jafnmörg og þau voru i fyrra, eöa nlu tals- ins. Við höfðum tal af Birni Vilmundarsyni, forstjóra Ferðaskrifstofu rikisins, og báö- um hann skýra frá væntanlegu sumarstarfi og fjárhagslegri af- komu hótelanna i fyrra. Björn sagði að rekstur hótel- anna I fyrra hefði gengið mjög misjafnlega, taprekstur hefði verið á tveimur hótelum sem næmi rúmri miljón á hvorum stað. „Við fáum fimm miljónir til landkynningar á fjárlögum”, sagði Björn, „þannig að við verðum að greiða tap af öðrum rekstrarliðum”. Sum hótelanna skiluðu hagn- aði. Heildartapið á rekstri hótelanna niu varð sumarið 1974 600 þúsund krónur. Starfsfólkið rekstraraðilar Þótt rekstrarreikningurinn á Eddu-hótelunum i heild sé þannig heldur dapurlegur, kem- ur i ljós að það virðist mögulegt að reka þessi hótel með þó nokkrum hagnaði. Nýtingin á hótelunum var frá 50% og upp i 100%. Og það var Eddu-hótelið að Kirkjubæjarklaustri sem að þvi leyti kom best út, nýtingin á þvi var 100% sem er afaró- venjulegt. En á Kirkjubæjar- klaustri gerðist annar atburður i rekstrinum, sem vekur vonir um betri tið. Þar var starfsfólk- ið aðilar að rekstrinum, fékk laun samkvæmt rekstraraf- gangi og laun þess voru 50% hærri en verið hafði á þessum stað áður. „Hann Ingólfur Pétursson sem var veitingamaður i Borgarnesi og svo á Flúðum hafði rekið hótelið að Flúðum i fimm ár með þvi móti, að hann myndaði starfshóp með starfs- liðinu og tekjunum var svo skipt milli rekstraraðilans og starfs- fólksins eftir fyrirfram gerðum samningi”, sagði Björn Vilmundarson. „Þetta gekk svo vel þar á Flúðum að við ákváðum að reyna þetta á Kirkjubæjar- klaustri. Við fengum konu sem hótel- stjóra og hún valdi svo starfs- fólk með sér. I fyrrasumar var svo afarmikið að gera á Kirkju- bæjarklaustri, hringvegurinn var opnaður og þess vegna varð nýtingin 100%. Nú — ég reikna með að það sé nýtingin, nýting á hótelinu og nýting á matnum, sem m.a. veldur þvi að reksturinn gekk svona vel. Tekjurnar urðu 50% hærri en áður og svo fékk fólkið sérstakan bónus þegar það hætti um haustið. Allt starfsfólkið hefur óskað eftir að vera þarna aftur I sumar”. En er starfsfólkið þá ekki færra en ef hótelið væri rekið með gamla laginu? „Það er aðeins færra, tveimur eða þremur færri,og þvi er ekki að neita, að það er mikið að gera, það verða tarnir, einkum þegar hópa ber að garði”. En nú þegar þetta tókst svo vel, verður þetta þá ekki reynt vfðar? „Við reynum þetta á tveimur hótelum til viðbótar i sumar. Menntaskólanum að Laugar- vatni og Edduhótelinu að Skóg- um”. Notfærið þið ykkur reynslu starfsfólksins að Kirkjubæjar- klaustri á Laugarvatni núna og Skógum? „Nei, ekki beinlinis. En við héldum umræðufundi með öll- um hótelstjórunum og fleiri starfsmönnum, þar sem þetta var kynnt og rætt”. Hringurinn ekinn á viku Sem fyrr greinir verða Eddu- hótelin níu i sumar, þ.e. að Reykholti í Borgarfirði, Reykj- um í Hrútafirði, Húnavöllum við Reykjabraut, Menntaskólanum á Akureyri, Eiðum i Hjalta- staðaþinghá, Kirkjubæjar- klaustri, Skógum undir Eyja- fjöllum, Menntaskólanum á Laugarvatni og Húsmæðraskól- anum á Laugarvatni. A þessum hötelum fæst gist- ing, allar venjulegar veitingar og er verð á gistingu alls staðar hið sama, eða kr. 2.520 á nóttu fyrir tveggja manna herbergi en kr. 1.875 á nóttu fyrir eins manns herbergi. SU nýjung verður tekin upp i sumar að veita sérstakan af- slátt þeim, sem vilja eyða sum- arleyfinu hér heima og fara t.d. hringferð um landið og gista á Eddu-hótelum (einu eða fleir- um) I minnst 7 nætur. Mun gist- ing i 7 nætur (miðað við tveggja manna herbergi án baðs) ásamt morgunverði og kvöldverði kosta 13.300 fyrir manninn en hver aukanótt kr. 1.900. Sé notað svefnpokapláss verður verðið kr. 10.080 á mann fyrir 7 nætur með morgunverði og kvöldverði en kr. 1.440 fyrir hverja auka- nótt. —GG Auglýsingasíminn er 17500

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.