Þjóðviljinn - 17.06.1975, Blaðsíða 14

Þjóðviljinn - 17.06.1975, Blaðsíða 14
14 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Þriöjudagur 17.júní 1975 setja svip sinn á mannlifið. Til dæmis væri málnotkun stjörn- málamanna og mismunandi brúkun þeirra á staðreyndum verðugt rannsóknarefni etv. kæmi I ljós að þeir væru þar meðeinhverja smið i gangi — ef ekki þröskuld, þá fótakefli fyrir sjálfa sig. Nútimaljóð þótt sumir kalli torskilin eru naumast fjær mæltu máli en hluti rimnakveö- skapar á sinni tið. Rithöfundar sumir hafa að visu fjarlægst þann munnlega frásagnar- og sögustil sem almenningi var tamastur, en bókmál geymir aftur á móti núorðið þau orð sem áður þóttu ekki prenthæf og sögupersónur geta átölulitið sagt hver annarri að bita i pung- inn á sér. Máltilfinning held ég sé ekki stéttbundin. Umhverfi og upp- eldi hlýtur að móta máltilfinn- ingu sem aðra þætti. Þar af leið- andi hlýtur öll einangrun og skifting aldurshópa eftir náms- getu, þroska eða kyni að vera ó- heppileg. Ætli máltilfinning sé svo ekki i nokkru samræmi við þær kröfur sem notandi gerir sjálfur til málsins? GS Ingibjörg R. Magnús- dóttir h júkrunarkona, deildarstjóri í heilbrigðis- ráðuneytinu: Z-an geröi máliö auðugra en erfiöara Eg er sannfærð um að málfar það, er börn alast upp við, hefur áhrif á getu þeirra i skóla, ekki hvaðsistá islenskunám þeirra. Máltilfinning foreldra og kenn- ara og kröfur þeirra um, að barn temji sér gott málfar og beri virðingu fyrir tungu sinni, hlýtur að vekja hugsun þess og áhuga. Og barn, sem lærir rétt- an framburð og málnotkun, þarf ekki að berjast við villur siðar td. þágufallssýki eða hljóðvillu. Þá er nauðsyn'.jgt að börn kynnist góðum bókum og læri að skilja bókmái. Ekki finn ég afgerandi mun á málfari stétta hér á landi, að minnsta kosti ekki hjá þeim, sem eldri eru. Menn tala um sjómannamál og eiga þá við grófara málfar, en ég þekki það Htið. Bændur tala margir gott mál, hafa skýran framburð og góðan orðaforða. Langskóla- gengið fólk ætti að hafa betra vald á tungunni en þeir, sem minna eru lærðir, en ekki er það alltaf i réttu hlutfalli við skóla- göngu þeirra.Þeim hættir til of- notkunar á útlendum orðum, finna þá ekki islenskt orð yfir hugsun sina eða hirða ekki um það. Kennarar fannst mér vanda málfar sitt hér áður fyrr, Varla kom fyrir, að kennari heyrðist blóta i kennslustund. Nú má heyra kennara tvinna og þrinna blótsyröi án þess að blikna. Þvi kann ég illa og finnst það bera vott um orðfátækt og smekk- leysu. Nú, þarna er ég farin að gera meiri kröfur til málnotk- unarkenpara en annarra stétta, vonandi gera það fleiri, þvi að: ,,þvi læra börnin málið, að það er fyrir þeim haft.” Ein stétt hér á landi finnst mér vanda málfar sitt mjög, það eru útvarpsþulir. Þá varstu að spyrja um mál- flutning andstæðra stjórnmála- manna, hvort hann væri keim- likur. Ekki get ég neitað þvi, að mér finnst þeir „Þjóövilja- menn” oft all stórorðir og illorð- ir, en þeir eru —þvi miður — ekki alveg einir um það, það er slæðingur hjá fleirum. Liklega má fremur eigna stjórnmála- mönnum ýmiss konar „slag- orðanotkun” en öðrum, t.d. „þjóðarskútan”, og „jafnvægi i byggð landins”. En almenning- ur er fljótur að læra þau og nota. Þá er röðin komin að z-unni. Ég sakna hennar, þótti hún fallegr stafur, sem gerði málið auðugra en erfiðara. Lagði hana niöur af þægð, en fagna þvi ef „þjóöarskútan” hallast aftur að zetunotkun. IRM Gunnar Guttormsson vél- stjóri, hagræðingarráðu- nautur: Kjölfestan er hjá alþýðufólki Ég held að talmál okkar hafi á öllum timum verið talsvert frá- brugðib vöndubu ritmáli. Um þetta er að visu erfitt að dæma, þar sem ekki hafa varðveist neinar segulbandsspólur af málfari Egils á Borg eða Ara fróða. Þróun ritmálsins er hins vegar auðvelt að kanna með samanburði á bókmenntum okkar frá ýmsum timum. En sé litið til allra siðustuára finnst mér bilið milli taimáls og þess, sem ég kalla vandað ritmál fara ört vaxandi. Hvað er að gerast, er þessi þróun nei- kvæð? Hér gæti vissulega verið um það að ræða að ritmálið standi nánast i stað (það er i eðli sinu dálitið ihaldssamt) en tal- málið, „hið lifandi mal”, taki eðlilegri þróun i samræmi við hraðfara breytingar á þjóðfé- laginu og stóraukin samskipti við umheiminn. Ég held að skýringin sé sú, að hvort tveggja sé á niðurleið, en talmálið þó sýnu meir; vandað ritmál sé sjaldgæfara en fyrir nokkrum árum og almennri máltilfinningu nokkurs hluta þjóðarinnar hraki stöðugt. Ég kem þar ekki auga á nein glögg skil milli langskólagengins fólks, sem aðeins hefur stutt nám eða skólaskylduna eina að baki. Hitt er svo annað mál, að ég geri meiri kröfur til þeirra, sem stöðu sinnar vegna þurfa að miðla öðrum af þekkingu sinni. Mér verður hér sérstaklega hugsað til ýmissa „sérfræð- inga” á tæknisviðinu, sérstak- lega þeirra, sem halda ungir til náms erlendis og öðlast bæði menntun og starfsreynslu. Flestum tekst að vísu fljótlega að vinna upp það, sem þeir hafa misst úr íslenska „málaskól- anum”, en öðrum tekst aldrei að tileinka sér islenskt málfar. „Sletturnar” i mæltu máli eru ekki það versta; þarer mönnum oft nokkur vorkunn, þar sem góð islensk orð skortir á fjöl- mörgum sviðum. Ég fagna þvi að z skuli aflögð, og tel frekara karp um hana, hvort heldur er I þingsölum eða annarsstaðar bera vott um hve rikt það er i islendingum að þrátta um hin smærri mál með- an stórmálin liggja óhreyfð. Ég held að hið eiginlega bók- mál hafi núorðið tiltölulega litil áhrif á þróun daglegs máls i samanburði við áhrif málfars i fjölmiðlum. Þetta ber ekki að skilja svo að ég telji ekki rithöf- unda vinna tungunni mikið gagn skrifi þeir á annað borð gott mál. En þeir eru i þessu sambandi orðnir einskonar „lagermenn” sem pakka sam- timamálinu inn i góðar umbúðir til geymslu handa komandi kyn- slóðum. Að öllu samanlögðu er ég þeirrar skoðunar að kjölfestu málsins sé að finna hjá óbreyttu alþýðufólki til sjávar og sveita og varðveisla tungunnar sé m.a. undir þvi komin að sem flestir eigi þess kostað hlusta á tungu- tak þess. GG Dr. Jakob Benediktsson ritstjóri Orðabókar Há- skólans: Málvernd og málrækt hlið við hlið Gott er að skoða stöðu málsins 1 nútimanum undir tvenns konar sjónarhorni, málverndar og málræktar. Hið fyrra er ihalds- samt sjónarmið, það er óskin um að málið breytist ekki of ört. Hið síðara leggur áherslu á að tungumálið er tjáningartæki og okkur ber að gera það sem lipurlegast til samskipta. Vissu- lega þurfa sjónarmiðin ekki að stangast á, en þá þarf sam- ræmdar aðgerðir. Með breyt- ingum I samfélaginu þarf á nýjum orðum að halda yfir ný fyrirbrigði, annað hvort eru þau þá tekin úr efnivið málsins sem fyrir er eða þau eru flutt inn. Hérlendis hefur nýyrðastefnan verið ráðandi. Rétt er að minnast þess að þýðingarmesta atriðið I „hreintungustefnunni” er ekki málvernd heldur það að ritmálið sé öllum vel skiljan- Iegt. Aliur almenningur skyldi skilja sérfræðinga má segja að hafi verið stefnan i lærdóms- listafélagsritunum og Fjölni. Og þá mátti textinn ekki vera útbiaöur af erlendum orðum. Þetta hygg ég að gildi enn þrátt fyrir meiri málakunnáttu almennings. Ekki dugar þó tómur einstrengingur i þessum efnum. Nýyrði getur verið klaufalegt og verra en orð af erlendum stofni. Og ekki er raunhæft að gera þá kröfu að strangsérfræðileg hugtök — segjum um flókin fyrirbrigði I eðlis- eða efnafræði — séu alltaf Islenskuð, þau hafa svo litla þýöingu fyrir málið i heild. Hvarvetna i veröldinni er til sérfræði og sérfræðiheiti sem þarf svo mikla fagþekkingu til að skilja og nota að orðafar þar skiptir almenning engu. Og þá ekki heldur tunguna I heild. En viðhorfið hlýtur að vera allt annað, strax og komið er að efnum sem almenning snerta. Þar verða nýt heiti að vera aðgengileg og svara kröfum tungunnar. Ég vil minna á að það skortir samhæfingu á sviði nýyrða og þeirrar endurnýjunar málsins sem ekki telst I verkahring rit- höfunda eða skóla. íslensk mál- nefnd er gagnslaus á meðan hana skortir fé og starfslið. Það þyrfti ma. að semja tækni-orða- bók og það þyrfti að reka leiöbeiningarþjónustu. Ég er ekki mjög hræddur við ensku, bein samlögun enskra orða og orðasambanda að okkar máli er af hljóðfræðilegum og málfræðilegum ástæðum svo erfið. Einstök tökuorð breyta litlu þegar þau fá islenskt hljóð- gervi. Það þarf meira til að breyta heilu málkerfi. Og ekki þykir mér liklegt að það gerist einhver blöndun i hrognamál, til þess er munurinn á islensku og ensku of mikill. En eitthvað slikt gæti auðvitað heyrst hjá einstaka manni. Engar rannsóknir hafa farið fram á þvihvaða breytingar eru að gerast á málinu, en þar skipta mestu breytingar á stil og uppbyggingu setninga. En allir taka eftir mun á málfari ungs fólks og hins eldra. Skól- arnir hafa áhrif á málfar nem- endanna og mér virðist stúdent- um hætta til að tala i stil við bókmál skólanna, amk. þegar þeir vilja tala skipulega. Reykjavik er orðin það stór að hér er farinn að skapast grund- völlur fyrir slangi. Mikið af þvi eru dægurflugur en margt getur siast inn I normal mál. Það getur haft áhrif á bókmál og sjást þess dæmi hjá sumum rit- höfundum. Ef bókmál er orðið of ihaldssamt hljóta að koma rithöfundar sem kippa málinu framávið. Mái Halldórs Laxness og Þórbergs var nær talmáli en höfundanna næst á undan. þeim. Munur talmáls og bók- máls er hér minni en viðast annarsstaðar og við æt.tum að forðast að breikka bilið, en bil verður alltaf þvi enginn talar eins og hann skrifar. Ég held þó að ofstopinn I garð Laxness á sinum tima hafi verið mest út af réttritun, það er undarlegt hvað stafsetning verður mönnum mikið til- finningamál. Z er óþurftar- stafur og ég er ákaflega feginn að vera laus við hana. Ritun z var merki um misskilin upprunasjónarmið og hún gerði málið ekki skiljanlegra. Z hefur stutta hefð i málinu enda var hún ekki notuð frá 14. öld og fram á þá 19. með þeim hætti er siðar varð. Það var annað með y þvi þann staf reyndu menn alltaf að skrifa þótt misjafnlega tækist til. Og svo er sú röksemd sem etv. er veigamest,að það er löngu búið að fella z niður úr rit- hætti alls almennings með þvi að kenna hana ekki i barna- skólum. Þvi skyldu menn ekki gleyma að stafsetning er ekki málið sjálft heldur praktiskt samkomulag um hljóðtáknun. Alþingi hefur einu sinni sett stafsetningarlög sem fjölluðu um rithátt á útgáfu fornrita og var stefnt gegn Halldóri Lax- ness, en með hæstaréttardómi var Halldór sýknaður og alþingi gert ómerkt orða sinna og gerða. Þetta ætti að vera víti til varnaðar. Jón Böðvarsson cand. mag., menntaskóla- kennari: Aö láta hismiö skyggja á kjarnann Oft er um rætt að miklar mál- farsbreytingar hafi orðið undanfarna áratugi en þær eru að minu mati minni en ætla mætti þegar þess er gætt hversu stórkostlegar breytingar hafa oröið á atvinnuháttum og I félagslegum efnum. Mér virðist endurnýjunarmáttur tungunnar nægilega mikill til þess að mæta þeim kröfum að hvert heiti og hugtak sem almennt þarf að nota verði islenskað. — Ég hygg og að almenningur vilji endur- nýja orðaforðann á málverndargrundvelli, en til þess þarf samstillt átak sem vantar. Hérlendis er engin stofnun sem I reynd sinnir þessu hlut- verki. Mér finnst að á vegum iðnaðarmálaráðuneytisis ætti að vera stofnun er tryggði is- lenskun allra tækniorða og sæi um aö koma þeim á framfæri, m.a. með þvi að tryggja að notkunarreglúr eða leið- beiningakver á góðu islensku máli fylgdu öllum nýjumtækjum eins og bifreiðum, saumavélum, isskápum o.s.frv. Skylt er að geta þess að orðhagir menn lærðir jafnt sem ólærðir sem vit hafa á notagildi hlutanna hafa hér ýmislegt unnið. A sumum sviðum mætti segja að ástandið sé gott, t.d. i jarðfræði. Félagslegar aðstæður i sam- félaginu valda að sjálfsögðu nokkrum málfarslegum vanda. Þar vil ég fyrst nefna að vaxandi áhrif sterkustu fjöl- miðlanna, sjónvarps og kvik- mynda, virðast mér islenskunni hættulegri en hersetan ellegar dægurtónlist unglinga. Margir ungir tónlistarmenn sem raula á ensku eru að minu viti meiri islendingar I raun en sumir z- alþingismenn sem berja sér á brjóst með likum hætti og farisearnir forðum eða forystu- menn iþróttahreyfingarinnar sem alveg blygðunarlaust innleiða ensk heiti á iþrótta- greinum eins og badminton, curling og bowling — og ræða t.d. um put i golfinu. Arás úr launsátri reynist oft árangursrik sem dæmin sanna. Menn áttu ekki von á að eftirmenn Benedikts Waage og samtlmamanna hans brytu niður málfegrunarstarf þeirra i iþróttahreyfingunni. Einmitt þess vegna hefur þeim orðið verulega ágengt. Fyrir þeirra atbeina hefur t.d orðið trimm verulega útbreiðslu, þótt margir varist að taka sér orðið i munn. Uni menn þessu og öðru af liku tagi verður islenskan smám saman að bastarði á sama hátt og danskan virðist orðin. Hér hefur verið staldrað við ýmsa váboða en úr þeim vil ég þó ekki of mikið gera. Mér virðist menningararfleifð þjóöarinnar nægilega sterk til þess að vega hér á móti, einkum ef islenskukennsla i landinu er með skynsamlegum hætti. Und- anfarin ár hefur talsvert áunn- ist I þeim efnum vegna þess aö menn sem vit hafa á hafa ráðið ferðinni og ýmsu breytt I skyn- semdarátt. En þeir eiga furðu erfitt uppdráttar af ýmsum sök- um. Sem dæmi nægir að nefna þessa alkunnu hörmungarstað- reynd: Þegar leggja skal aukna rækt við málnotkunarkennslu i stað z-reglna risa upp alþingis- menn úr öllum flokkum sem eiga það eitt sameiginlegt að hafa enga heildarsýn yfir það sem verið er að framkvæma og hyggjast með valdboði tryggja að áfram verði hismið látið skyggja á kjarnann.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.