Þjóðviljinn - 25.06.1975, Síða 1

Þjóðviljinn - 25.06.1975, Síða 1
uowiuinn Miðvikudagur 25. iúní 1975 — 40. árg. 139. tbl. Hooley til Svíþjóðar Sænskt knattspyrnufélag mun hafa gert Joe Hooley fyrrum þjálfara tBK þaö gott tilboð að hann gerði allt sem hann gat til að losna frá ÍBK án þess að þurfa að nota 2ja mánaða upp- sagnarfrestinn sem tilnefndur var f samningi hans við ÍBK. Sjá nánar á 8. siðu. Joe Hooley. Togaradeilan á lokastigi ★ 80 dagar í súginn ★ Gífurlegt verðmœtatap ★ Mikið atvinnuleysi Nú þegar togaradeilan hefur staðið I 80 daga virðist loks farið að hilla undir samkomul. i gær- kvöldi voru samningamenn von- góðir um að sú hreyfingsem verið hefur á samningunum að undan- förnu myndi ekki stöðvast og þótt ósamið væri enn um fjölda hliðaratriða myndi ágreiningur um þau ekki koma I veg fyrir heildarsamninga. i gærkvöldi var gert ráð fyrir að fundur myndi dragast fram á nótt og var alls óvist hvort samningar tækjust fyrir morguninn. t fyrrinótt, en þá stóð fundur til kl. 8 um morguninn, tókst að ná samkomulagi um fastakaup yfir- manna á togurunum. Sérstök sáttanefnd semur við yfirmenn- ina. Enn hafði ekki tekist endan- legt samkomulag um fastakaup undirmanna. í gærdag kl. 17 komu sáttanefndir undirmanna og yfirmanna ásamt undirmönn- um, og yfirmönnum og fulltrúum útgerðarmanna, saman i Toll- stöðvarhúsinu. 1 ^ærkvöldi var einkum rætt um sérkröfur yfir- manna og virtist stefnt að þvi að ná fyrst samkomulagi við þá en kröfur þeirra hafa verið stöðugt til umræðu siðustu viku. Fyrstu vikur verkfallsins var hins vegar ekkert við þá rætt. Verkfallið á stóru togurunum hefur nú valdið gifurlegu tjóni, og er vart ofætlað að sé allt tekið með i dæmið sé það á annan mil- jarð. Fjöldi verkakvenna og verkamanna hefur verið atvinnu- laus vegna stöðvunar fisk- verkunarhúsa i landi meðan á deilunni hefur staðið, og verða það enn hálfan mánuð. til þrjár vikur, þótt deila leysist, eða þar til togararnir 22 koma aftur úr fyrstu veiðiferðinni. Stöðumælamálið: Tillagna til úrbóta að vænta í haust Eins og skýrt var frá i Þjóð- viljanum i gær, ríkir algert öng- þveiti i innheimtu stöðumæla- sekta hjá þeim sem skirrast við að greiða sektir til lögreglu- stjóraembættisins, sem er fyrsti liður i innheimtu stöðumæla- sekta. Ljóst má vera, að svona getur þetta ekki gengið lengur. Ekki bara að menn greiði ekki sektir, heldur hlýtur það að slæva virðingu manna fyrir lögum og rétti ef hægt cr að komast upp með það að greiða ekki sektir sem menn fá fyrir afbrot, þótt kannski sé ekki hægt að flokka stöðu- mælasekt undir afbrot, það er eigi að siður brot á lögum að leggja við stöðumæli án þess að greiða fyrir það. Við snerum okkur i gær til Baldurs Möllers, ráðuneytis- stjóra f dómsmálaráðuneytinu og spurðum hann hvort ekki stæði til að gera eitthvað i þessu máli. Baldur sagði að stjórnskipuð nefnd, sem vinnur að endurskoð- un alls réttarkerfisins, réttar- farsnefnd svo kölluð, væri með þetta mál i rannsókn eins og mörg fleiri varðandi dómsmálin hér á landi. Þess er að vænta að nefndin leggi fram tillögur sinar i haust en þá er úrvinnsla og lagasetning eftir og þvi alls óvist hvenær þessi mál verði komin i viðunandi horf. Að sögn Baldurs hafa komið fram margar tillögur um breytingar á innheimtu stöðu- mælasekta, en allar kostuðu þær mikla vinnu. Ein er sú að bifreið- ar fái ekki skoðun nema stöðu- mælasektir séu greiddar upp og önnur sú að taka bifreiðar úr um- ferð ef sektir eru ekki greiddar. Sú fyrri er vond leið, eins og Bald- ur orðaði það, en hin nokkuð harkaleg að visu, en kæmi frekar til greina. Alla vega er ljóst að kerfinu þarf að breyta, sagði Baldur hvaða leið sem valin verður. — S.dór. Þjóðviljahúsi miðar vel Sjálfb oðaliðar óskast til starfa um helgina 1 gær var lokið við að steypa neðri hæðina af húsi Þjóðviljans að Siðumúla 6. Eftir næstu helgi verður byrjað að slá upp mótum fyrir efri hæðinni. Nauðsynlegt er þvi að losa mótin og hreinsa timbrið um helgina. Þess vegna fer byggingar- nefndin þess á leit við velunnara blaðsins að þeir gefi sig fram til sjálfboðaliðsvinnu á laugardag og sunnudag við þetta verk. Vinna hefst klukkan 8 f.h. á laugardag og kl. 13 á sunnudag. Æskilegt er að sem flestir hafi með sér hamar og sköfu til þess að hreinsa timbur. Innbrot í bæjarskrifstofurnar í Kópavogi: Nœrri tveim milj. króna var stolið Einn mesti þjófnaður sem lengi hefur verið framinn hér á landi var framinn i fyrrinótt þeg- ar brotist var inn i bæjarskrifstofumar i Kópavogi og þaðan stol- ið peningum að upphæð nærri tvær miljónir króna. Það var kl. rúmlega 7 i gær- Blaðamenn og fleiri á sáttafundum Blaðamenn og útgefendur, og bókagerðarmenn og fulltrúar prentiðnaðarins sátu sáttafundi i gærdag og fram á kvöld. Litið miðar i þessum samningaviðræð- um. morgun að lögreglunni i Kópav. var tilkynnt um að brotist hefði verið inn i bæjarskrifstofurnar. Þegar að var komið sást að þjóf- urinn eða þjófarnir höfðu klifrað upp vinnupalla utan á norðurhlið hússins, brotið rúðu og farið inn um gluggann. Siðan var hurðin inn á skrifstof- urnar brotin upp og siðan önnur sem er að afgreiðslusalnum. Þar er litill eldtraustur klefi sem þjóf- 1 könnun, sem gerð var á veg- um Hafrannsóknastofnunarinnar i lok siðustu viku, kom i ljós, að óhemju magn af undirmálshumri var i Breiðamerkurdýpi á dýpra vatni en 100 föðmum. Sjávarút- vegsráðuneytið hefur þvi, sam- unum tókst að sprengja upp, jn þar inni voru geymd skjöl og peningar að upphæð nærri 2 milj. kr. sem auðvitað voru hirtir. 1 gær hafði lögreglan i Kópa- vogi engan mann handsamað vegna þessa þjófnaðar, en ekki vildu lögreglumennirnir tjá sig um það hvort þeir hefðu einhvern eða einhverja sérstaka grunaða um verknaðinn. — S.dór. kvæmt tillögu Hafrannsókna- stofnunarinnar, ákveðið, að banna allar humarveiðar i Breiðamerkurdýpi á dýpra vatni en 100 föðmum frá og með mið- vikudeginum 25. júni n.k. Breiðamerkurdvpi: Lokað fyrir humarveiði Suðurnesjamenn sáróánægðir með varnarmáladeild — Sjá bls. 3

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.