Þjóðviljinn - 25.06.1975, Qupperneq 6

Þjóðviljinn - 25.06.1975, Qupperneq 6
6 SÍÐA — ÞJ6ÐVILJINNMiðvikudagur 25. júni 1975. Tap á að slægja aflann Skuttogarinn Runólfur frá Grundarfiröi landaði tvisvar sinnum á Suðureyri I maf, samtals 213 tn. Súgandafirði 15. júni. Það má vist með tiðindum telja að i maimánuði landaði hér skut- togarinn Runólfur frá Grundar- firði tvisvar sinnum. í fyrri túrn- um 20. mai 118.9 tonn. og i siðari 30. mai 92.4 tonnum, eða samtals 213.3 tonn. M.S. Ólafur Friðbertsson hélt áfram róðrum eftir lokin. 1 14 róðrum fiskaði hann 66.4 tonn. Allur mai afli hans varð þvi 84.7 tonn i 19 róðrum. M.S. Sigurvon fór 5 róðra fyrir lokin og 4 eftir þau. Afli hennar varð 32.7 tonn i 9 róðrum. Tveir mótorbátar, annar 5 lestir. Tjaldur, einn maður á handfærum, og Smári, átta lestir, nýkeyptur frá Bolungarvik, eig- andi og formaður Gestur Krist- finnsson, fyrrverandi skipstjóri, öfluðu 3.9 tonn i 12 róðrum og 4.9 tonn i 10 róðrum. Linubáturinn Jón Guðmunds- son, sem er átta lestir, aflaði 13.9 tonn í 11 róðrum. Aðrir bátar voru ekki við veiðar hér i mai. M.S. Kristján Guðmundsson, sem ég gat um i fréttabréfi 3. júni, að væri seldur, er hér enn. Hann átti að seljast til Noregs. Einhver öfugsnúður hefur komist á samningana. Hætt var að taka á móti fiski hér eftir mánudagsmorguninn 9. júni. Verkfall haföi verið boðað að kvöldi 12. júni. M.s. Trausti landaði þó hér 10. júni 110.9 tonn- um. Um 8 tonn af þvi fóru til Flat- eyrar. Tjaldur og Smári lönduðu þar lika tvo daga hvor, 10. og 11. júni. Föstudaginn 13. júni kl. 16.00 var fundur settur i kaffisal félagsheimilisins. Fundarefni: samningarnir. 24 voru mættir. Ekki höfðu allir atkvæðisrétt. Samþykkt var með átta at- kvæðum — ekkert mótatkvæði kom fram, — að taka tveim hönd- um þeim kostakjörum, sem ASl samdi um. Verkfallinu var þarmeð aflýst. M.S. Ólafur Friðbertsson er nú hættur róðrum i bili. Hann hætti 9. júni. Sigurvon er ein eftir með linu. Átta trillur, smábátar, eru nú byrjaðar á miðunum, flestar verða þær að likindum tiu. Fjöldinn allur er nú hér af að- komufólki sem vinnur við eða i frystihúsinu. Mikill hluti þess er ungviði. 1 mötuneyti Fiskiðjunnar eta nú um og yfir 60 manns, ef vel heimtist. Eitt hlutafélagið enn, Hlaðsvik h.f. var stofnað hér 8. mars 1975. Stofnendur eru Einar ólafsson, Bragi Ólafsson, Páll Friðberts- son, Óskar Kristjánsso og Friöbert Pálsson, Hlutafjárupp- hæðin er aðeins 20 miljónir. Fimm miljónir voru greiddar þegar á stofndegi. Restina má að likindum sækja siðar. Slægingarverkfaliið á Flateyri. Eins og komið hefur fram i fréttum vilja sjómenn á linubát- um á Flateyri fá greiðslu fyrir það að slægja fiskinn á sjónum. Ekki hafa þeir farið á sjó siðan i mailok. Og enn i dag, 15. júni, þegar þetta er skrifað, situr við það sama. Linubátasjómenn á Flateyri fengu slæginguna greidda i fyrrasumar. Otgerðin borgaði þeim þá. Slægingartaxtinn er nú svo- hljóðandi: Steinbitur kr. 853,- þorskur kr. 826,- ýsa kr. 1148,— hvert tonn. Að auki er svo orlof greitt á þessar upphæðir. Að sjálfsögðu ætti verðlagsráð sjávarútvegsins að taka til athug- unar verðmismun á slægðum og óslægðum fiski, þannig að sjó- menn fengju fyrir vinnu sina. Fiskifélagið breytir jafnan slægðum fiski i óslægðan þegar það skýrir frá afla skipa til dag- blaðanna, þannig að 1000 kg. eru gerð að 1200 kg. 20% er bætt við hinn slægða fisk. Samkvæmt þessu þá er slógið 16.66%. Þetta getur vel staðist ef reiknað er með hrognum og lifur t.d. i vertiðarfiski. En hvað um það. En til gaman og raunar til fróð- leiks lika, hvernigkemur þetta út þegar um linufisk er að ræða: Verð á slægðum fiski yfir 75sm. veiddum á linu er kr. 38.00 plús kr. 1.60 uppbót á kg. Það verður 39.60 hvert kg. Sama fiskstærð óslægð er nú kr. 31.70 plús 1.60 eða 33.30 kilóið. 1 tonn af óslægðum fiski er þvi á 33.300,00 en sé reiknað með 16.66% rýrnun við slægingu verður niðurstaðan 833.4 kg. sinn- um 39.60 eða 33.002.64. Sjómaður- inn tapar þvi 297.36 kr. á slæging- unni. Þá er það millifiskur. Verð á honum slægðum er kr. 32.00 plús 1.60 eða kr. 33.60, en óslægðum kr. 26.70 plús 1.60 eða 28.30. Eitt tonn af óslægðum fiski er þvi á 28.300.00, en 1 tonn minus 16.66% verður 833.4 sinnum 33.60 eða kr. 28.002.24. Hér missir sjó- maðurinn kr. 297.76 með þvi að slægja fiskinn. Siðasta dæmið er steinbiturinn. Verð á honum slægðum er kr. 21.00 plús uppbót kr. 1.60 eða kr. 22.20 pr. kg. Óslægður er hann á kr. 18.60 plús uppbót kr. 1.60 eða 20.20. 1 tonn af óslægðum steinbit er þvi á kr. 20.200.00. 1 tonn óslægt verður 833.4 kiló slægt sinnum 22.60 eðá 18.834.84 kr. Sjó- maðurinn tapar því 1365 krónum á tonn við að slægja steinbitinn. Ef það eru rétt hlutföll, sem notuð hafa verið hér. að þá tel ég að framanskráður reikningur minn sé réttur. Alla tið sem ég man aftur i timann hefur verið talið, að 1200 pund af fiski úr sjóróðri séu 1000 pund slægt, 800 pd. hausað og slægt, 720 pd. flatt i salt, 500pd fullstaðið i salti og að lokum 320 pd (eitt skippund) verkað i þurrfisk. Nú hlýtur að draga að þvi að hærra fiskverð verði ákveðið og væri ekki óeðlilegt að þeir sem telja sig vera að vinna fyrir sjó- menn — seljendur — tækju til at- hugunar þetta misræmi milli slægðs og óslægð fisks. Gisli Ferðir um hálendið Ástand fjall- vega verra en í fyrra Samkvæmt almanakinu er nú komið sumar hér á tslandi, en sá timi ársins er best fallinn til aö skoða landið. t tilefni af þvl snerum við okkur til þriggja ferðaskrifstofa sem sjá um ferðir inn á hálendið. Þó þetta séu nefndar hálendisferðir er einnig komið við á stöðum sem lægra liggja. Venjulega er þess- um ferðum þannig háttað, að farið er yfir hálendi tslands á tveim stöðum og komið við á helstu stöðum sunnanlands og norðan I leiðinni. Farin er nokk- urskonar innri-hringleið. Ástand fjallvega nú er mun verra en á sama tima i fyrra, og fæstir fjallveganna orðnir færir. Samt sem áður búast ferðaskrif- stofurnar við að geta haldið á- ætlun á áður auglýstum ferðum, ef til vill með smávægilegum breytingum i fyrstu ferðunum. Guðmundur lagður af stað i fyrstu ferðina Hjá Guðmundi Jónassyni fengum viö þær upplýsingar að lagt hefði verið af staö I fyrstu ferðina I gær. Þeir sjá um ferðir fram i lok ágúst. Þetta eru 11 daga ferðir og þátttakendum séð fyrir mat og svefnskjóli. Það eru aðallega útlendingar sem ferðast með þeim og virð- astlandsmenn hafa litinn áhuga á þessum ferðum. Liggja til þess tvær aðalorsakir, sú fyrri er bifreiðaeign þeirra sjálfra og sú seinni aö þeir virðast hafa meiri áhuga á útlandinu. Verð er þó lágt ef miðað er við utan- landsferðir. Ástand fjallvega er nú mun verra en I fyrra og þvl hætt við að ýmsum reynist erfitt að ná yfir á hinn bakkann. Nær fullbókað hjá Úlfari Feröaskrifstofa úlfars Jakobssonar er með skipulagð- ar hálendisferðir á sumrin. Það eru tvenns konar ferðir. önnur heitir Highland Safari þar sem helstu fjallvegirnir eru farnir. Hin heitir South East Highland Safari sem var tekin upp eftir að hringvegurinn kom. Fyrstu ferðirnar verða farnar 6. júlí og siðan vikulega fram til 24. ágúst. Þessar ferðir eru nær eingöngu ætlaðar útlendingum og er næstum þvi fullbókað í þær. Innifalið i ferðinni er mat- ur og svefnpláss. Yfir 200 ferðir á vegum Ferðafélagsins Ferðafélag Islands er einnig með skipulagðar ferðir innan- lands á sumrin. Yfir 200 ferðir eru áætlaðar á þessu sumri. Lengsta ferðin er 12 dagar en þær stystu taka hluta úr degi. Fyrsta ferðin verður 5. júli. Þátttakendur verða að hafa með sér mat og tjöld en sums staðar er hægt að gista I skálum ferðafélagsins. Þessar ferðir standa öllum opnar en mest eru það íslendingar sem notfæra sér þær. Allar þessar ferðaskrifstofur hafa gefið út bæklinga þar sem skýrt er nákvæmlega frá fyrir- huguðum ferðum. Feröaskrifstofurnar neyðast til aö breyta áætlunum

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.