Þjóðviljinn - 17.06.1975, Qupperneq 15
Þriöjudagur 17. júnl 1975 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 15
ÍSLENSK TUNGA í SAMTÍÐINNI
Jón R. Gunnarsson mag.
art., lektor í málvísinð-
um:
Víz af vita
og sezz
af sitja
Það er einungis til einn mæli-
kvarði, sem máli skiptir, um
það, hvort stafsetning hentar
tungumáli vel eða illa. Stafsetn-
ing gegnir hlutverki sinu best, ef
hún er við það miðuð að tjá ein-
ungis þau hljóð, sem málið
byggist á, hvorki fleiri hljóð né
færri. Það hlýtur þvi að teljast
skref i rétta átt, að seta er horf-
in úr islenskri stafsetningu,
nema til séu einhver þau rök,
sem mæli sérstaklega með þvi
að halda við þessum margum-
rædda bókstaf. Svo er að heyra
á þingmönnunum 33, að slik rök
séu til, og er þá helst skirskotað
til þeirrar hefðar i stafsetningu,
sem á komst 1929. Setureglurn-
ar, sem þá voru settar, eiga þvi
ekki langa sögu, og vert er að
minna þingmennina á, að setu-
leysi i islenskri stafsetningu á
sér að minnsta kosti 600 ára
hefð, svo ekki þarf að amast við
afnámi setu þess vegna. Þing-
mennirnir vilja, að börnin okkar
stafsetji I samræmi viö uppruna
og láti setur þar sem tannhljóð
hefur farið á glæ á undan s.
Hræddur er ég um að þeim
mundi vef jast tunga um tönn, ef
þeir ættu að fylgja þessari kröfu
eftir með einhverjum röksemd-
um. Þvi hvað eiga þeir við með
uppruna i þessu samhengi?
Halda þeir, að hann sé alltaf
jafnljós? Það er að minnsta
kosti vist, að nokkuð skorti á, að
staffræðingunum 1929 væri
upruni orða eins ljós og þeir
létu, og það er þvi miður stað-
reynd, að ekki er mikið um heil-
ar brýr i setureglunum þeirra.
Og samt á að troða þeim i ung-
lingana, hvað sem tautar og
raular, finnst verndurum máls-
ins á Alþingi. Hvers eiga bless-
uð börnin að gjalda? Þegar ég
var móðurmálskennari, kom
það fyrir, að ég varð að gefa
skynsömum og sjálfstæðum
nemendum minum heldur bágt
fyrir, þegar þeir glæptust til að
halda, að eitthvert vit væri i
reglunum, sem ég kenndi þeim,
og vildu stafsetja t.d. viz, sezz,
hvazz og beizkur i samræmi við
það. Mikið er rætt um, að móð-
urmál okkar sé i hættu, og móð-
urmálskennslu beri að bæta. Ég
held, að litil von sé til, að unga
kynslóðin fái aukinn áhuga á
málinu, svo lengi sem þvi er
haldið að henni með þeim hætti
sem hér hefur allt of lengi tiðk-
ast. Hlutir eins og setureglur,
upsllonreglur og kommusetn-
ingarákvæði hljóta alltaf að
bera vondan þef i nösum heil-
brigðra unglinga og fæla þá frá
vangaveltum um mál sitt frem-
ur en laða þá að þvi. Hitt kynni
að glæða áhuga nemanda, sem
fallið hefur i stafsetningu að
vita, að með honum hefðu einnig
fallið þeir Snorri, Jónas og Kilj-
an og margir aðrir, sem ekki
eru beinlinis taldir hættulegir
islenskri menningu. Og hræddur
er ég um, að stafsetningin á
handritunum okkar ætti þá
heldur ekki upp á pallborðið.
Krafa þingmannanna væri
sjálfsagt sanngjörn, ef þeir
væru að beiðast þess eins að fá
að skrifa setu sjálfir, þegar þá
langar. En þeir fara fram á.
meira, þeir heimta, að þessum
vandræðareglum sé áfram
haldið aðbörnunum i landinu.og
mætti ætla af málflutningi
þeirra, að hér sé um þvilikt
stórmál að ræða, að með þvi
standi islensk menning eða falli.
Mér finnst krafan fúlmennsku-
leg, þegar ég hugsa til þeirra
nemenda, sem ég hef þurft að
fella á prófi og skerða mögu-
leika þeirra til meiri menntunar
— vegna prjáls á við setu, upsi-
lon og kommusetningu. Seta er
vitaskuld fundið fé fyrir þá
menntamenn, sem vilja hreykja
sér yfir aðra landsmenn, og hún
er einnig eitt þeirra atriða, sem
vekja óverðskuldaða vanmeta-
kennd gagnvart málinu hjá
þorra almennings. Varla getur
þingmönnunum þótt það heppi-
legt i lýðræðisþjóðfélagi, að
viðhalda atriði, sem erjafnvel
fallið til að auka á stéttaskipt-
ingu.
Og i þvi sambandi vil ég taka
undir orð Jóhanns S. Hannes-
sonar um hlut málfræðinga i
þessum efnum. Málfræðingar
hafa ekki meiri hæfni en hver
annar til að setja náunganum
reglur um málnotkun, og ef þeir
halda þvi fram, eru þeir að villa
á sér heimildir og færa sér
hrekkleysi fólks i nyt. En verði
seta innleidd á ný, vona ég að
börnunum okkar gangi jafnilla
að læra hana og áður, þvi ann-
ars væri ástæða til aö efast um
heilbirgði þeirra. Loks er hér
málamiðlunartillaga til setu-
liðsins: Leggjum niður S og
skrifum Z alls staðar. Þá sláum
við tvær flutur I einu höggi,
varðveitum setuna og kosti staf-
setningarreglnanna nýju.
JRG
Kristján Bersi ólafsson
fil. kand.# skólameistari í
Flensborg:
Misskíln-
ingur á því
hvaö mál-
spilling er
Islenskukennsla f skólum hef-
ur á siðustu árum breytt nokkuð
um áherslur, og er sú þróun þó
aðeins rétt að hefjast. Minni
rækt er lögð við utanaðlærða
málfræöikunnáttu, en meiri við
málbeitingu og málskilning:
bókmenntalestur er aukinn og
vaxandi kröfur gerðar um
heildarskilning á textanum, en
minna lagt upp úr skýringum
einstakra orða og beinum end-
ursögnum efnisins. Mig brestur
að vísu gögn til að geta metið
hver árangur sé þegar orðinn af
þessum áherslubreytingum, en
ég tel tvímælalaust að þessi að-
. ferð sé líklegri en eldri kennslu-
hættir til að glæða málskyn og
auka málþroska nemendanna.
Hitt er svo annað mál aö móð-
urmálskennsla er ekki verkefni
skólanna einna, og raunar vafa-
samt hverju þeir geta fengiö á-
orkað njóti þeir ekki stuðnings
samfélagsins f heild og marg-
vfslegra stofnana þess, svo sem
heimila, fjölmiðla, afþreyingar-
iðnaðar, svo að nokkrir áhrifa-
miklir aðilar aðeins séu nefndir.
Það er alkunna að málfar
barna og unglinga er mjög mis
jafnt, kunnátta þeirra I máli óilk
og málskyn þeirra mjög mis-
þroskað. Að vísu er þetta ekkert
sérkenni ungs fólks, heldur á hið
sama við um eldri kynslóðina,
þótt það sé sjaldnar á orði haft.
Mér er stórlega til efs að þegar
á heildina er litið sé málfar ung-
linga núna lakara en málfar for-
eldra þeirra var á sama aldri.
Tungutak þeirra er hins vegar
ekki hiö sama i öllum atriðum,
enda óhjákvæmilegt að ein-
hverjar breytingar verði á tung-
unni milli kynslóða, þegar litið
er á þær öru þjóðlífsbreytingar
sem hér hafa átt sér staö og eru
að eiga sér stað.
I sjálfu sér eru breytingar á
tungunni ekki merki um að hún
sé I hættu. Hitt er að mlnu viti
langtum hættulegra að viður-
kenna ekkert sem mál nema
það sem tlðkaðist fyrr á öldum
og hentaði þjóðfélagi sem nú er
horfið. Hættulegast er þó að ala
með sér misskilning um I hverju
raunveruleg málspilling sé fólg-
in. Hún er semsé ekki fólgin I
þvl aðstafsetningusé breytt til
einföldunar, og heldur ekki þvi
að erlend tökuorö komi inn I
málið, og ekki einu sinni þvl að
beyging einstakra orða taki
breytingum. Hitt eru langtum
hættulegri málspjöll ef hugsun
málsins brenglast, ef skynjunin
fyrir gagnsæi málsins hverfur,
ef subbuskapur I tali og rithætti
fer að þykja sjálfsagður, ef
menn hætta að telja það ein-
hvers virði að vanda málfar sitt.
Þetta er lítið svar við mikilli
spurningu og eflaust að hluta til
út I hött, en verður þó að duga.
KBÖ
Sverrir Tómasson hand-
ritafræðingur, formaður
Félags íslenskra fræða
Engin
félagsfræöi-
leg könnun
málfars til
Það má etv. til sanns vegar
færa þetta sem Hallgrlmur
segir: „Oft má af máli þekkja
manninn hver helst hann er”. í
stórum dráttum má greina af
málfari hvaðan af landinu mað-
urinn er: nokkur framburðar-
einkenni eru svo augljós og mál-
lýskumunur hefur verið betur
rannsakaður en mörg önnur
einkenni samtlmamáls. Aftur á
mótí er nær ógerningur að
heyra úr hvaða atvinnustétt
maðurinn er, tali hann ekki fag-
mál stéttarinnar. — Eðlilegt er
að ætla að börnin nemi málið af
foreldrum sinum. Þeir eru þó
ekki einu uppalendurnir sem
áhrif hafa á tungutak barnanna.
Ég hygg að vafalítið vegni þeim
börnum betur I skóla sem hafa
alist upp við auðugt og kjam-
mikið mál. — Talmál hefur
einatt verið fábrotnara en
bókmálið. Orðugt er að gera sér
grein fyrir hvort það hafi þróast
frá bókmáli eða ritmálið
einfaldast. — Félagsleg könnun
á málfari stétta hefur ekki ver
ið gerð, að þvi er ég best veit,
en hún gæti vafalaust leitt i ljós
hvað hverri stétt þykir flnt mál.
Ég treysti mér ekki til þess.
Viðhorf mitt til bókstafsins z
mótast af skoðunum minum til
málsins almennt: bæði bókmál
og talmál eru tjáningartæki I
mannlegum samskiptum. Þess
vegna ber að gæta þess að allir
geti notið þeirra. öllum hindr-
unum I þá veru að þessi tæki séu
ekki allra ber að ryðja úr vegi.
— Ég vil hér i lokin slá þann
varnagla, að svör við spurn-
ingum blaðsins verða tæpast
annað en getgátur einar, þvi að
rannsóknir á islensku samtfma-
máli skortir mjög, og sérstak-
lega er bagalegt bæði kennurum
og fræðimönnum að engin sam-
félagsleg könnun málfars er til.
ST
Vilborg Dagbjartsdóttir
kennari, rithöfundur.
Móöurmáls-
kennslan
er í framför
íslenskukennsla hefur breyst
mjög mikið frá því ég byrjaði að
kenna fyrir rúmlega tuttugu
árum. Talsvert hefur verið
samið af nýjum bókum, þótt
vissulega sé fjarri því að
endurnýjunin hafi verið nógu
hröð eða mikil. Lestrarbæk-
urnar á barnaskólastigi eru
flestar úreltar og gamlar, en
það er unniö að þvi einmitt nú að
semja nýjar lestrarbækur til 1
móðurmálskennslu i 3. til 9.
bekk á grunnskólastigi og mun
áætlað að safna öllu efninu áður
en útgáfa hefst og er þar skyn-
samlega aö farið og meiri von til
að heildarstefna ráði verkinu
með slikum vinnubrögðum, en
þvl miður hefur útgáfa nýrra
námsbóka hjá rikisútgáfunni
alltof oft verið tilviljunarkennd
og fálmandi.
Ég tel að á þessum tveimur
áratugum hafi orðið miklar
framfarir bæði I lestrar-,
málfræði-, og bókmennta-
kennslu, mun meiri en margur
hyggur. Atak hefur verið gert til
aö bæta kennsluhætti með vel-
skipulögðum kennaranám -
skeiðum sem hafa verið vel sótt
af bæði gömlum og ungum
starfandi kennurum.
Skólakerfið er þungt i vöfum
og mörgu er þar ábótavant,
einkum finnst mér vanta skiln-
ing á þvl hve mikilvægt er að
taka notkun fjölmiðlanna inn I
móðurmálskennsluna. Útvarps-
og sjónvarpsvinna og dagblöðin
ætti að taka allýtarlega fyrir á
skyldunámsstiginu og þá
náttúrlega sem hluta af móður-
málsnáminu. Það er áreiðan-
lega bæði auðveldara og
ódýrara en virst gæti I fljótu
bragði að hefja þessa kennslu.
Börnin koma I skólann núorðið
allsæmilega tækjum búin, hví
skyldu þau einungis nota
kasettutækin sin til að taka upp
popp og tiu-á-toppnum lög?
Hvers vegna ekki fréttaþætti og
dagskrár sem þau semja sjálf?
Jafnvel leikrit
Loks er mér engin launung á
þvl að ég er á móti setu-liðinu,
bæöi á alþingi og utan þess.
VD
Tryggvi Þór Aðalsteins-
son húsgagnasmiður,
fræðslufulltrúi hjá Menn-
ingar- og fræðslusam-
bandi alþýðu
Fólk vill
læra af
góöum rit-
höfundum
Þótt nokkur sérstakur orða-
forði sé verkbundinn I ýmsum
starfsgreinum er málfar manna
sem þær stunda ekki i teljandi
mæli af þvl mótað. Annað er sú
staðbundna kímni sem verður
til i vinnuflokki og lifir aðeins
meö honum, en þá er oft leikið
með orð og hugmyndir. Þarna
myndast svolítið „einkamál”,
oft tengt ákveðnum minnis-
stæðum atvikum.
Ég er hræddur um að hin
sterka tilfinning islendinga fyrir
máli sé á undanhaldi, og þá
vegna erlendra áhrifa ekki sist
ensku. Málfar sérfræðinga er
æði oft meingað af slettum og
virðist vera nokkurri tilviljun
háð hvernær gott orð nær festu
yfir það sem hinir „læröu” eru
einu sinni farnir að kalla erlend-
um nöfnum. Og oft virðist tak-
markaður vilji til að nota þau is-
lensku heiti sem vlsir menn ráð-
leggja. Mér er td. sagt að tækni-
menn sjónvarps vilji ekki hunds
nýta orðið „smári” yfir
transistor nema til að henda
gaman að þvi: kölluðu Smára-
kaffi „transistorkaffi”.
Menntamenn ættu að eiga
auðveldara með að tala málið
„rétt” heldur en alþýðufólk
með skamma skólagöngu. Og ég
vil trúa þvl að þeir geri það. Það
er auðvelt að taka eftir þvi
hverjir tala um Vlsirog Birgir
aö ekki sé talað um heliira og
jafnvel læknira, en þetta er
manni kennt að sé rangt. Hér
mótast talmálið af lengd skóla-
göngunnar hjá viðkomandi. Hitt
er svo annað mál að mál-
fræðingar eiga ekki aö þröngva
einhverju tilbúnu málfari upp á
fólk, heldur eiga þeir að sinna
gæslustörfum til að málið úr-
kynjist ekki og missi lit. Þáttur-
inn „mæltmál” I útvarpinu hef-
ur mikla þýðingu, stuttur sem
hann er.
Þegar rithöfundar fjalla um
vinnandi fólk og vandamál þess
tekst þeim iðulega vel að láta
persónurnar tjá sig með eðli-
legu málfari sliks fólks. Ég
nefni verk eins og „Pétur og
Rúnu” Birgis Sigurðssonar og
„Gunnar og Kjartan” Vésteins
Lúðvlkssonar. Og þá vil ég
minnast á annað: Góður rithöf-
undur — hvort sem hann telur
sig vera að rita fyrir alþýðuna
eða ekki — verður að sæta þvi að
almenningur vill eigna sér
hann. En þá er ekki sama hvers
konar búning hann fær verki
Framhald á bls. 16