Þjóðviljinn - 25.06.1975, Qupperneq 8
8 StÐA — ÞJÓÐVILJINNMiðvikudagur 25. júni 1975.
Hooley fékk tilboð
sænsku félagi
og vann markvisst aö því að losna frá
keflvíkingum fyrirvaralaust.
— Flaug beinustu leiö til Svíþjóöar í gærmorgun
Þjóðviljinn hefur fregnað eftir nokkuð áreiðanlegum heimildum að brottför Joe
Hooley frá keflvíkingum hafi átt sér mun lengri aðdraganda en menn hafa haldið
til þessa. Sannleikurinn mun vera sá að fyrir töluverðum tíma hafi Hooley fengið
tilboð frá sænsku félagsliði, —tilboð sem var mun hagstæðara því sem keflvíking-
ar buðu. Eftir að það tilboð barst breyttist Hooley mjög. Á æfingum virtist hann
vinna markvisstað því að rífa niður, mórailinn var steindrepinn og megn óánægja
kom upp meðal leikmanna. Allt virðist þetta hafa verið gert til þess að Hooley
fengi lausn frá störfum um leið og hann óskaði eftir því, — uppsagnarfresturinn
var ekki með í dæminu, og það var það sem Hooley vildi.
Að þvi er heimildamaður okk-
ar segir fékk Hooley þetta tilboð
fyrir u.þ.b. einum mánuði siðan.
Mun Hooley hafa haft orð á
þessu við einn eða fleiri forráða-
manna keflvikinga. Er
skemmst frá þvi að segja að
Hooley virtist hafa minni áhuga
á keflvikingunum eftir þetta.
Þegar siðan atburðirnir eru
skoðaðir i ljósi þess, sem hér
hefur verið sagt, er ekki fráleitt
að ætla að áhugaleysi þjálfar-
ans hafi stafað af þvi einu að
hann vann markvisst að þvi að
verða svo gott sem rekinn i
burtu, til þess að hann þyrfti
ekki að segja upp með .tilskyld-
um fyrirvara.
A æfingum tók Hooley upp þá
aðferð að halda sig við ein-
hverja af fjórum markstöngum
vallarins og hreyfa sig ekki það-
an á meðan æfingin stóð yfir.
Gaf hann þá gjarnan fyrirmæli I
gegnum milligöngumann milli
hans og leikmanna. Æfingar
voru einfaldar, hlaupa e.t.v. 10
hringi kringum völlinn og siðan
spilað á litil mörk þvert á völl-
inn eða stór mörk til hátiða-
brigða.
bað mátti litið útaf bera á æf-
ingum til þess að enski miljóna-
þjálfarinn stykki upp á nef sér
og fleygði flautunni frá sér.
Hafði hann þá þann háttinn á
oftast að reiðast einum leik-
manni á hverri æfingu, rifast
við hann um stund, fleygja siðan
flautunni frá sér og skunda jafn-
vel heim til sin með það sama.
Áætlun Hooley virðist hafa
tekist fullkomlega. Leikmenn
voru hundóánægðir og þegar
Hooley baðst lausnar frá störf-
um var ekki minnst á hinn um-
samda uppsagnarfrest. Allir
voru trúlega fegnir og Hooley
væntanlega þó manna kátastur.
Hann hélt ekki af landi brott
vegna þess að hann þyldi ekki
að sjá keflvikingana i erfiðleik-
um. Nei, tilfinningar hans til
liðsins virðast ekki hafa verið
svo sterkar að hann ætti bágt
með sig vegna erfiðleika ÍBK.
Hann virðist samkvæmt þessu
hafa haft hugann við sig einan
og séu heimildir Þjóðviljans
réttar hikaði hann ekki við að
leggja eitt sterkasta félagslið
okkar i rúst til þess eins að
þjóna sinum einkahagsmunum.
Hooley lagði allt i sölurnar til
þess að losna og komast burt i
stærri peningafúlgur en þær
sem hér lágu á borðum.
Ráðning þessa skapmikla
Joe Hooley — séu heimildir Þjóðviljans réttar er hætt við að lltilt
áhugi verði meðal islendinga á að fá hann til starfa á næstunni.
enska þjálfara var mjög um-
deild i Keflavik i vor. Margir
voru á móti þessum ráðahag en
stuðningsmenn Hooley höfðu þó
sitt i gegn og fengu Hooley til
starfa gegn riflegri þóknun.
Ekki er nema rúm vika siðan
Hooley var útveguð fyrsta
flokks ókeypis ibúð i Keflavik en
hann kunni litt að meta greið-
viknina og lét sig hverfa af vett-
vangi. Vissulega kemur þetta
sér illa fyrir keflviska liðið en þó
verður vart sagt að eftirsjá sé
mikil að Hooley. Það var trú-
lega öllum fyrir bestu að hann
fór og vonandi verður ekki á-
stæða til þess að ráða svona
menn til starfa á islenskri erund
i framtiðinni. — gsp
Jón byrjar að lýsa um næstu helgi
útvarpið byrjar 'ýsingar á
1. deildarleikjunum i knatt-
spyrnu um næstu helgi og
sagðist Jón Ásgeirsson i-
þróttafréttamaður útvarpsins
ætla þá að fara uppá Akranes
og lýsa leik toppliðanna i 1.
deild, ÍA og Vals, en leikurinn
hefst á Akranesi kl. 14 (ath.
breyttan tima) og byrjar lýs-
ing Jóns kl. 15.
Jón sagði að lýst yrði frá 8
leikjum alls, þannig að lýsing
fellur ekki niður nema úr einni
umferð það sem eftir er móts-
ins.
Þá er ákveðið að lýst verði
frá undanúrslita og úrsiitaieik
bikarkeppninnar i haust.
Einnig cr ákveðið gð Jón fari
utan með landsliðinu i sumar
og verður lýst frá öllum lands-
leikjum sumarsins.
—S.dór.
Siguröur endur
kjörinn formaður
HSÍ
Sigurður Jónsson var endur-
kjörinn formaður HSt á ársþingi
sambandsins sem haldið var um
siðustu helgi. Stjórn sambandsins
var endurkjörin að öðru leyti en
þvi, að Jón Erlendsson og
Stefán Agústsson gáfu ekki kost á
sér til endurkjörs og voru þeir
Birgir Björnsson og Júlíus Haf-
stein kjörnir i þeirra stað.
betta þing HSI var mjög rólegt
og fór hið besta fram gagnstætt
þvi sem margir áttu von á. Helstu
mál þingsins voru breytingar á
aldursflokkum yngri flokkanna,
þannig að þeir eru færðir nær ald-
ursskiptingunni i skólunum og
tveir nýir
menn komu
inní stjórnina
- hagnaður HSÍ
á síðasta ári
á fjórðu miljón
svo nokkrar breytingar á dóm-
aramálunum.
Fjárhagsleg útkoma HSI á sið-
asta ári varð mjög góð og skilar
sambandið hagnaði sem nemur á
fjórðu miljón króna eftir að hafa
greitt upp 2ja miljón kr. skuld frá
árinu á undan.
Jón Diðriksson nálgast
íslandsmetið í 1500 m.
Jón Diðriksson, hinn efnilegi
langhlaupari sem dvalið hefur við
æfingar i Englandi um nokkurt
skeið hefur tekið miklum fram-
förum að undanförnu og á iþrótta-
móti i Purham i Englandi sem
fram fór um síðustu helgi hljóp
hann 1500 m á 3:57:6 min. sem er
aðeins 10 sekúndum frá islands-
meti Svayars Markússonar. Ekki
er ótrúlegt að Jón nái að slá met
Svavars i sumar ef hann heldur á-
fram að bæta árangur sinn eins
og hann hcfur gert i vor og sumar.
Þeir Sigfús Jónsson og Agúst
Ásgeirsson tóku einnig þátt i
þessu hlaupi en voru nokkuð langt
á eftir Jóni. Sigfús hljóp á 4:03,4
min. en Ágúst á 4:04,3 min.
Sveitaglíma GLÍ:
KR-ingar sigruðu
Úrslitakeppni sveitaglimu ís-
lands fór fram að Laugum i Þing-
eyjarsýslu um siðustu helgi og
áttust þar við sveitir KR og HSÞ.
Og eins og undanfarin fjögur ár
báru KR-ingar sigur úr býtum,
hlutu 13,5 vinninga en þingeying-
arnir 11,5.
Einhverra hluta vegna virðast
aðeins KR og HSÞ hafa lagt ein-
hverja áherslu á sveitarglimuna
siðustu árin, en sveitagliman fer
vanalega fram i júni, nokkrum
vikum eftir að glimumótunum
lykur.
Ef miðað er við glimumót sið-
ustu ára fer það ekkert á milli
mála að Vikverji á bestu sveitina,
en vikverjarnir virðast ekki
leggja neina áherslu á þetta mót,
þeir eru að visu með en áhuginn
virðist enginn.
Hinsvegar er auðvitað komið
kapp i KR-inga, þarsem þeir hafa
unnið mótið 5 sinnum i röð, og
munu þeir áreiðanlega leggja sig
alla fram um að missa ekki af
sigrinum i bráð, en þeir eiga m jög
harðsnúna sveit glimumanna.
I þessari úrslitakeppni bar það
til tiðinda að Ingi Ingvason hlaut 5
vinninga, lagði alla KR-ingana en
þeirsem með honum voru i HSÞ-
sveitinni stóðu sig ekki eins vel og
þvi fór sem fór.
Ingi Ingvason