Þjóðviljinn - 19.06.1975, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 19.06.1975, Blaðsíða 1
UOaVIUINN O , _■_•• Fimmtudagur 19. júni 1975 —40. árg. —134. tbl. Dropinn 30% dýrari Sígarettur á kr. 190. Áfengi og tóbak hækkar um þrjátiu prósent i dag samkvæmt ákvörðun stjórnvalda. tslenskt brennivin kostar i dag 2170 kr.flaskan, tindavodki 2730, pólskur vodki 3060, rússneskur og ameriskur vodki 3200, whisky af algengustu tegund 3400, og rauð- vinsflöskur frá 720 krónum og uppúr. Pakkinn af sigarettum kostar i dag kr.190 og gildir þar einu hvort um filter-sigarettur er að ræða eða ekki. Þetta mun vera ein mesta hækkun sem orðið hefur i einu á áfengi og tóbaki. Bandarískt flotaskip leggur streng í Lónsbugt: Truflar yeiðar á fengsælum miðum Síldarvinnslan h.f. í Neskaupsstað krefst rannsóknar Frá fréttaritara Þjóðviljans, Neskaupstað. Þegar skuttogarinn Bjartur NK-121 kom á miðin við Lónsbugt og hóf þar veiðar þriðjudaginn 10. júni urðu skipverjar varir við tor- kennilegt skip á miðunum þar. Þoka var á þessum slóðum og sást þvi skipið ekki vel, en þarna virtist vera um einhverskonar rannsóknarskip eða kapallagn- ingarskip að ræða. Skipið var á sama svæði i um það bil sólar- hring og voru nokkur skip á veið- um á þessum sióðum. 14.júni festi Bjartur vörpuna i botni á þeim stað þar sem skipið hafði verið.Staðurinn er nánar til- tekið 12 sjómilur réttvisandi 103 gráður frá Stokksnesi.Samkvæmt upplýsingum Magna Kristjáns- sonar, skipstjóra, var trollið mjög fast, en við illan leik tókst þó að ná upp hlerunum.Kom þá i ljós að i öðrum hleranum var einhvers- konar kapall, cirka 6 til 7 tommur að þvermáli. Ekki tókst að losa kapalinn, þrátt fyrir itrekaðar til- raunir i þá átt. Þvi reyndist nauð- synlegt til þess að ná veiðarfær- unum að höggva á kapalinn. Þegar kapallinn fór i sundur kom i ljós að rafstraumur var i honum.Bjartur kom i land með bút af kaplinum og fóru sjópróf fram hjá bæjarfógetanum i Nes- kaupstað i dag. Magni Kristjánsson, skipstjóri, tilkynnti Landhelgisgæslunni um þennan atburð og spurðist fyrir um áðurgreint skip.Taldi gæslan að um bandariskt flotaskip hefði verið að ræða.Magni tjáði frétta- ritara að á þessum stað hefði ver- ið togað i fjölda ára og ekki vitað til þess að nokkurntimann hefðu þar tapast veiðarfæri, þar til fyrir fjórum vikum siðan að Bjartur Stórsigur yinstri afla á Ítalíu Sjá baksíðu tapaði þarna trolli.Nú velta menn þvi fyrir sér hvort það veiðar- færatjón hafi einnig verið af völd- um flota bandariska heimsveldis- Magni Kjartansson, skipstjóri, sagði i viðtali við fréttaritara orð- rétt: „Þessi kapall, sem augljós- iega var nýkominn i sjó, er á fiskisælli slóð og hætt við þvi að hann eigi eftir að valda fleirum tjóni en okkur”. Ef veður hefði ekki verið jafn- gott og það var þegar atburðurinn átti sér stað, má öruggt telja, að veiðarfæriö hefði tapast. Útgerð Sildarvinnslunnar hf, sem gerir út Bjart, hefur i hyggju að krefj- ast rannsóknar á máli þessu. SG. Tillaga Alþýðubandalagsins á borgarstjórnarfundi í dag Borgarstjórn tryggi Mynd þessi var tekin af kröfugöngunni 1. mai siðastliðinn. A borðanum. er ein þeirra spurninga, sem konur krefjast svars við nú. Og þær krefjast ekki einungis svara 19. júni heldur einnig aðgerða, sem stuðla að bættum hag kvenna og meiri jöfnuði milli manna. Borgarstjórnarfulltrúar Al- þýðubandalagsins leggja I dag fram tillögu i borgarstjórn sem felur i sér að jafnrétti kynja til starfa og launa sé tryggt innan borgarstofnana. Þótti tilhlýðilegt að veija daginn I dag, I9.júni, til þess að leggja fram þessa tillögu. Tillaga Alþýðubandalagsfull- trúanna er svohljóðandi: „Borgarstjórn ákveður að vinna að þvi að jafna launakjör karla og kvenna i þjónustu borg- arinnar. í þvi skyni samþykkir borgarstjórn að bjóða Starfs- mannafélagi Reykjavikur að til- nefna konu úr sinum hópi til þess að sitja fundi starfskjaranefndar auk þeirra fulltrúa, sem félagið á þegar i nefndinni. Borgarráð og stjórn Starfsmannafélagsins á- kveði sameiginlega réttindi þessa sérstaka fulltrúa. Fulltrúar borgarinnar i starfs- kjaranefnd skulu hafa jafnréttis- sjónarmið rikt i huga við tillögu- gerð um kjör nýrra starfsmanna og frá sama sjónarmiði skal endurmeta kjör einstakra starfs- manna, sem þess óska. 1 auglýsingum á lausum stöð- um skal koma féam, að þær séu jafnt ætlaðar konum og körlum nema i þeim örfáu tilvikum þar sem aðeins annað kynið kemur til greina. Borgarstjórn telur nauðsynlegt að fylgjast vel með þróun launa- kjara karla og kvenna i þjónustu borgarinnar og felur borgarhag- fræðingi að leggja árlega fram skýrslu um skipan karla og kvenna i launaflokka og önnur at- riði, sem máli skipta við saman- burð á kjörum”. -0- Blaðamaður spurði Oddu Báru Sigfúsdóttur, borgarfulltrúa, hvað væri átt við þar sem segir i tillögunni, að sum störf séu ein- Framhald á bls. 10 Tónlistar- viðburður á ísafirði Sjá síðu 7 Yiðnám gegn verðbólgu Viðtal við Guðmund J. Sjá síðu 3 19. JÚNÍ BARÁTTUDAGUR KVENNA Enn skortir mikið á jafnan rétt 60 ár liðin síðan konur fengu kosningarétt t dag 19. júni eru liöin 60 ár slö- an sú veigamikla breyting var gerö á stjórnarskránni aö veita konum og hjúum kosningarétt og kjörgengi. Kosningaréttur þeirra var þó takmarkaöur þannig að aldurstakmarkiö var ákveðið 40 ár, en skyldi svo lækka um eitt ár á hverju ári þar til þaö yröi 25 ár eins og hjá öörum. Þessu var þó breytt 1920 og fengu konur þá fyllsta jafn- rétti á viö karla I þessum efn- um. Frá árinu 1882 höföu þó „konur sem eiga meö sig sjálf- ar” kosningarétt til sveitar- stjórnar. En 19. júnl hefur verið baráttudagur Islenskra kvenna I rúma hálfa öld. 1 jafnréttisbaráttunni hafa ýmsir áfangasigrar náðst. Áriö 1954 fengu konur og karlar i opinberum störfum lögverndaö launajafnrétti. Arið 1961 voru sett lög um almennan launa- jöfnuð karla og kvenna og skyldi honum náð 1967. Þrem árum siðar staðfesti alþingi samþykkt ILO um útrýmingu á hvers kon- ar misrétti I atvinnu eða starfi. Árið 1973 voru sett lög um Jafn- launaráð sem ætlað er að tryggja framkvæmd laga um LAUNAFLOKKAR BANKANNA Hlutfallsleg skipting banka- starfsfólks 1972 eftir kyni og launaflokkum. Konur fjöl- mennastar I lægstu launaflokk- um en karlar fjölmennastir i þcim hæstu. jafnrétti kynjanna i atvinnulif- inu. Þrátt fyrir alla lagabálka um jafnrétti þá er misrétti kynj- anna mikið, ekki hvað sist i at- vinnulifinu. í nýútkominni bók um „Jafnrétti kynjanna, sem út kom á vegum námsbrautar i þjóðfélagsfræðum við H.l. er gerð all itarleg úttekt á misrétti kynjanna i islensku þjóðfélagi nú á timum. íniðurstöðum þess rits kemur m.a. fram að „lagalegur réttur, sami starfsaldur eða lengri, jöfn menntun og sams konar starfs- heiti duga konum ekki I reynd til sömu launa og karlar. Þar eru önnur öfl að verki.” Þegar at- huguð er þjóðfélagsleg forysta i islensku samfélagi þá kemst könnuðurinn að þeirri niður- stöðu að „allar likur bendi þvi til að karlar verði enn um langa hrið nær einráðir um stjórn þjóðfélagsins. Karlar eru og verða að öllu jöfnu enn herrar þjóðfélagsins.” 1 bókinni er að finna greinar- góðar töflur um skiptingu starfsfólks i launaflokka i ýms- um starfshópum eftir kyni. Til að minna á það misrétti sem enn liöst i islensku samfélagi birtir blaðið i tilefni dagsins eina slika töflu um hlutfallslega skiptingu bankastarfsfólks 1972 eftir kyni og launaflokkum. Þar misréttið berlega i ljós. Konur fjölmennastar i lægstu flokkun- um en karlar i þeim efri.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.