Þjóðviljinn - 25.06.1975, Page 10

Þjóðviljinn - 25.06.1975, Page 10
10 SÍÐA — ÞJóÐVILJINNMiövikudagur 25. júni 1975. Alþýðubandalagið Sumarferð Alþýðubandalagsins á Vestfjörðum 28. og 29. júni 1975 Farinn verður vestfirski hringvegurinn. Isafjörður — Bildudalur — Patreksfjörður — Reykhólasveit — um Djúpveg til Isa- fjarðar og þaðan allt til Patreksfjarðar. Farið verður frá Isafirði kl. 9 að morgni laugardaginn 28. júni. Gist verður i Reyk- hólasveit. Þátttaka tilkynnist fyrir 24. júni i sima 3385 ísafirði, þar sem veittar eru nánari upplýsingar. Fargjald 3000—3.500 kr. Kjördæmisráð Alþýðubandalagsins Vestfjörðum Alþýðubandalagið heldur stuðn- ingsmannafund i Egilsbúð (fund- arsal) miðvikudagskvöld 25. júni kl. 20.30. Rætt verður um stjórn- málaviðhorfið. Framsögu hafa al- þingismennirnir Helgi Seljan og Lúðvik Jósepsson. Allt stuðnings- fólk velkomið. Stjórnin. Frá aðalfundi Samvinnutrygginga Aöalfundur Samvinnutrygg- inga, Liftryggingafélagsins And- vöku og Endurtryggingafélags Samvinnutrygginga h.f. var hald- inn aö Hótel Sögu föstudaginn 13. júní. Fundinn sátu 18 fulltrúar viðs vegar af landinu auk stjórnar félaganna og framkvæmdar- stjóra. Erlendur Einarsson, forstjóri, flutti skýrslu stjórnarinnar, en Hallgrimur Sigurðsson, fram- kvæmdarstjóri, skýrði reikninga Samvinnutrygginga og Jón Rafn Guðmundsson, framkvæmda- stjóri, reikninga Liftryggingafé- lagsins Andvöku og Endurtrygg- ingafélags Samvinnutrygginga h.f. Iögjaldatekjur allra félag- anna námu samtals á árinu 1974 kr. 1.230.1 milj. á móti kr. 894.9 milj. árið 1973, og höfðu aukist um kr. 335.2 milj. eða rösk 37%. Heildartjón Samvinnutrygginga árið 1974, greidd og áætluð ógreidd, námu samtals kr. 824.0 milj. og varð tjónaprósentan 90,08% á móti 76,54% árið 1973. Rekstrarafkoma félagsins árið 1973reyndist 48 milj. kr. lakari en rekstraruppgjör sýndi. Skekkjan stafaði af vanmati á ógreiddum tjónum. Raunveruleg rekstrarafkoma ársins 1974 er halli að upphæð kr. 33,8 milj., en þar sem töp beggja áranna koma á sama árinu, 1974, Þjóðleikhúsið Framhald af bls. 9. (texti) og Magnús Ingimarsson (tónlist). Flosi er leikstjóri og hefur sér til aðstoðar Sigriði Þor- valdsdóttur; Björn Björnsson teiknar leikmyndina og Elin Edda Árnadóttir stendur fyrir dansatriðum. t aðalhlutverkun- um: Sigriður Þorvaldsdóttir, Árni Tryggvason, Guðrún Stephensen, Randver Þorláksson og Ingunn Jensdóttir. Loks standa svo yfir æfingar á dagskrá, sem hópur frá Þjóðleik- húsinu mun flytja á 100 ára af- mælishátið Islendingabyggða i Kanada i sumar. 1 dagskránni verður brugðið upp myndum úr sögu tslands, einkum eins og hún birtist i þeim islensku leikverk- um, sem vinsælust hafa orðið. Gunnar Eyjólfsson er leikstjóri þessarar sýningar, sem tekur um 2 klukkustundir i flutningi, en flytjendur eru 13 leikarar og Þjóðleikhúskórinn. (Fréttatilkynning frá Þjóðleik- húsinu.) auk áætlaðra skatta, sem álagðir verða á árinu 1975, reyndist rekstrarhalli alls kr. 93.6 milj. Rekstrarhallinn stafar fyrst og fremst af þátttöku félagsins i fiskiskipa og ábyrgðarsamsteyp- um, en þar hafa tjón félagsins umfram iðgjöld orðið kr. 85.7 milj. á siðastliðnum tveim árum. Haíli á bifreiðatryggingum varð kr. 30.9 milj. Eigin sjóðir Samvinnutrygg- inga að viðbættum iðgjalda- og tjónasjóðum námu i árslok 1974 kr. 679.3 milj. á móti kr. 545.6 milj. árið áður og höfðu þvi aukist um kr. 133.7 milj. á árinu. Fjöldi mála voru rædd og af- greidd á fundinum. Meðal annars kom sú hugmynd fram að koma á fót starfi umboðsmanna viö- skiptavina samvinnutryggingafé- laganna að sænskri fyrirmynd. Starf hans felst i þvi að gæta hagsmuna viðskiptavinanna gagnvart samvinnutryggingafé- lögunum. í stjórn félaganna voru endur- kjörnir þeir Jakob Frimannsson, Akureyri, Karvel ögmundsson, Ytri-Njarðvik. Aðrir i stjórn eru Erlendur Einarsson, forstjóri, Ingólfur ólafsson, Kópavogi og Ragnar Guðleifsson Keflavik. Þrátt fyrir fyrrgreindan rekstr- arhalla ársins 1974 gætti bjartsýni meðal fundarmanna um rekstur- inn á árinu 1975. Skrifstofu Samvinnutrygginga og Liftryggingafélagsins And- vöku eru til húsa að Ármúla 3, Reykjavik en umboðsskrifstofur eru reknar um allt land. Prentaraverkfall í Frakklandi Paris 24/6 reuter — Landssamtök prentara i Frakklandi sem eru deild i verkalýðssambandinu CGT sem iýtur forystu kommúnista boðuðu sólarhrings verkfall á morgun, miðvikudag. Er þetta þriðja verkfallið á þeim sex vikum sem liðnar eru siðan deilur hófust milli prentara og út- gefenda biaðsins Parisien Libere. Þá fóru prentarar blaðsins i verk- fall og yfirtóku prentsmiðjuna til að mótmæla áætlunum útgefand- ans, Emilien Amaury, um að fækka starfsmönnum og gera aðrar hagræðingar i rekstri blaðsins sem þrengdu kost prent- ara. ÍSLENZKUR TEXTI lll« ULLMAWW, TECHNICOLOR C0LUM8IA PICTURES presents FWE.JD\N A KURT Sfmi 18936 Jóhanna páfi Viðfræg og vel leikin ný ame- risk úrvalskvikmynd i litum og Cinema Scope. Leikstjóri: Michael Anderson. Með úrvalsleikurunum: Liv Ullman, Franco Nero, Maxi- milian Schell, Trevor Howard. Bönnuð innan 12 ára. Sýnd kl. 6, 8 og 10. Simi 41985 The Godfather Hin heimsfræga mynd með Marlon Brando og Al Pacino. Sýnd kl. lo.aðeins örfáa daga. Síðasti dalurinn með Michael Caine og Omar Shariff. Isl. texti. Sýnd kl. 8. Bönnuð innan 16 ára. Mafíuforinginn Haustið 1971 átti Don Angelo DiMorra ástarævintýri við fallega stúlku; það kom af stað blóðugustu átökum og morðum i sögu bandariskra sakamála. Leikstjóri: Richard Fleischer. Aðalhlutverk: Anthony Quinn, Frederic Forrest, Robert Forster. Bönnuð innan 16 ára. Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11. Flótti frá lífinu Running scared Magnþrungin og spennandi, ensk litmynd. Leikstjóri: David Hemmings. tSLENSKUR TEXTI. Sýnd kl. 5, 7 og 9. Bönnuð innan 14 ára. Sfðasta sinn. Atvinna óskast 17 ára piltur óskar eftir að komast á samning i húsasmiði. Er búinn með tvo bekki i iðnskóla. Uppl. i sima 19638. Vinningsnúmer í happdrætti Krabbameinsfélagsins Dregið var þann 17. júni 1975. Dodge bifreið kom á miða nr. 35552, Cortina bifreið kom á miða nr. 83877. Vinninga má vitja i skrifstofu félagsins að Suðurgötu 22-24. Krabbameinsfélagið. Blikkiðjan Ásgarði 7, Garðahreppi Önnumst þakrennusmíði og uppsetningu — ennfremur hverskonar blikksmíði. Gerum föst verðtilboð. SÍMI 53468 Sumarferð Alþýðubandalagsins Allar frekari upplýsingar hjá Alþýðubandalaginu, Grettisgötu 3, sími 28655 LEIKFMIAG REYKJAVÍKUR Leikvika landsbyggðarinnar Leikfélag Dalvikur HART í BAK eftir Jökul Jakobsson Sýning i kvöld kl. 20.30 Fimmtudag kl. 20.30. Aðgöngumiðasalan i Iðnó er opin frá kl. 14. Simi: 16620. Sfmi 11544 Gordon og eiturlyf jahringurinn 20ltl CENTURY-FOX Presenls A RALOMAR PICTURE RAUL WINFIELD in • .* Æsispennandi og viðburða- hröð ný bandarisk sakamála- mynd i litum. Leikstjóri: Ossie Davis. Bönnuð innan 16 ára. Sýnd kl. 5, 7 og 9. Moto-Cross On any sunday MOTO -HVBRS0NDAG MALCOLM SMITH MERT UWWIU STEVE McQUEEN DRBNSPÆNDENDE 0G NERVEPIRRENDE ARTFILM! Moto-Cross er bandarisk heimildakvikmynd um kapp- akstra á vélhjólum. 1 þessari kvikmynd koma fram ýmsar frægar vélhjólahetjur eins og' Malcolm Smith, Mert Lawwill og siðast en ekki sist hinn frægi kvikmyndaleikari Steve McQueen sem er mikill áhugamaður um vélhjólaakst- ur. Danskur texti. Sýnd kl. 5, 7 og 9. Slðasti sýningardagur. Slmi 16444 ÍTRUCKTURNERI ISAACHAYES Hörkuspennandi ný bandarisk litmynd, um miskunnarlaus átök i undirheimum stór- borgarinnar, þar sem engu er hlift. Aðalhlutverkið leikur hinn kraftalegi og vinsæli lagasmiður Isaac Hayes. ISLENZKUR TEXTI Bönnuð innan 16 ára. Sýnd kl. 3, 5, 7, 9 og 11.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.