Þjóðviljinn - 25.06.1975, Side 9
Miövikudagur 25. jiini 1975. ÞJÖÐVILJINN — SÍÐA 9
Rœtt við tvo ráðstefnugesti af Kvennaársfundinum
Rannveig Jónsdóttir og Aðalheiöur Bjarnfreösdóttir: „Þrátt fyrir ólik sjónarmiö tókst ráö-
stefnugestum aö ná saman”.
Konur eiga
margt
sameiginlegt
Meðal annars að
vera láglaunahópur
Kvennaársráðstefnan, sem
haldin var að Hótel Loftleiðum i
siðustu viku, þótti takast mjög
vel. Þjóðviljinn fékk þær Aðal-
heiði Bjarnfreðsdóttur, Sóknar-
starfsstúlku og Rannveigu
Jónsdóttur Ur Rauösokkahreyf-
ingunni til að ræða við okkur um
ráöstefnuna.
Ráðstefnugestir voru á þriðja
hundrað talsins, en karlmenn
voru aðeins sex. Haldin voru
framsöguerindi, unnið í starfs-
hópum og ályktanir ræddar og
samþykktar.
Félögin sem stóðu að ráð-
stefnunni voru sex talsins,
óllk- innbyrðis, sum hafa aldrei
verið orðuð við réttindabaráttu
af neinu tagi og okkur lék for-
vitni á að vita, hvernig róttækir
rauðsokkargátu lynt á fundum
við konur úr ihaldssömum fé-
lögum.
Aðalheiður svaraði fyrst, en
hún hélt framsöguerindi á ráð-
stefnunni sem nefndist „Verka-
konur fyrr og nú”.
Aðalheiður: Ég vil nú fyrst
taka fram, að ég tel að ráðstefn-
an hafi fyrst og fremst tekist
svona vel vegna þess hve vel
hún var skipulögð. Undirbún-
ingsstarfið var vel unnið. Og svo
var hitt, að ég held að við höfum
almennt gert okkur grein fyrir
þvi, konurnar, að sjónarmið
okkar voru ólik. Við vildum
hinsvegar undantekningarlaust
láta ráðstefnuna takast vel. Ég
held, að þrátt fyrir ólik sjónar-
mið hafi okkur tekist að ná sam-
an.
Rannveig: Já, ég held lika að
samkoma fólks úr svo mörgum
og ólikum þjóðfélagshópum
hljóti að auka skilning manna
á meðal. Konur sem heild, eru
láglaunahópur. Það er gagnlegt
að sem flestar konur geri sér
það ljóst. Aðstaða útivinnandi
mæðra er alls staðar hin sama
að þvi leyti þær vinna tvöfaldan
vinnudag.
Aðalheiður: Það er nefnilega
ekki af áhugaleysi sem konur
taka litinn þátt I félagsmálum,
heldur þetta tvöfalda vinnuálag.
Rannveig: Mér fannst at-
hyglisvert hve þátttakan I störf-
um ráðstefnunnar vár góð og al-
menn. Ég held að hver einasta
kona sem ráðstefnuna sat, hafi
starfað i starfshóp. Það var
rikjandi mikill áhugi á málefn-
um.
Aðalheiður: Ég vil leggja á-
herslu á, að ég held að starfs-
hópar gætu hleypt nýju lifi i
starfsemi verkalýðsfélaganna.
Mér finnst að verkalýðsforystan
sé orðin svo einangruð — það er
jafnvel svo, að maður hefur það
á tilfinningunni að hún óttist
þessa tilraun varðandi félags-
starfið.
— Hvernig valdist fólk á
þessa ráðstefnu?
Rannveig: Hún var öllum op-
in. Aðildarfélögin sem að henni
stóbu, sendu félögum sinum
bréf. Einnig var fjölmörgum
verkalýðsfélögunum sent boð
um þátttöku og svo var ráð-
stefnan auglýst i blöðum.
Urðuð þið fyrir vonbrigðum
með þátttöku karla?
Rannveig: Já. Það kom t.d.
enginn karlmaður úr verkalýðs-
hreyfingunni. Þeir sex sem
komu voru allir menntamann,
við hefðum gjarna viljað sjá
þama fleiri karla.
Nú hefur komið fram, að þið
urðuð fyrir vonbrigðum með
undirtektir stjórnvalda varö-
andi ráðstefnuna?
Rannveig: Já, okkur finnst að
stjórnvöld hafi sýnt þessu held-
ur litinn áhuga. Við sóttum um
700 þúsund króna fjárstyrk til að
halda ráðstefnuna, en fengum
350 þúsund, sem hrekkur hvergi
nærri til að greiða kostnað.
Samt vann fjöldi sjálfboðaliða
mikið starf við undirbúning ráð-
stefnunnar.
Hver verður nú eftirleikur
ráðstefnunnar — þarf ekki að
færa umræðuefni hennar inn I
verkalýðsfélögin?
Aðalheiður: Auðvitað. Það
þarf að gera það, en ég held að
verkalýðsforystan hafi siðustu
árin komist i þá aðstöðu, að hún
liggur undir værðarvoð og þar
hjalar hver við annan. Forystan
er sambandslaus við félagana.
Ég tel að nú þurfi nýja vakn-
ingu, þar sem hinn óbreytti fé-
lagsmaður fái möguleika á
meiri áhrifum á samningagerð.
Nú era samningár gerðir þann-
ig, að ýmiss konar sérfræðingar
semja þá, sérfræðingar sem
standa utan ASl. Þess' vegna
verða samningarnir svo flóknir,
að það er erfitt fyrir óbreytt
verkafólk að skilja um hvað er
verið að semja.
En verður fólk ekki að koma á
fundi, ef það vill hafa áhrif?
Aðalheiður: Þeir eru nú ekki
skemmtilegir fundirnir. Og svo
stendur hið mikla vinnuálag, sá
þrældómur sem verkafólkið
verður að gangast undir til að
sjá sér farborða i vegi fyrir öllu
félagsstarfi. Fólkið hefur ein-
faldlega ekki þrek til að sinna
félagsstörfum.
Hvað tekur nú við eftir ráð-
stefnuna?
Rannveig: Við hvetjum konur
til að láta nú ekki staðar numið
heldur halda áfram að vinna
saman.
Aðalheiður: Já, ráðstefnan
sýndi að konur eiga margt sam-
eiginlegt — það var enn eitt sem
athygli vakti, hve litið bar á
kynslóðabilinu. Ráðstefnuna
sóttu allir aldursflokkar, yngri
konur reyndar fleiri, en ekkert
bar á kynslóðabilinu.
—GG
Frá Kvennaársfundinum
m i
»rBp
Metaðsókn að
Þj óðleikhúsinu
Leikárinu lauk á ísafirði
Leikári Þjóðleikhússins lauk
núna um helgina á isafiröi meö
sýningum á leikriti Jökuls
Jakobssonar Herbergi 213. Það
hófst einnig á isafiröi 14. septem-
ber ineö sýningum á Brúðuheim-
ili Ibsens. Sýningar hófust i
Reykjavik sama dag, en lauk 15.
júní með siðustu sýningu á Þjóð-
níðingi. Sýningar urðu samtals
390 en áhorfendafjöldi 119.363.
Leikferöir innan-
lands og utan
Sýningar skiptast sem hér seg-
ir: Sýningar á stóra sviðinu voru
samtals 219, á litla sviðinu i Leik-
húskjallaranum 76, aðrar sýning-
ar i Reykjavik og nágrenni 30,
sýningar annars staðar innan-
lands 26 og sýningar erlendis 39.
Leikhúsið hélt upp á 25 ára af-
mæli sitt i vor með margvislegum
hætti, en annars hafa leikferðir
sett svip sinn á þetta leikár öðr-
um fremur. I fyrsta lagi var ó-
venjumikið um leikferðir innan-
lands, enda leikhúsið leitast við
að mæta óskum landsbyggðar-
innar i þeim efnum. 1 öðru lagi
voru farnar tvær leikferðir til út-
landa á árinu með Inúk. Hin fyrri
var i febrúar um öll Norðurlönd,
hin siðari i mai og júni, fyrst á al-
til að sinna eftirspurn. Annars
var nokkuð jöfn aðsókn að flest-
um leikritunum. Tvö verkefni
stóra sviðsins verða tekin upp aft-
ur i haust, Silfurtúnglið og Þjóð-
niðingur, sem bæði komu upp
seint á leikárinu, en voru sýnd við
góða aðsókn. Þjóðniðingur var
sýndur 8 sinnumi vor, en Silfur-
túnglið 13 sinnum. Tala áhorf-
enda hefur aðeins mjög sjaldan
áður komist upp fyrir eitt hundr-
að þúsund á einu leikári. Þó voru
102.613 áhorfendur leikárið
1950—51, rúmlega 100 þúsund
næsta leikár þar á eftir og 109.605
leikhúsgestir 1952—3 og hefur það
verið met til þessa. 1 fyrra var
fjöldi leikhúsgesta tæplega 105
þúsund, en til samanburðar má
geta þess, að leikárið 1969—70
voru leikhúsgestir tæplega 75
þúsundir, en veturinn 1966—7
komust þeir niður i rúmlega 60
þúsund.
Starfsmenn
á 3. hundrað
Á 25 ára afmælisdegi leikhúss-
ins var stofnað Starfsmannafélag
leikhússins og eiga þátt að þvi fé-
lagi hátt á annað hundrað manns,
sem fasta vinnu hafa i leikhúsinu,
leikarar, dansarar, tæknimenn,
Myndin er úr „Þjóönföingi” Ibsens, sem tekinn veröur aftur tii
sýningar I Þjóöleikhúsinu I haust.
þjóðaleiklistarhátiðina i Nancy,
og siðan um Þýskaland, Frakk-
land og Sviss.
Verkefni á
leikárinu
Samtals voru verkefnin á stóra
sviðinu 12, þar af voru 4 tekin upp
frá fyrra leikári, Þrymskviða,
Klukkustrengir, Ég vil auðga
mitt land og ballettkvöld. Ný
verkefni voru þessi: Hvað varstu
að gera i nótt? Kardemommu-
bærinn, Kaupmaður i Feneyjum,
Hvernig er heilsan? Coppelia,
Silfurtúnglið og Þjóðniðingur.
Auk þess var Inúk sýndur tviveg-
is á stóra sviðinu og Afmælis-
syrpa, brot úr verkefnum liðinna
ára sett saman i tilefni 25 ára af-
mælisins, nokkrum sinnum.
Nemendasýning listdansskólans
og tslenska dansflokksins var tvi-
vegis.
A litla sviðinu voru sýningar á
Herbergi 213 og Lúkasi, svo og
Litlu flugunni og Ertu nú ánægð,
kerling? sem tekið var upp frá
fyrra leikári. Þá var og á afmæl-
inu dagskrá i kjallaranum, sem
nefndist Ung skáld og æskuljóð,
svo og Kvöldstund með danska
leikaranum Ebbe Rode. ínúk var
annars sýnt i skólum og viðar, en
Brúðuheimili i leikför. Þannig
voru samtals 21 verkefni, sem á-
horfendum gafst kostur á að sjá á •
þessu leikári. sem mun vera
hæsta sambærileg tala frá
upphafi leikhússins.
Metaösókn
Aðsókn var i heild mjög góð.
Sýningar urðu flestar á Karde-
mommubæ eða samtals 58 og
fjöldi áhorfenda 33.340. Sýningum
var hætt fyrir fullu húsi og verða
nokkrar sýningar i viðbót i haust
fólk við skrifstofu og önnur þjón-
ustustörf við leikhúsgesti, svo og
Þjóðleikhúskórinn. Annars eru að
meðaltali hátt á þriðja hundrað
manns á launalista i leikhúsinu á
mánuði hverjum, auk ofantal-
inna, t.d. söngvarar og hljóm-
listamenn, aukaleikarar, að-
stoðarfólk að ógleymdum höf-
undunum. 11 leikstjórar störf-
uðu á vegum hússins á leikárinu
og einn dansasmiður, en leik-
myndateiknarar voru 8. A A, B og
D-samningi voru 29 leikarar, en á
C-samningi (ráðnir i einstök hlut-
verk) 34.1 islenska dansflokknum
eru nú 7 dansarar.
Næstu verkefni
Æfingar standa nú yfir á þrem-
ur verkefnum fyrir haustið. A
stóra sviðinu verður fyrst frum-
sýnt hið fræa leikrit Tennesse
Williams, A Streetcar Named
Desire, sem ekki hefur verið gefið
endanlegt heiti á islensku. örnólf-
ur Árnason þýddi leikinn, en leik-
stjóri verður Gisli Alfreðsson og
leikmynd gerir Birgir Engilberts.
I aðalhlutverkunum: Þóra Frið-
riksdóttir, Erlingur Gislason,
Margrét Guðmundsdóttir og Ró-
bert Arnfinnsson. Þá standa yfir
æfingar á Carmen, eins og áður
hefur komið fram. Leikstjóri er
Jón Sigurbjörnsson, þýðingin er
eftir Þorstein Valdimarsson, leik-
myndir teiknar Baltasar og
hljómsveitarstjóri verður Bohdan
Wodiczko. Sigriður E. Magnús-
dóttir syngur Carmen, Magnús
Jónsson Don José og Ingveldur
Hjaltested Michaelu. Frumsýn-
ing er áætluð 25. október. Þá
standa yfir æfingar i leikhúskjall-
aranum á óperugamninu
Ringulreið eftir Flosa Ólafsson
Frh. á bls. 10.